Vísir


Vísir - 17.10.1966, Qupperneq 9

Vísir - 17.10.1966, Qupperneq 9
V1SIR . Mánudagur 17. október 1966. 9 -)< Vænt fé úr Hrunamannahreppi - Þéttur skögur af hoidi - Þyngsti dilkurinn: Eign prestsins - Sauðkindinni fylgir jafn-mikil blessun dauðri sem lifandi í sláturtíð að Laugarási V) V ,NÚ eru þeir byrjaðir að drepa rollurnar“ sagði ungur athafnamað ur úr framkvæmdaplássi austanfjalls, um leið og hann tróð inn í Litlu kaffistofuna í Svína- hrauni að kvöldlagi í haust ásamt bílstjóra sín um. Hann bað veitingakonuna um svið á stundinni, kjammarnir ginu við á afgreiðsluborðinu, eitthvað svo nýlegir þrátt fyrir helstirðnaöan svip aftökunnar í einhverju sláturhúsinu . .. Athafnamaðurinn var að koma úr henni Reykjavík. Hann var orðinn soltinn eftir argaþras við skiptanna þar, og nú byrjaði hann að háma í sig og bryðja kindasviðin af hjartans lyst. Tyggjandi segir hann: „Þvilík ógrynni sem þeir drepa af þess- um blessuðum rollum hér á hverju hausti, það eru víst ein átta hundruð þúsund". Hann bar ekki við að nota sögnina að slátra. Ánnar gestur í veitingastof- unni segir: „Og nú er líka sláturtíð í Vietnam — skyldu þeir drepa þar jafn-mikið af fólki og drep- iö er hér af rollum?“ Enginn hafði hugboð um slíkt, enda önnur saga. Cemsagt hvorki meira né ^ minna en um átta hundruð þúsund kindur eru leiddar til aftöku í sláturhúsum landsins nú í haust. Féð hefur verið rek- ið ofan af fjalli, misfeitt, mis- bragglegt, mislagðprútt, og nú færa landsmenn sér í nyt gæði sauðkindarinnar sinnar á ýmsa vegu eins og þeir hafa gert frá örófi aldar. Sláturhúsum fjölgar eftir því sem bændur auka við fjárstofn sinn og stækka búin. Fyrir þrem árum lét Sláturfélag Suöurlands reisa slátursús aó Laugarási í Biskupstungum, búið nýtízku tækjum. í fyrra var slátrað þar um 20 þúsund fjár, og í haust er áætlað, að .það verði heldur meira. í vikunni, sem leið, var búið að slátra þar fé úr Hruna- mannahreppi, en þaöan er talið koma vænt fé. Áður en litið var á húsið, var áö hjá konunum fjórum í eldhúsi RKÍ á bama- heimilinu, i því húsi er mötu- neyti og svefnverur verkafólks sláturhússins. Konurnar eru að smyrja brauö og sneiða niður álegg ofan í áttatíu manns eða vel það. Þær voru glaölegar, enda vinna þær þakkarvert starf: að seðja verkafólkiö, svo að það skili betri afköstum og uni glaðara við sitt. Er mál manna fyrir austan, að ráðskon- unni, Guðnýju Guðmundsdóttur, sem er potturinn og pannan í þessu hlutverki, farist þetta svo vel úr hendi, aö mötuneytið, sem hún stjórnar með aöstoð stallsystra sinna þriggja, sé einn sterkasti hlekkurinn í starfsemi sláturhússins í Laugarási: „Án þeirra væri ekkert kjöt“, varð náunga að orði, „án þeirra væri ekki unnið hér sem skyldi.. Á sama hátt og gott mötuneyti í skóla eða annarri ámóta stofn- um getur stuðlað að því að skapa jákvæðan anda, eins get- ur mötuneyti sláturhúss riðið baggamuninn um rétt vinnuvið- horf og haft úrslitaþýðingu fyr- t ir velgengni 1 rekstri fyrirtæk- isins. Rafvirkjameistari úr sýslunni var með í förinni, kunnugur öll- um hnútum staðarins. Ráðskon- an beiddi hann að gera við bil- aöan slökkvara. Rafvirkinn upp- lýsti, að öryggisrofi væri i hús-. inu (vegna eldhættu), og því miður heföi viljað við brenna, að þetta „varnarmeðal" væri misnotað. Sú væri trú sumra ungu mannanna, að ef rofanum væri kippt úr sambandi á kvöld- in og allt rafmagn færi af hús- inu ykist rafmagn ástarinnar heldur betur (Hins vegar getur tiltækið eyöilagt ýmis raftæki hússins, sem eru í sambandi). I sláturhúsinu vinnur margt fólk af