Vísir - 22.06.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 22.06.1967, Blaðsíða 9
V í SIR . Fimmtudagur 22. júní 19G7. BWcawwK—ih'wwii iiwjnaiiii Kristinn Bergþórsson, kcrninn frá Kanf TVýlega bættist einn íslending- ur í hóp þeirra, sem heim- sótt hafa RauÖa Kína á undan- förnura árum. Kristinn Bergþórs son stórkaupmaöur kom fyrir stuttu frá vörusýningu I milljóna borginni Kanton í Suður Kína. Hann dvaldist þar í vikutíma og haföi kínverskan stúdent sér til leiðbeiningar og aðstoöar. í þessu feröalagi fór Kristinn kringum hnöttinn á um það bil 45 dögum ætíð með flugvélum Pan American Airways. Farmið inn kostaði 63 þúsund krónur. Þetta var að sögn Kristins skemmtilegasta feröalag, sem þó var fyrst og fremst viðskipta- ferð. Hann kom m. a. við í Seoul i Kóreu, Osaka í Japan, svo nefndar séu tvær fjarlægar borg ir meöal margra, sem hann dvaldist i. En erindi átti fréttamaður Vis is við Kristin einn daginn að- stórkaupmaður er ný- ar, i Suður Kína — Var síðan haldið til Kant- on? — Viö skiptum þarna um lest og fórum upp í kínverska lest og það tók okkur tvær og hálfa klukkustund aö komast til Kanton. Lestin var þægileg og snyrtileg, te-veitingar voru á boðstólum. Vagninn tók um 40 —50 manns. Á honum voru 5 gluggar á hvorri hlið og dyr í báöa enda. Og þarna voru tólf myndir af Mao formanni til skreytingar á vagninum, ein stór við sinn hvorn enda og síðan myndir af honum milli glugg- anna. Hann var ýmist einn á myndunum eöa þá í hópi vina sinna og aðdáenda. Leiöin lá um hæöótt land- búnaðarhéraö. Hver ferþuml- ungur var ræktaður allt upp í miðjar hlíðar á hæðunum en trjáþyrpingar efst. Þarna gat að líta hrísgrjónaakra, stönglarnir í Kristinn Bergþórsson á skrifstofu sinni. ég lét mér ekki segjast af orð- um hans, þá sagði hann aöeins, að kínverskir stúdentar hefðu orðið fyrir árásum rússneskrar lögreglu skömmu áður en at- v;kið á flugvellinum átti sér stað. Þeir hefðu veriö á leið tii að leggja blómsveig á minnis- varöa um Lenin og rússneska lögreglan heföi beinlínis ráðizt á þá. Þar með var þetta mál útrætt. Annars var Johnson Banda- ríkjaforseti ekki versti maður i heimi ' augum þeirra Kín- verja, sem ég talaði við með að- stoö túlksins og aðstoðarmanns- ins. Sá versti í heimi var Krú- sjeff. Þeim lá ekki gott orö til hdns. — Kínverjar vilja ekki sjá bandarískan gjaldmiöil en skipta öllum öðrum peningum. — Hvað sástu annars á rölti um borgina? — Svo sem eitt og annaö. Saknaði þess mikið að hafa ekki haft með mér ljósmyndavél, en ég taldi það þýðingarlaust. Ég sá svo ótal ferðámenn taka Maodýrkun við hvert fótmál eins að ræða um heimsókn hans til Kantons og kynnast því sem fyrir augu Kristins bar þar í einni helztu verzlunarborg Maos formanns. — Það var 18 klukkustunda flug frá London til Hong Kong. Sunnudaginn 16. apríl 'hélt ég meö lest til Kanton. Eftir eina klukkustund og þrjá stundar- fjórðunga var komið að landa- mærunum, sem Kínverjar veröa að viöurkenna í verki þótt þeir vilji ekki viðurkenna þau í orði, þ. e. a. s. þeir telja Hong Kong hluta af kínversku landi. Þarna við landamærin var mikil toll- bygging. Við fórum gegnum toll- skoðun, sem er eins og toll- skoðun víðast hvar annars stað- ar. Ég var með vegabréfsáritun frá kínverska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Það gekk eins og í sögu að fá áritunina. Ég get skotið því inn í að í Seoul létu menn í ljósi undrun yfir því að hitta mann, sem var með vegabréfsáritanir fyrst til Kína, síöan til Kóreu og loks til Banda ríkjanna... Nú en það var eng- um erfiðleikum bundið að fá toll skoðun, tollþjónarnir voru kurt- eisir og liprir. Ég var þarna í hópi 40 kaupsýslumanna víðs vegar að úr heiminum og við vorum allir á leið til vörusýn- ingarinnar í Kanton. Eftir tollskoöunina var okkur boöið til glæsilegs hádegisverð- ar. Að honum loknum var okk- ur bent á að ganga til annars salar.