Vísir - 06.12.1966, Qupperneq 15
Þa& bezta ver&ur
öSýrast
Þaö fór hrollur um hana. Þegar
hún hugsaði til síðustu daganna
þarna í ömurlega gistihúsinu, skildi
hún betur meininguna í setningu,
sem hún hafði oft lesið í blöðun-
um: „Hún var algeriega komin úr
jafnvægi". Nei, hún hafði ekki ver-
ið með réttu ráði þessa daga. Hún
skammaðist sín fyrir sjálfa sig, og
hún hefði viljað gefa mikið til að
geta sett klukkuna aftur á bak.
Langt, langt aftur Þangað til fyrir
þann tíma er hún hitti Robert
Drake!
CHRIS!
— Já, elskan min.
— Manstu síðasta sunnudags-
kvöldiö heima — þegar við töiluð-
um saman?
Hann mundi það fullvel, en lang-
aði ekki að vera minntur á það.
— Já, Fran, en eigum við ekki
aö reyna að gleyma því?
— Jú, mig langar mest til þess,
en við verðum að tala um það
aöeins einu sinni áður... Hún hik-
aöi og horfði kvíðin á hann. —
Það kvöld sagðist ég elska Robert
Drake.
— Já, þú sagðir það.
— Það var ekki satt.
Hann hnyklaði brúnirnar.
— Ég skil þig ekki. Hvers vegna
sagðir þú það, úr því að þaö var
ekki satt?
— Af því að ég vildi gera þér
léttara aö — að losna við mig,
meina ég. Ég hélt að þú elskaðir
Jenny. Ég sá ykkur úti á gangin-
um nóttina áður. Þegar þið komuö
út frá Michael. Þú hélzt utan um
hana. Þú kysstir hana. Og ...
Chris, skilurðu ekki, að ég þóttist
viss um að það væri hún, sem þú
elskaöir í raun og veru? Að þú
sáriðraðist eftir að þú hefðir verið
svo grunnhygginn að giftast mér?
Og ég fann lfka, að hún var rétta
konan handa þér. Og að ég var allt
annað! Mér fannst að það eina
sómasamlega, sem ég gæti gert,
væri aö fara frá þér.
■ - O fV'.’t;
Lampaúrval
LJÓS OG HOT,
GarSastrætl 2 — (Vesturgötu-
egin). — Sfmi 15184.
Auglýsið á VÍSI
THAT’S GRATITUDE/
I SAVE ITS LIFE —
ANP !T THftOWS ME
V í SIR . Þriðjudagur 6. desember 1966.
Hún fór til hans og tók um háls-
inn á honum.
— Sagði hann nánar frá þessu.
; Ég meina, er hún... ætli hún
haf i... ?
— Ég veit það ekki, svaraði
Chris. — Hún var send í sjúkra-
hús. Hún fannst fyrir klukkutíma,
þegar forstjórinn braut upp dymar
að herberginu hennar. Það er svo
að sjá, að hún hafi verið inni, fyrir
lokuðum dyrum, í allan gærdag, og
forstjóranum fannst þetta grunsam
legt... Geturðu skilið hvers vegna
hún gerði þetta, Jenny?
Jenny þótti líklegast, að Robert
Drake hefði svikiO hana. En hún
sagði ekkert.
— Ég verð að fara til hennar xmd
ir eins.
— Já, vitanlega. Get ég hjálpað
þér nokkuð?
— Viltu síma og athuga fyrir
mig, hvenær næsta flugvél fer? —
Hvað ætli ég þurfi langan tíma til
að komast á flugvöllinn?
— Þú þarft vafalaust eina þrjá
tíma, því miður. En ég skal hringja
og spyrja hvort svo ólíklega vildi
tE, að leiguflugvél færi. Það gæti
hugsazt að þú kæmist með henni,
og þá kæmirðu nokkrum klukku-
timnm fyrr til Parísar.
— Já, þaö væri gott.
Hún símaði og hann fór upp til
sfn til þess að taka eitthvað af
dóti og leggja það f feröatöskuna,
og ná í vegabréfið sitt og pening-
ana. Flugvöllurinn svaraði, að ekki
færi nein vél til Parísar í bili. —
En bíðiö þér augnablik, kannski
það veröi hægt aö ráða fram úr
þessu. Þér megið ekki slíta sam-
bandinu.
