Vísir - 17.03.1967, Blaðsíða 5
V í SIR . Föstudagur 17. marz 1967. g
jWWWVWAm^w.w.%w.w.-.%vw.-.w.w.w.-.%v.w.-.sw^.w.'.*.>.w.v%w.v.w.%w.-.w.w.w.v.-.iWAsv.wa%wv.ww^w
ÆOfflfÆM
• •
HLUTFALLSKOSNINCAR
Jþaö kom mönnum á óvart,
þegar tveir stærstu flokk-
arnir í Þýzkalandi, Kristilegi
flokkurinn og Jafnaðarmenn,
gengu í eina stjómarsæng í vet-
ur. Allt frá því ný þýzk stjóm-
málasamtök fóm að rísa upp úr
rústum heimsstyrjaldarinnar
höfðu þessir tveir flokkar verið
höfuöandstæðingamir og litið
var á þaö sem hálfgildings nátt-
úmlögmál, að þeir mynduöu
fylkingar stjórnar og stjórnar-
andstöðu. Nú mnnu þeir saman
í eina breiða og volduga stjórn-
arfylkingu og síðan hefur hátt-
að svo einkennilega til í sam-
bandsþinginu í Bonn, að varla
er hægt aö segja aö þar finn-
ist lengur nein stjórnarandstaöa
því aö menn nenna varla aö
telja með dverginn, — litla
flokkinn, „Frjálsa lýðræðis-
sinna“.
Samtímis og stjórnin nýja var
mynduð fengu menn annaö undr
unarefni. Stjórnin lýsti því yfir
i stefnuskrá sinni, að hún heföi
hug á aö gerbreyta kjördæma-
skipun landsins, hún vildi inn-
leiöa ströng einmenningskjör-
dæmi í öllu landinu í staö þeirra
hlutfallskosninga og uppbótar-
þingsæta, sem hafa tiðkazt þar.
Er ætlunin að koma þessum
breytingum á fyrir kosningar ár
ið 1973 og jafnvel er hugmyndin
aó gera einhverjar minni háttar
breytingar, sem miöi í þessa átt,
fyrir næstu kosningar, sem fram
eiga að fara haustiö 1969.
Kyndugast þykir, aö það skuli
vera Jafnaðarmennirnir, sem nú
fitja upp á þessum breytingum,
sérstaklega einn helzti foringi
þeirra, Herbert Wehner, vinstri
sinnaður maður. sem þó átti nú
einna drýgstan þátt í að flokk-
ur hans gekk til samstarfs við
Kristilega flokkinn. Því aö þaö
orö hefur löngum legið á, aö
Jafnaðarmennirnir hafi alltaf
barizt fyrir hlutfalls- og lista-
kosningum. En nú virðast þeir
ætla aö snúa blaðinu við.
lVránustu tildrög þessarar riýj-
1 ” ungar eru auðvitað ákveðnir
atburðir í Þýzku stjórnmála-
lífi að undanfömu. Þar ber fyrst
aö nefna óviðkunnanléga fram-
komu „Frjálsu lýðræðissinn-
anna“. Þeir em sem fyrr segir
smáflokkur og hafa um langt
skeið haft stjórnarsamvinnu við
Kristilega flokkinn. En nú í vet-
ur, þegar héraöskosningar fóru
fram í Þýzkalandi, gripu þeir
til þess ráðs í hreinu lýöskrums
skyni, að skjóta sér undan allri
ábyrgö á stjömarstefnunni og
tóku til að fordæma skattahækk
anir, þó allir hugsandi menn
sæju, aö hag ríkisins var svo
kom'iö, að þær vom óhjákvæmi
legar. Sést það bezt á þvi, aö
strax og Jafnaðarmenn komu
inn í stjórnina, voru þeir reiðu-
búnir að taka á sig ábyrgð á
auknum álögum.
„Frjálsir lýöræðissinnar"
höföu þrátt fyrir smæö sína
löngum oddaaöstöðu á þingi og
beittu henni óspart til að hrifsa
til sín óeðlilega mikil embætti
og völd. Síöast beittu þeir valdi
Siíia til að fella Erhard og ætl-
uöu síðan bersýnilega að láta
enn meira til sin taka, leituðu
til JaÝnaðarmanna og buðu
þeim stjómarsamstarf til að
velta Kristilega flokknum alger-
lega frá völdum. Þannig hugð-
ust þeir beita oddaaðstöðu sinni
til að framkvæma stórfellda
byltingu. Allar áætlanir þeirra
fóru að vísu út um þúfur, en
framferði þeirra hefur vakið
menn til umhugsunar um það,
hve óviðkunnanlegt og óhugnan
legt það sé aö slíkur dvergflokk
ur geti þannig gerzt kaupahéð-
inn um alla stjórnarhætti og ör-
lög þjóöarinnar. Og því svæsn-
ara þykir það, sem engin hug-
sjónabönd gátu tengt „Frjálsa
þurrka út „Frjálsa lýðræðis-
flokkinn" með því að koma á
skipulagi einmenningskjördæma.
