Vísir - 17.03.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 17.03.1967, Blaðsíða 10
V í S IR . Föstudagur 17. marz 1967. 10 Heilbrifjðismál — Framh. af i. bls. málum Landspítaláns en sjúkra- hússnefndin heföi verið endurskoð- uð fyrir ekki löngu með það fyrir augum að hún gæti sinnt hlutverki sínu betur en áður. Sagði ráðherr- ann, að í rauninni hefðu læknar sem heild ekki haft nægilega á- kveðna stefnu í heilbrigðismálum. 'Jm Landspítalann væri annars ■'að að segja, að með viðbótinni, -em yrði endanlega lokið 1969, kefði aukning sjúkrarúma oröið 21 — 22%, en fólksfjölgun aðeins 5.6% ' 'i.ma tíma. tá sagði Jóhann Hafstein að rík- ' "ióður hefði með ýmsu móti stuðl *ð að því að bygging Borgarsjúkra hússins gæti gengið hraðar. m. a. "ieð þv? að útvega Ián til spítala- 'vggingarinnar. Þá nefndi ráðherr- ~nn allmörg sjúkrahús, sem hefðu ri'iið upp á síðustu árum og komið ■'ð miklu gagni í hinum ýmsu ■ -•"gðarlögum. Heilbrigðismálaráðherra gat þess einnig, að allmargar nefndir m. a. skipaðar læknum, heföu verið skip- aðar til að fialla um einstaka þætti heilbrigðismálanna og heföi það reynzt óhiákvæmilegt, þar sem at- hugun og yfirsýn hefði skort yfir eðli ýmissa þeirra vandamála, sem bersýnilega væru til staðar. Þá sagði hann, að sænskur sérfræð- ingur' væri að koma til landsins i bví skvni að kanna nokkra þætti heilbrigðismálanna. Heilbrigðis- stjórnin hefur ekki mikinn mann- afla og þyrfti að fjölga mönnum sem fást viö þennan málaflokk. Einnig kemur til greina að mynd- að verði sérstakt og siálfstætt heil- brigðismálaráðuneyti. Árni Biömsson læknir var annar ‘rummælandi á fundinum. Hann Ivsti þeirri skoöun sinni, að ekki mætti saka núverandi heilbrigðis- má'-i.sMóm um allt það sem talið væri til vansa í þessum málum. Taldi lækna einnig verða að bera sinn hluta af sökinni, að svo miklu 'eyti sem um sök væri að ræða. ' mi gagnrýndi byggingamál, sér- -'aklega og taldi byggingu sjúkra- rniða hægt áfram vegna þess að ekki væru höfð rétt tök á fram- æmdum. Sagði hann að nú væru ' dýr siúkrahús í byggingu, en ekk •t þeirra vrði fullnægjandi. Taldi ->.nn, að leysa ætti sjúkrahúsa- andamál dreifbýlisins með því að ' ’ggja fullkomin sjúkrahús í '”':hvfk. Taldi hann bvggingu ým issa sjúkrahúsa úti á landi mis- áðna og óbarfa. Læknirinn lýsti aðstöðu sjúkrahúsa til að taka á móti sjúklingum þannig að sér- fræðinga vantaði fleiri en nú starfa við þau og að ekki væri t. d. hægt aö mæta fjöldaslysum með eðlileg- um hætti, ef þau bæri að höndum. Loks gagnrýndi hann það tómlæti og þröngsýni, sem lengstum áður fyrr hefði veriö ríkjandi í meðferð íslenzkra heilbrigðismála. Ásmundur Brekkan, síðasti frum mælandi, tók undir með Árna Björnssyni um það atriði, að ekki væri unnt að sakfella einhvem sér- stakan aðila fyrir þróun heilbrigð- ismálanna. Taldi hann nauðsynlegt að tekið yrði upp samhæfðara skinulag heilbrigðismálanna með þátttöku og að aðild lækna og emb- ættismanna. Vildi hann að skipuð yrði sívirk skipulagsnefnd heilbrigð ismála, sem ætíð leitaðist við að afla sem mestra upplýsinga og gera sér grein fyrir þörfinni í heilbrigð- ismálum á hverjum tíma. í þeim ræðum, sem á eftir komu, var margt gagnrýnt í heilbrigðismál um og stundum farið hörðum orð- um um ástandið. Þó virtist mönn- um koma saman um, að það sem máli skipti, væri hvernig að heil- brigðismálum yrði unnið í framtíð- inni en ekki