Vísir - 22.07.1967, Page 3
V í SIR. Laugardagur 22. júlí 1967,
3
L
K-
}
I
)
t ,«r
Forsetinn
í Hvíta
húsinu
Báðar myndirnar á þessari
síðu eru teknar á fyrsta degi
hinnar opinberu heimsóknar for
seta íslands til Bandarikjanna.
Á efri myndinni tekur Lyndon
B. Johnson , forseti Bandaríkj-
anna á móti forseta íslands á
tröppum Hvíta hússins. Talið frá
vinstri eru: Emil Jónsson, utan-
ríkisráðherra, forseti íslands,
herra Ásgeir Ásgeirsson, þá
kemur Lyndon B. Johnson, for-
seti Bandaríkjanna, og lengst til
hægri er Pétur Thorsteinsson,
ambassador islands í Banda-
ríkjunum.
Neðri myndin er tekin, er inn
í Hvíta húsið er komið. í
fremstu röð eru talið frá vinstri:
Hubert Humphrey, varaforseti
Bandaríkjanna, Lady Bird John-
son, forsetafrú Bandarikjanna,
forseti íslands, herra Ásgeir Ás-
geirsson og Lyndon B. Johnson,
forseti Bandaríkjanna. í aftari
röðunum má greinilega sjá: talið
frá hægri: Dean Rusk, utan-
rikisráðherra Bandaríkjanna,
Pétur Thorsteinsson, ambassa-
dor íslands í Bandaríkjunum,
Rolvaag, ambassador Banda-
ríkjanna á Ísiandi og við hlið
hans er Þórhallur Ásgeirsson,
ráðuneytisstjóri ■' viðskiptamála-
ráðuneytinu (Rolvaag og Þór-
hallur eru aftast á myndinni).
Þá má einnig sjá Emil Jónsson,
utanríkisráðherra og frú Lily
Ásgeirsson, konu Þórhalls.