Vísir - 06.12.1966, Qupperneq 7
V1SIR . Þriðjudagur 6. desember 1966.
7
HERÐA SOVÉTRÍKIN
TÖKIN A POLLANDI?
— Ovissa um hvað framundan er
Leynilögreglan
1 yfirlitsgrein í Norðurlandablaði
um Pólland, Páfastól og Sovétríkin
er rætt um, að nú herði Sovétríki'n
tökin á Póllandi. í greininn' segir
m. a. á þessa leið:
— Pólland komst hjá sömu ör-
lögum og Ungverjaland 1956, og
rætt hefur verið um það af nokk-
urri aðdáun hversu vel var haldið
á spilunum — stjómmálalega skoð-
að — í Póliandi þá, raunar bæði
í Varsjá og Moskvu. — Og menn
geröu sér miklar vonir um hina
nýju stjóm við forustu Wladyss-
laws Gomulka, mannsins, sem bók-
staflega tók stökk úr fangelsinu í
flokkinn og upp á þann hefðartind,
að verða forsætisráðherra.
★
Síðan þetta gerðist hefur verið
rætt mikið um sjálfstæða, pólska
stjómmálastefnu, og hún þótt bera
á sér talsverðan sjálfstæðisblæ.
Adam Rapacki utanrikisráðherra
vakti athygli á sér og PóUandí
með tillögönum um kjamorku-
vopnalaust svæði á meginlandi Ev-
rópu, og hann hefar reynt að miöla
málum miffi rQdsstjóma Rlna og
Bandaríkjanna, þótt minna sé um
það kurráugt. ffitt er ðBum ljós-
ara, að haam hefur afborða hæfí-
ledka til sarrmingaMutverka, og það
komið íljös S viðræðum og samn-
ingrun við xíkisstj'ónwna í Bonn og
frönáku stjómma.
Sú afcienna aðtEum, sem það
vakö, að fyigt var tafevert sjálf-
stæifei sfcefnM, rfkti ekki aðeins í
hinum vestræna hekrri hektetr og f
Pólfeödi sjáífn, sem að ífknm læt-
ur — eða hjá' þjóð, sem afitaf 'hefur
unnað frelsinu og barizt ofbar fyrir
það en fiestar aðrar þjöðir — og
einmitt þess vegna gætir voobrigða
í aödáun pólám þjóöarinner — yfir
því, að þetta sjálfstæði er 1 raun-
inni að miklu meira leyti gylling en
raunveruleiki. Það eru menn sem
sé nú búnir aö uppgötva.
Vonbrigði
Á seinasta misseri befur það
nefnilega smám saman orðið ljós-
ara bæöi pólskum stjómmálamönn-
um og almenningi, aö Sovétríkin
hafa hert tökin á Póllandi.
Þetta kom fyrst greinilega fram
í sumar, þegar ágreiningurinn milli
rómversk-kaþólsku kirkjunnar (sem
er mjög áhrifamikil i Póllandi) og
stjómarinnar, leiddi til þess, að
aflýst var heimsókn páfa til lands-
ins.
Það er rangt að álykta, segir í
yfirlitsgreininni að hætt hafði ver-
ið við heimsókn páfa til Póllands
vegna óska kommúnistaflokksins
pólska, sem sé fremur frjálslyndur
flokkur.
Skipunin kom
frá Moskvu.
Skipunin um það kom frá
Moskvu og það viðurkennt af stjóm
málaleiðtogum Póllands, — þó ekki
opinberlega.
Þetta veit líka almenningur í Pól-
landi — og að þegar því var hald-
iö fram eftir á, að heimsóknin hefði
verið áformuð en ekki ákveðin,
v'ta allir, að þetta er ekki satt.
Kunnugt er, að niiklar endurbæt-
ur voru sfirðar í fyrrasumar á flug-
Y2lli þeim, sem ráðgert var að
fi/.’.gvél páfa lenti á, umbætur vom
,'einriig gerðar á vegum, hús í
, grenndinni máhið o. s. frv.
Wladsyslaw Gomulka.
Dropinn
Sovétstjórnin lítur ekki hýru
auga hve áhrifamikil pólska kirkj-
an er. Þaö er staðreynd, sem stjórn-
málaleiðtogar landsins — og komm
únistar almennt, þótt allfrjálslynd-
ir séu (í Póllandi) — sætta sig við
— og virða að nokkru leyti.
