Vísir - 22.07.1967, Qupperneq 1
YISIR
57. árg. - I^ugardagur 22. júlí 1967. - 165. tbl.
Tsjombe framseldur Kongó
Hæstiréttur Alsirs felldi úrskurð jbess efnis
Hæstiréttur Alsírs féllst á þaö í
gær að veröa við kröfu sambands-
stjómar Kongó um framsal Tsjom-
be í hennar hendur.
Þess hefir veriö getið í fréttum
áður, að hver svo sem úrskurður
hæstaréttar yrði, hefði Boumedi-
enne, æðsti maður landsins, örlög
hans í hendi sér, en samkvæmt
fréttum í gær árdegis er fella átti
úrskurðinn var því frestað, og þess
getið að stjórn Alsírs sæti fund um
málið. Dregur það úr líkum fyrir
að Boumedienne hrófli við úrskurði
hæstaréttar.
Tsjombe var sein fyrr hefir ver-
I ið frá skýrt fluttur nauðugur til
! Alsír fyrir 3 vikum.
Hann fékk leyfi til að taka til
máls £ gær I réttinum og bað
hann um að hann yrði ekki af-
hentur pólitískum fjandmönnum
sínum. Svo sem áður hefur verið
getið var hann dæmdur til lífláts
fyrr á þessu ári að honum fjarver-
andi.
Ég skal fara til Kongó, ef réttur-
inn kemst að þeirri niðurstöðu, að
ég skuli gera þaö, því að ég hefi
manndóm til þess, en ég leiði at-
hygli réttarins að ábvrgð hans bæðk
í augum kongósku þjóðarinnar og
allra þjóöa.
Verjandi Tsjombe sagði fyrir j
réttinum í fyrradag, að Mobuto j
hefði steypt honum úr forsætisráð- :
herrastóli, af þvi að hann hafði
sannanir fyrir misferli af hans
hálfu — og hefði dómstóllinn er
dæmdi hann til lífláts verið skip-
aður nánum ættingjum Mobuto.
Fyrir réttinum sagði Tsjombe:
Tsjombe
Verð á saltsíld ákveðið
SAMKOMULAG náóist á fundi
Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær
um lágmarksverö á síld til söltun-'
ar veiddri noröanlands og austan
frá byrjun síldarsöltunar til og með
30. september. erö á uppmældri
tunnu var ákveöið 287 kr. en upp !
saltaðri tunnu 390 kr.
Veröið er miðað við, að seljendur
skili síldinni í söltunarkassa eins
og venja hefur verið á undanföm-
um árum. — I-egar gerður er upp
síldarúrgangur frá söltunarstöðv-
um skal viðhafa ákveðnar reglur,
sem ekki er ástæða til að rekja
hér.
Forsetinn hittir
Johnson
Mynd þessi er tekin á f„»sta
degi hinnar opinberu heimsókn
ar forseta íslands, herra Ásgeirs
Ásgeirssonar í Bandaríkjunum.
Forseti Bandaríkjanna, Lyndon
B. Johnson, tekur á móti for
seta Islands á tröppum Hvíta
hússins. Myndin er eins og fyrr
segir tekin á fyrsta degi heim-
sóknarinnar, hinn 18. júlí. Fleiri
myndir frá heimsókn forsetans
til Bandarikianna eru á bls. 3.
(Ljósm. USIS).
n
n
ekki enn komin
tii skilga!
Vísir hafði í gær samband við
Póststofuna í Reykjavík og spurð-
ist fyrir um, hvernig á bví stæði,
að bréf, sem send voru með Gull-
faxa hinni nýiu þotu Flugfélagsins,
í fyrstu tveim ferðum vélarinnar
til London og Kaupmannahafnar.
væru ekki enn komin til skila.
Fyrir svörum varð Haraldur Björns
son, póstfulitrúi og sagði hann að
mestur hluti bréfanna ætti að vera
kominn í hendur sendanda.
Haraldur sagði, að fyrstu bréf-
in, sem komið hefðu til baka, hefðu
verið bréfin, sem send voru til
London, en stuttu síðar hefðu bréf
in til Kaupmannahafnar komið til
baka. En hér hefði verið um mjög
mikið magn að ræða og mikinn
tíma tæki að sundurgreina bréfin,
Framh. á bls. 2
Islenzk stúlka i ótrúlegum ævintýrum i Arabalóndum:
EL TAF LÖGRECLUNNI fBAGDAD
/ HEILAN MÁNUD!
— Grunuö um njósnir fyrir Israel
Ung og velþekkt íþróttakona, Elísabet Brand, lenti
í ótrúlegri ævintýraferð um Arabalöndin, þar sem
ófriður við ísraelsmenn hefur geisað. Hún varð inn-
lyksa í heilan mánuð í Bagdad, á meðan ófriðurinn
var að sjatna, og allan þann tíma var lögregla borg-
arinnar á hælum hennar. Hún var grunuð um njósn-
ir fyrir ísrael.
Frá Arabalöndunum komst Elísabet með rúss-
neskri herflugvél yfir til Varsjár og þaðan um París
til London og svo að síðustu heim með þotu Flug-
félagsins í fyrradag.
Vísir hitti Elísabetu á heimili hennar á Álftanesi
skömmu eftir heimkomuna, og segir hér frá ævin-
týralegu ferðalagi hennar um hættusvæðið fyrir
botni Miðjarðarhafs.
vitað ekki í hug, að svona myndi
fara. Ferðinni var heitið til Bag-
dad, þar sem systir mín hefur
dvalizt síðan í vetur, en hún
vinnur þar hjá stóru innflutn-
ingsfyrirtæki.
Ég var ekki búin að vera
nema fáeina daga í Bagdad, þeg
ar stríðið brauzt út. Allir út-
iendingar voru mjög tortryggð-
ir, einkum vesturlandabúar,
Bandarikjamenn og Bretar. Dag
nokkurn, þegar ég kom í heim-
sókn á skrifstofuna tii systur
minnar, veitti ég því eftirtekt,
að mér var veitt eftirför. Það
var Arabi, sem fylgdi mér eftir
allan þann dag, og síðar komst
ég að því, að mér var fylgt eft-
ir af lögreglunni i Bagdad allan
timann, sem ég dvaldist þar,
heiian mánuð. Það var af ótta
við, að ég kynna að vera njósn-
ari fyrir ísraelsmenn.
Myrkvuð borg
Þarna myndaðist fliótlega al-
gjört hernaðarástand. — Borgin
var myrkvuð eftir sólsetur, sem
er um klukkan sjö. Flugveilin-
um var lokað strax fyrsta dag-
inn (5. júní). Ég ætlaði að taka
Framh. á 10. síðu.
— Ferðin varð nokkru lengri
en ég bjóst við, sagði Elísabet.
— Ég ætlaði aðeins að vera
einn mánuð, en þeir urðu tveir.
Ég fór að heiman 17. maí, flaug
til Genova á Ítalíu, og þaðan
hélt ég með skipi til Alexandríu
í Egyptalandi og síðan til Beirut
i Líbanon.
Ég vissi raunar áður en ég fór,
að horfurnar voru ekki friðvæn-
legar þarna, en mér datt auö-
issa.
VÍSIR í VIKULOKIN
FYLGIR VISI I DAG
mm.tssc-sau "tatí.rKmmn
Eiísabet á heimili sínu á Álftnnesi — nýkomin úr ævintýraferðinni.