Vísir - 22.06.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 22.06.1967, Blaðsíða 8
8 i VÍSIR Dtgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánason Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Beigþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands I iausasölu kr. 7.00 eintakið Pientsmiðja Vfsis — Edda h.f. Plastöldin gíðustu tvo áratugina hefur hagnýt efnafræði tekið stökkbreýtingum. Á engu sviði hagnýtra vísinda hafa verið meiri framfarir á þessum tíma en í framleiðslu gerviefna. Og vísindamenn vænta enn stórkostlegri framfara í gerviefnaframleiðslu á næstu árum og ára- tugum. Þessi efni eru oft kölluð plastefni, en í raun- inni er um margvísleg gerólík efni að ræða. Þróunin hófst með framleiðslu nælons rétt fyrir síðari heims- styrjöldina og gervigúms á stríðsárunum. Verulegur skriður komst svo á þessar rannsóknir eftir síðari heimsstyrjöldina. Þessi nýju gerviefni eða plastefni eru ólík hinum dauðu efnum, sem áður voru þekkt. Þeim svipar miklu fremur til lífrænna efna. Þau eru mjög flókin að gerð og byggð á kolefnissamböndum eins og lífræn efni. Enda er farið að nota þessi efni í vaxandi mæli í læknisfræði. Líffærahlutar eru framleiddir úr plasti. Unnið er að uppgötvun plasthúðar, er geti komið í stað mannshúðar, og heilla líffæra úr gerviefnum. Þegar hafa verið framleidd efni, sem hafa ótrúlega eiginleika. RTV er gegnsætt gúm, sem breytist ekk- ert og hleypir ekki hita í gegnum sig, þótt það sé hit- að upp í fjórfalt bræðslumark stáls. Lexon er gegn- sætt plast, jafnsterkt stáli. Einn dropi af Eastman- plastlími þolir hálfs tonns teygingu. Framleiddar hafa verið silikon-himnur, sem sía súrefni frá vatni og sjó, þannig að menn munu geta gengið um án súrefnis- tækja á hafsbotni. Þannig má lengi telja. Vísindamenn telja, að enn furðulegri árangurs sé að vænta á næstu árum og áratugum. Þá komi til sög- unnar plastsíur, sem vinni drykkjarvatn úr sjó; þvotta efni til að hreinsa hættuleg efni úr blóði manna; plast- filmur, sem rúmi 13 milljónir bóka í sex skjalaskáp- um; gervikjöt og önnur matvæli; plasthimnar yfir heilar borgir; og margvísleg, ódýr byggingarefni úr plasti. Frá þessum ævintýraheimi er sagt í nýútkom- inni bók á íslenzku : „Gerviefnin“, í alfræðasafni Al- menna bókafélagsins. Vafasamt er, að önnur eins furðusagnabók hafi verið gefin hér út, og er þar þó aðeins verið að segja frá staðreyndum. Plastöldin er að hefjast. Augljóst er, að gerviefn- in munu ryðja mörgum eldri efnum úr vegi. Fatnaður verður úr gerviefnum, hús og húsbúnaður, götur og atvinnutæki einnig. Menn kunna að líta misjöfnum augum á þessa þróun, en hún virðist óumflýjanleg. Veröld okkar verður orðin plastveröld eftir nokkra áratugi, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Meira að segja maðurinn verður að nokkru leyti úr plasti, því plastlíffæragerð mun taka skjótum fram- förum. Og nú segjast plastefnafræðingamir ætla að framleiða líf úr gerviefnum. Því má taka undir það, sem segir um þessa vísindamenn í lokaorðum „Gervi- efnanna": „Hann er kominn inn yfir landamæri ó- þekktra vfsindaheima, þar sem víðáttan er ^mælan- leg“. V 1SIR . Fimmtudagur 22. júní 1967. Herþotan Mirage III í hinni nýafloknu styrjöld ísra- 1 elsmanna og Araba kcan styrk leiki ísraelska flughersins mjög á óvart. Engan óraði fyrir því, að Israelsmenn myndu geta ger eytt flugher Arába á nokkrum klukkustundum og að þvi loknu hafa einir öll völd i lofti. Þar með gátu þeir haldið uppi lát- lausum árásum á herdeildir Ar- full hlaðnar tæp 12 tonn, geta flogið lágflug með 1490 km. hraða á klukkustund og með rúmlega tvöföldum hraða hljóðs ins (Mach 2.15) í 11 km hæð. Þær geta fariö til árásarferða