★
Páfaheimsóknin var þannig ekki
eftir sovézkum smekk — en ekki
vfst að það hafi verið nema drop-
inn, sem leiddi til þess, er hann
bættist í bikarinn, að flæddi yfir
barmana.
Það sem raunverulega er á bak
við allt eru efnahagsmál og vaxandi
sjálfstæði.
Óvissa
Eins og nú er ástatt ríkir mikil
óvissa. Orsakir hennar verða nokk-
uð ræddar í framhaldsgrein.
Stóri bróðir
Pólskir stjómmálamenn em vit-
anlega kommúnistar — þeir verða
að vera það, en þeir skiptast í
fylkingar, til hægri og vinstri og
í miöið — og stjóm Gomulka til-
heyrir þeim í miöið. Hægra meg-
in við hana em svo kaþólikkamir,
til vinstri sovétvinimir, og sumir
þar „staliniskari en þeir í Moskvu,
sem ákveða „línuna“.
Hinni frjálslyndu stefnu Gom-
ulkastjómarinnar undangengin 10
ár má þakka lipurö og raunsæi
þeirra stjómmálamanna, sem hafa
farið með völdin, en aldrei hafa
menn — ekkj eitt andartak —
gleymt hinu aðgæzlusama, skarpa
tilliti „stóra bróður“ í Moskvu.
Samtímis hefir sambúðin við lönd
in í vestri verið bætt, viðskipti
em mjög vaxandi, og líka við Vest
ur-Þýzkaland, sem Pólverjar líta á
með mestri gmnsemd. Fyrst kom
menningarlegt samstarf til sög-
unnar. — svo viðskiptaaukningin í
kjölfar hennar. Þessi stefna má
raunar heita að sé hin sama og
Sovétríkjanna, en þó mun sovét-
stjómin vilja takmarka „pólskt
frumkvæöi“ gagnvart Vestur-
Evrópulöndum. Sú er að minnsta
kosti skoðun pólskra stjómmála-
manna. Moskvumenn vilja ráða
stefnunni. Tíminn leiðir í ljós
hvort þetta er rétt.
Sovétmenn nota sér pólsku leyni
lögregluna til þes-s að herða tök-
in. Hvers vegna nota þeir leyni-
lögregluna, — sem er ekki ieyni-
legri en svo, að allir Pólverjar
vita um tilvem hennar og starf-
semi? Það er vegna þess, að leyni-
lögreglan hefur talsverð stjóm-
málaáhrif og er í nánum tengsl-
um við „vinstri arminn" í komm-
únistaflokknum þótt hún opinber-
lega“ starfi samkvæmt fyrirmæl-
um ríkisstjórnarinnar. Starfsemi
leynilögreglunnar hefir aukizt tals
vert á síðari mánuðum. Leynilög-
reglan hefir náið samstarf við
þjóna á gistihúsum og veitinga-
stofum, iætur þá njósna fyrir sig,
og hún reyndi aö nota erlenda
stúdenta í sama skyni, en árangur
inn varð annar en þeir bjuggust
við. Stúdentamir mynduðu sem sé
samtök vinveitt Kína — og sá
var áreiðanlega ekki tilgangurinn.
I Póllandi hefir óvissan aldrei
verið meiri síðan eftir fall Krús-
évs. — Það er ekki víst að það
verði fyrst „spilað út“ í Moskvu,
— Kaþólska kirkjan er farin aö
taka virkari þátt í heimspólitík-
inni og sú þátttaka endurspeglast
betur í Póllandi en nokkru öðm
kommúnistalandi. Og að því er
miöfylkingarmenn varðar — kann
ski hin harðari Moskvulína hafi
tekið frá þeim löngunina til þess
að taka sér frumkvæði í hendur
— að minnsta kosti um tíma.
Hið „frjáisa orð“
Leynilögreglan hefir nú síðast
haft afskipti af málum í Krakau,
háskólabæ í Suður-Póllandi, en
þaðan hafa komið mestu menning-
arfrömuðir landsins, öld fram af
öld. I Kraukau em veitingastofur,
þar sem stúdentar eru fastagest-
ir. Þar hefir ríkt hið „frjálsa orð“
— ríkti — en ríkir ekki lengur.
