Vísir - 09.06.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 09.06.1967, Blaðsíða 1
3H )3) ) nnn »4»m VISIR 57. árg. - í'östudagur 9. jiinf 1967. - 129. tbl. I VIKULOKIN I með Vísi á morgun Waterston er sammála stefnu og aðgeröum ríkisstjórnarínnar —1 seg/V ánægjulegt oð sjá hve áætlunargerð hefur tekizt vel hér á landi — Waterston er aðalsérfræðingur i áætlunargerð, og hefur dvalizt hér á landi undanfarið Aðalsérfræðingur Al- þjóðabankans í áætlun- Framsókn fylgjandi viðreisn og Waterston? ► Mikið var hlegiö hér á ár- unum, þegar Tíminn fullyrti, að Kennedy, Krústjoff og fleiri erlendir stjómmála- menn væru eiginlega Fram- sóknarmenn. ► Nú hefur Tíminn enn á ný tekið fyrir blásaklausan mann, Waterston, sérfræð- ing Alþjóðabankans, og gert honum upp Framsóknar mennsku. Waterston hefur síðan veitt Tímanum ræki- lega ráðningu fyrir óhróður- inn, eins og kemur hér fram í blaðinu á öðrum stað. ► Sannleikurinn er einmitt sá, að Waterston er eindregið fylgjandi hagstefnu ríkis- stjórnarinnar. ► Nú hefur Framsöknarflokk- urinn undraverða hæfileika til að hafa margar þverstæð- ar skoðanir á hverju máli. En þaö er alveg nýtt, að hann sé einnig fylgjandi viö reisnarstefnunni. ► Næst segir Tíminn, að Fram sókn hafi átt upptökin að viðreisnarstefnunni. argerð, Albert Water- ston, hefur dvalið hér á landi undanfarnar tvær vikur. Hann sagði í viðtali, að ánægjulegt væri að sjá hve vel hefði tekizt hér á landi um alla áætlunargerð. — Islenzka ríkisstjórnin hefur gert sér glögga grein fyrir mun- inum á áætlunargerö, sem virku tæki til efnahagslegra framfara eða sem tölum á pappír, sem geta verið orðnar mjög vafasamar, þegar út- færa á áætlunina, vegna þess að ný sjónarmið eru í sífellu að koma inn i spillð. — Áætlunargerð er al- mennt raunverulega á byrjunar- stigi og það eru fávísir menn, sem halda því fram að aðeins sé til ein leið í þeim efnum og að þessi eina leið sé betri en allar aðrar leiðir. — Mér hefur sjálfum oröið á mis- tök í áætlunargerð, alveg eins og j öörum, en að mínu áliti hefur á- ætlunargerð reynzt mjög vel í mörgum löndum, þrátt fyrir ýmsa vankanta, sem á þeim kunna að hafa veriö. — Frá mínu sjónar- miði hefur áætlunargerð tekizt al- veg ótrúiega vel hér á íslandi. — Ég hef komizt að raun um eftir dvöl mína hér, aö margar hug- myndir, sem hafa veriö að þróast með mér um árabil, hafa þegar komið til framkvæmda hér á landi. Það hefur verið mér sérstakt ánægjuefni að sjá, að íslentka rík isstjórnin hefur gert sér fulla grein fyrir þvf, að gerð fjárlaga er mik- ilvægt tæki í efnahagslegum og at- vinnulegum framförum og að hún hefur gert ráðstafanir til að endur bæta framkvæmd fjárlaganna og færa fjárlagastefnuna í nútímalegri búning. — í þesum efnum held ég, að sé lítið, sem ég gæti gert til- lögur um til úrbóta. Waterston hefur haldið hér einn fyrirlestur f Háskólanum og efnt hefur verið til tveggja stuttra ráð stefna með honum. — Fyrri ráð- stefnan var haldin 2. júní síðast lið inn, sem fjallaði um áætlunargerð á sviði opinberra framkvæmda. — Þá ráðstefnu sóttu fulltrúar ráðu- neyta og opinberra stofnana. — Hin