Þar voru fyrir ung stúlka og hún var augsýnilega með Rauða kverið hans Maos í hend- inni. Ungur piltur stóð afsíðis og hélt á nokkrum blöðum. Ann ar piltur var með litla trumbu. Þau voru öll klædd á líkan hátt í einhvers konar einkennisbún- ing. Þegar allir voru setztir niö- ur baröi annar pilturinn fáein slög á trumbuna til merkis um að allir skyldu þagna en stúlk- an hóf að lesa upp setningar úr Rauða kverinu. Pilturinn með Möðin þýddi jafnskjótt á ensku. Þetta voru fyrstu kynnin af Rauöum varðliðum og dýrkun- Lrni á Mao. Síðan kom 10 stúlkn« söngflokkur og söng fyr ir okkur af mikilli sönggleöi í stutta stund. Athöfnin hefur staðið um hálfa klukkustund, Mao til dýrðar og okkur til undr unar — og skemmtunar, má ég segja. vatni og fólk í þyrpingum úti á ökrunum. Kumbaldar stóðu strjált um allt landið. Við sá- um aöeins tvö þorp á leiðinni. Engar vélar. — Leið þér vel á feröalag- inu? — Prýöilega að öðru leyti en því að hitinn var töluverður og allan tímann sem ég var í Kanton 25—30 stig. Við gengum um á skyrtunum, Vesturlanda- mennimir. — Hvernig voru móttökurnar í Kanton? — Það var ausandi rigning þegar við komum á jámbrautar- stöðina í Kanton. í aðalinngang- inum tók á móti okkur 30 manna flokkur og hann eins og ung^ fólkið í tollbyggingunni risastór og margra tonna þung stytta af Mao formanni og í herbergi mínu var mynd af Mao á vegg og gipsmynd á þorði. Árla á hverjum morgni mátti heyra þyt fara um ganga. Starfs fólkiö var að safnast saman á efstu hæöinni áður en dagsverk hófust til að syngja og fara með setningar Mao til dýrðar. Var mér boðið á eina skemmt- un hjá því að kvöldi til og ég þáði það. Þarna var sungið og ' lesið upp og þeir sem ekki tóku þátt í söngnum klöppuðu og fögnuðu og hrifningin hljóm- festan og gleðin minnti helzt á Bítlakonsert. — Þú hefur sem sagt oröið var viö Maodýrkun viö hvert fótmál? Áin Perla, „gruggug og brún“, skiptir Kahton, en glæsilegar brýr liggja á nokkmm stöðum yfir ána. flutti setningar Maos í kór, ým- ist / söng eöa tali. Þetta minnti á fyrirbæri, sem við þekkjum, sem eldri eru þegar hér var til það, sem almennt nefndist „Talkór Alþýöu". ' Flokkur manna, sem talaði slagorð sín i kór. Þegar sungið var lýsti mikil sönggleði af öllum hópn- um og það mætti segja mér að það væri ekki auðvelt að drepa niður þá hreyfingu og þá hugs- un, sem býr að baki þeirrar starfsemi sem þarna fór fram. — Og svo hefur verið haldið til hótels? — Hótelið var ágætt og mjög ódyrt. Herbergi ásamt þremur ágætum máltíðum daglega kost- aöi sem svaraði sjö Bandaríkja- dollurum (Herbergin ein í banda rísku hóteli kosta 13—14 doll- ara). Maturinn var góður og þjónusta öll. í innganginum var — Það var mikið um stytt- ur af Mao um alla borgina, myndir á strætisvögnum og byggingum og borðar voru hengdir upp þar sem á stóð t. d.: „Lengi lifi hinn mikli kennari, mikli rithöfundur, mikli hugsuður, mikli formaöur Mao Tse Tung“ Cg á borða viö hliö- ina stóð: „Hann er hið rauðasta rauða í hjarta voru. „Og á öör- um stað var letrað: „Móðir min er mér kær, faöir minn er mér kær en Mao er mér þó kærast- ur.