Nú ríkir þar „eftirlit‘‘ sem menn
hafa gengist undir af frjálsum
vilja — svo er það látið heita.
í kirkjunum er einnig
talað varlega
Það er að sjálfsögðu guðs orð,
sem þar er verið að flytja, en þaö
er stundum talaö allopinskátt í
ræðum klerkanna um vandamálin,
og þykir jaðra við afskipti af
stjómmálum, og einkum hefir
Wyshinsky kardináli, yfirmaður
kirkjunnar, þótt allskorinorður
stundum. Og það em því gefnar
gætur að kirkjunnar leiðtogum.
Fyrir nokkm fór leynilögreglan
að skipta sér af því, aö kona ná-
skyld einum ráðherranna gekk í
klaustur. Afskiptin leiddu til þess,
að krafist var að ráðherrann segði
af sér. En hann hélt embættinu
eftir að ýmsir skömngar á þingi
höfðu vítt afskipti leynilögreglunn
ar.
Ger fiokksrækur
Leszek Kolakowski heimsfræg-
ur heimspekingur og prófessor við
háskólann í Varsjá, var fyrir
nokkm rekinn úr kommúnista-
flokknum. Enn kennir hann í há-
skóladeild sinni — en hve lengi
fær hann að gera þaö? — Kolak-
owski er socialisti, en ekki komm-
únisti samkvæmt vestrænum skiln
ingi. Hvers vegna er hann ger
flokksrækur? Hann hafði gagnrýnt
ákvæöi iaga um skoðanafrelsi.
Einnig hér haföi leynilögreglan
verið að verki — samkvæmt bend
ingu frá Moskvu.
EiS&I
II. bindi
Bókin um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Fimmtán
samferðamenn segja frá kynnum sínum af skáldinu.
Allir þekkja ljóð Davíðs. Færri þekkja manninn bak
við kvæöin.
Kynnizt Davíð persónulega. LesSö bókina um Davíð.
Gefið vinum yðar bókina um Davíð.
Hún er ein fegursta bók, sem út hefur verið gefin á
íslandi. í henni er sérstætt myndasafn af Davíð á
öllum aldri.
KVÖLDVÖKUCTGÁFAN.
Jólobækur
Kvöldvökuútgúfunnur
1966:
Myndir daganna
Endurminningar
séra Sveins Víkings.
Fyrra bindi Endurminninga séra Sveins var ein af
metsölubókunum sl. árs. Þetta bindi er jafnvel ennþá
skemmtilegra. Séra Sveinn blandar saman gamni og
alvöru. Hann lýsir persónum og atburöum á hrífandi
hátt, og með svo mikilli skarpskyggni, að enginn legg-
ur bókina frá sér fyrr en hún er Jesin til enda.
Myndir daganna er bók fyrir alla, sem unna þjóölegum
fróðleik. Myndir daganna er góð vinargjöf. Myndir dag-
anna er bók, sem aldrei gleymist.
Því nleymi ég
aldree
IV. bindi
Með þþessari bók lýkur ritsafninu „Þvi gleymi ég aidrei“.
Þessir rita í bókina: Guðrún P. Helgadóttir: Húsfreyjan
í Herdísarvík, Helga Haildórsdóttir: Ógleyman-
legur afmælisdagur, Ingibjörg Árnadóttir: Þjóðskáldið
Matthías við gröf foreldra sinna, Jón Björnsson: Haustið
1918, Karl Guðmundsson: í hríðarbyl á Þingmannaheiöi,
Kristín Níelsdóttir: Kveðjustund, Magnús Guðbjömsson:
Faðmlög Ránar, Oddur Valentínusson: Fyrsta sjóferö
mín á þilskipi, Séra Pétur Ingjaldsson: Sálnahirðir í
svaöilförum, Sigríður Thorlacius: Jólanótt Stefán Ás-
bjarnarson, Sú ferö gleymist aldrei, Stefán Vagns-
son: Þorgeirsboli, Steingríniur J. Þorsteinsson; Þegar
ég endurfæddist, Sveinn Ásgeirsson: Horfzt í augu við
Quisling, Þorsteinn Jósepsson: Þegar ég liljóp. — Allar
eru greinar þessar bráðskemmtilegar og sumar afburða-
vel sgrifaöar.
Skóldið
fró
Fagraskógi