Vísir - 22.07.1967, Page 7
VtSPR. Laugardagur 22. júlí 1967,
7
HÆSTU TURNAR 1 HEIMI
Bcmdarískur verkfræðingur ráðgerir að byggja turn, sem verður mila á hæð
Cjálfsagt að byggja — alltaf
95^ -hægt að nota hús til ein-
hvers“, var haft eftir hugmikl-
um athafnamanni í uppgangs-
plássi úti á landi. Þótt nokkur
sannleikur sé fólginn í þessum
orðum, og vafalaust meiri en
samplássmenn hans gerðu sér
grein fyrir, mun það harla fá-
títt, hér og annars staðar, að
reistar séu byggingar án þess
að þeim sé ætlað að gegna neinu
hlutverki — að minnsta kosti
ekki meiri háttar byggingar.
Þó er það til. Ein kunnasta
bygging í heimi var í rauninni
einvörðungu reist til þess að
sýna og sanna að unnt væri að
reisa hana. Sú bygging stendur
enn og er enn fræg — Eiffel-
turninn franski, hinn 300 metra
hái stálgrindartum, sem verk-
fræðingurinn Eiffel reisti í sam-
bandi við heimssýninguna miklu
í París, fyrir 78 árum. Sú bygg-
ing var lengi hæst í heimi, og
enn lengur hæsti tum í heimi.
Þótt hærri skrifstofu- og hótel-
byggingar risu af grunni vestur
í Bandaríkjunum, voru hvergi
byggðir hærri turnar lengi vel,
því að þeir þjónuðu engum til-
gangi.
En það sjónarmið hefur
breytzt með síaukinni tækni á
undanfömum árum eins og'allt
annaö. Fyrst og fremst er það
tilkoma sjónvarpsins, sem veld-
ur því, að nýtt sóknarskeið er
hafið á sviði hárra turnbygg-
inga. Og þar með hefur Eiffel-
turninn í París líka fengið sinn
tilgang, og sannast þar orð at-
hafnamannsins.
Ekki er það þó fyrr en á
’ v-,,
liæsta hygging i heiini.
Turstami? í Austur- og Vestur-Berlín og sjónvarps- turninn mikli í Moskvu
síðustu árum, að turn-hæöar-
met Eiffels kemst í verulega
hættu. Sjónvarpstuminn í Aust-
ur-Berlín verður 360 m hár, og
sjónvarpstuminn mikli í
Moskvu hefur þegar teygt sig
stómm mun hærra. Hann verð-
ur þó ekki fuligerður fyrr en
I haust — það stendur sumsé
til að vígja hann á 50 ára af-
mæli októberbyltingarinnar. En
þá verður hann iíka orðinn 520
m á hæö og hæsta by^ging í
heimi. Að minnsta kosti 1 bili.
Sjónvarpsturninn í Austur-
Berlín stendur svo til i miðri
borg, eða á svæðinu milli Brand
enborgar-hliösins og Alexander-
platz, og létu yfirvöldin þar sem
þau heyrðu ekki mótmæli yfir-
valdanna í Vestur-Berlín, sem
öldu að slík bygging á þeim
að skapaði mikla hættu í sam-
andi við flugsamgöngur til V-
arlínar. Og nú hafa yfirvöldin
i Vestur-Berlín ákveðið að reisa
jafnháan sjónvarpstum, en á
þeim stað sem álitið er að hann
dragi ekki úr öryggi í flugsam-
göngum.
Hingað til hafa sjónvarpsturn
ar flestir verið byggöir í líkingu
viö súlur, en nú hefur þýzkur
verkfræöingur, H. P. Dollinger,
fullunnið teikningar aö sjón-
varpsturni af nýrri og lýstár-
legri gerð. Áður hefur hann
teiknað og reist sjónvarpsturna
með súlulagi, t. d. sjónvarps-
turninn í Stuttgard, sem þykir
meö afbrigðum stílhrein bygg-
ing, en er „aðeins“ 210 m á
hæö. Það var þegar Dollinger
var beöinn að teikna sjónvarps-
tum er ráðgert var að reisa í
Casablanca, hafnarborg Mar-
okkó, sem honum kom þessi
nýja gerð í hug. Þessi nýja turn-
bygging er mynduð af þrem víð-
um og háum stálhólkum, sem
hornstoðum í þröngum þríhyrn-
ing. Kúlu mikilli er komið fyr-
ir á milli þeirra í ca. 270 m
hæð, er hún gerð úr stáli og
gleri, svo þar verður óhindrað
ötsýni til allra átti, enda hugs-
ar verkfræöingurinn sér kúlu
þessa sem útsýnis- og veitinga-
stað fyrir ferðalanga. Vinnu- og
vélasalir verða í kringlu mik-
illi, sem byggð verður á milli
og út fyrir stálhólkana í 100
m hæð, en um hólkana ganga
hraðskreiöar lyftur. bæði þang-
að og upp að útsýniskúlunni.
Verkfræðingurinn telur að þessi
gerð sjónvarpsturna hafi mikla
kosti fram yfir þá eldri m. a.
fyrir aukinn stöðugleika Sam-
kvæmt teikningu þeirri, sem
Dollinger hefur gert, verða
sendinet turnsins í 300 — 350 m
hæð, en hann telur ekki neina
örðugleika á að reisa 550 m
háan turn af þessari gerð ,og
mundi hann þó ekki kosta nema
brot af því, sem viðlíka turn af
eldri gerðinni mundi kosta.
„Menn byggðu tuma þegar í
forneskju", segir H. P. Dolling-
er .„Þeir fyrstu munu hafa ver-
ið reistir £ sambandi við átrún-
að. Síðari byggöu menn varö-
turna, skotturna og turna til að
fylgjast með hugsanlegum árás-
um ,eða I hernaðarlegum til-
gangi. Brátt tóku menn #g að
byggja vitaturna, þar sem kynnt
ir voru eldar efst uppi til leið-
beinirigar skipum. Því næst tóku
við kirkjuturnar og ráðhústurn-
ar, og fleiri gerðir tuma mætti
telja . . .
Á okkar tækniöld er og mik-
Hin nýja gerð sjónvarpsturna,
sem H. P. Dollinger, þýzkur
verkfræðingur, hefur teiknað.
ið um turnbyggingar — vita-
turnar, fyrir siglingar og flug,
bæði ljósturnar og radíóturnar,
flugumsjónarturnar og loks út-
varps- og sjónvarpsturnar. Þá
er og hafinn undirbúningur að
byggingu eldflaugaturna, og
nokkrir hafa jafnvel þegar ver-
ið reistir, en þaö er í rauninni
önnur saga ...
Fyrstu turnarnir voru gerðir
úr höggnu grjóti, síðar úr
brenndum leirsteini, og efsti
hlutinn stundum úr viði. Svo
kom steinlímið og stálið til sög-
unnar og með því nýr byggingar
stíll og nýjar aðferðir, og er
Eiffel-tuminn glæsilegt bvlting-
arafrek á því sviði. Nú eru ný
byggingarefni enn komin til sög
unnar og önnur á næstu grös-
um, mun léttari en stálið og
steinsteypan. Þaö er ekki að
vita, nema bandaríska verk-
fræðingnum Frank Lloyd
Wright takist að framkvæma
þá fyrirætlun sína að byggja
míluháan turn vestur þar. Með
þeirri tæknikunnáttu, tækjum
og byggingarefnum, sem menn
hafa nú yfir að ráða, er í #aun-
inni ekkert því til fyrirstööu
að reisa tum s^h væri 2000
metrar á hæð“, segir verkfræð-
ingurinn.