“ Þetta var að finna á lituð- um böndum, sei-i fest voru á veggi greiðasölunnar í hótelinu. — Varðstu var við ókyrrö í borginni, meðan þú dvaldist þar? — Enga ókyrrð, og sá fáa lög- reglumenn og hermenn. — Virtist fólkið þvingað? — Þvert á móti. Þaö var mjög glaðlegt og frjálslegt að öllu leyti. Eina sem ég fann að því var að umferöarmenning var lit- il. Allt fólk fram aö miðjum aldri eöa svo var eins klætt, í bláar buxur og hvítan jakka með ásaumuöum vösum, hrein- legt. Bifreiðir voru margar á götum, einkum japanskar bif- reiöir, einnig slangur af frönsk- um, þýzkum og enskum bifreið- um. Strætisvagnarnir. voru kín- 'versk framleiðsla og þeir virtust ékki sem verst úr garöi gerðir. Göturnar voru hreinar. Götuvit- ar voru víða, og fjórar myndir af Mao undir hverjum götuvita. Umferð fólks var mikil, einkum um sexleytið. — Varðstu var viö mikla upp- byggingu? — Ekki get ég sagt það. Ég fór þó víða um borgina og skoðaði. Ég sá hins vegar nokk- urra ára gamla verkamannabú- staöi og þeim svipaði til þeirra bygginga sem við höfum byggt hér fyrir verkamenn, steinhús með járnþökum. Ég get ekki um það dæmt hvort framfarir eru miklar eða litlar í Kína. Hins vegar spurði ég Englending, sem hefur komið þarna alloft á und- anförnum árum hvað honum virtist um þetta. Hann sagðist hafa orðið var viö miklar fram- farir allt fram að 1965 en þá heföi oröið stöönun. Þessa stöðn un má eflaust rekja til innan- landsátakanna, sem við þekkj- um af fréttum. — Ræddirðu mikið við Kín- 1 verja? — Alltaf eitthvað á hverjum degi. Þeir voru forvitnir um á- lit Vesturlandabúa á 'kauðu varðliðunum. í einu samtali mínu við aðstoöarmanninn minn, stúdentinn frá Peking, sagði ég honum að viö hefðum á Vestur- löndum orðiö undrandi yfir framkomu Rauðu varðliðanna gagnvart ■•ússneskum sendiráðs- starfsmönnum er þeim og fjöl- skyldum þeirra var haldið á flugvellinum * Peking og ógn- að. Þetta gerðist fyrir nokkrum mánuöum. Ég sagöi að Vestur- landamenn virtu viss réttindi sendiráösstarfsmanna. Hann sagöi að lýsing mín byggðist tvímælalaust á ósönnum fregn- um. Ég benti honum þá á að ýmsar fregnir af þessu hefðu komið frá löndum, sem verða að teljast vinveittar Kinverjum. Og þegar hann varð var við það að myndir eins og þá lysti. Ég get sagt frá bókabúðinni, sem ég heimsótti. Hún var skeifulaga og maöur kom inn um einar dyr og fór út um aðrar. Þar voru margar hillur frá gólfi til lofts, eingöngu með ritum Maos, nema við útganginn, þar gat að líta fáeinar bækur eftir Lenin og Stalin. Ég kom einnig inn í stóra kjörbúð. Þar var allt hreint og snyrtilegt, vörunum vel raðaö, úrvalið mikið og .fjöldi fólks að verzla. Nú ég sá flokk frá Peking- óperunni, sem sýndi kínverska óperu er nefndist Stigamaður- inn. Það voru ógleymanlegar stundir. Annars var fátt hægt að gera sér til dægrastyttingar annað en eigra um göturnar og skoöa þaö sem fyrir bar. Skemmtana- líf virtist harla lítiö að minnsta kosti á vestrænan mælikvarða, t. d .varð ég ekki var við veit- ingastaði þar sem hægt var aö fá vín eða bjór og kvikmyndir þeirra voru ekki girnilegar. Ég sá eina þeirra. Þaö hefur eflaust dregið úr gildi myndarinnar 1 mínum augum að ég skildi ekki málið, sem elskendurnir töluðu en mér virtist hún áróðurs- kennd. — Hvernig var svo vörusýn- ingin? — Hún var yfirleitt athyglis- verð, eingöngu kínversk fram- leiðsla af ýmsu tagi. Ég tel vefnaöarvöruna ágæta, ég þekki hana bezt. Vélar litu vel út. Fólksbifreið. sjö manna, sem var þarna á sýningunni var i senn ljót og gamaldags, en mér var sagt aö þeir kynnu að gera fallegri bifreiðir. Kín- versku sölumennirnir á sýning- unni voru lausir við alla á- gengni, kurteisir og liprir. Ég fór frá Kanton ánægöur og nokkru fróðari en ég kom, en ég tel mig auðvitaö engan Kína- sérfræöing á eftir svo ég dirfist ekki að draga margar ályktanir af þvi sem ég sá. Kristinn sýndi mér að lokum verzlunarbréf, sem hann var nýbúinn að fá sent frá Kína, ó- sköp venjulegt verz'unarbréf að öðru leyti en því að á undan hinu venjulega ávarpi og sjálfu bréfinu gat að líta eftirfarandi tilvitnun f orð hins mikla Maos formanns:: „Alþýðan, aöeins al- þýðan er meginaflið i mðtun sögunnar." — A. E.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.