Vísir - 09.06.1967, Blaðsíða 2
V í SIR . Föstudagur 9. júní 1967.
FRAM OG Kn VERBA AÐ
LEIKA AFTUR TIL ÚRSLITA
Skildu án marka i Reykjavikurmótinu
i knattspyrnu i gærkvöldi
FRAM og KR eru jöfn að
stigum, þegar leikjum
Reykjavíkurmótsins er lok
ið, en þessi tvö lið léku síð-
asta leik mótsins í gær-
kvöldi á Melavelli og lauk
leiknum án þess að liðun-
um tækist að skora mark.
Nóg var þó af marktæki-
færum í leiknum, og mörk-
in hefðu eins getað orðið
mörg.
Svo einhver þessara tækifæra
séu rifjuð upp, má nefna:
if Tveir KR-ingar spörkuöu í átt
að boltanum fyrir miðju marki,
en báðir „kiksuðu" illa, hver á
fætur öðrum, boltinn rann til Harð
ar Markan, sem lagði aftur vel
fyrir markið til Einars ísfeld, en
hann spyrnti himinhátt yfir af
mjög góðu og örstuttu færi. Þetta
var £ síðari hálfleik á 17. mín.
ic Helgi Númason átti gott skot á
KR-markið, þegar 5 mín voru eftir
af leik. Boltinn hrökk af Guðmundi
markverði í þverslá og út til Bjarna
sem bjargaði naumlega í horn.
ic Jón Sigurðsson hafði átt ágæta
tilraun á 25. mín síðari hálf-
leiks, skot í bláhom, en Þorbergur
var þar þá fyrir — Hreinn átti
ágætt færi fyrir Fram í byrjun
seinni hálfleiks, en skaut hátt yfir
— KR átti hættulegan skalla á
mark nokkru síðar.
Sama er raunar að segja um
fyrri hálfleik, þá áttu bæði liðin
tækifæri, 2 tækifæri hjá hvorum
voru sannarlega ekki fjarri lagi.
En sem sagt, — ekkert mark,
og nú kemst Knattspyrnuráðið í
enn einn vandann og var þó víst
nóg fyrir, — hvenær eiga úrslitin
í Reykjavíkurmótinu, þ.e. nýr leik
ur þessara liða, að fara fram? Það
virðast fáar smugur til að lauma
inn þessum leik a. m. k. á næst-
unni.
Leikurinn bauð upp á margt
skemmtilegt, og að , mínum dómi
voru það frekar Framararnir ungu
SUMARBÚÐIR
Eins og undanfarin ár verða reknar sumar-
búðir fyrir drengi og telpur í Skíðaskála K. R.
í Skáláfelli, en að þessu sinni er alveg fullt
hjá drengjunum, en nokkur pláss laus fyrir
telpur á aldrinum 7—11 ára, á tímabilinu frá
3. júlí til 17. júlí.
Upplýsingar í síma 24523.
VÍSIR
sem buðu heldur þunnskipuöum
stæðum áhorfenda upp á góða
knattspyrnu. KR-ingarnir eru flest
ir nokkuð þungir enn, og leikur
þeirra varð of grófur, stundum svo
mjög að ástæða virtist fyrir dóm
arann, Baldur Þórðarson að taka
róttækari ákvarðanir en hann
geröi, — t.d. hefði Baldvin Bald-
vinsson fengið að „hvíla sig“ frá
leiknum hjá mörgum dómurum fyr
ir fáheyrt brot gegn Sigurði Frið
rikssyni í seinni hálfleik.
Fram-liðið hafði feiknarlegan
baráttuvilja og það eina sem vant
aði £ liðið og vantar stöðugt er
maðurinn, sem getur skotið á mark
ið. Liðið fellur þvi i þá algengu
gryfju að „bora sig £ gegn“ og
skora af stuttu færi. Elmar Geirs-
son var mjög skemmtilegur í leik
sínum, ákveðinn sem fyrr og lék
Kristin bakvörð oft herfilega, þegar
hann stakk sér fram hjá honum,
en sendingar Elmars fyrir markið
strönduðu bara allt of oft hjá KR-
ingum. Þennan galla þarf Elmar
að laga. Erlendur var sá leikmað-
ur, sem beztan leik átti, en Ás-
geir, hinn ungi hægri útherji er
sannarlega skemmtilegt efni, þó
hraðinn sé ekki í hlutfalli við
leiknina. Framverðir Fram, Baldur
Scheving og Sigurbergur Sig-
steinsson áttu ágætan leik og Sig-
urður Friðriksson kom vei út. þá
var Jóhannes Atlason harðskeytt
ur gegn Gunnari Felixsyni, einum
hættulegasta framlínumanni KR.
