Vísir - 22.04.1967, Blaðsíða 7
7
V í SIR . Laugardagur 22s apríl 1967,
(WBBMMHHMnnMMHI
Atburðasamt og gæfu-
ríkt að vera Islending-
ur á tuttugustu öld
Kaflar Or ræðu Bjarna Benediktssonar á
setningarfundi 17. landsfundar Sjálfstæðis-
flokksins á sumardaginn fyrsta
lyTönnunum munar annað
hvort aftur á bak ellegar
nokkuð á leið“. 1 einn staö kem
ur hvort við virðum fyrir okkur
þau rúm eitt hundrað og þrjá-
tíu ár frá því aö þetta var ort,
alla hina nær ellefu hundruð
ára sögu íslands eða okkar eig-
in skammvinna æviskeið, já jafn
vel þau tvö ár, sem liðin eru
frá síðasta Landsfundi, þá
sannfærumst við um réttmæti
þessara orða. Ef nokkuö er ó-
brigðult, þá er það, að alit er
í heiminum hverfult. Ætíð skipt
ast á skin og skuggar, tímar aft-
urfara og framfara.“ Þannig
komst Bjarni Benediktsson, for-
sætisráöherra, formaður Sjálf-
stæðisflokksins að orði í ræöu
þeirri er hann flutti á setningar
fundi í Háskólabíói í fyrrakvöld
Fjallaði ræða hans um þá þætti
íslenzkra stjómmála, sem nú
eru efst á baugi. 1 þeim kafla
ræðunnar, sem fjallaði um land
helgina sagði ræðumaður m. a.:
„Um land okkar er heldur ekki
aö viliast. ísland er eyland,
sem liggur svo langt frá öll-
um öðrum löndum, að engin
hætta er á landamæradeilum. í
þeirra stað kemur ákvörðun um
hversu lögsaga ríkisins skuli ná
langt á haf út og er þá stærö
fiskveiðilögsögu umdeildust. —
Þar hljótum við ætíð að sækja
eins langt út og alþjóðalög
ítrast heimila.
En ef við viljum ekki skipa
okkur í flokk ofbeldis- og árás-
arríkja, þá förum við ekki
lengra en alþjóðalög heimila.
Ef við teljum þau sníöa okkur
of þröngan stakk, þá reynum
viö að fá alþjóðareglum breytt
með frambærilegum rökum af
okkar eigin hálfu og samstarfi
við aðra, sem svipaðra hags-
muna hafa aö gæta. Svo kann
að standa á, að í þessum efn-
um sé okkur aðgerðarleysi skað
samlegt, en þó duga aldrei aðr-
ar aögerðir en þær, sem ávinn-
ingur er að. Það er íslandi mik-
111 ávinningur að fyrirfram skuli
tryggt að ágreiningur um rétt-
mæti aðgerða okkar skuli bor-
inn undir alþjóðadómstól. Lítil
þjóð hlýtur ætíð fremur að
treysta á réttmæti málstaðar
síns en vald, sem hún ekki á“.
Um valdið og ísland fórust
Bjarna Benediktssyni m. a. orö
á þessa leið: „Þó að viö séum
máttarlítil tjáir okkur ekki að
láúa eins og vald sé ekki til og
þýðing þess engin. Eitt höfuö-
einkenni ríkis er einmitt lög-
bundið vald. í þessu felst m. a.
að hvert ríki verður að gæta
þess, að land þess verði ekki
valdatómrúm, heldur ber því
að ábyrgjast sínar eigin varnir,
s\o að landssvæði þess verði
öörum ekki að hættu, sem fleyg
ur eða stökkpallur til árása.
Varnarleysi og valdatómrúm er
hægt aö forðast á fleiri en einn
veg. M. a. með hlutleysisyfir-
lýsingu, sem þá veröur að vera
samþykkt af þeim rikjum, sem
valdamest eru á þeim slóðum,
þar sem hið hlutlausa ríki er.