^nnað atvik, sem ljær hug-
myndum um einmennings-
kjördæmi byr undir vængi í
Þýzkalandi ,er uppkoma nýnaz-
istaflokks, sem hefur fengið tals
vert fylgi í héraðsþingkosning-
um í Bæjarlandi og Hessen. Að
óbreyttum aöstæðum er allt út-
lit fyrir að hann verði fjórði
stjómmálaflokkurinn á sam-
Sem stendur er fylgi kommún-
ista í Þýzkalandi sáralítið, svo
ólíklegt er, að þeir kæmu nokkr
um manni að í byrjun. En mjór
er mikils vísir og Jafnaðar-
menn langar ekkert til að fá
kommúnista upp við hliðina á
sér á Sambandsþinginu. Því
vilja þeir hafa allan vara á, og
breyta kjördæmaskipun svo að
hún hjálpi kommúnískum smá-
flokki ekki til að eignast fyrstu
fulltrúa á þingi.
Skopmynd úr þýzku blaði, sem túlkar umræðurnar um stofnun einmenningskjördæma. — Meðan
Willy Brandt foringi jafnaðarmanna og Kiesinger f oringi Kristílega flokksins sitja rólegir í sætum
sínum e. Mende foringi Frjálsra lýðræðissinna látinn hverfa niður um gólfið. — Grundvelli hans
flokks verður svipt burtu.
lýöræöissinna” við Jafnaðar-
menn, aörir þeirra eru fulltrúar
einkaframtaks og auðmagns,
hitt sósíalískur flokkur. Hér var
því aðeins boöiö til hrossakaupa
um völd.
Jjetta fyrirbæri er notaö mikið
í umræðunum, sem dæmi
um það, hvernig flokksforingj-
bandsþinginu i Bonn eftir næstu
kosningar. Er skiljanlegt, aö
menn vilji gripa í taumana áður
en svo er komið og gera honum
erfiðara að koma fulltrúum á
þing. Hefur það til dæmis verið
rifjað upp, að nazistaflokkur
Hitlers hagnaðist á hinum al-
geru hlutfallskosningum Weim-
ar-lýöveldisins. 1 Ríkisþings-
Tjjóðverjar hafa nú farið að
hugleiða vítt og breitt áhrif
ólíkra kjördæmaskipana og birt-
ast márgar greinar um það í
þýzku blöðunum, þar sem ýmsir
nafnkunnir menn láta álit sitt
i ljósi. Eins og viö höfum
reynslu af uppi á íslandi, er
þetta viðfangsefni, sem hægt er
að þjarka endalaust um og
ar geti misnotað sér traust kjós-
endanna, það sé harla ólíklegt
að kjósendur „Frjálsa lýðræðis-
flokksins" hafi getað ímyndað
sér, að atkvæöi þeirra myndu
stuðla að valdatöku Jafnaðar-
manna i landinu. En svona fer
það, segja menn, i skipulagi hlut
fallskosninga, aö kjósendurnir
hafa sjaldan hugmynd um, hvað
þeir eru að leiða yfir sig, völd-
in eru færð frá atkvæðakössun-
um upp í hrossakaupafylkingar
stjórnmálaforingjanna.
Vegna þessara atburða virð-
ast stóru flokkamir tveir vera
orðnir sammála um þaö, að
kosningum 1924 kom hann sem
örlítill flokkur 14 mönnum á
þing og árið 1928 kom hann 12
mönnum að. Margir líta svo á,
að ef hann hefði ekki komið
mönnum á þing á þessu tíma-
bili, þá hefði hann leystst upp
af sjálfu sér og enginn Hitlers
þáttur orðið í sögu Þýzkalands.
Enn má bæta því viö, aö nú
er líklegt á næstunni að starf-
semi kommúnistaflokks verði
leyfð i Þýzkalandi, því að menn
eru þeirrar skoðunar, að í lýð-
ræöislandi sé þaö ekki rétta leið
in til að hindra öfgaflokka að
banna þá meö lagafyrirmælum.
fylgja umræðurnar í Þýzkalandi
viðtekinni venju að þær em
haldnar öfgum, sumir sjá aðeins
svörtu hliðina, aðrir aðeins þá
björtu. Svo er þingræðinu spáð
hruni, hvort fyrirkomulagið sem
tekið er upp.