hvernig skipulag þeirra hefði verið, fram á síðustu ár. Báru ýmsir læknar lof á Jó- hann Hafstein heilbrigðismálaráð- herra fyrir afskipti hans af þessum málum og töldu, að með afskiptum hans stæði margt til bóta. Þó töldu flestir að gera þyrfti meira en gert hefði verið og væri æskilegt að skipulagt samstarf allra viðkom- andi aðila gæti tekizt um heilbrigð- ismálin. Heath — Framh. af 1. bls. lands, blaðamenn og sjónvarps- menn voru komnir út að flug- vélinni til að heilsa upp á Heath, sem var fyrsti maðurinn, sem birtist í tröppunum undir stéli flugvélarinnar. Baðaður sjón- varpsljósum gekk Heath niöur landganginn þar sem hann heilsaði stjórnarmönnum Blaða- mannafélagsins og Mac Leod, ambassador Bretlands hér á íslandi. Á leið til flugstöðvar- byggingarinnar var veðrið að- alumræðuefnið eins og oft vill verða, þegar Bretar eru annars vegar, enda líka ærin ástæða til eins og veðrið var í nótt. Ferðalúinn stjómarandstöðu- maður gekk gegnum tollskoðun Hagstæðir greiðsluskilmálar Laugavegi 166, símar 22222 og 22229 Verð kr. 13.900 — Hagstætt verð SVEFNHERBERGISHÚSGÖGN í GLÆSILEGU ÚRVALI j og vegabréfaeftirlit og var lát- inn óáreittur á báðum stöðum og út var haldið beint til bif- reiðar sendiherrans, sem stóð utan dvra. Heath var ekki beint upplagður að svara spumingum j fréttamanna. Hann kvað íhalds- menn í Bretlandi þó í talsvert betra pólitísku veðri, en því veðri er heilsaði honum á Isl. Heath kvaðst hafa farið heim- an frá sér kl. 7 kvöldið áður svo aö ferðin hingað hefur ver ið nokkuð tafsöm. Brim — Framh. af bls. 1 norðangola á móti brim- inu. Tvo báta sleit upp frá bryggjunni á Stokkseyri og sökk annar í brim- rótinu og er gerónýtur, en hinn rak upp undir frystihúsið, sem stendur þar á sjávarbakkanum, brotnaði mikið og er nánast talinn ónýtur. Ljósastaurar brotnuðu á bryggj- unni og fleiri tjón em til marks um þetta brimflóð. Mest var brimið á tímanum frá kl. 5-7 í morgun og viröist aðeins hafa náð til takmarkaðs svæðis. Um sexleytiö í morgun gekk sjór- inn alveg upp að frystihúsinu á Eyrarbakka og var þó aðeins hálf- fallinn sjór, en á flóöinu í morgun um níuleytið, þegar Vísir hafði samband við Pál Bjamason hjá frystihúsinu þar, var hrimrótið tek ið að réna og hafði sjór þá heldur lækkað þrátt fyrir aöfallið. Fjórir bátar voru við bryggju á Stokkseyri þegar tók að brima, en bryggjan er svo til fyrir opnu hafi, ekkert sem skýlir henni fyrir út- hafsöldunni, nema skerjagarðurinn fyrir framan og flóðaldan gekk ó- btotin yfir hann í morgun. Tveir bátanna komust út innsiglinguna frá bryggjunni og lónuðu þar enrrþá fyrir utan þegar Vísir hringdi aust ur f morgun, en munu nokkuð brotnir. Vélbátarnir Fróði og Bjarni Ói- afsson, sem báðir eru um 35 tonn að stærð slitnuðu hins vegar upp frá bryggjunni og sökk Fróði 1 brimrótið en hinn rak upp í fjöru eins og fyrr segir. Þessir bátar voru báöir keyptir frá Ólafsvík fyr ir allmörgum árum og á frystihús ið á Stokkseyri og hreppurinn Bjarna Ólafsson, en Fróði var sam eign frystihússins, hreppsins og Jós efs og Viðars Zophóníassona. Páll Bjarnason, sem blaðið talaði við í morgun sagði, að menn hafi heyrt fullorðna menn tala um að þetta væri mesta hafrót sem sézt hefði þar við ströndina síðustu 40 árin a.m.k. Bjarma II, sem liggur uppi j f kampi rétt utan við Stokkseyri mun ekki hafa sakað, hann var kominn það langt upp í kampinn. Engir skaðar urðu