Vísir - 28.01.1967, Side 8
8
VlSIR . Laugardagur 28. janúar 1967.
VÍSIR
UtgetancU: Blafiaútgátan VISIR
Framkvæmdastjóri: Dagut Jónasson
Ritstióri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel rhorsteinson
Frfttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson.
Augiýsingar: Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjóni: Laugaveg; 178. Slmi 11660 (5 iinur)
Askriftargjald kr. 100.00 ð mánuðl innanlands
1 lausasfilu kr. 7,00 elntakiB
°rentsmiðia Vtsis — Edda h.f
Ævintýri likast
J>að hefði þótt ótrúleg spá upp úr síðustu aldamót-
um, að eftir 50—60 ár mundu íslendingar búa í betra
húsnæði en flestar aðrar þjóðir heims. Og víst er, að
engin önnur þjóð hefur gert annað eins átak í hús-
byggingum á eins skömmum tíma. Eins og sagt var
hér í blaðinu á dögunum, geta menn deilt um, hvaða
ríkisstjóm eða stjórnmálaflokkur hafi „staðið sig
bezt í húsnæðismálunum“, en slíkar deilur eru ósköp
gagnslitlar. Þegar öllu er á botninn hvolft er það þjóð-
in sjálf, sem þetta hefur unnið, eins og annað, sem
hrundið hefur verið í framkvæmd á þessu mikla upp-
byggingartímabili, og einkum síðasta aldarfjórðung-
inn. Allt er það ævintýri líkast.
Það er álíka skynsamlegt að vera að rífast um þetta
eins og hjá framsóknarmanninum, sem hélt því fram
í útvarpinu hérna um kvöldið, að aldrei hefði verið
lagt eins mikið af vegum og í stjómartíð Framsókn-
arflokksins! Það er auðvitað fjarstæða og slíkur met-
ingur ætti ekki að heyrast. Það gegnir í raun og veru
furðu, hvað þessi fámenna þjóð hefur komið miklu
í framkvæmd á nokkmm áratugum, eins og hún virð-
ist oft hafa verið sjálfri sér sundurþykk og ósam-
mála um leiðirnar. Gæti það bent til þess, að ágrein-
ingurinn hafi aðallega verið í nösum stjórnmálamann-
anna og lítið orðið úr honum í reyndinni gegn sam-
stilltu átaki og vilja almennings í sókninni til betri
lífskjara. I
Það segir sig sjálft, að ört vaxandi þjóð, sem þarf
að byggja svo að segja allt frá gmnni á nokkrum ára-
tugum, verður að verja í því skyni stærri hluta af
heildartekjum sínum ár hvert en talið er æskilegt eða
jafnvel fært frá hagfræðilegu sjónarmiði, enda er ekki
óalgeng spurning hjá útlendingum, sem eitthvað fylgj
ast með þróun mála hér: „Hvernig farið þið að þessu?“
Og það er vissulega undravert hvað þjóðinni hefur
tekizt að rétta úr kútnum á skömmum tíma. Bjart-
sýnustu menn af aldamótakynslóðinni hefur varla
dreymt um allar þær framkvæmdir, sem nú eru orðn-
ar að veruleika.
Um íbúðabyggingar gegnir sama máli og ótal marg-
ar aðrar framkvæmdir í þjóðfélaginu, að fjármagnið
takmarkar getuna. Vitaskuld væri æskilegt að byggja
ennþá fleiri íbúðir á ári en fært hefur verið til þessa;
og takmarkið hjá flestum fjölskyldumönnum er ef-
laust að eignast sjálfir þak yfir höfuðið. Núverandi
ríkisstiórn hefur ekki síður en aðrar stjómir stutt að.
því, að svo megi verða. Má í því sambandi minna á
áætlunina um byggingu 1250 íbúða, sem láglaunafólk
í verklýðsfélögum á að hafa forkaupsrétt að með hag-
kvæmum lánum að 4/5 hlutum, til 33 ára.
Bonnheimsókn utnnríkisróðherra Rúnteníu
Nýr þáttur i sambúð Vestur
Þýzkalands og A-Evrópu
Comelius Manescu, utanrikis
ráöherra Rúmeníu er væntan-
legur i opinbera heimsókn til
Bonn um helgina, en þar er taliö
víst, aö í lok þeirrar heimsókn-
ar verði tílkynnt að Vestur-
Þýzkaland og Rúmenía hafi
komið sér saman um að skipt-
ast á ambassadorum. Hefur
Willy Brandt varakanslari og
utanríkisráðherra fengiö heim-
ild ríkisstjómarinnar til þess aö
ganga frá slfku samkomulagi
að því er hermt var í NTB-frétt-
um í gær.
ÁÖur var það kunnugt orðið,
m.a. af fréttum blaða, fréttaút-
sendingum brezka útvarpsins o.
s.frv. að f Vestur Þýzkalandi
hefur verið horfið frá þeirri
stefnu, að hafa ekki stjómmála
leg dipíomatisk) tengsl við rík-
isstjómir, sem viðurkennt hafa
stjóm Austur-Þýzkalands eða m
ö. o., viðurkennt Austur-Þýzka-
land sem sérstakt ríki.
