Vísir - 09.06.1967, Blaðsíða 12
V1 SIR . Föstudagur 9, júní 1967.
Stúlkan með grænu nugun
Kvikmynéasoga
samin af Bénu O'Brien
eftir skáldsögu hennar
Nr.
42
„The Lonely Girl"
SEXTÁNDI KAFLL
Og dagarnir tóku á sig fast form.
Við sváfum til klukkan tíu eða ell-
efu, settumst að morgunverði. Eu-
gene las bréfin, sem honum bár-
ust með morgunpóstinum, og á
stundum las hann þau upphátt.
— Þetta voru bréf, sem emungis
snertu starf hans og eftir þeim að
dæma, mátti telja víst að hann
færi til Suður-Ameríku í nokkrari
vikur til að gera kvikmynd um á-
veituframkvæmdimar. Og það virt-
ist harla ólíklegt, að ég gæti farið
með honum.
„Það verður aldrei fyrr en seint
í apríl, eða maí“, sagði hann, „svo
við skulum njóta lffsins á meðan
viö megum og ekki hafa neinar á-
hyggjur af því, sem framundan er.
Þetta er lífið, þetta er sjálft andar-
takið, að við sitjum hér við borðið
og etum egg“.
Ag loknum morgunverði fórum
við venjulega í gönguferð. — Það
rigndi tíðum, en við létum okkur
á sama standa. Úti í skóginum
sýndi hann mér margt, sem ég hafði
ekki veitt athygli áður. Útiveran
var honum hálft lífið, aö ganga úti
á öikrunum, um skóginn og með-
fram ánni.
„Sjáðu“, sagði hann á stundum
og ég bjóst við ag sjá manneskju
á ferð, en það var þá aðeins skepna
oft rádýr, sem kom í,ljós á milli
trjánna. Viö unnum stundum að
einhverju, sem meö þurfti, lagfærð
um girðingar eða geröi, rákum kým
ar af einni hagaskákinni á aðra.
■ „Það lítur út fyrir ag þú verðir
hér um kyrrt, Kate“, sagði hann
einhvem tíma.
„Ég verð hér að minnsta kosti
í nokkrar vikur enn“, sagði ég. Það
var mér yndi að vera £ návist hans
og sofa hjá honum, en ég saknaöi
þess að geta aldrei farið í kvik-
myndahús með Böbu.
Á kvöldin sat hann og vann við
skrifborð sitt, en ég hjálpaði Önnu
við kvöldverðinp. Á sunnudögum
höfðum við vín meö matnum og
ávexti á fimmtudögum. Hann var|
mikið fyrir ávexti, og vildi hafa|
■ góðan mat, en borðaði mjög lltið.
Væri hann svo í skapi til að
vinna lengur eftir kvöldverðinn,
fómm við Anna oft út í gönguferö,
þegar hún var búin að svæfa barn-
ið. Hún hafði gaman af þessum
gönguferðum okkar, og þuldi þá
yfir mér alls konar upplýsingar um
einkalíf sitt. Það var hennar inni-
legasta metnaðarósk að verða mat-
selja á stórum búgarði. En það var
nú þetta, hún hafði kynnzt Denis
á dansleik, og farið með honum i
nóttina út í skóginn.
„Þú átt gott að því leyti að hr.
Gaillard talar við þig“, sagði hún.
Denis talaði aldrei vingjamlegt orð
við neinn nema bamið og f járhund-
inn. Ég hafði og veitt því athygli,
að hann svaraði Önnu ekki dögun-
um saman, og var þá víst aö refsa
henni fyrir eitthvað, sem þeim
hafði borið á milli. Mér féll stöð-
ugt betur vig Önnu. Hún minntist
nú aldrei á Lauru framar. Kannski
hef ég óafvitandi mútað henni til
■u
SPARlfl IÍMA
f~f=iB/UU£/GAM
þess með þvi að gefa henni smá-|
peninga og staka nælonsokka.
En þegar Eugene nennti ekki að
vinna að loknum kvöldverði, sát-
um við tvö ein inni í vinnustofu
hans og hlustuðum á tónlist af
hljómplötum eða á útvarpið. Eða
við lágum í faðmlögum, skruppum
svo upp í svefnherbergið, snökuð-
um okkur úr hverri flík og nutumst
þar í myrkrinu undir kaldri sæng,
en uglan veinaði í trénu fyrir ut-
an gluggann. Að því loknu klædd-
umst við aftur, þvoðum okkur og
gengum út um stund.
Ég get ekki lýst unaði þessara
kvölda, því að ég var svo innilega
hamingjusöm, að flest smáatriði
fóru fram hjá mér. Mig minnir, að
alltaf hafi verið mánalýsa, og þessi
hressandi angan, sem ævinlega
fyllir loftið eftir regnskúrir. Mér
er sagt, að sumir karlmenn fjar-
lægist konuna eftir að þeir hafa
notið hennar. En Eugene var ekki
þannig.
„Ástarlffið á vel við þig“, sagði
hann. „Þú veröur fallegri með hverj
um degi, sem líður ...“
Ég var falleg og hamingjusöm.
