Vísir - 28.01.1967, Page 9
VISIR. Laugardagur 28. janúar 1967.
O
■
Rætt við Pétur Sigurjónsson, forstjóra
f \
Rannsóknarstofnunar iðnaðarins
komið til okkar með ýmsa galla
á ullinni beðið okkur um að
rannsaka orsakir þeirra. Þá höf-
um við keypt tæki til að geta
byrjað rannsóknir á frysti-
þurrkun. Verða gerðar tilraunir
iheð frystiþurrkun allra mögu-
legra tegunda innlendra mat-
væla, ég get nefnt síld og skyr
og mjólkurís, svona til að gefa
hugmyndir. Frystiþurrkunin hef^,
ur opnað ný svið í matvæla-
framleiðslunni. Ég get nefnt til
skýringar á því að Bandaríkja-
her gerir ráð fyrir að innan
fimm ára verði 70% alls mat-
vælaforða hersins frvstiþurrkað
ur. Þessi framleiðsluaðferð ætti
að geta verið hentug hér þar
sem aöalkostnaður liggur í orku-
kostnaði og hentugt að nota
bæði raforku og hveraorku við
framleiðslu. Hæfileg verksmíája''
mundi kosta um 10—12 milljónir
króna. Tækin sem við kaupum
kosta um 300 þúsund krónur.
Við erum sannfærðir Um að
frystiþurrkun geti átt sér fram-
tíð á íslandi og svo mikið er
víst að markaöurinn fyrir frysti
þurrkaðar vörur er orðinn gffur-
lega stór.
Þetta eru helztu sjálfstæðu
verkefnin. Ástæðurnar fyrir því
að þau eru ekki fleiri eru fyrst
og fremst þær að undanfarið ár
hefur að miklu leyti farið til
þess að skapa hugmyndir um
framtíðarhlutverk og skipulag
stofnunarinnar, móta starfsemi
hennar, ef svo má segja. Rann-
sóknir þær sem ég nefndi áðan
eru ekki einu verkefnin, því að
stofnunin vann mikið starf í
sambandi við rannsóknir fyrir
einstök fyrirtæki. Hér fer fram
víðtæk efnagreiningarstarfsemi,
fyrst og fremst fyrir framleið-
endur, enda eigum við full- -
komnustu tæki til efnagreining-
ar, sem til eru á landinu. Sem
dæmi um þessi viðfangsefni er
að vélsmiðjur biðja okkur
gjarnan að efnagreina málm-
blöndur, sem þær þurfa að nota,
einnig hafa aukizt mjög rann-
sóknir á tæringum og orsökum
þeirra, einkum í vatnsveitum og
upphitunarkerfum. Við fram-
kvæmum einnig miklar rann-
sóknir í sambandi við mengun
á matvælum. Þá þurfa tolla-
yfirvöld að leita til okkar og fá
efnagreiningar vegna tollflokk-
unar og þannig mætti lengi
telja.
Efnagreiningar voru stór liður
í starfsemi okkar s.l. ár, en sjálf-
stæðar rannsóknir munu nú
aukast verulega, eða eins og
mannafli og fjárhagur frekast
leyfa.
— Geturðu lýst frystiþurrkun
með nokkrum orðum?
— Frystiþurrkun felst í því
að varan eða matvælin eru
fyrst fryst og síðan er vatns-
innihald vörunnar eimað burtu
undir þannig aðstæðum að ís-
inn bráðnar ekki eða verður að
vatni, heldur breytist ísinn beint
í gufu, sem svo er soguö burtu.
Á þennan hátt er mögulegt að
þurrka vöruna eða matvælin
án þess að efnaflutningur eigi
sér stað eða að bragðefni hverfi
burtu. Við endurvætingu, sem
tekur mjög skamman tíma, fær
varan aftur sitt upprunalega
ástand og bragð.
Þessi aðferð hefur mikla kosti
fram yfir aðrar geymsluað-
feröir, bragðefni og útlit ásamt
ástandi matvælanna haldast ó-
brevtt. Mögulegt er að geyma
'matvæli við venjulegan stofu-
hita í eitt til tvö ár. Aðalkostur
inn er þó sá að þannig má
þurrka og geyma tilbúin mat-
væli er innihalda jafnvel tölu-
verða fitu og þarf þá ekki annað
en að væta matvælin og hita upp
og er þá maturinn tilbúinn.
Hafa þannig opnazt geysilegir
nýir möguleikar á sviði mat-
vælageymslu og matvælafram-
leiðslu. Einnig eru nú að opnast
möguleikar að hagnýta þessa
aðferð við annan iðnað, t.d. sút-
unariðnað. Verður fylgzt með
þeim tilraunum hér á stofnun-
inni.
— Hvað starfa margir hér við
stofnunina?
— Hér starfa nú fimm efna-
verkfræðingar, þar af er einn
þeirra deildarstjóri, einn eðlis-
fræðingur og svo eru hér þrfr
jarðfræðingar, sem tilheyra
deildinni. Þeir vinna þó ekki
að störfum fyrir iðnaðinn, þótt
segja megi að viðfangsefni geti
verið fyrir einn jarðfræðing. Þá
starfa hér fjórar aðstoðarstúlk-
ur, sem hafa verið æfðar upp I
rannsóknarstörfum og öðrum
verkum, sem vinna þarf til að-
stoðar sérfræðingunum I starfi
þeirra.
— Hvers vegna tilheyra jarö
fræðingarnir rannsóknarstofnun
iðnaðarins?
