Vísir - 22.10.1966, Blaðsíða 8
8
VISIR
Utgefandi: Blaöaotgáían VTSIR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
AÖstoðarritstjóri: Axel rhorsteinson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099
Afgreiðsia: Túngötu 7
Rltstjóm: l^augavegi 178. Simi 11660 (5 llnur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kT. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f
Sami söngur
JTorustumenn Framsóknarflokksins eru kunnir að því
að fara frjálslega með tölur í stjórnmálaumræðum.
Halldór E. Sigurðsson, sem mun talinn ganga for-
manni flokksins næst að fjármálaviti, fékk nú það
hlutverk á Alþingi að gagnrýna fjárlagafrumvarpið.
Niðurstaða þingmannsins var í stuttu máli sú, að
hlutur verklegra framkvæmda í útgjöldum ríkisins
færi síminnkandi, en óþörf eyðsla ykist að sama
skapi. Hann gerði samanburð við árið 1959 og sagði
að fjárlagafrumvarpið nú væri 400% hærra en þá,
en viðurkenndi þó, að „það segir að vísu ekki allt!“
Mikið var — en skýringar hans og dæmi, sem hann
tekur til þess að sanna að fjármálum ríkisins hafi ver
ið illa stjórnað, segja heldur ekki allt. Þau segja að-
eins það, sem hann hefur hentugast fundið til þess
að reyna að blekkja útvarpshlustendur og lesendur
Tímans.
Hækkun fjárlaganna frá ári til árs hefur sínar eðli-
legu skýringar. Samkvæmt frumvarpinu nú hækka
útgjöld ríkissjóðs á næsta ári um 656 millj. kr. Þar
af nemur hækkun á launagreiðslum ríkissjóðs 260
millj. kr. Til almannatrygginga 172 millj. kr. Aðstoð
við sjávarútveginn, sem ekki er í núgildandi fjárlög-
um, 80 millj. kr. Áætluð hækkun útflutningsuppbóta
á landbúnaðarvörur 34 millj. kr. Hækkun skóla-
kostnaðar, annars en launa, 64 millj. kr. Til skóla-
bygginga, sjúkrahúsa og flugvallagérðar er hækkun
25 millj. kr. Hækkun á styrktarfé, ellilaunum og fram
lögum til lífeyrissjóða 14 millj. kr. Til hafnargerða
13 millj. kr. Til Iðnlánasjóðs 8 millj. kr. Til raforku-
og jarðhitamála 10 millj. kr.
Treysta Framsóknarmenn sér til þess að kalla nokk
uð af þessu óþarfa eyðslu? Líklegra væri að þeir teldu
sumar þessar hækkanir of lágar, ef dæma má eftir
fyrri reynslu, þegar þeir hafa verið að keppa við
kommúnista í yfirboðum.
Stjórnarandstæðingar tala mikið um sukk og ó-
þarfa eyðslu í opinberum rekstri, en harla lítið fer
fyrir raunhæfum tillögum frá þeirra hálfu um sparn-
að. Og á sama tíma sem þeir eru að fjargviðrast út af
háum fjárlögum, deila þeir á stjórnina fyrir of lítil
framlög cil ýmissa framkvæmda. Þetta kemur m.a.
fram í ræðu Halldórs E. Sigurðssonar. Hann undrast
í öðru orðinu, hvað fjárlögin séu há, en í hinu segir
hann, að framlög séu alltof lág til hafnargerðar,
skólamála o.s.frv. Hann nefnir hins vegar ekki, hvaða
liði hefði átt að lækka til þess að þessi framlög hefðu
getað orðið hærri. Hann talar um „útþenslu á ríkis-
bákninu,“ en nefnir ekki með einu orði, hvernig draga
hefði átt úr þeirri útþenslu.
Svona ræður eru ekki gagnrýni, heldur ábyrgðar
laust gaspur, sem enginn hugsandi maður getur tekið
mark á. Þetta ætti heldur ekki að koma mönnum á ó-
vart. Þannig hafa tramsóknarmenn talað og skrifað
síðastliðin 8 ár.
V í S í R . LaugarÚagur 22. október 1966.
Carl von Hom kannar liössveitir sínar í Kongó
Árás hershöfði ngj ans
á Sameinuðu þj óðirnar
Carl von Horn fyrrum yfirmaður friðargæzlu-
sveita SÞ vægðarlaus gagnrýnandi
t
Jjm næstu mánaðamót
er væntanleg bók, sem
inniheldur þá vægðar
lausustu gagnrýni, sem
érin Kéfur körnlfTfrám á
Sameinuðu þjóðírnar.
