Vísir - 22.05.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 22.05.1967, Blaðsíða 7
V1SIR . Mánudagur 22. »—ti 1967. b 7 Fossvogsævintýrið eir þurfa ekki vinnugleðipill- ur, sem flykkjast í Fossvogs dalinn þessa dagana eöa kann- skl réttara sagt kvöldin. — Eft- ir vinnu á daginn klæðast þeir úr sínum borgaralegu klæðum og taka fram vinnugallann, nema þeir sem klæðast þeim fötum daglega, sem henta við byggingarframkvæmdir. — Öll kvöld ómar dalurinn af hamars höggum, vélarhljóöum og öðrum þeim hljóöum, sem fylgja bygg- ingaframkvæmdum og oft þagna síöustu hljóðin ekki fyrr en kom ið er langt fram á nótt eöa jafn vel fram undir morgun. — Eft- ir að borgin gaf leyfi til að bygg ingaframkvæmdir mættu hefjast 1 apríl síðastliðnum á lóðum, sem úthlutað var í fyrravor, hefur dalurinn algjörlega skipt um svip á svæöinu þar sem út- hlutað var lóðum undir 80 ein- býlishús, 250 raðhús og 402 í- búöir f fjölbýlishúsum. — Þetta er mesti fjöldi lóða, sem borg- in hefur úthlutað í einu lagi áð- ur og það sem kannski er meira um vert, að eingöngu var út- hlutað til einstaklinga og bygg- ingarsamvinnufélaga. — Lóðun- um undir 140 íbúðir, sem úthlut aö var til byggingarsamvinnu- félaga, er þó einnig óbeint út- hlutað til þeirra einstaklinga, sem að félögunum standa. 'T'iðindamenn Vísis fóru eitt kvöldið fyrir skömmu í ferð um byggingarsvæðig og áttu þar tal við eigendur húsanna, sem eru aö rfsa þama upp, þar sem þeir voru að vinna í grunnum eða að öðrum framkvæmdum eftir því hversu framkvæmdun- um hafði miðað áfram. Þetta eru menn af öllum stéttum, verkamenn, skrifstofumenn, blaðamenn, iðnaðarmenn, for- stjórar, lögregluþjónar, sjómenn kennarar bankastarfsmenn o. s. frv. — Þessir menn eiga þó allir margt sameiginlegt eins og bjart sýni, vinnugleði og áhugann á að byggja upp húsin eins ódýrt og kostur er á, án þess að það komi þó niður á gæðunum. ■yið heimsóttum fyrst tvo byggingarstaði, þar sem f jöl býlishús eru að rísa af grunni við Geitland og Dalaland. Flest- ir eigendanna voru að vinna í grunninum. í Geitlandi hittum við fyrir fjóra iðnaðarmenn og einn kennara í Iðnskólanum, sjötti eigandinn var fjarverandi. — Eigendumir hafa sjálfir unn- ið þama allt, sem gert hefur ver ið til þessa f frítfmum sínum og ætla sér að halda áfram við- teknum hætti. Þeir vonast til þess að geta haft sinn stiga- gang fokheldan fyrir haustið, án þess að þurtfa að kaupa neina utanaðkomandi vinnu svo telj- andi verði. — Þegar húsið er orðið fokhelt og sameiginlegu lokið, verður „dregið strik í sal- atið“, eins og einn þeirra orð- aði það, sem þýðir, að þeir eru ekki lengur bundnir innbyrðis samvinnu. — Þó er hugsanlegt að samvinnunni verði haldið á- fram reynist það hagkvæmara. — Þeir í Geitlandi hafa leitáð samvinnu þeirra aðila, sem byggja hinn stigaganginn í blokk inni vegna efniskaupa, en einn ig hafa þeir að einhverju leyti samvinnu við aðila að annarri blokk, sem reist vtrður eftir sömu teikningu á öðrum stað í hverfinu. Clík samvinna er mjög algeng í Fossvoginum í öllum teg- undum húsa og er ekki laust við að margir seljendur byggingar- efna og verktakar séu með nokk ur hausverk vegna spákaup- mennsku byggjenda í Fossvog- inum. — Byggjendumir ganga á milli kaupmannanna og verktak anna og leita eftir hagkvæm- ustu samningunum eins og skilj- anlegt er. — Þetta hefur valdið þvf, að í nokkrum greinum hef- ur hafizt nokkurs konar verð- stríð til hagsbóta fyrir byggjend ur og væntanlega til hagsbóta fyrir frjálsa samkeppni í land- inu. T Dalalandi vom þeir ekki eins heppnir með grunninn og í Geitlandi, þar sem grunnurinn Framhald á bls. 8. Pétri Gíslasyni (t. v.), sem er verkamaður að atvinnu, þótti ekkert sérstaklega til þess koma, að verkamaður byggi sér einbýlishús. Okkur þótti það þó vera skemmtilegur vottur um breytta tfma. Með honum á myndinni er bróðir hans, Sigurður Gíslason trésmfða- meistari, sem aðstoðar hann við mótauppsláttinn. Húsbyggjendumir viö Geitíand hafa sjálfir slegið upp fyrir sökklinum. - Frá vinstri: Sveinn Þor- valdsson, Ásgeir Sigurðsson, Steingrímur Sigurjónsson, Baldur Scheving og Ragnar Jóhannsson. Unnið aö steypu sökkla undir fjögur raðhús. Eigendur húsanna tóku sjálfir á móti steypunni og varð ekki betur séð en að þeir skemmtu sér mætavel. í fjölbýlishús'nu við Dalaland eru bað allt skátar eða fyrrverandi skátar, sem hafa slegið sér saman. Frerr.st Jón Sigurðsson, Rúnar Sigurðsson, Svanur Ingvarsson og Tóma- Hjaltason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.