ráðstefnan var haldin 6. júní og fjallaði um áætlunargerð á sviði atvinnuveganna og voru meðal ann arra boðaðir fuiltrúar atvinnuveg- anna til ráðstefnunnar. — Water- Framhald ó bls. 10 Mortaga hershöfðingi nýr landvamaráðherra Egypta- lands. — Fyrir tveim dögum var sagt, að hann hefði raun- verulega steypt Nasser. Hvort svo reynist kemur í ljós í kvöld VOPHAHll / GÆR Israelsher á bökkum Suezskurðar og við Rauðahaf — Allur Sinaiskagi á valdi hans- Egyptaland og Sýrland fallast á áskorun um vopnahlé ísraelskar fréttir í morgun hermdu, að hersveitir ísra- els væru nú á bökkum Sú- ezskurðar og á ströndum Rauðahafs og allur Sinai- skagi á valdi ísraels. Rúss- ar reyna enn að stimpla ísrael sem árásaraðila og vilja hegna ísraelsmönn- um. — Aðalandstæðingar ísraelsmanna í styrjöld- inni, sem brauzt út fyrir 4 sólarhringum, Arabaþjóð- irnar þrjár, Jórdaníumenn, Egyptar og Sýrlendingar, hafa nú tilkynnt, að þeir fallist á áskorun Sapiein- uðu þjóðanna um vopnahlé en ísraelsmenn höfðu áður fallizt á hana, að því til- skildu að andstæðingarnir gerðu það. Egypzka stjómin tilkynnti á- kvörðun sina í gærkvöldi eins og þá var sagt f fréttum, eftir að ör- væntingarleg gagnárás þeirra hafði mistekizt, og ísraelsher f Sinai auðninni hafði lokað undankomu- leið hersveita þeirra, tveimur skrið drekaherfylkjum og fjórum fót- gönguliðs-herfylkjum. Tilkynning Sýrlands kom nokkr um klukkustundum 'sióar, eftir að ljóst var, að ísrael var í þann veg- inn að hefja mikla sókn á norður- vigstöðvunum eða jafnvel hafði hafið hana, en fram að því höfðu ísraelsmenn ekki sótt þar á að neinu ráði, heldur látið sér nægja að verjast, meðan þeir voru að sigra meginandstæðinginn — Egyptaland. Tilkynning Sýrlands barst eftir aö lokið var fundi Öryggisráðs. en honum var frestað þar til í kvöld. U Thant tilkynnti fundinum ákvörð un egypzku stjórnarinnar, en í út- varpi í Kairó var sagt, að ákvörð- unin hefði verið tekin vegna yf- irburða flughers Israels. Fyrir fundi ráösins i gærkvöldí voru bandarísk ályktunartillaga um að framfvlgt skyldi stranglega á- skorun Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé, og önnur frá Sovétríkj- unum, sem lýsti ísrael árásaraðil- ann í styrjöldinni. Abba Eban utanríkisráðherra, Framhald á bls 10 fíma menn veiða 14 tn. á 8 tímum Uandað úr mótorbátnum Breiðfirðingi í gær. Skipstjórinn Hjálmar Elísson er sá, sem Iieldur i spottann, en biaðamenn og fleiri fyigjast áhugasamir með. Sú frétt barst blaðinu í gær að verið væri að landa ufsa úr mótorbátnum Breiðfirðingi, RE 262, og hefði báturinn fisk- að fjórtán tonn á átta klukku- stundum, en á bátnum væru fimm menn og veiðarfæri þeirra handfæri. Við brugðum okkur vestur á Grandagarðinn þar sem verið var að landa úr bátnum. Skipstjórinn Hjálmar Elísson var að ræða við tvo blaðamenn milli þess sem hann stjórnaði ,,hífingum“ aflans úr lestinni. Báturinn hefur verið á hand færaveiðum frá því í marzmán- uði í vetur og hefur aflað sæmi lega. Eins og fyrr segir eru veiðarfærin handfæri, en sá er munurinn að skipsmenn nota Framhald á bls. 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.