Vísir - 17.03.1967, Blaðsíða 8
8
VÍSIR. Föstudagur 17. marz 1967.
VISIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
í lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Tíminn 50 ára
\ dag heldur dagblaðið Tíminn upp á 50 ára afmæli
sitt. Blaðið hefur nú komið út óslitið síðan 17. marz
1917, fyrst vikulega, síðan nokkrum sinnum í viku
og loks daglega síðustu 20 árin. Tíminn er þriðja ís-
lenzka dagblaðið, sem heldur upp á 50 ára afmæli
sitt. Komið er á sjöunda ár síðan Vísir átti 50 ára af-
mæli og á fjórða ár síðan Morgunblaðið átti slíkt af-
mæli. Og ekki eru nema rúmlega tvö ár þangað til Al-
þýðublaðið á 50 ára afmæli. Öll þessi dagblöð eru á
svipuðum aldri, börn hins mikla umbyltingartíma, er
var hér á landi fyrstu tvo áratugi þessarar aldar, þegar
ísland var að öðlast heimastjórn og sjálfstæði.
Tíminn og Vísir hafa löngum eldað saman grátt
silfur í stjómmálaskrifum og nú síðast í gær og fyrra-
dag. Verður það vafalaust ekki í síðasta skipti. Að
öðru leyti hefur samkomulag verið ágætt með blöð-
unum, og eru þau prentuð í sömu prentvél. Hefði slíkt
sjálfsagt þótt óhugsandi hér fyrr á árum. Þróun
beggja þessara blaða hefur raunar ekki verið svo ó-
lík, ef á allt er litið. Bæði hafa þau tekið þátt í hinni
almennu þróun íslenzku dagblaðanna úr stjórnmála-
blöðum í þjónustu- og fréttablöð fyrir almenning. Sú
þróun gengur hægt en örugglega. Tíminn verður á 75
ára afmælinu sjálfsagt gjörólíkur því sem hann er í
dag, eins og hann er í dag gjörólíkur því sem hann
var fyrir 25 árum.
Tíminn hefur átt því láni að fagna, að góðir pennar
hafa valizt þar til starfa alla tíð, og er það ekki síður
staðreynd í dag en í gamla daga. Blaðamenn Tímans
hafa smám saman gert blaðið að öflugu dagblaði, sem
nú er 16 síður að stærð virka daga, 24 á sunnudögum
og með sérstöku sunnudagsblaði. Lesendur blaðs-
ins eru einkum í sveitum landsins, þar sem Tíminn
kemur nærri inn á hvert heimili, en einnig á hann
töluverðan lesendahóp í kauptúnum og kaupstöðum
landsins.
Tíminn minnist í dag afmælis síns með sérstaklega
vönduðu afmælisblaði. Þar er rakin saga blaðsins í 50
ár, birtar greinar úr blaðinu frá ýmsum tímum, — og
ítarleg lýsing á skipulagi og rekstri blaðsins í dag.
Saga blaðsins er mjög fróðleg heimild um þróun Tím-
ans og merkilegt tillag til íslenzkrar útgáfusögu.
Einna merkust er samt greinin um starfsemi Tímans
eins og hún er nú. Er þar veitt skýr innsýn í skipulag
dagblaðs og daglegan rekstur þess. Menn fá sýnis-
mynd úr blaða heiminum og af þeim mönnum, sem
standa að baki einu dagblaði. Það eru viðamikil og
flókin fyrirtæki, dagblöðin, og ótrúlega margar hend-
ur, sem þar eru að verki á hverjum degi. Er þessi
grein áhugamönnum hin fróðlegasta lesning.
Vísir óskar Tímanum hjartanlega til hamingju á
afmælisdeginum.
Grípa verður til róttækari ráð-
stafana sunnanlands og vestan
vegna íslenzka síldarstofnsins
Fiskifræðingamir Jakob Jak-
obsson og Hjálmar Vilhjálms-
son sem veittu síIdarleUinni for
stöðu á seinasta ári hafa ritað
grein um síldarleit og síldargöng
ur á seinasta ári í Ægi, rit
Fiskifélags íslands og greinir
þar frá ýmsum athyglisverðum
niöurstöðum af síldarrannsókn-
um íslendinga. — Þar segir m.
a. hver þróun íslenzku sildar-
stofnanna virðist vera.
