Vísir - 25.07.1967, Síða 1
57. árg. - Þriðjudagur 25. júlí 1967.
167.
Unnu spjöli á Lákahnúkum
en högnuðust lítið
Mikil náttúruspjöll hafa
verið unnin á Lákahnjúkum
á Hellisheiði rétt við skíða-
skálann í Hveradölum. Hlíð-
inni upp af svonefndum Hafn
arfjaröarskála hefur verið
bylt við á löngum kafla og
miklar gjár verið grafnar inn
í hlíðina á tveimur stöðum.
Mestu spjöllin hafa verið unn
Hlíðinni fyrir ofan Hafnarfjarðarskálann hefur verið umturnað á stóru svæði eins og myndin sýnir. Náttúruspjöllin ná yfir þvera myndina.
Myndin er tekin úr fjallinu fyrir ofan Skfðaskálann í Hveradölum.
in í sumar. þó að eitthvað
hafi verið farið að hreyfa við
hlíðinni fyrr.
Tveir vörubflstjórar hafa stað-
ið fyrir skemmdunum í sumar,
en þeir hafa leigt sér leyfi til
að taka gjall i hiíðinni af Hjalla-
torfubændum í Ölfusi, en svo
nefnast nokkrir bæir í Ölfusi,
þar á meðal Hjalli, sem eiga
land þarna sameiginlega. Vöru-
bílstjóramir tveir eru þó hættir
að taka gjallið, enda mun fyrir-
tækið ekki hafa borgað sig. —
Þegar þeir voru búnir að taka
efsta gjalllagið í hlíðinni, reynd-
ist vera hart undir og erfitt að
vinna á gjallinu.
Vísir hafði tal af Birgi Kjar-
an, formanni Náttúruverndar-
ráðs, til að spyrja hann hvort
tilraun hefði verið gerð til að
stöðva þessi náttúruspjöll. Hann
sagði, að litið væri hægt að gera
þegar efnistaka væri annars veg
ar og einhverjir fjármunir væru
blandaðir í málin. Náttúruvernd
arráð gæti ekki bætt þá tekju-
skerðingu, sem viðkomandi yrðu
fyrir, ef þeir létu af því að taka
efni í landi sínu, þar sem ráðið
hefur lftið fjármagn með hönd-
um og hefði því ráðið ekki önn-
ur ráð en að æskja þess við við-
komandi að hafa náttúruvernd f
huga. — Birgir sagðist að vísu
ekki hafa heyrt um náttúruspjöll
in við Skiðaskálann, en gjalltaka
í nágrenni Reykjavíkur væri orð
in mikið vandamál. — Það, sem
er verst, sagði hann, er, að menn
viröast hafa litla hugsun á því
að taka gjallið helzt þar sem
Framhald á bls. 10.
Islendingar unnu Ungverju
í fjórðu umferð
Synjað um leyfi til að
reisa nýja. hvalveiðistöð
— og eru nú i 3-4 sæti — Bandarikin efst i A-riðli
íslenzka svei' u á stúdentaskák
mótinu í Tékkóslóvakíu stöð sig
með mikilli prýði, er hún í 4. um-
ferð úrslitakeppninnar sigraði ung
varsku sveitina, sem að öllum iík-
indum er sú sterkasta í þessum
riðli. Úrslitin urðu 2'/2—ll/2 Is-
landi í vii. Trausti geröi jafntefli á
1. borði, Guömundur Sigurjónsson
sem teflir á 2. borði vann sína skák,
Jón Þ. Þór geröi jafntefli á 3. boröi
og Bragi Kristjánsson gerði einnig
jafntefli á 4. borði. Verður þetta
að teljast mjög góður árangur hjá
íslendingunum, og við þetta færð-
ist íslenzka s- eitin úr 4—6 sæti i
3—4 sæti, en Ungverjar og Austur
ríkismenn eru fyrstir og jafnir með
9y2 vinning hvor sveit. í A-riðli
eru Bandaríkjamenn efstir.
Úrslit í B-riðli úrslitakeppninnar
uröu annars sem hér segir:
island—Ungverjaland 2y2—ll/2
Austurrfki—Skotland 2l/2—iy2
Holland—Kúba 2—2
Finnland—írland 3—1.
'itaðan í riölinum er þá þessi:
1.—2. Austurríki og Ungverja-
land 91/2 vinning hvor sveit.
Framhald á bls. 10
Verzlun Ó. Jóhannessonar á Vatns
eyri við Patreksfjörð sótti nýlega
um leyfi til að byggja nýja hval-:
veiðistöð á Vatnseyri til atvinnu- j
málaráðuneytisins, en samkvæmt
lögum frá 1949 er leyfilegt aö
reka tvær hvalveiðistöðvar hérlend.
is, með þeim fyrirvara að ráðherra
leiti til Fiskifélags Islands og Haf j
rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins
áöur en leyfið er veitt og þessar.
stofnanir báðar telji, að ekki veröi j
gengið á hvalastofninn með nýrri
hvalveiðistöð.
