Vísir


Vísir - 22.07.1967, Qupperneq 9

Vísir - 22.07.1967, Qupperneq 9
V í SIR. Laugardagur 22. júlí 1967. STEFNT ER AÐ AUKINNI RÆKTUN NYTJASKÓGA það má með nokkrum sanni segja, að á undanförnum árum hafi áhugi landsmanna á skógrækt og yfirleitt aukinni ræktun landsins vaxið mjög. Hefur þessi vaxandi áhugi kom- ið fram í mörgu. Allmörg áhugamannafélög hafa verið stofn- uð með það einkum fyrir augum að vinna að þessu mark- miði, og önnur félög hafa tekið ræktun landsins inn á sína stefnuskrá. Enn annað, sem mjög ákveðið bendir til aukins skilnings manna á því að auka íslenzkt gróðurlendi, einkum vegna fegurðarauka, er hinn sívaxandi áhugi manna á garðrækt í kauptúnum og kaupstöðum á öllu landinu. Segja má, að fyrir 30 — 40 árum hafi varla verið um það að ræða, að vlð íbúðarhús hafi verið fallegir garðar, með gróskumikl- um trjám og fallegu, grænu grasi, líkt og prýðir flesta garða við þau hús, sem nú eru byggð. Eins og komið hefur fram hér að framan, er einn þáttur- inn í uppgræðslu Iandsins og líklega sá mikilvægasti, þáttur skógræktarinnar. Vísir hefur snúið sér til skógræktarstjóra, Hákons Bjarnasonar, og lagt fyrir hann nokkrar spurningar um skógræktarstarf á íslandi. — Hver munduð þér segja, að væri megintilgangur skógræktar á íslandi? — Meginþáttur skógræktar er að ala upp tré og skóga til þess að hafa gagn af viðnum, og af því Ieiða ýmis önnur þægindi, svo sem skjöl, bættur jarðvegur og þess háttar. Annaö markmiöiö er að friða birkið og bæta landið með friöun og f þriðja lagi höfum við tekið að okkur uppeldi ýmissa trjá- tegunda fyrir garða og heimili landsmanna og er það hag- kvæmt fyrir okkur lika, því að það vekur menn til umhugsunar um, að tré geta vaxið hér á landi. Þá má og geta þess, að skóg- ræktunin hér á landi hefur stuölaö allra aðila mest að nátt- úruvernd. Það eru ýmsir hér á landi, sem láta mikiö og margt frá sér fara um náttúruvernd. Flestir þeirra bera lítið skyn- bragð á þá hluti, og gera sér ekki grein fyrir þvi, hve mörg þúsundum hekturum skógrækt- in hefur forðað frá eyðingu og hve mörgum hundruöum hektara lands hún hefur rækt- að upp af birki með friðun eihni saman. Við fáum ekkert, nema við reynum. — Gætuð þér sagt í nokkr- um orðum frá því helzta, sem skógræktin hefur unnið að á þeim tima, sem þér hafið gegnt starfi skógræktarstjóra? — Ef ég á að tala almennt um það, sem skeð hefur á þeim 32 árum, sem ég hef stjómað skógræktinni á ís- landi, þá er það helzt að segja, aö við höfum getað aflað okk- ur trjátegunda frá ýmsum stöðum víðs vegar um heim, sem hafa gefið tiltölulega góða raun mörg hver, sum ágæt. Önnur hafa náttúrlega mistek- izt eins og gengur, en ekkert fæst, ef ekkert er reynt. Það sem ef til vill er athyglisverö- ast viö þessa starfsemi okkar, er að við höfum til skamms tíma ekkert vitað um gróðrar- skilyrði á íslandi, en með þessum tilraunum í skógrækt, sem staðið hafa yfir frá alda- mótum. erum við allmiklu nær. I öðrum löndum dæma menn veöurskilyrðin út frá þeim náttúrulega gróðri, sem í hverju landi er. En eins og við vitum er gróðurinn hér á landi mest ísaldarleifar, og gefur því ekki minnstu hugmynd um, hvað hægt er að rækta í landinu. Okkur vantar, enn sem komiö er, nákvæmar uppl. um hvað sé hægt að rækta á íslandi. en skógræktin hefur á þeim ár- um, sem liðin eru frá því að hún hófst, sýnt fram á það nokkurn veginn, hvers við meg- um vænta. Vegna þess, c.3 við höfum plantað víðs vegar um landiö ótal trjátegundum, sér- staklega frá mjög mörgum stöð- um víðs vegar um heim, mun- um við innan áratugs fS nokk- uð nákvæmar upplýsingar um gróðurskilyröin á hverjum staö á landinu, þ. e. þegar við förum að sjá þroska hinna ýmsu trjá- tegunda. Þaö er auövitað lífs- spursmál fyrir Islendinga aS reyna að rækta og bæta sitt land, þannig aö það verði líf- vænlegt og rækta þá þær plöntutegundir á hverjum stað, sem mestan arð gefa af sér. Sem dæmi má nefna, að lerkið, sem viö höfum plantað á Hall- ormsstað gefur um 6 sinnum meira magn viðar af sér á ári hverju en birkið. Lerkið vex svo hratt, að þaö er fjárhagsleg- ur ábati af því að rækta slíkan við. Bæði greni og ýmsar furu- tegundir geta gerið okkur svip- aö, þegar lengra sækir og því skyldum við ekki notfæra okk- ur þetta. Það eru svæöi hér á landi, sem eru svo vel fallin til að rækta bæði lerki og önnur barrtré, að þaö er hrein fjar- stæða að nota þau til annars. En þetta tekur allt sinn tíma. — Hvað getlð þér sagt okkur um páskahretið árið 1963? — Við uröum fyrir dálitlu á- falli 1963, aðallega með sitka- greni, en það var fyrst og fremst vegna þess, að við