Vísir - 11.03.1967, Side 2

Vísir - 11.03.1967, Side 2
2 VÍSIR . Laugardagur 11. marz 1967. Bridgeþáttur VÍSIS Ritstj. Stefán Guðjohnsen —————— í dag kl, 13,30 hefst tvímenn-; i ingskeppni íslandsmótsins í bridge j i og er spilað í læknahúsinu við j Egilsgötu. Keppnin er Barometer-1 ( keppni í tveimur flokkum, meistara : i flokki og I. flokki. Keppnisstjóri erl I Guðmundur Kr. Sigurðsson. Sveita- keppni íslandsmótsins verður hald- ' in í Sigtúni dagana 19.—26. marz og spila að þessu sinni 10 sveitir um íslandsmeistaratitilinn. Núver- andi Islandsmeistarar I sveita- keppni er sveit Halls Símonarson- hr frá Bridgefélagi Reykjavíkur, en i tvímenningskeppni Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson. Friðrik Karlsson forseti Bridge- sambands Islands, skýrði þættin- í frá því, að stjórn sambandsins hefði ákveðið fyrir stuttu að láta urslit Islandsmótsins ráða, hvaða sveit skyldi spila fyrir Islands hönd á Evrópumeistaramótinu í írlandi í haust Aðspurður kvað liann telja líklegt, að einnig yrði | send sveit í kvennaflokkinn, en j . það væri hins vegar ekki ákveðið.! Nánar verður skýrt frá þessum málum slðar hér í þættinum. I sjöttu umferö Reykjavíkur- mótsins fóru leikar þannig í meist- araflokki: Sveit Halls vann sveit Ólafs 6—0, sveit Ásmundar vann sveit Hilm- ars 5—1, sveit Jóns vann sveit Steinþórs 6—0 og sveit Ingibjargar vann sveit Eggrúnar 5—1. Staðan í meistaraflokki er nú þessi • Sveit Ásm. Pálssonar BR 30 stig — Jóns Ásbj.sonar BDB 29 stig — Halls Símonars. BR 28 stig — Hilmars Guðm.s. BR 25 stig í fyrsta flokki hafa einnig verið spilaðar sex umferðir og er staðan þessi: Sveit AÖalst. Snæbj.s. BDB 32 st. — Dagbjartar Grímss. BDB 30 st. — Bened. Jóhannss. BR 28 st. — Jóns Stefánssonar BDB 18 st. Tvær efstu sveitir 1. flokks að mótinu lokn-u munu flytjast upp í meistaraflokk. ♦ Sveitarkeppni Bridgefél. Revkja- víkur er nýlokið og sigraði sveit Halls Símonarsonar I sveitinni voru auk hans Eggert Benónýsson, Stefán Guðjohnsen, Símon Símonar son, Þorgeir Sigurðsson og Þórir Sigurðsson. Röð og stig efstu sveita voru þannig : 1. Sveit Halls Símonars. 1450 stig 2. -J- Hjalta Elíassonar 1404 stig 3. — Hugb. Hjartard. 1326 stig 4. — Hilmars Guðm.s. 1321 stig ¥ Sveitakeppni Bridgefélags kvenna er nýlokiö og sigraði sveit Elínar Jónsdóttur. Auk hennar eru í sveit- inni Rósa Þorsteinsdóttir, Ásgerður Einarsdóttir, Laufey Arnalds, Lilja Guðnadóttir og Ása Jóhannsdóttir. í öðru sæti var sveit Ingunnar Bern burg, I þriðja sveit Eggrúnar Arn- órsdóttur, í fjórða sæti sveit Guö- rúnar Bergs og í fimmta sæti sveit Júlíönu Isebarn. Hinn 3. apríl nk. hefst parakeppni hjá félaginu og er öllum heimil þátttaka. Stjórn skipa nú þessar konur: Formaður Ás- gerður Einarsdóttir, gjaldkeri Elín Jónsdóttir og ritari Rósa ívars. fiefr eru brautryðjendur , r sveininn sem eflaust áeftir að halda merki í. K. F. hátt á lofti á ókomnum árum. Við tókum tali Kristbjörn Albertsson þjálfara meistara- flokks og báðum hann að fræöa okkur lítils háttar um starfsemi félagsins: — Við æfum einu sinni í viku hérna í íþróttahúsinu á Kefla- víkurflugvelli og einnig tökum við þátt í körfuknattleiksmóti hér á vellinum, sem haldið er árlega innan varnarliðsins, og tel ég það hafa átt sinn stóra þátt í velgengni liðsins á þessu móti. Æfingar hafa