Þorbergur i markinu varði vel,
þegar á hann reyndi.
Af KR-ingunum fannst/ mér Guö
mundur Pétursson góöur i mark-
inu, sérlega öruggur og traustur,
en vörnin i heild heldur sundur-
iaus, einstaklingarnir sterkir þó.
KR-framlínan var heldur mátt-
laus, átti að vísu tækifæri, en ekki
meir. Hörður Markan er alltaf
hættulegur og var það í þessum
leik. Jón Sigurðsson kom inn í
stað Eyleifs og átti góö tilþrif,
en í Jóni býr góður knattspyrnu-
maður, sem enn hefur ekki fylli-
lega fengið að njóta sín.
Baldur Þórðarson dæmdi þenn-
an leik ágætlega og misfellulitið
að því er virtist.
jbp.
UNGIR -
en „efnilegir'‘
HSI er aðeins 10 ára — en hefur
hafið handknattleikinn hátt á 'lslandi
Það eru ekki nema 10 ár
síðan Handknattleikssamband-
íslands var stofnað. Svo ýtrasta
nákvæmni sé viðhöfð, þá var
það 11. júní 1957, sem hand-
knattleiksmenn stofnuöu HSl.
Á kosningadaginn er því tíma
bært að óska HSl-mönnum og
handknattlciksmönnum yfirleitt
til hamingju með daginn (þ.e.
afmælisdaginn).
Fyrir 10 árum var handknatt
lcikurinn ekki orðinn það stór-
veldi að geta sýnt fram á sigra
yfir stcrkustu þjóðum heims á
þessu sviði. Þá höfðu þrir lands
leikir veriö háðir, tveir tapazt
og einum leik, gegn Finnum, lok
iö með jafntefli 3:3 hér á Mela
vellinum.
Síðar komu sigrar yfir þjóð-
um eins og Rúmenum. Sviss-
lendingum, Frökkum, Banda-
ríkjamönnum, Egyptum, Pólverj
um og meira að segja Svíum.
Nú eru landsleikimir orðnir 40,
þar af 16 hér heima. Tólf hafa
unnizt, 3 lokið með jafntefli og
töpin 25, — alls 652 mörk gegn
746, sem þýðir að meöaltali
16,3 mörk gegn 18.6, sem er alls
ekki svo óhagstætt. Ekki má
gleyma stúlkunum okkar, sem
bera Norðurlandameistaratign-
ina í handknattleik.
Innanlands hefur handknatt-
leikurinn blómgað mjög frá
stofnun HSÍ. Áhorfendafjöldinn
þ.e. seldir aðgöngumiðar náíg-
ast óðum sölu á knattspyrnu-
leikina, og mótin :kila álitleg-
um hagnaði til félaganna.
Á morgun mun stjórn HSÍ
hafa boö fyrir velunnara sína í
Átthagasal Hótel Sögu milli kl.
15 og 17. Vonandi mæta þar
hinir fjölmörgu, sem starfað
hafa í handknattleiknum undan
farin ár. Það er margs að minn
ast, enda hótt HSf sé enn ungt
og kannski líka, eins og menn
segja i íþróttum, — „efnilegt“.
AUGLÝSINGASKRIFSTOFA
laaaoi AUGLÝSENDUR, ATHUGIÐ! aaoao
aanaoi iqoddd
_____ Handrit at auglýsingum þurfa að hafa borizt auglýs-
DDDODi IDDODD
____ingaskrifstofunni fyrir kl. 6.00 daginn fyrir birtingu.
•’DDDD iqqqdD
ÞINGHOLTSSTRÆTI 1
Simar 11660 - 15099 - 15610
VÍSIR
Stjóm HSÍ í dag. Frá vinstri í fremri röð: Axel Sigurðsson, Ásbjörn Sigurjónsson, formaður, Jón Ás-
geirsson. I aftari röð: Rúnar Bjarnason, Einar Th. Mathiesen, Valgeir Ársælsson og Axei Einarsson
Hin árlegn sumarferð Landsmálafélagsins Varðar
verður farin 2. jálí n.k. Nánar auglýst síðar