Við reikuðum um skóginn á kvöld-
in og horfðum á mánann, sem spegl
aðist í lygnu vatninu, eða við geng-
um niður meg ánni, sem liöaðist
úr vatninu til sjávar. Einu sinni
sáum við stóran hóp af rádýrum,
en þau komu óðara auga á okkur
og voru horfin sjónum á broti úr
andrá. Við fundum nýskotið rá-
dýr á reki i ánni, og Denis og Eu-
gene hjálpuðust að við að koma því
heim. Við gáfum mikinn hluta af
kjötinu, og það minnti mig á, þeg-
ar gelti var slátrað heima, þegar
ég var lítil, og ég var látin bera
kjötstykki á fati til nágrannanna,
sem gáfu mér þá sex pens eða shill
ing fyrir vikið.
Eftir um þaö bil mánuð komu þau
Baba og sá óþvegni óvænt í heim-
sókn. Þau þeyttu bílhornið syo fpst-
þegar þau nálguðust setriö, að við
vorum farin að halda að lögreglan
væri komin til að sækja mig. En
það var þá bara Baba í bláa, beygl-
aða bílnum hins óþvegna, sem lykt
aði af kapphlaupahundum. Sá ó-
þvegni opnaði skottdyrnar svo
Baba kæmist út, því að framdyrnar
voru alltaf bilaðar, og um leiö skut
ust nokkrir hundar út með henni
og tóku sprettinn út í hagann og |
tóku að gelta að kúnum.
„Hver eru þetta eiginlega?“.
spurði Eugene. Við sátum inni í j
stofu og drukkum te.
„Sá óþvegni", varð mér ósjálf-
rátt að orði, og dauðkveið því að
hitta þau.
Baba kom upp þrepin, klædd
grænni treyju, sem ég hafði skilið
eftir í herberginu okkar. Sá ó-
þvegni fylgdi henni fast eftir, og
var auðséð að hann leit á sig sem
aufúsugest.
„Eugene...“ hrópaöi Baba og
faðmaði hann að sér Það gerði allt
strax auöveldara, þvf að Eugene
féll alltaf vel við Böbu.
Sá óþvegni leit undrandi á mig.
„Hvernig hefurðu eiginlega breytt
þér ?“ spurði hann. „Þú varst ekki
svona“, Hann gretti sig og hleypti
brúnum og reyndi að gera sér grein
fyrir í hverju þessi dularfulla breyt
ing gæti verið fólgin. Það var auð-
séð á honum, að hann hugsaöi
margt, en ég vissi sem var, að
breytingin á útliti mínu stafaði
fyrst og fremst af því að Eugene
hafði látið mig kaupa litdaufara
andlitsduft og ganga með flauels-
borða um hárið. Baba hafði hins
vegar ekki augun af nýju skónum
mínum.
„Jú ég kannast við þig“, sagði
sá óþvegni og heilsaði Eugene. „Ég
hef oft séð þig í borginni, en alltaf
haldið að þú v'ærir Bandaríkjamað-
ur“.
Ég var hrædd um að Eugene
mundi svara honum meinlega, en
hann gerði það ekki, heldur bauð
þeim óþvegna sæti af mikilli hæ-
versku. Ég náöi í bollapör og setti
á borðið við legubekkinn, þar sem
Baba hafði hallað sér út af, rétt
eins og hún væri heima hjá sér. Te-
ið var enn rjúkandi heitt.
,,Jæja“ sagði Baba. „Hvað gerð-
ist eiginlega ?“
„likki annaö en það, að nokkrir
'dfukk'nir bændur voru rétt búnir
að sparka úr mér líftórunni", svar
aði Eugene.
Sá óþvegni varð fýlulegur á svip
inn, tók upp þykkjuna fyrir bænd-
urna og ég sá það á honum, að
hann hugsaði sem svo: — Hvem
fjandann sjálfan vill Kate vera að
binda trúss við þennan bölvaðan
stórbokka. Og ég hefði óskað þess,
að ég gæti sagt honum hve góður
sá stórbokki var mér og nærgæt-
inn við mig, kenndi mér, fékk mér
bækur til lesturs að ógleymdum
þeim unaði, sem hann veitti mér
hverja nótt.
„Sýndu okkur“, sagði Baba, og
Eugene dró niður sokkinn og sýndi
þeim verksummerkin á sköflungn-
um.
„Þetta er ljóta skráman". sagði
Baba.
Sá óþvegni stangaði úr tönnun-
um með eldspýtu og glápti á mig
eins og hann vildi spyrja hvort ég
væri hamineiusöm.
Maðurinn sem annars
aldrei ies auglýsingar
auglýsingar
lesa allir
Sátnm við tvö ein inni í vinnustofu hans---------
RAUDARÁRSTÍG 31 SÍMl 22022
„Þau líta út eins og veiðímenn í mfnum þá gerir það ekkert til. En við skulum rann- irbúig leit í farangri ykkar“. „Við faöfum
augnm, lögreghiforingi". „Ef þau era það, saka þau“. „Ég er Ware lögregluforingi. Und- engu að leyna“.
Knútur Bruun hdl.
Lögmannsskrifstofa
Grettisgötu 8 II. h.
Sími 24940.
Auglýsið i
VISI