Vísir - 17.10.1966, Blaðsíða 8
8
V Í S I R . Mánudagur 17. október 1966.
[pfCTfPj
Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR )
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson (
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson )
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson \
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 /
.VigheíCsla: Túngötu 7 j
Sitstjóm: Laugavegi 178. Síml L1660 (5 Unur) (
Askriftargjaid kr. 100.00 á mánuði innanlands )
( iausasölu kr. 7,00 eintakið \
Prentsmiðja VIsis — Edda h.f II
wmmmmmKmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmrnmmmmmmm j
Átti ekki að gera þetta?
JJvar sem er á landinu brosa menn yfirleitt eöa hrista J
bara höfuðið, þegar minnzt er á „hina leiðina“ hans )
Eysteins Jónssonar. Formaður Framsóknarflokksins \
var sérlega óheppinn, þegar hann ætlaði að marka (
flokksmönnum sínum stefnu og vísaði þeim „hina /
leiðina“! En formaðurinn er þrár og hefur ekki enn )
viljað viðurkenna þessa óheppni sína eða klaufaskap )
í flokksforustu. í sumar reyndi Tíminn að komast úr )
sjálfheldunni og fór að skrifa um, að Framsóknar /
menn vildu fara „aðra leið“, — en á þeirri leið hefur )
verið gefizt upp. )
Ræða Eysteins Jónssonar á Alþingi um stefnuyfir- j
lýsingu ríkisstjórnarinnar er birt undir fyrirsögninni: (
„HIN LEIÐIN“. Og svo er vitnað í meginefnið í ræð-
unni: „Það verður að finna aðferðir til þess (enn /
ófundnar?), að það sitji fyrir, sem nauðsynlegast er“. )/
Það er ekki í fyrsta skipti sem formaðiir Fraip^pknar- i)
flokksins héiur þessa einu skýringu að gefa á því, \j
hvað „hin leiðin'* sé. Raða verkefnum segir hann, og í\
þar á hann við að setja nefndir, setja ráð, leyfi, eða ,
ekki leyfi, — höftin verða að vera tiltæk. /
En er ekki kominn tími til, að formaður Framsókn- )
ar fari þá að gera mönnum grein fyrir því, sem ekki j
hafi átt að gera í tíð núverandi ríkisstjórnar? j
Átti ekki að gera allsherjar úttekt á þjóðarbúskapn- \
um eftir gjaldþrot vinstri stjórnarinnar, skrá krónuna (
rétt í samræmi við þá gengisfellingu, sem orðin var í //
efnahagsöngþveiti vinstri stjórnarinnar? )
Átti ekki að rétta við þrotið f j ármálatraust er lendis? ,
Átti ekki að safna gildum gjaldeyrisvarasjóðum og j
stuðla að því að gífurleg ný sparifjármyndun þjóðar- \
innar færi í varanlega verðmætasköpun í landinu? Átt* j
ekki að gera júní-samkomulagið 1964 til þess að draga \
úr verðbólgunni og beina samkomulagi og gagnkvæm (
um skilningi launþega og vinnuveitenda inn á nýjar, (
farsælli leiðir? /
Átti ekki að gera þjóðhags- og framkvæmdaáætlun )/
til fjögurra ára og átti ekki að endurskoða árlega )j
þessa áætlunargerð, sem vissulega hefur ætíð verið \j
við það miðuð, að hið hagkvæmasta og nauðsynleg- \\
asta sitji í fyrirrúmi? Á ekki að halda slíkri á,ætlana- í\
gerð áfram og auka hana, eins og vitað er, að verið er I(
að gera? )
Átti ekki að gera Vestfjarðaáætlun til þess að efla )
jafnvægi í byggð landsins, með því að efla vegakerfi, \
hafnir og flugvelli í þessum landshluta? Á ekki að \\
halda þessari áætlanagerð áfram, eins og ráðgert er? t
Átti ekki að byrja að vinm að Norðurlandsáætlun .
og átti ekki að samþykkja lögin um atvinnujöfnunar- ,!
sjóð, sem hefur það markmið að stuðla að jafnvægi í j
byggð landsins á grundvelli vel undirbúinnar áætlana- j
gerðar? \
Svona má lengi halda áfram. En kannski byrjar (
formaður Framsóknarflokksins fyrst að svara þessu.