Jenny beið í ofvæni og létti mik-
ið, þegar maðurinn kom í símann
og gat sagt henni, aö einkaflugvél
færi með ferðamannahóp til París-
ar, og einn farþeginn hefði sent af-
boð, svo að Chris gæti fengið auða
sætið.
— Þakka yður innilega fyrir,
sagði Jenny. — Þetta er nefnilega
út af alvarlegum sjúkdómi.
— Þá var gott að ég gat hjálpaö
yður. Hvað heitir farþeginn?
— Christopher West.
— Viljið þér biöja hann um að
mæta klukkan níu?
Jenny skilaði þessu til Chris,
en hann sagði: — Helduröu aö ég
geti komizt í tæka tíð.
— Hve lengi verðurðu að búa
þig út?
— Ég er tilbúinn.
— Ég skal aka þér á flugvöll-
inn, Chris. Og ef þú iætur mig vita
hvenær þú kemur aftur, skal ég
sækja þig líka.
Hann tók fast í höndina, á henni.
— Góða Jenny mín, sagði hann.
— Alltaf ertu eins.
ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR
úr harSpIasli: Format innréttingar bjóða upp
á annað hundraS tegundir skópa og litaúr-
val. Allir skópar me3 baki.og borðplata sér-
smíðuð. Eldhúsið fæst með hljóðcinangruð-
um stólvaski og raftækjum af vönduðustu
gerð. - Sendið eða komið með mól af eldhús-
inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis
og ge.rum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag-
stætt vcrð. Munið að söluskattur er innifalinn
í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag-
stæðra greiðsluskilmóla og .
lækkið byggingakostnaðinn. ki
HÚS & SKIP.hf,- LAUGAYEGI <1 • SIMI ZI5IS
Þau töluðu ekki saman á leiðinni.
Jenny leit á hann við og við, og
sá aö hann var mjög þungbúinn.
Og hún sá líka annað: að Chris
elskaði Fran ennþá...
HEIMSÓKN til yðar, frú West.
Fran sneri sér til veggjar og
vonaöi, að hver svo sem þetta væri,
þá færi hann sem fljótast aftur.
Hún þekkti engan í París, og hún
vildi helzt ekki sjá nokkum mann.
Hún vildi ekki heldur þurfa að
liggja þarna í rúminu. Hún hafði
viljað deyjá, en ekki fengið það.
Hún var rugluö og gerði sér ekki
fyllilega grein fyrir hvað gerzt
hefði. Hún mundi, að hún hafði
skrifað Chris nokkur orð og lagt
umslagið á snyrtiborðið. Svo hafði
hún rétt út höndina eftir rakvélar-
blaðinu. Hún hafði skorið á æð-
amar á báðum úlnliðunum. Það
hafði ekki verið sárt. Hún hafði séð
blóðið spýtast úr æðunum, en
fundizt að þetta kæmi sér ekki við.
Fannst þetta vera kvikmynd eða
leikhússýning. Svo fann hún, aö
mátturinn fór að dvína. Allt I einu
varð dimmt, og henni fundust vegg-
imir lokast kringum sig.
Svo vissi hún ekki meira þangað
til hún sá lækni og hjúítrunarkonu
vera að stumra yfir sér. Hún vissi
ekki hve langt var sfðan. Hún
hafði sofnað, og vaknaði nú við
aö systirin sagði, að heimsókn væri
til hennar.
— Fran?
Hún leit við.
— Fran, elskan mín ...
Chris beygði sig og kyssti hana.
— Ó, Chris.
Hún fór að gráta. Hún hafði enga
hugmynd um, hvernig staöið gat á
því, að Chris stóð þama við rúmið
hennar, en hún fann aöeins, að
það var unaðslegt að sjá hann. Un-
• aðslegt — og hræðilegt um leið.
Vafalaust var hann sárreiður henni.
Lfklega fannst honum að hún væri
bleyða, og væri honum aðeins til
ama.
Chris dró stól að rúminu. Kann-
ski mundi hún einhvem tíma segja
Helgi Sigurðsson
ClrAlavnrðiictín Q
honum, hvað knúð hefði hana til
að grípa til þessa örþrifaráðs, sem
hafði nær kostað hana lífiö. Hann
ætlaði ekki að spyrja hana. Llklega
var þetta ofur einfalt mál. Hún var
ekki fyrsta konan, sem hafði verið
svikin af elskhuganum og ímynd-
aði sér þess vegna, að hún hefði
ekki fyrir neitt að lifa framar. En
hapn furðaði sig á að Robert Drake
hafði svikið hana svona fljótt.