Og sjálft verður hið hlutlausa
ríki eftir ítrasta mætti aö
tryggja sitt eigið hlutleysi með
valdi. Þetta eru staöreyndir,
sem óvefengdar eru jafnt í þjóð-
arrétti sem daglegum samskipt-
um ríkjanna. Við íslendingar
héldum í fyrstu að við gætum
sloppið með oröin ein, hlutleys-
isyfirlýsingu, sem enginn tók
ábyrgö á og ekkert vald stóð
á bak við. Strax við fyrstu
raun reyndist sú yfirlýsing ger-
samlega haldlaus".
jþví næst fjallaði ræðumaður
um aðstöðu íslands undir
þeim kringumstæðum að varnar
bandalag það, sem við höfum
veriö í mundi leysast upp og
sagði þá: „Þá mundi ísland
verða á mörkum tveggja varn-
arkerfa, eða í algeru valdatóm-
rúmi, en ekki eins og nú staö-
sett í miðju varnarkerfi. Nú
kemur ekki til greina að frá Is-
landi veröi gerð árás á neitt
annað land, alveg gagnstætt því
sem verða mundi, ef það lenti
upp á milli tveggja stríðandi
aöila“.
Eftir að hafa rætt um þátt-
töku íslands í varnarbandalagi
sneri ræðumaöur sér að afstöðu
íslands gagnvart viðskipta-
bandalögum. Kvaðst hann telja
það helzta viðfangsefni næsta
kjörtímabils að Island reyni að
ná hagstæðum samningum viö
Fríverzlunarbandalagið og
minnti hann á í því sambandi
að hinar Norðurlandaþjóðim-
ar teldu að við ættum heima
þar. Síðan ræddi hann um þann
ótta, sem stundum gerir vart
viö sig, þegar þessi mál ber
á góma og kvað fslendinga ekki
hafa þurft að óttast samskipti
viö aörar þjóöir. „Á sama hátt og
stál herðist í eldi, þá heröist
hið sanna eöli íslendingsins í
umgengni við aörar þjóðir". En
hann sagði einnig : „Auövitað er
menning okkar nú margslungn-
ari en áður og miklu meira þarf
við til þess að halda velli. Eðli
málsins samkvæmt eigum við
ætíð erfitt meö að keppa við
aöra í fjölbreytni og séhhæf-
ingu. En almenna menntun eig-
um við að geta veitt eins góða
og aðrir. Ótal skólar á ýmsum
stigum um allt land sýna ein-
beittan vilja stjórnarvalda til
aö ráða við þennan vanda, enda
viöurkenna jafnvel svartsýnis-
mennimir að unga fólkiö hefur
nú á dögum hlotið fjölþættari
og betri menntun en fyrri kyn-
slóðir í landinu. Utvegun ytri
skilyrða til alhliða menntunar
verður þö að sjálfsögðu enn ör-
uggari á tímum mikillar fólks-
fjölgunar og byggðatilfærslu
innanlands. Ný löggjöf um
skólakostnað á aö greiða fyrir
nauðsynlegum umbótum og unn
iö er að rækilegri endurskoðun
alls fræðslukerfisins".
Tgftir að hafa rætt um eflingu
íslenzkrar menningar- og
fræðslustarfsemi, sem m. a. er
fólgin í eflingu skólakerfis, vís-
indarannsókna, auknum stuðn-
igi við listamenn og nauðsyn
þess að við höldum áfram að
þekkja okkar fomu bókmenntir
sneri Bjami Benediktsson sér
að efnahagsmálunum.
„Ég skal ekki fjölyröa um
þau umskipti sem orðið hafa
í efnahagsmálum íslendinga frá
þvf að viðreisnarstefnan var tek
in upp. Hvert, sem litið er,
blasir við algjör bylting til bóta
á öllu þjóðlífi og atvinnuhátt-
um.