IHl*
ÞRiR PILTAR OLLUMIKLU TJÓNI
I ELLEFU INNBROTUM
Fyrir nokkru handtók lögregl
an tvo pilta að næturþeli, sem
báru á sér heilt safn innbrots-
verkfæra. Málið hefur verið f
rannsókn siðan og hafa piltarnir
játað að hafa framiö 11 meiri
háttar innbrot og þjófnaði, en
auk bess nokkur minniháttar.
Tveir lögreglumenn voru á
eftirlitsferð ■' Þverholtinu nótt-
ina fyrir 12. júlí, urðu þeir var-
ir ferða tveggja pilta seint um
nóttina. I hessu hverfi hafði ver
ið talsvert um innbrot um þaö
íeyti og því tóku þeir piltana tali
og grennsluðust fyrir um ferðir
þeirra. Þegar piltunum vafðist
tunga um tönn og svöruðu að-
eins út f hött, voru þeir færðir
niður á Iögreglustöð til frekari
athugunar.
Kom þá í ljós, þegar leitað
var á þeim, að annar þeirra bar
á sér heilt safn innbrotsverk-
færa, konungslykla, skrúfjárn
o.fl. Voru piltarnir settir í
geymsiu og síðan færðir til rann
sóknarlögreglunnar til frekari
yfirheyrslu.
Eftir talsverðar yfirheyrslur
játuöu þeir í yfirheyrslu hjá
Hauki Bjarnasyni, sem hafði mál
iö til rannsóknar, að þcir hefðu
brotizt inn á nokkrum stöðum
i borginni og stoliö talsverðu
fé í nokkur skiptin. Böndin bár-
ust að þriðja piltlnum, sem var
handtekinn nokkru sfðar og ját-
aði hann aö hafa átt hlutdeild í
4 innbrotum með hinum. Alls
játuöu piltarnir á sig 11 meiri
háttar innbrot og þjófnaði og
nokkur minni. Mesta þýfið, sem
þeir höfðu haft á brott með sér
af einum stað, nam 14.600 kr.
en hjá því fyrirtæki höfðu þeir
brotizt inn þrisvar sinnum og
stolið peningum í öll skiptin.
Víðast höfðu þer þó minna upp
úr krafsinu og sumsstaðar ekk-
ert.
Skemmdir sem piltamir ollu i
þessum þjófaleiðöngrum sínum,
námu margfallt meiri upphæð,
en nokkum tíma þýfið. Stærsta
bótakrafan, sem gerð var á hend
ur þeim, eftir að málið upplýst-
ist hljóðar upp á 40.000 kr.
l Allir hafa þessir piltar komið
við sögu lögreglunnar áður.
Einn hafði á sér 15 mánaða fang
elsisdóm. Annar hafði biðdóm
og sá þriðji viðriðinn mál, sem
var í rannsókn hjá lögreglunni.
Stofnanirnar töldu báðar óráð-
legt að leyfa nýja hvalveiðistöð og
á grundvelli þess var Vatnseyrar
fyrirtækinu synjað um leyfið. Fyr
irtækið fékk leyfi til að reka hval-
veiðistöð árið 1949, sem gilti til 10
ára, en að því er Torfi Þórðarson
fulltrúi í atvinnumálaráöuneytinu
sagði Vísi í morg i, eru forsendur
leyfisins nú brostnar með nýju
mati á hvalastofninum. Forstjóri
Verzlunar Ó. Jóhannessonar
er Friðjón Jóhannesson, annar
Vatnseyrarbróðirinn, en hann rit
aði undir umsóknina um leyfið.
25 laxar á eina
ístöng í Laxá í Kjósj
Mjög góð veiði hefur verið1
' í Laxá i Kjós aö undanfömu j
»eins og flestum laxveiðiám á i
* Suður- og Vesturlandi, enda eru j
! laxagöngu^ nú miklar. Siðastlið-,
i inn fimmtudag komu 50 laxar á <
»land í ánni, en þar af fengust J
j 25 laxar á eina stöng, sem er j
veiðimet í sumar. 15 laxar feng
[ ust á aðra stöngina þennan dag (
> en 10 laxar á þriðju stöngina.
• Tveir menn voru um stöngina,
I sem mest fékk, þeir Guðbjartur j
i Franzson og Svavar Magnússon ■
[ Laxamir voru flestir 4 — 8 pund.
, Næstbezta daginn í Laxá í Kjós
i í sumar fengust 40 laxar yfir
| daginn. Um næsUíðustu helgi
voru komnir 450 laxar á land í
[ ánni, svo að búast má við að nú
i séu þeir komnir upp undir 600.
uom