Vísir - 11.03.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 11.03.1967, Blaðsíða 3
V ÍSTR . Laugardagur 11. marz 1967, 3 Snjóþungt er á Siglufirði um þössar mundir og göt ur bæjarins ógreiðfærar. Reynt er þó að halda opn- um þeim götum, sem liggja um verzlunar- og athafnasvæði bæjarins. Myndin er frá Aðalgötunni og sýnir snjóana miklu. Siglfirðingur, drekkhlaðinn af síld, að Ieggjast að bryggju á Siglu- firði. Fleiri slíka togara vilja Siglfirðingar fá í skipaflota sinn. atvinnulífi Siglfirðinga. Vantar stöðugt hráefni til vinnslu I is- húsum bæjarins, flest skip Sigl- firðinga eru í öðrum verstöðv- um, en þrjú skip stunda þaðan togveiðar. Þykir Siglfirðingum timi til kominn að bæta við skipaflota bæjarins, til þess að efla hráefnisöflun til fisk- vinnslu og hamla með auknu athafnal. hinum miklu fólksflutn ingum úr bænum. Hefur bæjar- stjórn skorað á Cltgerðarfélag Siglufjarðar, að kanna mögu- leikana á aukinni útgerð félags- ins og á skipakaupum í því sambandi. Hefur útgerð eina skuttogara landsins, Siglfirðings, vegið þar þungt á metum, en hann hefur reynzt aflasæll skip. Þykir tími til kominn að fleiri slík skip bætist í flota Siglfirðinga. SNJÓAÐ hefur frá góubyrjun ^ á Siglufirði. Sézt varla í dökkan díl í fjöllunum í kring og er ógreiðfært um götur bæj- arins vegna snjóþyngsla. Hefur verið erfitt að halda opinni leið- inni út að jarðgöngunum í Strákafjalli vegna snjóþyngsl- anna og snjóhruns á veginn úr snarbrattri fjallshlíðinni. Una Siglfirðingar þó hag sinum vel þrátt fyrir alla snjóa og eru skfðamenn einkum ánægðir og nota sér snjóinn vel og æfa ó- spart enda hillir undir skíða- landsmótið, sem haldið verður á páskum ■* .Siglufirði. í fásinninu og vetrardrungan- um lífgar skólasýning gagh- fræðaskólanema á Siglufirði upp á hverdaginn. Er orðin föst regla hjá þeim, að æfa eitt leik- rit á ári hverju og skemmta 'baéjarbúum með leiksýningum siðari hluta vetrar. Hafa nem- endurnir aö þessu sinni valið gamanleikinn „Þorlák þreytta“, eftir þá Amold & Bach, en leikstjóri er Júlíus Júlíusson. í opinberu lífi gerist fátt stór tíðinda á Siglufirði. Skipti urðu þó á í embætti póst- og sím- stjóra. Lét þar af störfum Ottó Jörgensen vegna aldurs, en við tók sonur hans Gunnar Jörgen- sen, sem starfað hefur um 20 ára skeið sem fulltrúi föður sins við póst og sfma á Siglufirði. Fremur daufur bragur er á Gagnfræðaskólanemar gleðjast yfir góðum leik og undirtektum í lok sýningar á „Þorláki þreytta“ er þeir hafa leikið fjórum sinnum. Allt em þetta nemendur í fjörða bekk Gagnfræðaskólans. Framtíð — Atvinna Vantar meðeiganda í fiskbúð, sem hefur eitt stærsta hverfi innan fisksalahverfa Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar. Fiskbúðin er í fullum gangi og er búin að vera það í mörg ár. Núverandi eigandi annast búðina ekki einn. Væntanlegur eigandi kemur ekki til greina nema hann geti unnið að búðinni með núverandi eiganda. Helmingsaðstaða kostar 80 þús. Útborgun 50 þús. Tilboð merkt „Trúnaðarmál 1000“ sendist augl.d. Vís- is fyrir 18. marz. ÁVEXTIR ☆ EPU APPELSÍNUR H PLÓMUR ☆ PERUR grapefruit ■fc BLÓUAPPELSÍNUR KLEMENTÍNUR og allir þurrkaöir og niðursoðn- ir ávextir. Kjörbúil Laugarness Dalbraut 3 — Símar 33-7-22 og 35-8-70 Ktssæi i ) ) I i i I J I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.