ailt að 900 km. leið og til flug- orrustu allt aö 1200 km. leið og náð til heimaflugvallar aftur. Þeim er flogið af einum manni aba og skriðdrekasveitir, þann ig að flutningaleiðir Egypta á Sinai-skaga líta út eins og lang- ir og mjóir brotajámshaugar og opnir kirkjugarðar. Flugvellir Egypta í rústum og hundruö MIG-21 herþota í smábútum á víð og dreif. Þær komust ekki ainu sinni á loft og reyndi því lítt á gæði rússneskrar flugvéla smíði eða hæfni egypzkra flug- manna. En hver vom þessi ógn arvopn ísraelska flughersins,- sem svona eftirminnilega sönn- uðu hæfni sína til gereyðingar í nútíman hemaði? Flugvélar israelska flughers- ins em af gerðinni Dassault Mirage III-CJ, smíðaðar hjá hin um þekktu og stóru flugvéla- verksmiðjum Avions Marcel Dassault 1 Saint-Cloud i Frakk- Iandi, sem framleiðir bæði far- þega og herflugvélar auk eld- flauga. Aðalframleiðslan er nú orrustu- og árásarþotan Mirage III, hljófráa sprengjuþotan Mir- age IV og Fan Jet Falcon, sem er 10—12 sæta, tveggja hreyfla farþegaþota ætluð forstjómm stórfyrirtækja og sem einkaflug vél auðjöfra. Undirbúin er smíði á Mirage III-V ormstuþotu, sem lendir og tekur á loft lóð- rétt eins og þyria og Mercure, sem er 40—56 sæta farþegaflug vél ætluð fyrir stuttar flugleiöir. I samvinnu við Sud Aviationflug vélaverksmiöjumar, sem smíða Caravelle, era Dassault-verk- smiðjumar einnig viðriðnar smíðina á Concorde, hinni nýju hljóðfráu farþegaþotu Breta og Frakka. Mirage III-CJ herþoturnar, sem Frakkar seldu ísraelsmönn- um em hvort tveggja í senn ormstuþotur og árásarþotur á skotmörk á jörðu niðri. Sem ormstuþotur eru þær vopnaðar einni stórri eldflaug undir búkn- um, tveim minni eldflaugum undir vængjunum og tveim 30 mm byssum. Sem árásarþotur eru þær vopnaðar áðum*fndum byssum, tveim 500 kg. sprengj- um eða eldflaug undir búkn- um og allt að 72 sprengjurakett um undir vængjunum. Þær vega og eru því búnar fullkomnustu rafreiknum til sjálfvirkrar skot niðunar, stefnumiðunar og sprengjufellinga og eru auk þess búnar tvöföldu fjarskipta- kerfi, radar og nýjustu loftsigl- ingatækjum. Hver flugvél af þessari gerð kostar sennilega um 3 milljónir dollara, verð eldflauga og vopna ekki meðtalið. Alls hafa veriö framleiddar 244 flugvélar af gerðinni Mirage III-C og eru flestar þeirra í notkun hjá franska flughemum, en einnig hafa verið seldar 16 til Suður- Afríku. Israelskl flugherinn hef- ur keypt 72 Mirage III-CJ þotur frá Frökkum sfðan 1963 og kunna Arabar án efa de Gaulle litlar þakkir fyrir að hafa selt Israelsmönnum þær. Sjálfir fengu þeir MIG-21 þotur hjá Rússum og hefur ekki komið mikil reynsla á þær enn í stríöi, þótt þær séu notaðar í æ rik- ari mæli í Vietnam. Að dómi fæmstu manna, ættu þær þó ekki að vera mikið síðri Mirage III-C, en nákvæmar tölur um flughraða, flugþol og vopn em ekki fáanlegar. Viðbúið er, að Arabar fái nýjar sendingar af MIG-21 þotum frá Rússum og láta þá ef tll vill ekki taka sig í sænginni næst, þvf enginn þarf að halda, að þessar þjóðir geti lifað sem góðir grannar. Má þá sjá hvor stendur sig betur Mir- age III eða MIG-21 í því göfuga hlutverki að eyða milljónaverð- mætum og drepa fólk. GHÓ Áhyggjufullir stjórnmálumenn Stjórnmálamenn hafa áhyggjur þungar og stórar um þess- ar mundir, þar sem horfast verður S augu við það, að ekkl verði unnt að ná friósamlegu samkomulagi i<m deilur Israels og Arabaríkjanna. Iyndin er af George Brown atanrikis- ráðherra brezku stjómarinnar, sem situr aufeafund Allsherj- arþingsins, og Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem frestaði ferð til Saigon í Suður-Vietnam vegna fundarins. b lataíiiii-aMiÉBi i"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.