— Það er nú sér mál út af fyrir
sig. Þessi stofnun hefur auka-
tekjur af rannsóknum. Það var
á sínum tíma, eða fyrir nokkr-
um árum, að tekið var það ráð
að koma þeim fvrir I iðnaðar-
deildinni, sem þá hét Iðnaðar-
deild Atvinnudeildar Háskóla
íslands, þar sem sýnt var að
hægt væri að reka starfseml
þeirra þar. Við skipulagsbreyt-
inguna 1965 var svo ákveðið að
þeir yrðu hér áfram meðan ekki
Framh. á bls. 12
Pétur Sigurjónsson, forstjóri Rannsóknarstofnunar iðnaöarins við svonefnt Atom-Absorbtions-Spectr
ophometertæki, sem notað er við efnaranasóknir. (Ljósm. Vísis, B. G.)
árinu 1965 voru sett allumfangsmikil lög um nýsklpan rann-
sókna í þágu íslenzkra atvinnuvega. Ein þeirra stofnana, er
þá var mynduö, upp úr gömlu og raunar úreltu fyrirkomulagi
þessara mála, var Rannsóknarstofnun iðnaöarins. Samkvæmt fyrr-
nefndum lögum, sem eru nr. 64/1965 er Rannsóknarstofnun iðnað-
arins sjálfstæð stofnun er heyrir undir iðnaðarmálaráðuneytið.
Þrír menn skipa stjóm stofnunarinnar en hún fjallar um árlegar
starfs- og fjárhagsáætlanir og hefur á hendi yfirstjóm rannsóknar-
stofnunarinnar. Iðnaðarmálaráðherra skipar forstjóra stofnunar-
innar og sérfræðinga hennar að fengnum tillögum stjórnarinnar,
en forstjórinn ræður annað starfsfólk. Forstjórinn skai hafa lokiö
háskólaprófi I raunvísindum. Hlutverk forstjóra er samkvæmt lög-
unum frá 1965 að „annast daglega stjóm rannsóknarstofnunarinn-
ar og umsjón með rekstri hennar. Hann ákveöur starfssvið sér-
fræðinga og annars starfsliðs.“ Þá má geta ráðgjafanefndar fyrir
Rannsóknarstofnun Iðnaðarins, sem er tengiliður milli stofnunar-
innar og iönaöarins. í henni eiga sæti níu menn tilnefndlr af ýms-
um stofnunum iönaðarins og launþegaSamtökum og samtökum
vinnuveitenda.
Pétur Sigurjónsson, efnaverk-
fræðingur var skipaður forstjóri
Rannsóknarstofnunar iðnaðarins
í september 1965. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR 1936, las
efnaverkfræði í Dresden og var
yfirverkfræðingur Sementsverk
smiðju ríkisins þegar hann var
skipaður forstjóri Rannsóknar-
stofnunarínnar.
. Vísir hitti Pétur Sigurjónsson
að máli í skrifstofu hans f bygg-
ingu Atvinnudeildar Háskóla Is-
lands, við Hringbraut. Fyrst var
að fræðast um verkefni Ranp-
sóknarstofnunarinnar.
— Verkefnjn eru skilgreind í
lögurn. Þau eru rannsóknir til
eflingar og hagsbóta fyrir iðn- )
aðinn í landinu og rannsóknir
vegna nýjunga á sviöi iðnaðar
og annarrar framleiðslu. Rann-
sóknir á nýtingu náttúruauöæfa
landsins i þágu iðnaðar. Nauð-
synleg \ rannsóknaþjóðnusta í
þeim greinum, sem stofnunin
fæst við. Kynning á niðurstöðum
rannsóknanna í vísinda og
fræðsluritum.
— Hvernig vinniÖ þið að
þessum verkefnum?
— Með efnarannsóknuni
vegna sérverkefna og nýjunga
í iðnaði og annarri framleiðslu,
með almennum efnarannsókn-
um, gerlarannsóknum, rannsókn
um vegna tilraunaframleiðslu
og rannsóknum á sviði véla og
tækni.
— Gætirðu útskýrt þetta nán
ar með þvi að lýsa verkefnum
vkkar á liðnu starfsári? >
— Já, við getum tekið sem
dæmi að við vinnum að rann-
sóknum, sem miðast að bættri
nýtingu íslenzkra hráefna. í
því skyni _erðum við tilraunir
með ný fóðurefni einkum handa
kálfum og lömbum. Tilraunir
þessar voru gerðar í samvinnu
við Rannsóknarstofnun landbún
aðarins. Þær snerust um það
að hagnýta undanrennuduft,
tólg, hrossafeiti og vítamín og
ýmis málmefni ásamt grasmjöli
í nýja tegund fóðurefna. eins oa
ég sagði, einkum handa kálfum
og lömbum. Þessar tilraunir
báru mjög góðan árangur. Þær
miðuðu að þvf að auka verðmæti
og bæta nýtingu nokkurra hrá-
efna landbúnaðarins.
Tilraunir hafa sýnt að vöxtur
kálfa verður tvöfalt örari þégar
þessi fóðurefni eru notuð í stað
ýmissa annarra fóðurefna. Verð
mæti fitunnar og undanrennu-
duftsins hefur tvö—þrefaldazt
við hagnýtingu þeirra í fóður-
efni af þessu tagi. Við erum því
mjög ánægðir með niðurstöður
af þessarri tilraun.
Þá erum við að byrja á
rannsóknum, sem miða eiga að
því að finna nýjungar í meðferð
og framleiðslu skinna. Eins erum
við að koma okkur upp að-
stöðu til að aðstoöa íslenzka
ullariðnaðinn við að kanna eig-
inleika og gæði ullar og ullar-
framleiðslu. Framleiðendur hafa
Unnur Sveinsdóttir, aðstoðarstúlka í rannsóknarstofu, vinnur aö
vatnsrannsóknum.
TILRAUNIR
I ÞÁGU
ÍSLENZKS
IÐNAÐAR