Þjóöarauður í raunverulegum
verðmætum hefur aukizt um 40
—50% á síöustu 7 árum og at-
vinnutæki í eigu landsmanna
hafa aukizt hlutfallslega enn
meira að verðmæti eða yfir
50%. Þessi stórkostlega aukn-
ing þjóöarauðsins hefur einung-
is að litlu leyti orðið til með að-
stoð lána erlendis frá, sem ein-
ungis hafa aukizt um fá
hundruð milljóna, þegar þjóðar-
auður hefur vaxiö um 13 þús-
und milljónir króna.
Með þessu hefur verið unnið
mikið þrekvirki á skömmum
tíma og það hefur ekki vertð
gert með þvt aö ganga á hlut
launastéttanna eða bænda, en
kjör þeirra eru miðuð við kjör
þessara stétta. Samtímis því,
sem aukning þjóðartekna nam
um þriöjungi á mann hafa ráð-
stöfunartekjur kvæntra verka-,
sjó- og iðnaðarmanna meö böm
á framfæri, vaxið að meöaltali
upp undir helming eða 47%.
Um það verður ekki deilt, aö
þetta er mesta framfaratíma-
bil, sem riokkum tíma hefur
orðið í sögu landsins. Engu að
síður gerum við Sjálfstæðis-
menn okkur fulla grein fyrir þvi
að atvinnulíf íslendinga er of
fábreytt, stoðir atvinnuveganna
færri og veikbyggðari en skyldi.
Um 90% útflutningsins eru sjáv
arafuröir, en aldanna reynsla
hefur kennt þjóðinni að svipull
er sjávarafli. Aflinn er svipull,
en veörið er ekki síöur sveifl-
um háð.
Af þessum sökum beittum
við okkur fyrir því á árinu 1966
að ákveðið var að hefja virkj-
un á Þjórsá við Búrfell. Þetta
gerðum við á meðan verðlag
var enn hækkandi á helztu út-
flutningsafurðum okkar og við
höfðum ekki reynt gæftaleysi
síðustu mánaöa. Viö þekktum
okkar ástkæra land og eðli at-
vinnuvega þess og vissum að
of seint er að byrgja brunninn,
þegar barnið er dottið ofan í. Við
réöumst í stærstu rafmagns-
virkjun sem Islendingar enn
hafa ráöizt í, svo stóra að heföi
orðiö okkur fjötur um fót, ef viö
heföum ekki samtímis getað
gert sölusamning um þann
hluta aflans, sem við þurfum
sjálfir ekki í fyrstu á að halda.
Og raunar er of milt að orðl
kveðið með því að segja að
slíkt heföi orði okkur fjötur
um fót, því að ógerlegt mundi
hafa reynzt í skjótri svipan að
afla nauðsynlegs lánsfjár ,ef
slík samningsgerð hefði ekki
jafnframt átt sér stað. — Þess
vegna var gerður samningur við
svissneska álfélagiö um að þaö
fengi heimild til álbræöslu við
Straumsvík hér fyrir sunnan
Hafnarfjörð. Um þessi mál
stóðu harðar deilur fyrir ári og
mun nú þegar — og hvað þá
síöar — mörgum þykja ótrú-
legt að slíkt skuli í raun og
veru hafa getaö að höndum bor-
ið“
U'm verðstöðvunina sagði
Bjarni Benediktsson m. a. í
ræðu sinni: „En skylt er að
hafa í huga aö verðstöðvunin
byggist á raunverulegu og þó
óformlegu samkomulagi við
verkalýðshreyfinguna og sam-
tök vinnuveitenda. Sjálfsagt er
að meta og þakka þá þjóðholl-
ustu, sem í þessu lýsir sér og
þarf ekki að efa, að sumir þeir
forystumenn, sem hér eiga hlut
aö, hafa orðið fyrir aðkasti
skammsýnna æsingamanna í eig
in liði, en ekki látið þaö á sig
fá. I bili virðist órói í þessum