verið vel sóttar og stór hópur ungra pilta æfir nú korfuknattleik innan fé lagsins undir leiðsögn Inga Gunn arssonar. Viö sendum til keppni Framh. á bls. 7 Kristbjörn útskýrir leikaðfe-" fi töflunni i skólastofu sinni, en hann er barnakennari í Keflavík. Liðið, sem við heimsækjum í dag á sér merkilega sögu að baki. Það var stofnað árið 1951 í erlendri herstöð og stóðu að því íslenzkir starfsmenn hjá hernum og flugmálastjórninni. Þetta félag^r í. K. F., Iþróttafé- lag Keflavíkurflugvallar, en nafn ið er nú lítið annað en orðin tóm, því allir meðlimir þess nema 2—3 starfa og eru búsett- ir utan flugvallarins. I. K. F. á sér glæsta sögu að baki i körfu- knattleiknum, sem þó einnig er þyrnum stráð. Þeir urðu fyrstu íslandsmeistaramir og unnu það mót alls 4 sinnum, síðast árið 1959 og meðal lelkm. á þessu blómaskeiði félagsins má nefna Friðrik Bjarnason, Hlálmar Guö mundsson og Inga Gunnarsson, sem ennþá leikur með liðinu og átti sinn stóra þátt í sigri í. K. F. yfir Ármanni um daginn. Ingi hefur einnig verið þjálf- ari liðsins undanfarin ár, en nú hefur tekið við þjálfun iiðsins Kristbjörn Albertsson, sem áð- ur lék með K. R. og gat sér gott orð þar við þjálfun yngri flokka þess félags. Eftir 1960 fór að halla undan fæti fyrir 1. K. F., leikmenn, sem höfðu verið stoð- ir liðsins hættu keppni og eng- inn varð til aö taka þeirra stað, þar sem engin rækt hafði verið lögð við yngri flokkana. Þannig iiðu þrjú ár, þrjú löng og erfið ár, þar sem þeir urðu að þola hvert stórtapið á fætur öðru. Þáttaskil verða í sögu félags- ins haustig 1963, en þá hættu þeir keppni í meistaraflokki og hófu uppbyggingu yngri flokka félagsins sem síðan tóku þátt I Islandsmótum. Þó þeir ynnu ekki stóra sigra þar, var greini- legt, að þeir voru á réttri leið, og á síðastliðnum árum hefur vaxiö upp stór hópur pilta, sem haldið hefur innreið meistara- flokks I íslandsmótið á nýjan leik. Þeii sigruðu I 2. deild fyrsta árið, sem keppt var I þeirri deild, en vera þeirra í 1. deild varð ekki löng að þessu sinni, því þeir féllu niður árið eftir. Þeir unnu síðan 2. deild- ina 1965, en sagan endurtók sig, þeir féllu á nýjan leik niður, en öðluðust á -nýjan leik sæti í 1. deild í ár, er liðum var fjölg- að þar úr 5 í 6. Greinilegt var strax I byrjun . Lyftingar eru mikið stundaöar af ÍKF-mönnum — góð æfing fyrir alla íþróttamenn. lega hefur í. K. F. sýnt að það á heima í fyrstu deild, og næsta ár verður án efa ekkert grfn að eiga við þá flugvallarmenn. Þá mun að sjálfsögðu markið verða sett hærra og stefnt að sjálfum bikarnum, enda sennilegt að hill ur þær, sem einu sinni báru Is- landsbikara, séu orðnar rykfalln ar þar syðra. Á æfingunni, sem við komum á voru margir piltar úr öllum fíokkum, milli 40—50 talsins og mátti sjá þar margan vaskan þessa móts að þeir I. K. F.-menn hugðust selja sig dýrt að þessu sinni, sennilega fundizt. lítið gaman að eilífu rölti milli deilda. Þeir sigruðu 1. S. frekar auð- veldlega og uppskáru svo ríku- ieg laun erfiðis síns, er þeir sigruðu Ármann í fyrri umferð- inni. Föstudaginn 3. marz sl. sönnuðu þeir að þessir sigrar höfðu ekki verið neinum tilvilj- unum háðir, því þá sigruðu þeir Ármann öðru sinni og voru all- an leikinn betri aðilinn. Vissu- 1. DEILDIN HEIMSÓTT Bt».

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.