sóttum fræ til staöa, sem voru ekki nógu líkir íslandi, hvað veðráttu snertir. En við vitum nokkurn veginn um staði í Alaska og Britsh Columbia. sem eru mjög • VIÐTAL DAGSINS er við Hákon Bjarnason, skógrækfarstjóra líkir okkar aðstööu, veðurfars- lega séð, og fáum við fræ þaðan til sáningar hér á landi, er bjöminn unninn. — Hvað getið þér sagt um starf skógræktarfélaganna og einstaklinga að eflingu skóg- ræktar á íslandi? — Það hefur oft berlega kom- ið í ljos, aö hér á landi er fjöldi manna, sem vill vinna að skóg- ræktarmálum. Það eru margir ágætir menn, sem stutt hafa við bakið á manni í þessu starfi, fyrst og fremst menn eins og Valtýr heitinn Stefánsson, rit- stjóri og aðrir úr stjórn Skóg- ræktarfélags íslands, menn eins og Hermann Jónasson, Há- -kon Guðmundsson, yfirborga- dómari, Guðmundur Marteins- son og margir, margir fleiri. Skógræktarfélögin eru miklu víðfeðmari félagsskapur en flesta grunar, þar eru yfir 8000 meðlimir og þó að margir þeirra séu óvirkir í daglegu lífi, er mikill stuðningur af þessum mönnum, þegar þeir koma sam- an til þess að vinna. Án skóg- ræktarfélagsskaparins í landinu hefði skógrækt almennt ekki miðað eins og gert hefur. Hún heföi auðvitað átt að vera kom- in le:.gra, ef íslendingar hefðu almennt haft skilning á nauð- syn þess aö græða landið upp, en þar stangast auðvitaö á hags- munir líðandi stundar og þess, sem menn vilja fórna fyrir framtíðina. Stefnubreyting í skógrækt um 1935. — í hverju er stefnubreyting sú, sem varð í skógrækt almennt á árunum 1930—’40, fólgin? — Þannig er mál með vexti, að þeir sem hófu skógrækt hér á landi um aldamótin, voru að- állega þrír Danir, sen unnu aö því 1899—1907. Þeir unnu ná- kvæmlega eftir sömu h'num, og við höfum unnið f seinni tíð. En aðstæöurnar voru þannig, að eftir 1913 var fé, sem variö var til skógræktar svo naumt, að mínum fyrirrennara var ekki unnt að sinna báöum hlutverk- um skógræktarinnar. Hann kaus ss* -fcR Hálsmelar, vestan gömlu girðingar nnar uni Vaglaskóg, voru friSaðir 1946. Þá sást hvergi birkigróður, en síðgn hafa kjarrskógar víða vaxið upp af gömlum rótum, sem leyndust í jörðu, eða af fræi. Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri þann kostinn aö friöa skóglendi og viö getum þakkað honum það, að Þórsmörk er þó það sem hún er í dag og Ásbyrgi er allt 'annað og gjörbreytt Hann friöaói líka Vaglaskóg og fjölda annarra staöa. Þetta var alveg skilyrðislaus nauösyn Kofoed Hansen, fyrirrennari minn, varaði sig ekki á þvi, að þær trjátegur.dir, sem við átt- um kost á um aldamótin, voru af svo misjöfnum uppruna, að þess var varla aö vænta aö þær tækju þroska. En þegar við fór- um að sækja trjátegundir af norðurslóðum fór fyrst eitt- hvað að miðr. Þær tegundir, sem nú lifa á Hallormsstaö, eftir fyrstu tilraunimar, eru háfjalla- tegundir sunnan úr Colorado- fylki í Bandaríkjunum. Þeir áttu þess ekki kost á þessum tima aö sækja fræ til Noregs að neinu gagni og noröurhluti N.-Ame- ríku var alveg lokað land á þeim tíma, þVí fór sem fór, að ár- angurinn af fyrstu erlendu trjá- tegundunum á Islandi var miklu minni heldur en menn væntu. Þetta orsakaði m. . að Kofoed Hansen sneri sér að mestu að friðun birkiskóganna. Aukið friðland. — Hvað getið þér þá sagt um það sem áunnlzt hefur með þess- arl frlðun? — Þaö má kannski segja, að við höfum lagt ofurkapp á aö flytja inn trjátegundir og hugs- að minna um að friða birkiskó0- ana. En á þeim tíma, sern liðinn er frá því aö ég tók við áriö 1935, hefur girt og friðað land aukizt úr 5800 ha lands í rúm- lega 31000 ha, svo að það verður ekki með sanni sagt að við höf- um vanrækt að friða land og friða birkisvæði. Árangurinn af friðuninni hefur og verið prýði- legur, þaö eru alls staðar fram- farir innan þessara girðinga, misjafnlega miklar auðvitað eft- ir ; staðháttum. Þá má ekki gleyma því, að landið vinnur frjósémi við að hvílast. Menn gera sér ekki almennt ljóst, að það er búið aö rýra svo íslenzk- an jarðveg og það er oft orsök þess, að plöntur veslast upp og deyja hjá fólki. Ég hef alltaf verið mjög tortrygginn við að planta miklu á víðavangi, en á- hugi fólks hefur oft verið þann- ig, aö þaö hefur ráðizt í stærri plantanir en jarövegurinn hefur þolaö, og þess vegna hafa alls konar mistök oröið, þ. e. ísæði vegna þess, að jarðvegurinn hefur ekki verið nógu frjór og einnig vegna veöurhörku. — Hver eru þau svæöi. sem nauösynlegast væri aö friða nú? -- Það vc.ntar eiginlega alveg yfirlit um, hvar þörfin er mest og oft ræður kylfa kasti, hvar Frámhald á bls 10

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.