báðum kynjum, sem langar 'oft til að bregða á leik að vel- . unnu dagsverki loknu. Þegar hér var komið, bauð ráðskonan eðalgott kaffi... Cláturhúsið í Laugarási er stíl- fögur bygging og lítur óslát- urhúslega út. Það ber svip menn ingarstofnunar, þar sem geröar eru kröfur til smekks og þar Tveir dilkaskrokkar í Sláturhúsi SS í Laugarási sem gerðarleg stúlka færir að vigtinni (myndir: stgr.) sem búast má viö, að inni fyr- ir sé hugnaður á ferðinni. Mörg hús virðast teiknuð í samræmi við innihald og tilgang þeirra, þannig er þvi ekki farið með þetta sláturhús. Þegar inn kom, fyllti blóð- lykt vitin. Hávaðinn var minni en f mörgum verksmiðjum, fólk- ið vann ekki með bægslagangi, en ákveðið og með ánægjusvip, að því er virtist. Á kjötloftinu héngu dilkaskrokkamir og mynd uðu þéttan skóg af holdi, og nú voru þeir vigtaðir hver á fætur öðrum af vigtarmannin- um, Ingvari Þórðarsvni frli Reykjahlíð á Skeiðum. ÞennaS dag hafði þyngsti dilkur haust» ins fram til þessa komið á vigt- ina, eign séra Bemharðs Guð- mundssonar á Skarði. Vó hvorki meira né minna en 24 klló. Með- aldilkur vegur kringum 13 kíló, miðað við I—III flokk. Mönnum fannst fara vel á þvl, að prestur ætti jafn-vænan dilk — það benti til þess, væri eiginlega tákn þess, að „brauð" hans sé „feitt“. Nú var verið að vigta allt fé, sem hafði verið slátrað daginn áður. Cláturhússtjóri I Laugarási er ^ Ólafur Jónsson frá Skeið- „blóðboröið“, þar sem innmatur er útbúinn til sendingar suður til Reykjavíkur. háholti kennari að Brautarholti á Skeiðum. Hann sagði að ketið yrði ekki gegnkalt fyrr en að hálfum sólarhring liðnum frá þvl, að kindinni er slátrað. Hann sagði, að fyrsta skilyrði I slát- urhúsi sé hreinlæti, góð loft- ræsting, kjötið sé viðkvæmt I meðferð frá byrjun. Ekki kvað hann kjötið vera flokkað nóg. Sá háttur er hafður á að flokka það eftir fitumagni. Féð, sem sláturhúsið fær tij plátrunar, er ýmist rekið eða keyrt að. „Sést varla hér marin'n skrokkur", segir Ólafur. — Fjórir hreppar leggja inn I sláturhúsið I Laug- arási: Gnúpverjahreppur, Hruna mannahreppur, Biskupstungur, Skeið og ennfremur er örlltið úr Grímsnesinu. Dýralæknir met ur hvern einasta skrokk ásamt yfirdýralækni, sem hefur með höndum aðal-eftirlitið. „Skilvrði fyrir góðum kjötaf- urðum er, að ærnar hafi það gott eftir sauðburð", segir slát- urhússtjóri, „að þær séu al- mennt fóðraðar vel, lömbin hafi m. a. haustfitun, en vænlegast til árangurs I haustfitun er, að sáð sé fóðurkáli að vorinu og borið I hána“. Á hverjum morgni fara frá Laugarási tveir flutningsbílar, annar með 700 skrokka, og hinn með 13—1400 gærur og hausa og flytja þetta til Reykjavlkur. Síðar um daginn fara aðrir tveir bllar sömu leið, annar með af- gang af kjötinu og hinn með inn mat. Þannig gengur það glatt dag eftir dag þennan mánuð sem slátrað er. Og kjötvörumar dreifast jafnt og þétt á markað- inn. I öðrum sal hússins voru kind urnar leiddar á aftökupallinn, skotnar I hausinn vélrænt og ó- persónulega, deyddar af nauð- syn, svo tók fláningin við og hreinsun, allt fór þetta fram hnit miöað og hratt. Einhver verður að taka að sér þetta óhugnan- lega starf, að aflífa sauðkind- ina. Stundum getur hitzt svo á að til starfsins veljist dýravinur, sem getur undir venjulegum kringumstæðum lagt llf sitt I sölumar við að bjarga skepn- unni, en eftir að dauöadómur- inn hefur verið kveðinn upp, er . viðhorfið annað: Skepnunni fylgir jafnmikil blessun dauðri sem lifandi, jafnvel meiri þegar hún er öll. s t g r

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.