Einnig er það alkunnugt, að
vestur-þýzka stjómin hefur aö
undanförnu veriö að þreifa fyrir
sér um undirtektir við óskum
hennar að skiptast á ambassa-
domm við Austur-Evrópulönd
og hefur þetta veriö rætt í
Búdapest og Prag og sagt, aö
þess muni ekki langt að bíöa, að
Vestur-Þýzkaland og Ungverja-
land skiptist á ambassadorum,
enda er þetta eðlileg þróun, því
að aukin viðskipti leiöa. til .auk-
inna samskipta og kynna og
þeirra ..vegna eyöi?t tortryggni
og meira frjáíslyndi verður ríkj
andi en áður var.
1 NTB-frétt segir að talsmað
ur stjómarinnar í Bonn hafi
svarað fyrirspurn um þetta efni
á þann veg að ekki væri þörf
frekari samkomulagsumleitana
um skipti á ambassadorum.
Manescu dvelst tvo daga í
Bonn og ræðir við Willy Brandt.
Áfall fyrir stjóm A.-Þ.
I Bonn er álitið, að þetta sé
ekki eftir könnu stjómarherr-
anna í A.-Þ. og jafnvel nokkurt
áfall, því að þeir hafa jafnan
stutt að því, að sett yrðu skil-
yrði fyrir því af hálfu Austur-
Evrópuríkja, að þau tækju upp
stjómmálasamband við Vestur-
Þýzkaland, svo sem að
Oder Neisse Iandamærin
veröi viðurkennd og aö Bonn
stjómin viðurkenni austur-
þýzku stjómina sem stjóm
sérstaks, sjálfstæðs þýzks
ríkis.
Rúmenía hefur ekki tekið til-
lit til þessara óska austur-
þýzku stjómarinnar, né em nein
ar horfur á, að ungverska stjórfi
in muni gera það.
í NTB-frétt segir, að Rudolf
Lahr ríkisritari, sem starfar í
utanríkisráðuneytinu, hafi kom-
,ið heim frá Búdapest í fyrradag
og sagt viö heimkomuna, að í
gmndvallaratriðum væri alger
eining um að koma á diplomat-
isku sambandi milli landanna,
— Ungverjalands og V.-Þ. \
t Vestur-Þýzkalandi er sú
skoðun ríkjandi, aö hafinn sé
nýr þáttur í sambúö Vestur-
iiv Þýzkalands og Austur-Evr-
ópulanda.
-uAð loknu margra ára van-
trausti, sem ríkt hefur í sam-
búð þessara þjóöa vegna ótta við
þýzka hemaðarstefnu (þ.e. að
hún kæmi aftur til sögunnar).
Manescu er fyrsti utanríkis-
ráðherrann frá Austur-Evrópu,
sem kemur til Bonn síðan síðari
heimsstyrjöldinni lauk. — (Að
mestu eftir NTB). — a.
Bonn: Vestur-þýzka stjórnin ger
ir nú tilraunir til þess að fá
Rudolf Hess náðaðan, en hann
er eini nazistaforsprakkinn frá
Hitlerstímanum, sem enn dúsir
í Spandau-fangelsi. Við réttar-
höldin í Niimberg var hann
dæmdur f ævilangt fangelsi. —
Ríkisstjómir Vesturveldanna
em ekki lengur mótfallnar náð-
un, en sovétstjómin er á ööm
máli.
New York: Sovétstjórnin hefur
lýst yfir, að hún sé fús til þátt-
töku f hemaðarlegum aðgerö-
um, ef þörf krefur, til þess aö
knýja Suöur-Afríku til þess að
láta af yfirráðum í Suövestur-
Afríku.
'W' t I ^VÖÍ5 ' :- ÍíilV >. lu
London: Neöri málstofan sam-
þykkti í gær stjómarfrumvarp-
ið um aö þjóðnýta 90% af jám-
og stál-iðnaði landsins. Lávarða-
deildin fær nú máliö til meö-
ferðar.
Bandarískur hermaöur á verði yfir særðri konu úr 1 iði Vietcong.
Þríhyraings-sókninni í S.-Vbtnam b
ii
í brezka útvarpinu í gærmorg
un var sagt frá því, að banda-
ríska herstjómin í Saigon heföi
tilkynnt, að lokið væri sókn
bandarískrá hersveita á „járn-
þríhymingnum“ er staðið hefur
yfir undangengnar 3 vikur. í til
kynningunni var sagt, að 700
Vietcongliöar hefðu verið felldir
í sókninni, en manntjón Banda
ríkjanna hafi ekki verið mikið.
Meðal herfangs vom 300 iestir
af hrísgrjónum.
í NTB-frétt í gær var sagt,
að 6000 bændur og búaliöar
hefðu flosnað upp af heimilun"
sínum vegna sóknarinnar. varp
að hafi veriö sprengjum á heil
þorp í þríhymingnum, hús
brennd — eða jöfnuð við jörðu
með jarðýtum og skilin eftir
sviðin jörð.