Höfundurinn er Carl von
Horn, fyrrum yfirmaður
friðargæzlusveita Sþ, er
sagði af sér í fússi.
Hann sakar U Thant, fram-
kvæmdastjóra Sþ og blökku-
manninn og Nóbelsverðlaunahaf
ann Ralph Bunche, næst valda
mesta mann yfirstjórnar Sþ um
spillingu og undirferli, tillits-
ieysi og skilningsskort.
JJJann segir einnig að nýfrjálsu
ríkin í Afríku sem hafa ver
ið tekin inn í Sþ á færibandi
séu bæði „ósvífin og ögrandi"
í framkomu sinni innan samtak
anna. Þau hafi vændiskonur á
sfnum snærum, sem ætlað sé
að ná taki á fulltrúum hjá Sþ
Þá segist hann hafa orðið að
taka til sinna ráða vegna skipu-
lagðra morða ísraelsku leyni-
þjónustunnar.
J''arl von Horn gekk á herskóla
f Svíþjóð og starfaði síðar
með Foike Bemadotte í Palest-
ínu. Hann varð síðar hermálafuil
trúi við sænska sendiráöið f
Kaupmannahöfn og Osló og
æðsti maður sænskra landvarna
í Suður-Svíþjóð. Árið 1958 varð
hann yfirmaöur eftirlitsnefndar
Sþ með vopnahléi Israeis og
Arabaríkja, síöan yfirmaður frið
arsveita samtakanna f Kongó.
Þegar hann átti sfðar að vera
oddviti eftirlitsnefndar, sem
skyldi reyna að koma á friði í
Yemen, sagði hann, af sér og
yfirgaf Sþ í fússi. Hann er
kvæntur skáldkonunni Bibi
Englund.
JJann skrifar um dvöl sfna í
ísrael: Ég hef aldrei kynnzt
þjóð, sem hefur þann hæfileika
í jafnrfkum mæli og fsraels-
menn aö umbreyta góðvild ann-
arra í vonbrigði og beiskju. Þeir
reyndu stöðugt að svíkja og
dýlja. Israelska leyniþjónustan
er tvímælalaust einhver sú
bezta f heimi, en einnig algjör-
JJann taldi leyniþjónustuna
ógna sér og dag nokkum
segist hann hafa farið á fund
utanrfkisráöherra Israels Golda
Meir og komizt svo að orði:
„Það kemur til með að líta
illa út ef fleiri starfsmenn Sþ
verða myrtir. Sér í lagi einhverj
ir hinna sænsku ..." <
RALPH BUNCHE
Jjegar von Horn var sendur
til Kongó sagði Hammar-
skjöld við hann: „Þetta er ein-
hver brjálæðislegasta hernaðar-
aögerð seinni tíma. Guð einn
veit hvemig hún endar. Ég get
sagt þér að ég á samt ekki ann
arra kosta völ en aö hefja þess
ar aðgerðir . .“
A7on Hom dáist að Hammar-
skjöld: „Hvílíkur maöur. Aö
því er virtist var hann saman-
settur og óskilgreinilegur
þegar hann sást umkringdur
borgaralegum og hernaðarlegum
samstarfsmönnum sínum, en án
þessara eiginleika sinna hefði
hann aldrei geta staðið af sér
U THANT
þær árásir sem gerðar voru á
hann í valdabaráttunni innan
Sþ. Hann bognaði í storminum
en rétti sig alltaf aftur, hann
var eins og stálfjööur ...“
A ðdáun von Homs á Hamm-
arskjöld var ámóta mikil og
fyrirlitning hans á Ralph
Bunche. Einasta jákvæöa sem
hann hefur um hann að segja er
að Bunche hafi „vingjarnleg
augu.“ Hann sakar Bunche um
að hafa ritskoöaö skeyti von
Homs til aðalframkvæmdastjór-
ans og f eitt skipti neitaði von
Hom að hlýðnast fyrirmælum
Bunche.
A/ron Hom leggur ekki dul á, að
' ástæðan fyrir afsöign hans
hafi verið svikin loforð U
Thants og undirróðursstarfsemi
og undirferii indverska hershöfð
ingjans Rikhyes. Einnig það að
yfirstjóm Sþ hafi neitað að horf
ast f augu við hið raunvemlega
ástand og gefa honum smávægU
legt vald til að gera vissa hluti.
Jj’n þrátt fyrir allt hefur von
Hom trú á íramtíð Sþ, þó
aðeins þannig að spillingin þar
verði upprætt og skrifstofubákn
ið endurskoðað.