Helmingi minna veiddist af
vorgotssíld sunnanlands og vest
an árið 1966 heldur en árið á
undan, en þá var hlutur hennar
tæp 20% I aflanum en var á
seinasta ári tæp 10%. En veiöi á
ókynþroska síld (2-3 ára) hefur
farið vaxandi á seinustu árum
Göngur íslenzku síldarinnar
norður fyrir land virðast hverf-
andi.
Hrygning norsku vorgotssild-
arinnar hefur mislukkazt undan
farin ár og telja þeir fiskifræö-
ingamir að svipuð veiðí og ver
ið hefur hér við land geti ekki
haldizt miklu lengur en fram
undir 1969-1970, en norski síld-
.jrstofninn er meginuppistaðan
í síldvelðunum norðanlands og
austan.
Eitt skip, Hafþór, leitaði síld
ar fyrstu mánuði ársins sunn-
anlands, en þrjú skip vom við
sildarleit í sumar mesv út af
Austurlandi.
Hér fer á eftir útdráttut fr
grein fiskifræðinganna (míh'-
fyrirsagnimar em blaösins).
Hreyfing norska
síldarstofnsins
pMns og undanfarin tvö ár var
allt svæöiö frá Stranda-
grunni austur fyrir Melrakka-
sléttu algerlega síldarlaust og
vestangöngu íslenzku vorgots-
síldarinnar varð ekki vart fyrri-
part sumars nú fremur en und-
anfarin ár. Um miðjan júlí varö
raunar vart við torfur á utan-
verðu Strandagrunni djúpt NV
af Kolbeinsey, en athuganir Æg
is og veiðiskipa leiddu í ljós aö
þar var um loönu og síli að
ræöa. Algerlega átulaust var fyr
ir Noröurlandi í sumar sem og
sl. 2 ár og sama máli gegnir
um grunnslóðina austanlands
fyrrihluta sumars. Á sama tíma
sýndu athuganir Rússa, NorÖ-
manna og okkar sjálfra, að mikil
rauðáta var fyrir hendi djúpt
austur af landinu, allt milli Fær-
eyja og Jan Mayen. Bendir þetta
til þess, að aðalástæðan fyrir
hinni tregu göngu norsku sildar
innar vestur á bóginn sé sú, aö
rauöáta náöi ekki að þróast svo
nærri landi sem venja er á þess
um árstíma. Mun þetta ástand
hafa orsakazt af óvenjulegum
kulda í hafinu norður, og að
nokkm austur af landinu fyrri-
hluta sumars.
Einnig má benda á, að er líða
tók á sumarið bötnuöu átuskil-
yröin mjög mikið vestan til á
Austfjaröamiöum og fer síldin
þá aö færa sig nær landi.
í júlíbyrjun var, sem fyrr er
sagt, mikill hluti mafgöngunnar
komin á miðin sunnanvert viö
Jan Mayen. Veiðar gengu þó.
fremur stirt, því síldin var
dreifð yfir stórt svæði og torf-
umar óstööugar. Einnig fékkst
af.og til afli á Austfjarðamiðum
um 100 sjóm, frá landi.
Um miöjan ágúst fer sá hluti
stofnsins er veriö haföi við Jan
Mayen að ganga suöur á bóg-
inn og við lok þessa mánaðar
má segja aö mestur hlutinn sé
kominn á Austfjaröamiö. Gekk
síldin nú nær landi enda átu-
skilyrðin ágæt þar eins og fyrr
er sagt. Þess má líka geta hér
til gamans að þyngdaraukning
síldarinnar varð í sumar allt
að 30%, en það er um helm-
ingi meira en í meðalári.
Um miðjan október má segja
að síldin hafi komiö sér fyrir á
vetursetustöðvum sínum 60-100
sjómflur út af Austfjörðum.