/
Listir-Bækur-Menningarmál-
Eirlkur Hreinn Finnbogason skrjfar bókmenntagagnrýni
Davið Stefánsson frá Fagraskógi:
Siðustu ljóð
Helgafell — 308 blaðsiður
á~kft er svo um bækur meö
áður óprentuðum verkum
látinna höfunda, að í þær er tínt
sitthvað, sem annað hvort er
ófullgert eða höfundur hefur
aldrei ætlað sér að birta, en
láðst. að fleygja. Er e. t. v. lít-
ið við það að athuga, ef hugs-
anlegt er, að slíkt auki eitthvað
skilning á manninum að baki
verkinu eða veiti upplýsingar
um vinnubrögð hans. Þó vill
flögra að manni viö Iestur slíks
samtínings, að sæll sé sá höf-
undur, sem brennir þau verk
sín, sem honum finnast mis-
heppnuö. Og viðkunnanlegra er
að minnsta kosti, að einhver
tími líði frá láti höfundarins og
þangað til það, sem hann hefur
skilið eftir sig, er birt.
Má vera, að þessi orö séu
ómakleg aö því er snertir hina
nýju bók Dayíðs Stefánssonar.
þVi áð ég skal játa, að í raun
ög veru tók ég þessari bók feg-
inshendi og naut þess að lesa
hana, af því að mér hefur alltaf
fundizt gott að fá nýjar bækur
eftir þennan höfund. Geri ég ráð
fyrir, að sama verði að segja
um marga aðra aðdáendur hans.
Þó ber hér skugga á: Ljóðin
eru mun misjafnari í þessari
bók en í fyrri bókum þjóðskálds
ins, og fer varla hjá því, að
hér sé ýmislegt, sem skáldið
heföi sjálft aldrei látið frá sér
fara i þeirri mynd, sem það
stendur hér, Á það strax við
um fyrsta Ijóðið í bókinni, Minn
ingu Hallgríms Péturssonar,
sem í sjálfu sér er merkilegt
kvæði, ekki slzt til glöggvunar
á trúarlífi Davíðs Stefánssonar
sjálfs. En ég get ekki varizt
þeirri hugsun, að betur hefði
verið gengið frá því undir prent-
un, ef höfundarins hefði notið
við.Og önnur kvæði bókarinnar
virðast bera það meö sér, að
þau séu ort fyrir all-löngu, og
ef það er rétt, þá eru þetta
ljóö, sem skáldið hefur sneitt
hjá við val i fyrri bækur
Hvers vegna aö vera að flýta
sér aö koma því á prent, þó
að skáldið sé látið?
En þrátt fyrir þetta eru í
bökinni gull og gimsteinar, sem
sanna, að Davíð Stefánsson
hélt reisn sinni sem þjóðskáld
íslendinga og sem maöur, unz
yfir lauk.
Svo er um mig, þegar ég les
þessa bók, að það er eins og
ég horfi fremur til mannsins að
baki ljóöunum en til Ijóðanna
sent slíkra. Býst ég viö, að svo
verði um fleiri, Og það sem við
kannski tökum fyrst eftir er
hin afdráttarlausa hreinskilni og
tilgeröarleysi. Enginn getur
brugðið Davíö Stefánssyni um
tilgerð. Hann kom alltaf til dyr-
anna eins og hann var klæddur,
hvemig svo sem umhverfið sner
ist við þvi. Reyndar vakti hann
hrifningu strax og hann kom
fram á ritvöllinn, en einnig hef-
ur veriö harkalega að honum
vegið. En þó að þetta hafi ver-
iö öðruvísi hefði það varia
breytt miklu um. Hann var of
heill og sjálfstæður til þess aö
laga sig svo mjög eftir umhverf-
inu. „Tveim skjöldum lék eg
aldri“. átti við hann ekki sfður
en Eyvind skáldaspilli sjálfan.
