Vísir - 06.12.1966, Page 3

Vísir - 06.12.1966, Page 3
V í SIR . Þriðjudagur 6. desember 1966. Langþráður draumur ís- lenzkra lækna hefur rætzt, — Domus Medica, læknahöllin við Egilsgötu hefur nú verið tekin í notkun eins og sagt hefur ver ið frá í fréttum. Innan skamms munu allir „ibúar“ þessa húss verða komnir í húsnæði sitt, en þama verða 34 læknar og ef til vill nokkru fleiri, þegar fram í sækir, en að auki verða þarna þrír tannlæknar til húsa. Eins og kemur fram í aug- ..................Inwm—n— Bjami Bjarnason, læknir heldur opnunarræðu Domus Mcdica. Len gst til hægri er forseti íslands og ekkjur Magnúsar Péturssonar landlæknis og Gísla J. Johnsen. í hópnum bak við sjást Gerður Guðnadóttir og Halldór Arinbjarnar, læknir, eiginmaður hennar, Ólaf- ur Bjarnason, formaður Læknafélags íslands, Eggert Steindórsson 1 æknir og Guðmundur Benediktsson, læknir. lýsingum í dagblöðum er hér um að ræða lækna með alls konar sérgreinar og verður þessi læknastöð því ekki hvað sízt stóraukin og bætt þjónusta við almenning. Það þarf varla að taka fram hve gjörbreytt húsnæði læknar fá þama til hins vandasama starfa síns. Þeir sem oft þurfa að leita læknis vita hve marg- ir læknar búa við heldur fátæk- leg húsakynni, margir hafa inn réttaö sér stofur í elztu húsum Reykjavikur við ærinn kostnað. Hér er læknamiðstöð eftir nýj- ustu tízku, hús, sem læknar sjálfir hafa byggt eftir feng- inni reynslu um hvemig hús- næði sem þetta á að vera. Fjölmargir gestir komu í Domus Medica til að vera við- staddir opnunina og í þeim hópi var Myndsjármaður frá Vísi og látum við hann nú hafa „orðiö“. Magnús Jónsson, fjármálaráðherra í ræðustóL Borgarstjórahjónln skoða eina Iæknlngastofuna. Hjá þeim standa Kjartan Ólafsson héraðslæknir í Keflavík, dr. Bjarni Jónsson og Halldór Jónsson, arkitekt. 1 _ " II lll ......III IIH ll— Nokkrir gestanna. Á myndinni sjást m. a. Ólafur Tryggvason, læknir, Þóröur Eydal, tannlæknir, Sigmundur Magnússon, yfirlæknir, Geir Tómasson, tannlæknir, Magnús Þorsteinsson, bamalæknir, Arni Þ. Arnason, frá Stjómunarfélagi íslands, Magnús Jónsson, fjár- málaráðherra og kona hans, Jón Gunnlaugsson, læknir, borgarstjórlnn í Reykjavík og frú, Tómas Helgason, prófessor, dr. Bjami Jóns- son og lengst tíl hægH er landlæknir, Sigurður Sigurðsson. DOMUS MEDICA

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.