Hann horfði á fölt andlitið, á
tárin, sem runnu niður kinnarnar.
Hann sá raunirnar í augunum á
henni, og hann fann, aö hann
hafði aldrei elskað hana heitar en
nú, og að hann þráði aðeins að vera
henni góður og vernda hana. Nú
fann hann ekki til neinnar beiskju
út af því, að hún hafði fariö frá
honum vegna annars manns. Hann
vorkenndi henni aðeins óendanlega
mikið og var þakklátur guði fyrir
að hún var lifandi.
— Ég er svo hrygg, Chris, —
svo óendanlega hrygg, hvíslaði hún.
— Ég hélt ekki að þétta mundi fara
svona. Ég ætlaði ekki að baka þér
vandræði. Ég skrifaði þér bréf. Og
ég vonaði, að það yrði sent til þín.
— Ég veit það, elskan mín. Ég
fékk það núna rétt áðan.
Ofurlítill roði kom í kinnamar
á henni — hún mundi þessi fáu
orð, sem hún haföi skrifaö. Hún
hafði aðeins sagt, að hún væri
hrygg út af þessu öllu, og vonaði
að hann giftist Jenny og yrði ham-
ingjusamur.
Hann strauk dökka hárið frá enn-
inu á henni.
— Nú skaltu aðeins hugsa um
að verða heilbrigð og hraust
aftur, Fran, sagði hann blíðlega.
— Læknirinn segir, að ég geti far-
iö með þig heim eftir nokkra daga.
Nú fór hún aftur aö gráta, því
að hún fann, að hún gat ekki þegið
það boð hans. Það var fallega gert
af honum að segja þetta, en hún
hafði leikið hann svo grátt, að hún
gat ekki þegið það.
— Nei, Chris, ég get ekki komið
heim aftur.
— Hvers vegna ekki, elskan mfn?
— Vegna þess ... af því... Hún
horfði á hann. — Er þér alvara, að.
þú viljir að ég komi aftur?
— Ég á enga ósk heitari.
— En Jenny... ?
— Góða Fran mín. Ég elska
ekki Jenny. Og hún ekki mig held-
ur.
Hann fékk samvizkubit, þvf að
hann mundi, að fyrir fáeinum dög-
um hafði hann minnzt á þaö við
Jenny, að kannski rugluðu þau
reytum saman. En honum var léttir
f, að minnast þess, að Jenny hafði
eindregið lagt áherzlu á, að hún
elskaði hann ekki. Hún hafði líka
haldið því fram, aö hann elskaöi
hana ekki. Nú fann hann, að hún
hafði rétt fyrir sér, því að hann
var ekld f vafa um að hann elsk-
aði Fran ennþá.
— Það ert þú, sem ég elska, Fran,
sagði hann mjúkt. — Þaö hefur ver-
ið svo sfðan ég sá þig í fyrsta sinn.
Hún var í vafa um, hvort hún
ætti að þora að trúa honum. Ef til
vill sagði hann þetta eingöngu af
vorkunnsemi. Hún þekkti hann svo
vel. Hann var svo viðkvæmur, og
nú var hann skelfdur út af þessu,
sem hún hafði ætlað að gera ...
Heyrðu, þetta er að vera þakklátur.
Þetta er þakklætiö fyrir þaö að bjarga lífi
hans — og hann kastar mér af baki...
Nú, hvað er þetta?
SAV/ HOW THAT'S
GRATITUDE/
// /,
fi RAFKERFIÐ
Startarar Bendixar, gólfskipt-
ingar fyrir amerfska bíli, há-
spennukefli, kertaþræöir, plat-
ínur kerti kveikjulok, rúöu-
þurrkur rúðuviftur, rúðu-
sprautur með og án mótors,
samlokur, samlokutengi, amp-
er- og olíumælar sambyggðir,
segulrofar i Chevrolet o. fl.
Anker, kol og margt fleira.
Varahlutir og viögerðir á raf-
kerfum bifreiða.
BÍLARAF s.t.
Höföavfk viö Sætún
Sfmi 24700.