Vísir - 25.07.1967, Page 5

Vísir - 25.07.1967, Page 5
V í S IR . Þriðjudagur 25. júlí 1967. Neyzla á grænmeti og ávöxt- um fer stöðugt vaxandi hér á landi og alltaf bætast við nýjar grænmetis og ávaxtategund- ir á markaðinn. Púrrur, grænn pipar, ferskjur, plóm- ur, allt hefur þetta komiö á markaðinn á síðustu árum. Nú fer senn að nálgast sá tími, að krækiber, bláber og rifsber veröa fullþroska og alltaf eykst áhugi húsmæðra á að not- færa sér þessa hollu og góðu fæðu. Við höfum gert smá könn un á grænmetiskvörnum, berjapressum og rifjárnum sem hér eru á markaðnum og kom- umst við að raun um að tölu- vert fjölbreytt úrval er af þess um vörum hér í verzlunum. Einna mesta athygli hjá okkur vakti lítil og handhæg kvörn, sem kostar 158 krónur (stærri gerð væntanleg á 298 kr.). Kvöm þessi kallast NEM og er dönsk eins og nafniö gefur til kynna, og er úr ryðfríu; stáli. NEM hefur fengið sérlega góða dóma hvarvetna fyrir hve ein- föld hún er í notkun og upp- þvotti. Það má næstum segja að hægt sé að hakka allt I henni kjöt, grænmeti, hnetur, súkku- laði, brauð, appelsínubörk o. fl. Sérstaklega má mæla með kvörninni fyrir konur með lítil börn, sem þurfa brytjaðan mat því sérstaklega fljótlegt er að nota hana. Hún er ekki fest á borð og er hægt að hakka beint á diskinn. Af stærri kvömum sáum við '^t.d. franskar kvamir, sem standa á borði og eru þær meö mismunandi plötum, sem settar eru í kvarnirnar eftir því hvað á að hakka. Ein geröin sem kallast MOULIN-LEGUMES og kostar 148 og 230 krónur (eftir stærð), er með sérstakri plötu fyrir ber og smágerða ávexti, og er hún notuö mest sem berja- pressa. MOULI-JULIENNE kost ar 105 og 195 krónur og er gerð sérstaklega fyrir hrátt grænmeti og ávexti og- er mjöf afkasta- mikil og tilvalin fyrir stór heim íli. Einnig eru fáanlegar sér- stakar berjapressur, mjög hand- hægar og þægilegar á kr. 117,00, ost og brauðmýlsnurifjám á 51,70 og einnig sáum við sér- staka möndlukvörn á fæti, sem kostar 213,00 kr. Mjög margar gerðir erú fáanlegar af ýmiskon ar rifjámum og er veröiö allt frá 15 kr. og upp I 60 krónur. Að lokum örfáar ábendingar í sambandi við grænmetisnotk- un: Munið að þvo grænmetið Framh á bls 13. Síður samkvæmiskjóll úr hvítu ullarkrepi. Sniðið er mjög ein- falt og eina skrautið er perlu- saumur í hálsmálinu. Dagkjóll úr þunnu ullarjersey. •vyjíí! Islenzk fízkusýningarstúlka kynnir hausttízkuna ; Nú er hausttízkan óðum að koma fram í dagsins ljós, og erlendis má gera ráð fyrir að hvað úr hverju fari vetrarfatn- aðurinn að koma í verzlanir, en hingað kemur hann yfirleitt ekki fyrr en í september. Hápunktur hausttízkunnar er samkvæmis- klæðnaðurinn, og' bíða margar konur með eftirvæntingu eftir fréttum af fyrstu tízkusýning- unum, þar sem hann er sýndur. Hérlendis hafa samkvæmiskjól ar oft setiö á hakanum enda var það svo til skamms tíma, að á aöeins örfáum stórhátíðum og stórdansleikjum var boðaður samkvæmisklæðnaður. Nú fær- ist sífellt í aukana að konur noti samkvæmiskjóla í matar- boðum og almennum dansleikj- um um helgar ,enda er hverri konu nauðsynlegt að finna sér af og til tækifæri til að klæða sig reglulega upp. Auk þess eru t.d. síðir samkvæmiskjólar allra kjóla klæöilegastir, flest snið njóta sín mikið betur á síðum kjólum, og það er eftirtektar- vert hvað konur fá mikið meiri reisn og tign yfir sig. Hérlendis er nú stödd íslenzk tízkusýningarstúlka, Björk Guð mundsdóttir, búsett í Svíþjóð og hefur hún meðferðis allmarga kjóla frá ‘frægu dönsku kjólafyr irtæki, „Racell“, en hún hefur sýnt mikið fyrir fyrirtækið í Svíþjóð. Kjólar þessir eru seldir á öllum Norðurlöndunum, nema á íslandi, og ef markaður reyn- ist fyrir þá hérlendis, þá mun fyrirtækið senda mann hingað upp til að gera frekari samn- inga. Við heimsóttum Björk og fengum að líta á kjólana, og gátum ekki betur séð en þetta væru sérstaklega vandaðir og vel frágengnir kjólar, þarna eru bæði samkvæmiskjólar og léttir kvöldkjólar, t.d. úr ullarkrepi. Allir eru kjólarnir alfóöraöir með nælonfóðri, en efnin 1 kjól unum eru mjög mismunandi, silki, chiffon og margar gerðir af skemmtilegum þunnum ullar- efnum. Kjólarnir eru allir gerðir samkvæmt hausttízkunni, enda tekur fyrirtækið alla eldri kjóla af sýningarskránni vor og haust. Ekki virðist um neinar stórbreyt ingar frá í fyrra vera aö ræða í samkvæmistízkunni, einfald- leikinn er allsráðandi og bein eða útsniðin pils eru á flestum kjólunum. Indverski stíllinn er mjög ríkjandi, og fylgja honum ýmiss konar gyllt bönd og legg- ingar. Samkvæmisbuxnadragtir eru enn mjög mikið í tízku, þótt ekki hafi þær slegiö virkilega í gegn hérlendis ennþá. Kannski eiga þær eftir að verða vinsæl- ar hér næsta vetur, en þess má þó geta aö þær kretjast yfir- leitt sérlega góðs vaxtarlags. Vonandi eiga þessir fallegu kjól ar eftir aö koma hér í verzlan- ir, en samkvæmt því, sem Björk sagði okkur verða líklega flestir á 2 til 3 þúsund út úr verzlun. Það vakti sérstaka athygli iilii Hér er buxnadragt úr ljósrauðu silki. Jakkinn er nokkuð síður eins og við sjáum, en það er mjög mikið í tízku, bæði við buxur og pils. okkar, að kjólarnir heita all- ir nöfnum, og eru það til dæmis nöfn eins og Helga, Ragna, Sól- veig og Gyða, pg ættu því ein hverjar íslenzkar stúlkur að geta fundið „nöfnu sína“ meðal þess ara kjóla. NEM kvörnin er sérstaklega handhæg og aðeins samansett úr þremur lilutum og því mjög þægileg í uppþvotti.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.