Ef til vill vegna þessa sjálfstæð-
is safnaöi Davíð Stefánsson
aldrei um sig neinni hirð gagn-
rýnislausra aödáenda. Hann var
einbúi f samtíðinni án þess þó
að vera einmana.
Rétt er það, að fátt er mér fjær
en fylgja ykkur að máliam,
segir hann i kvæðinu Þið segið
mig týndan. Og f kvæðinu um
heiðabóndann segir hann:
í fámenni nýt ég þess bezt að
vera ég sjálfur, —
og getur það ekki sfður átt við
skáldið sjálft.
Afar sterkur þáttur í Davíð
Stefánssyni er samúð hans með
þeim, sem miöur mega sín af
einhverjum ástæðum. Við minn-
umst þess, að hrafninn var fugl-
inn hans. Hvers vegna?
Sumum hvíla þau álög á
aldrei fögrum tóni að ná,..
Vegna þessarar samúðar eöa
kannski reiði fyrir hönd þess,
sem hart veröur úti, ritaði hann
einu skáldsögu sína, sem eflaust
á eftir að lifá um sinn. Er í
þessu sambandi skemmtilegt að
sjá, hvað skáldið telur, þegar
það gerist aldrað, eitt aðalatriði
í sambandi við dauðann:
En fyrir þann, sem áður var
settur yztur,
opna þær hliðið fyrst, hinar
skyggnu systur.
(í ljóöinu um Hallgrím Péturs-
son)
Sama hugsun kemur víöar fram
í kvæðum þessarar bókar.
Og um Árna Magnússon segir
hann:
Þótti ég stundum djarft viö
danska mæla,
dulbúin fífl ' og konunglega
þræla,
en þa var eins og þreytu minni
létti,
þegar ég vann aö smælingjanna
rétti.
Reyndar nefnir Davíð Stefáns-
son sjaldan smælingja. Lftil-
magnar hans voru engir smæl-
ingjar í hans augum, hvorki Sól-
on íslandus né aðrir. En honum
hefur fundizt viðeigandi að
nefna fslenzka lítilmagna á dög-
um Áma Magnússonar smæl-
ingja, enda voru þeir það óneit-
anlega.
Annars hef ég mætur á Ijóð-
inu um Áma Magnússon, þar
sem höfundur er að mfnum
dómi ekki síður að yrkja um
sjálfan sig en Áma. Um bóka-
taanninn Áma segir bókamaður-
inn Davíð: :
Lesið var nóg — og lífið hvarf
á meðan.
Leita mun ég við brottför mína
héðan
margs, sem út í mánaskinið
týndi
meðan ég einn í dauðan bókstaf
rýndi.
Og Ijóðiö endar á þessa leið:
Búinn til ferðar bið ég andann
mikla
blessa mín rit og gæta minna
lykla.
Fagnandi kveð ég furstans
gullnu sali,
fákurinn ber mig aftur heim i
dali.
Þaö var eftir Davíð Stefáns-
syni að segja svo, skáldinu sem
var svo samgróið íslenzkri
náttúru íslenzkri byggð og
þjóðsögum, að þetta glitrar
sýknt og heilagt í flestum
ljóöum hans og hefur sjálf-
sagt ekki haft lítil áhrif á vin-
sældir hans, eins og Siguröur
skólameistari benti einu sinni
á í grein.
Halda mætti lengi áfram að
ræða ýmis einkenni Davíðs Stef-
ánssonar, sem koma á móti les-
andanum í þessari bók, ein-
kenni, sem áöur voru kunn, en
eru árétt hér og verða oft ljós-
ari en fyrr. Svo sem afstaða
hans til íslenzka bóndans. Þaö
er engan veginn landbúnaðurinn
sem atvinnuvegur, sem skáldið
er að hugsa um, þegar það yrkir
um bændur, heldur sá þroski
og sú menning, sem starfið —
Framhald á bls. 7
mmmmmmmmmmmmmmmmrnm.