Vísir - 09.06.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 09.06.1967, Blaðsíða 4
— 1000 fréttamenn fylgjast með athöfninni jyegar rikisarfi Dana giftir sig Morgundagurinn er stór dagur í lífi tveggja ungra manneskja Margrétar krónprinsessu Dana og Henry de Monpezat greifa, en um leið er hann stór dagur fyr- ir heila þjóð, sem fylgist með eftirvæntingu með brúðkaupi rfkisarfans. Gestimir streyma nú þegar til brúðkaupsins, þjóðhöfðingjar ým- issa landa og fulltrúar þeirra, en alls munu um 400 manns sitja brúðkaupsmálsverðinn, sem fer fram í stærðar tjaldi, sem reist hefur verið í garði Kristjáns borgarhallarinnar. Blaðamenn frá öilum heims- homum, ljósmyndarar og sjón- varpsmenn flykkjast einnig til Danmerkur til að vera viðstadd- ir atburðinn og þegar er komin upp fréttamiðstöð fvrir þá, en alls munu um eitt þúsund þeirra fylgjast með öllu því, sem gerist á brúðkaupsdaginn. Undanfarið hefur kóngafólkið staðið í ströngu. Brúðhjönin til- vonandi hafa verið hyllt á marg- víslegan máta. Óteljandi veizlur hafa verið haidnar þeim til heið urs og í tilefni brúðkaupsins hafa verið haldnar fyrirfram- veizlur fyrir þá, sem ekki geta setið aðalveizluna sjálfa — en þeir skipta auðvitað þúsundum. Undanfarinn hálfan mánuð hafa þessi veizluhöld staðið yfir og einnig giafamóttaka, en brúð- hjónunum hafa borizt ýmsar gjaf ir frá flestum heimshornum, Skartgripir drottningarinnar og prinsessanna hafa verið teknir fram og gert sérstaklega við þá og þeir hreinsaðir upp, brúðar- kjóllinn, sem ennþá er leyndar-' mál og verður ekki opinberaö- ur fyrr en á hátíðisdaginn sjálf- an er tilbúinn og unga parið Margrét og Henry ha'fa þegar tekið • þátt í generalpru/'u A !, -t8iöW fcnes'nímr.: Brúðkaup undirbúið brúðkaupsathöfninni sjálfri, með brúðarmeyjum, prestinum og nán- ustu ættingjum. Brúðkaupsathöfnin fer fram í Holmens kirkju. í dag verða Margrét prinsessa og Henry greifi hyllt af flugher og flota, en athöfnin fer fram með litlu hafmeyjuna í bak- grunni. Danska konungssnekkjan Dannebrog hefur verið lagfærð fyrir brúðkaupið, en strax eftir brúðkaupsmálsverðinn fara brúð- hjónin um borð þar sem hefur verið innréttað nýtt herbergi fyr ir þau „rikisarfaherbergiö“. — Dannebrog leggur frá höfninni í Helsingjaeyri með Krónborg kast alann fræga í baksýn. Það er langt síðan fyrstu minjagripimir fyrir brúðkaupið komu á markaðinn glös með andlitsmvnd brúðhjónanna á, kökudósir o. fl. Tónsmiðurinn Svend Lind Hansen hefur samið sérstakt lag í tilefni brúökaups- ins en sama tónskáld samdi ann að lag einu sinni „Smilets vals“, það var þegar Friðrik konungur kvæntist Ingrid drottningu. Ölverksmiðjurnar hafa notfært sér tækifærið, sem brúðkaupið veitir og hafa búið til sérstakt brúðkaupsöl, sem tappað var á eina milljón flöskur bjórinn nefn- ist „Til-Lykke-öI“ og er 6 prósent, flöskurnar eru skreyttar gylltum miðum, kórónum og blómum. Að aflokinni generalprufu á brúðkaupsathöfninni, sem fram fer í Holmens kirkju. Óteljandi veizlur hafa verið haldnar f tilefni brúðkaupslns að undanf örnu. Þessi mynd er tckin á tröppum Friðriksborgarhallar, þegar hald- inn var þar dansleikur' fyrir ungt kunningjafóik prinseSsanpá. Tilefn ið var tvöfalt, brúðkaupið fyrirhugaða og trúlofun Benediktu prinsessu og Richards prlhs, sem alveg hefur fallið í skuggann a£ btöðkaúpsun dirbúningnum. — Frá vinstri sjást brúðhjónin tilvonandi, þá konungs- hjónin og nýtrúlofafta parið. Póstsamgöngur í Kópavogi. Maður einn í Kópavogi hringdi s. 1. þriðjudag og kvart- aðl yfir afar lélegri póstþjón- ustu. Sem dæmi nefndi hann, að á mánudaginn hefði hann fengift sex daga gamalt bréf úr Reykjavfk. í bréfinu var fundarboð, þar sem viðkom- andi átti að mæta til fundar á sunnudeginum eða degi áður en bréfið barst. Sagði mað^rinn m. a., aft vart þyrfti að fara orð- um um, hversu ‘ miklö óhag- kvæmi gæti vcriö aö svo slæmri þjónustu. AÖsend bréf. Að gefnu tiiefni ylljum við enn ítreka, að tSIgangslaust er aö senda okkur nafníaus bréf, Síldveiðarnar. 5 ; v " Það er ánægjulegt að heyra fréttirnar að austan um að síld in sé farin að fást. Og þó að Athyglisverð tilraun. Nú í vertíðarlokin gerðu nokkrir Vestfjarðabátar merki- ef bréfritarar ætlast til að viö birtum bréf þeirra eða kafla úr þeim. En hins vegar höldum við nöfnum leyndum, ef óskað er, og birtum þá bréfin undir dul- nefni. langt sé að sækja á miðin, hafa íslenzku skinin þegar fengið nokkurn afla. Vonandi á síldin eftir að færast nær landinu, svo að hún verði auðveldari við fangs. lega fiskveiðitilraun við Austur- Grænland. I fyrstu voru nokkr- ir erfiðleikar á veiðisvæðunum vegna rekíss, en eigi að síður hefir einn bátanna fengið þarna um 150 tonn af slægðum fiski í tveimur veiðiferðum, sem er ágætur afli. Þetta er lofsverð tilraun þeirra Vestfirðinga og ýtir und- ir það, að hin nýtízkulegu veiði skip okkar reyni fleira en sfld- veiöar, sem kannski geta stund- um brugðizt, en bá hefir þjóðar búið of fátt annað tll að byggja afkomu sina á gjaldeyrislega, Þorskurinn er yfirleitt hag- kvæmt hráefni fvrir frystihúsin, en sildín fer oftast til bræðslu a. m. k. um betta levti árs. Við þörfnumst því eins mikillar fjölbreytni við veiðarnar og kostur er á. Viðkomandí Vestfirðingar eiga virðingu skilið fyrir lofs- vert framtak. Þrándur i Götu. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.