Ég tek hér aðeins sem dæmi
bollaleggingar kunns þýzks
stjórnmálaritara, Sebastian
Haffners í þýzka vikuhlaðinu
Der Stern. Fyrst kemst hann að
þeirri niðurstöðu ,aö einmenn-
mgskjördæmi muni hafa I för
með sér algert hrun fyrir Jafn-
aðarmannaflokkinn, þar sem
Kristilegi flokkurinn muni safna
um sig öllu borgaralega fylginu
og vera innan skamms kominn
með 100% allra þingsæta i
Bonn. En nokkru síðar í sömu
grein kemst hann líka að þeirri
niðurstööu, að einmenningskjör-
dæmi muni valda hruni Kristi-
lega flokksins því að þegar hann
sé búinn aö ná öllum þingsæt-
unum muni hann klofna niður i
margar fjandsamlegar fylkingar.
En hann dregur ályktun sína
ekki nógu langt til að sjá að
við þann klofning ættu Jafnað-
armenn að eignast tækifæri upp
á nýtt og er því greinileg mót-
sögn í rökum hans. En hvenær
eru rökræður um kjördæmaskip
un ekki mótsagnakenndar?
TVTeginreglan er sú, að einmenn
Aingskjördæmi eru talin
stuðla aö stórum flokkum og
sterkri stjórn, en hlutfallskosn-
ingar mörgum flokkum og
veikri ósamhentri ríkisstjóm.
Hlutfallskosningar eru af mörg-
um taldar lýðræðislegri í and-
anum, þar sem allar skoðanir
fái að blómgast og dafna.
En reynslan sýnir ,að hér er
ekki hægt að koma við neinum
algildum reglum. Að vísu var
þaö mjög áberandi í Evrópu fyr
ir stríð, að hlutfallskosningar
reyndust ekki vel. Sígilt dæmi
um þetta var þýzka Weimar-
lýðveldið, þar sem 17 flokkar
áttu fulltrúa á ríkisþingi og þeg
ar vandræðatímar komu varð
landið svo aö segja stjómlaust.
Kerfi hlutfallskosninga á Italíu,
Frakklandi og Austurríki leiddu
líka til stjómleysis og hmns.
Hins vegar varð árangur af hlut
fallskosningum þá miklu betri á
Norðurlöndum, þar sem einn
flokkur, Jafnaðarmenn, bar slík
an ægishjálm yfir hina flokkana,
að hann gat veitt þjóöinni
styrka stjórn.
Tj'ftir stríð hafa einnig oröiö
ýmis tilbrigöi á þessu. Á
Norðurlöndum hafa smáflokk-
arnir á síöustu ámm, þrátt fyr-
ir hlutfallskosningamar, byrjað
aö þjappa sér saman og orðið
nokkuð ágengt til að vinna bug
á veldi Jafnaðarmanna. Og i
Þýzkalandi hefur þrátt fyrir
hlutfallskosningar oröið ein-
kennileg þróun, litlu flokkamir
hafa smám saman verið að
þurrkast út og eftir standa að-
eins þrír flokkar á þingi, en þar
hafa hjálpað til reglur um lág-
marksfylgi til þess að koma
mönnum á þing.
T7" erfi einmenningskjördæma
^hefur heldur ekki alltaf gef-
ið svo góða raun, sem menn vilja
vera láta. Frægasta land ein-
menningskjördæmanna er auð-
vitað Bretland. Kosningar þar
hafa ekki alltaf tekið af skarið.
Meirihlutinn á þingi hefur stund
um verið svo naumur, að orðið
hefur að efna hið bráðasta til
nýrra kosninga. lítill flokkur,
Frjálslyndi flokkurinn, hefur
stundum komizt í oddastöðu.
Þrátt fyrir skipulag einmenn-
ingskjördæma i Englandi tókst
ekki að koma í veg fyrir það,
að Verkamannaflokkurinn kæmi
stöðugt upp og yki fylgi sitt en
hann var eitt sinn aðeins litill
minnihlutaflokkur.
Annað ríki einmenningskiör-
dæma hefur verið Kanada. Þaö
gaf landinu um nokkurt skeið
mjög öfluga stjóm. Frjálslyndi
flokkurinr ^ir þá ægishjálm yf-
ir aðra flokka og hafði sterkan
Framh. ð bls. 13
I
I
j
í
í
í
■AVAW.V.V.V.VVV.V.V.W.V.VVVWAV.'.V.V.'.V.V.WAW.V.V.W.VAV.V.V.V.V.'M.V/.V.V.V.W.V.V.VA'VAV.V/UW.V.WiVVVWVAW