Vísir - 22.04.1967, Blaðsíða 2
V í S IR . Laugardagur 22. apríl 1967.
FRÁBÆR MARKVARZLA FÆRÐI FRAM
ÍSLANDSBIKARINN - FRAM ■ FH 16:12
FRAM heldur á íslandsbikarnum í handknattleik í ár.
Félagið getur sannarlega þakkað Þorsteini Bjömssyni,
markverði sínum, fyrir það hve vel gekk í gærkvöldi.
Þorsteinn hefur oft verið góður, en aldrei sem nú.
Með góða Framvörn fyrir framan sig virtist hann
storka skotum FH-liðsins og hvað eftir annað þaut
hann eftir skotum upp í homin eða niður í gólf, þar sem
Hafnfirðingarnir héldu „auman“ punkt á Þorsteini.
Markvarðaleikurinn i gær var satt
að segja eins og plús og minus, og
því miður fyrir PH-liðið var mínus-
inn þeirra megin. Markverðirnir
vörðu lítið, Kristófer svo til ekkert
í fyrri hálfleik og Karl Marx Jóns-
son fremur lítið I seinni hálfleik,
enda æfingarlaus að mestu. Fram
vann því þennan sigur ekki hvað
sízt á þessum geysimikla mun á
markvörðum liðanna.
Þaö er ekki fjarri lagi að vítakast
Geirs á fyrstu mfnútu leiksins í gær
hafi „hitað“ Þorstein nokkuð vel
upp, en hann varði þaö skot. Ragn-
ar skoraöi fyrsta markið hins veg-
ar mjög glæsilega, en Fram komst
yfir, 2:1, á 4. mín. FH náöi for-
'stu á 12. mín. í 4:3 og á 15. mín.
var FH yfir, þ:4. Sfðari hluti fyrri
hálfleiks var’ ákaflega slappur hjá
FH, en betri hjá Fram. Fram skor-
ar nú 4 mörk og er með 8:6 yfir,
2 i Geir skorar, 8:7, þegar 11 sek-
indur eru eftir af hálfleik. Var
þar fyrsta mark FH í nær 15 mín-
'itur.
í seinni hálfleik skorar Gylfi strax
3:7 og Ingólfur skorar gegnum mjög
opna vörn, 10:7. Á 10. mín. skorar
Gylfi Jóhannsson, 11:7. Þetta setti
nokkurn svip á leik Fram-liðsins,
sem greinilega taldi sér bezt að
hægja ferðina og reyna að tefja
fremur en hitt. Öm skorar loks
fyrir FH, 11:8, og rétt á eftir er
dæmt á leiktöf á Fram. Einar Sig-
urðsson skorar þá 11:9 á 16. mín.
og Geir skorar glæsilega 11:10
rúmri mínútu síöar, en skot Fram-
ara hitta illa. Á 20. mín. magnast
spennan enn og var þó mikil fyrir.
Geir skorar 11:11 úr vítakasti.
Gunnlaugur skorar af löngu færi
og skömmu síðar 13:11 úr vítakasti,
en sóknir FH-inga báru engan ár-
angur, skotin fram hjá eöa að Þor-
steinn varði meistaralega vel. Auð-
unn skorar 13:12, þegar 2 mín. eru
eftir, en Sigurður Einarsson gerir í
rauninni út um leikinn meö snjall-
ræði á línunni og skorar 14:12, þeg-
ar eftir voru 1:25 mín.
Örvænting greip nú FH-liðið og
skot Birgis var varið og Sigurður
Einarsson nær boltanum. Þetta gaf
Fram 15:12 með skoti Ingólfs ogenn
ver Þorsteinn stórkostlega. Aðeins
Ingólfur skorar í gærkvöldl. Geir stekkur upp á móti, en Ragnar og Örn standa nær á myndinni.
Hinn frábæri dómarí, Karl Jóhannsson, er lengst til vinstri á myndinni. (Ljósm. Vísis, B. G.).
voru eftir sekúndur af leiknum,
þegar Gunnlaugur negldi í netið af
löngu færi með skoti aftur fyrir sig,
16:12. — Fram var íslandsmeistari
og áhorfendur, greinilega meira á
bandi Framara, fögnuðu ofsalega.
Leikmenn Fram fögnuðu innilega,
því erfiðu móti var lokið með ó-
væntum sigri, a. m. k. ef litið er á
j stöðuna í keppninni fyrr í vetur.
I Glaðastur var að sjálfsögðu Gunn
laugur Hjálmarsson, sem eftir
meira en áratugs leik í 1. deild
vann nú í fyrsta sinn ísiandsbikar-
inn. „Ég er samt fegnastur vegna
þeirra, sem alltaf hafa óskað mér
þess að ég yrði aldrei íslandsmeist-
ari“, sagði þessi háðfugl handknatt-
leiksmanna eftir leikinn.
Lið Fram lék mjög taktískan leik
og góðan, en FH-liðið fylgdi aldrei
eftir f því tilliti. Þaö var raunar
óheppni FH að geta ekki mætt með
unglingalandsliösmarkvörð sinn til
keppni, en hann var veikur og var
liðiö svo til markmannslaust, eins
og skot af löngu færi gefa til kynna.
Ekki veröur hægt að segja frá ein-
stökum leikmönnum í blaðinu í
dag, en eftir helgi mun það gert.
Dómari var Karl Jóhannsson og
sýndi einhvern bezta dóm, líklega
þann bezta, sem sézt hefur í vetur.
Tekst KR að sigra ÍR?
Með Ibvi mundi KR fá hreinan úrslitaleik
um Islandstitilinn i kórfuknattleik i ár
Hjörtur Hansson skorar hér í leik gegn ÍR, Agnar Friðriksson og
Birgir Jakobsson, skærustu stjörnur ÍR, horfa á.
ÍR stendur með tromp í hendi
annað kvöld, þegar KR og ÍR
hlttast í síðasta leik 1. deildar
í körfuknattleik, — tvö stig yfir
og mundi sigur eða jafntefli því
færa ÍR íslandsmeistaratignina
á nýjan leik.
KR-ingar munu hafa fullan
hug á að sigra í leiknum og fá
tældfæri þar með til að keppa
viö ÍR í hreinum úrslitaleik um
íslandsmeistaratignina í ár. Sig-
ur ÍR á dögunum kom nokkuð
svo á óvart, en liðið hefur sann
að hvað eftir annað að það er
mjög erfitt viðureignar, keppn-
isskap leikmanna í beztu lagi og
því greinilegt að KR á þama í
höggi við erfiðan andstæðing,
sem er síður en svo búinn að
tapa fyrirfram.
Má því búast við snörpum á-
tökum annað kvöld og er með
góðri samvizku hægt að hvetja
fólk til að mæta og horfa á
spennandi keppni í körfuknatt-
leik. Leikurinn verður útskýrð-
ur jafnóðum eins og gert hefur
verið að undanförnu af kunnri
smekkvísi Boga Þorsteinssonar.
Fyrri leikurinn annað kvöld
verður milli Ármanns og KFR,
en kl. 14 fara fram leikir í mfl.
kvenna millí ÍR og KR, í 1.
flokki karla miili ÍR og stúdenta
og Ármanns og KFR og í 1.
deild milli stúdenta og ÍKF.