heldur á bátum frá Eyrarbakka í brimrótinu, en þar er nýlega búið að lengja skjól garöinn, sem hlffir bryggjunni fyr ir úthafsöldunum og bátarnir höfð ust þar við þrátt fyrir hafrótið. Kauphöll — j’ Framhald af bls. 16. j stafanir sem gerðar hafa verið, er j verið að gera og verður að gera ! vegna iðnaðarins. — Sfðan síðasta ársþingi iðnrekenda lauk f apríl sl. hefur Alþingi verið að afgreiða breytingar á tollalöggjöfinni. — Var þess vegna tekin inn í lög heimild til að stofna hagræðingar- lánadeild við Iðnlánasjóð til að gera íslenzkan iðnað styrkari í vax andi samkeppni erlendis frá. Standa nú yfir útboð til að afla fé til lána- deildarinnar. Þá minntist ráðherrann á þá erf- iðleika sem hefðu verið í Alþingi að fá samþykktar ráðstafanir til hjálpar íslenzkum veiðarfæraiðn- aði. Skipuð var sérstök 4 manna nefnd til að kanna orsakir þess að veiðarfæraiðnaðurinn er ekki sam- Éeþpnisfær. Helztu verkefni iðnþróunarráðs, sem tók til starfa um seinustu ára- mót eru: 1) Aðlöigunarvandamál ísl. iðnaðar, 2) Hugmyndir um sam- starf og samruna iðnfyrirtækja, 3) Vinnsla hrááls, 4) Stofnun olíu- hreinsunarstöðvar, 5) Salt- og sjó- efnavinnslustöð, 6) Sútunarverk- smiðjur í landinu, 7) Rannsóknir á gæðum íslenzkrar ullar, en í ljós virðist hafa komið, að hægt er að gera ullina verðmeiri meö sérstök- um vinnsluaðferðum. Ráðherrann kom inn á margt fleira svo sem álbræðslu og lána- mál iðnaðarins, sem of langt yrði hér upp að telja. Grípa verður... Framh. af bls. 8 hafi veiðzt vestan Reykjaness að þessu sinni. Þó fengu nokkrir bátar afla um 25-30 sjóm. VNV frá Garðskaga í september. Alls veiddust rúm 45 þús. tonn frá júníbyrjun til ársloka (suðvestanlands) og fékkst sá afli nær allur eða um 43 þús. tonn á tfmabilinu 1. júní til 30. september og hefur haustver- tfðin því gjörsamlega brugðizt á þessu svæði að þessu sinni. Það er athyglisvert, að sl. 2 ár fer að bera mjög á ókyn- þroska síld í veiðinni. Endur- heimtur síldarmerkja sunnan- lands eru og uggvænlegar háar eöa a.m.k. 4-5 sinnum hærri, hlutfallslega en úr norska stofn inum. Styður þetta hvort tveggja þá skoðun, að svo í- skyggilegt ástand hafi nú skap- azt meða-i vorgotssíldarinnar og raunar fslenzku síldarstofn- anna beggja (einnig sumargots- sfldarinnar), að grípa verði til enn róttækari ráðstafana varð andi veiðihömlur sunnanlands og vestan, en þegar hefur verið gert. Lifla-Hraun — Framh. af bls. 9 Þar starfa 12 fangaverðir, en hann kvað hælið ekki hafa neitt fast húsnæði fyrir þá. Þeir yrðu að útvega sér það á Eyrarbakka. Yfirfangavörðurinn býr í gamla fangelsisstjórabústaðnum á Litla-Hrauni, en fangelsisstjór- inn hefur nú fastan bústað á Eyrarbakka. — Hælið vantar 5—6 litla bústaði fyrir fanga- verði. Það mundi koma f veg fyrir stöðug mannaskipti, sem hljóta að vera mjög óheppileg f slíku starfi. Einna erfiðast kvað forstöðu- maður að fá matsveina, sem eru ekki á hverju strái. Þegar Vfsir heimsótti hælið á dögunum voru vistmenn 26, en geta verið 28. Mikill hluti þessara manna hefur verið á hælinu áður, sumir hvað eftir annað. Á hælinu eru fjórar „sellur'1 sem vistmenn eru látnir í, ef ef þeir gerast freklega brotleg- ir við reglur hælisins. — Um helgar fyllast þessir klefar oft af slagsmálaóðum fyllibyttum af böllunum þaðan úr nágrenn- inu, frá Selfossi og sveitunum í kring. Þetta mun einkum eiga sér stað á sumrin og sagði fang elsisstjórinn