efnum fara vaxandi en of
snemmt er að segja hver áhrif
hann kann að hafa“. — Síöan
ræddi raeöumaður um verðbólg-
una og er sá kafli ræöunnar á
þessa leiö:
„Aðaluppistaðan £ nöldri and-
stæðinganna er sú, að veröbólg-
an innanlands sé ríkisstjórninni
að kenna og verðbólgan valdi
þeim vandræðum, sem atvinnu
vegirnir nú séu í. Sízt skal ég
gera lítið úr skaðsemi verðbólg-
unnar, en um hana er nú búið
að þvarga £ rúman aldarfjórð-
ung, hrer hefur kennt hinum,
en enginn fundið neina frambúð-
arlausn. í sjálfu sér skiptir það
ekki öllu máli, hvort verðbólg-
an hefur vaxið eitthvað meira
eða minna á tilteknum tíma-
bilum, þó að staðreynd sé að
hún hafi vaxiö hægar á við-
i-eisnartímabilinu en næsta tíma
bili áður. Aöalatriöið er, að
verðbólgan er fyrirbæri, sem við
höfum átt við að búa allt frá
því að atvinnuleysi lauk á árinu
1940, það er aö segja eftir aö
brezka hernámsvinnan hófst
hér. Allir flokkar hafa fyrr eða
síðar glímt við þetta vandamál
Bjarni Benediktsson flytur ræðu sfna á setningarfundi landsfundar
Sjálfstæðisflokksins.
og leitað mismunandi samstarfs
til aö ráða bug á þvi en það
hefur aldrei tekizt. Jafnframt
er rétt að hafa i huga að ein-
mitt þessi ár, siðasti aldarfjórð-
ungur, hafa veriö mestu hag-
sældartímar, sem þjóð okkar
hefur notið, þó aö aldrei hafi
henni vegnað betúr en einmitt
síðasta þriöjung tímabilsins,
það er að segja eftir aö viðreisn
arstjórnin tók við.
Verðbólgan hefur því ekki
megnað að eyða velsæld þjóöar
innar eöa grafa undan hinni
stórkostlegu uppbyggingu, sem
átt hefur sér stað. Aö gamla
fólkinu, sem hættast er við að
verða fyrir barðinu á verðbólg-
unni, hefur aldrei verið betur
búið en hin allra síðustu ár. Um
það verður heldur ekki deilt að
ólíkt þolanlegra er að hafa verð
bólgu en atvinnuleysi, eins og
þjáði íslendinga á tímabilinu
frá 1930—1940. Fast verögildi
peninga er mikils virði en sú
gæfa aö geta unnið fyrir sér
og sínum er enn meira virði.
Vitanlega hefur verðbólgan
skapað ýmiss konar vanda og
skapar enn, og hún getur orðið
okkur enn skeinuhættari áöur
en lýkur. En ekki tjáir ætíð að
standa í sömu sporum heldur
gera sér betur grein fyrir en
áður i hverju vandinn er raun-
verulega fólginn.
Af hverju er hærra verölag
hér en tíðkast víðast hvar í
nálægum löndum ?■
Fyrsta ástæðan má segja að
sé sú að það kostar meira að
halda uppi sérstöku sjálfstæöu
ríki á hvern mann í litlu landi
en stóru, fámennu en fjölmennu
Þá gefa atvinnuvegir hér svo
misjafnan arö að ef þjóðfélag-
iö á ekki að sporðreisast þá
veröur að gera róttækar ráð-
stafanir til að flytja fé á milli
þeirra. Menn fást ekki á litla
báta til þorskveiða, ef óhæfi-
lega mikill munur er á tekjum
þeirra og hinna, sem stunda síld
veiðar á hinum nýju og glæsi-
legu síldveiðiskipum„Menn fást
ekki til að stunda landbúnað
nema því aðeins, að þeir hafi
sambærilegar tekjur á við aðrar
Framhald á bls. 10.