Nokkur hluti norska síldar-
stofnsins gekk ekki vesturum
í maf og júnf, heldur norður með
vesturströnd Noregs og hélt sig
fyrrihluta sumars á svæðinu SV
af Bjamarey um 200 sjóm. NV
af Andanesi í Norður-Noregi.
Utdráttur úr grein
Jakobs Jakobssonar
og Hjálmars Vilhjálms
sonar um sildarleit
og sildargöngur
Síldin hélzt þarna staöbund-
in að mestu fram yfir áramót
' og tók ekki að færa sig frá landi
fyrr en í janúar. Flest skipin
stunduöu veiöar á svæðinu til
jóla þrátt fyrir afar umhleyp-
ingasama veðráttu og nokkrir
bátar hófu aftur veiði eftir ára
mótin.
Líkur á að veíði dragist
saman fyrir 1970
Hlutur íslenzku vorgibtssíldar
innar fer stöðugt minnkandi i
aflanum noröanlands og austan
og er sem hér segir
Ár fsl. sfld norsk sild
1962 53% 47%
1963 29% 71%
1964 13% 87%
1965 6% 94%
1966 Minna en 6% Meir en 94%
Norska síldin hefur því ver-
ið ríkjandi f aflanum síðan 1963
og mun veröa meðan íslenzki
vorgotsstofninn er jafn veikur
og raun ber vitni.
Meginuppistaða veiðanna i
sumar var sex og sjö ára göm-
ul síld. Þ.e.a.s. árgangamir frá
1959 og 1960. Lítillega gætti enn
árgangsins frá 1950, einkum í
Myndin sýnir svæðaskiptinguna ásamt skiptingu aflans s!. 6 :\r.
Öll árin hefur um og yfir helmingur aflans fengizt á svæði 59 eöa
út af Austfjörðum. Engin veiði hefur veriö á vestur- og miðsvæölnu
norðanlands (54 og 55) sfðan 1963 og 1964 og ekkert undanfarin
2 ár á svæði 56. — Afll hefur farið vaxandi á úthafssvæðunum,
svo sem Jan Mayen (vantar á kortið), en þar velddist 15% heildar-
veiöarinnar 1965 og 14% 1966, en ekkl nema 2.2% fyrir fjórum
áram. Þarna koma hin fullkomnu skip til skjalanna, en þau hafa
einmitt verið að bætast í flotann á þessum áram.
Um miðjan september hóf þessi
sfld göngu vestur á bóginn og
um miðjan október er hún kom
in á svæðið um 120 sjóm. S af
Jan Mayen. Rækilega var fylgzt
með síldargöngu þesari á v.s.
Ægi er var á svæðinu í október.
Einnig var fylgzt með hreyfingu
hins mikla fjölda rússneskra
reknetaskipa, sem voru að veið
um á þessu svæði og fylgdu
göngunni eftir. Þessi sfld var að
mestu leyti af árgöngunum frá
1959 og 1960 um 40% af hvor
um, en einnig var um að ræða
nokkuð af fimm ára gömlum
fiski (árg. 1961) eða um 10%.
Þessi ganga blandaðist síðan hin
um hluta stofnsins út af Aust-
urlandi.
upphafi vertíöarinnar, svo og
nokkuð 5 ára síldar frá 1961.
Enda þótt þeir árgangar, sem nú
hafa verið taldir, þ. e. 1959,
1960 og 1961 verði að teljast
allsæmilegir, hefur hrygning
norsku vorgotssíldarinnar mis-
lukkazt að meira eða minna
leyti síðan. Veröur því að á-
lykta aö svipuð veiði og verið
hefur geti vart haldizt miklu
lengur en fram undir 1969-70.
nema verulega sterkur árgangur
bætist í stofninn á næstunni.
V.s. Otur leifaði sfldar suð-
vestanlands frá septemberbyrj-
un til 5, desember. Ekki varð
síidar vart svo neinu næmi i
Faxaflóa og má heita að ekkert
Framh. á b)s 10