þetta valda mikl- um erfiðleikum. Það skapaöi ó- róa á hælinu. Vistmenn vökn- uðu um miðjar nætur við hróp og köll, en klefarnir eru ekki fyllilega hljóðeinangraðir. Það er raunar furðulegt að sýslurnar á Suðurlandi eða kaup túnin þar, til dæmis Selfoss, skuli ekki hafa komið upp fanga klefum fyrir næturgesti, heldur skuli þeim vera bætt við marga eifiðleika hælisins og látnir valda þar óheppilegum óróa. Margföld tíuþúsund. Félagssamtökin Vernd af- hentu hælinu nú fyrir skemmstu rausnarlega gjöf, áhöld til tóm- stundaiðju fyrir fangana. Þessi gjöf á sér merkilega sögu. En hún er þannig til komin, aö Ung templarar söfnuðu 10 þúsund krónum með happdrætti í Húsa fellsskógi í sumar. Þetta fé af- hentu Ungtemplarar forráða- mönnum Verndar til ráðstöfun- ar í þágu hælisins að Litla- Hrauni. — Ákveðið var að kaupa verkfæri til tómstunda- starfa fyrir fangana og leitað til þriggja verzlana í Reykjavik um kaupin. Þessi fyrirtæki snerust svo rausnarlega við, að þau gáfu verkfæri fyrir samtals 25 þús. krónur, í 11 skápa, sem síðan voru settir upp £ húsakynnum þeim sem byggö voru á hælinu fyrir þremur árum. Jafnframt var fenginn smiður frá Eyrar- bakka til þess að kenna föng- unum gagnlegt föndur og hafa umsjón með verkfærunum og er hann launaður af ríkinu, en 10 þúsund krónurnar sem komu þessu af staö sitja eftir í um- sjá Verndar og veröa notaðar í þágu hælisins og fanganna, að því er erindreki Verndar Páll Gröndal hefur tjáð blaðinu. Þarna er í deiglunni merkileg tilraun, sem vonandi á eftir að láta gott af sér leiða. Þess má geta í þessu sam- bandi að félagssamtökin Vernd hafa unniö mikið starf til hjálp ar afbrotamönnum. Fulltrúar þeirra fara hálfsmánaðarlega austur á Litla-Hraun og ræða við fangana, auk þess rekur Vernd griðastað fyrir heimilislausa menn í Grjótagötuý Reykjavík og nýtur til þess opinbers styrks. Nýtt ríkisfangelsi. Það hlýtur að vera mönnum fagnaðarefni, að nú skuli vera i undirbúningi bygging ríkisfang- elsis, sem væntanlega verður staösett viö Úlfarsfell. Þar er ætlunin að reisa fang- elsi með aögreindum deildum, meðal annars verður þar kvenna fangelsi, en það liggur í augum uppi, að kvenfólk, sem gerzt hef ur brotlegt hér á landi, er erfitt að láta taka út refsingu með fangelsun, vegna þess, að ekkert fangelsi er til fyrir þær. Og hvar er þá réttlætið? Svo er eins víst að bygging ríkisfangelsis taki ófá ár og jafnvel áratugi. Hins vegar mun ætlunin að leysa brýnustu vand ræðin með byggingu innilokun- arklefa í Síðumúla. Fangelsismál hér á landi hef- ur almenningur oft á tíðum haft í flimtingum og á þaö kann ski rót sína að rekja til alltof almenns virðingarleysis gagn- vart íslenzku réttarfari, en á- stand fangelsismála hefur lika gefið ábyrgðarlausu hjali um þau mál byr undir báða vængí. I velferðarþjóöfélagi er stefnt að þvi að gera hvern þegn nýtan til hins ýtrasta, því að þaö er grundvöllur velferðar. Það er stefnt að því að gera þá, sem ekki ganga heilir til skógar sjálfbjarga aö svo miklu leyti sem hægt er. Þjóðin hefur ekki efni á óþarfrj skerðingu starfs- krafta sinna, hvort sem orsak ir hennar kallast drykkjusýki, afbrotahneigð eða eitthvað ann- aö. Þessar orsakir og aðrar skyldur hafa kostað íslenzku þjóðina of mikið. Það er mann- úðarmál og um leið heill þjóð- félagsins að vinna þessum mál- um bót, J. H. ££££

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.