Vísir - 25.07.1967, Side 13
V1SIR . Þriðjudagur 25. júlí 1967.
13
Danir vinna sigur á ryðinu
Siðan jámöld hófst í heimin
um hefur ryð verið hinn mesti
skaðvaldur. Menn hafa gert ýmis
legt til að koma í veg fyrir að
ryð settist á málmhluti. en með
misjöfnum árangri, og begar ryð
ið einu sinni var búið að kom-
ast í hlutinn var ákaflega erf-
itt að ná fyrir útbreiðslu þess.
Fyrir nokkru síðan sendi dansk
ur efnafræöingur, Thorleif Fritz,
frá sér nýtt efni, sem hann kall
ar Iropast ,og hefur það vakið
óhemju athygli, enda reynzt frá
bærlega vel til að ná ryði, og
þá eingöngu ryöi, þvi lakk og
málningu eða öðrum cfnum ger
ir það ekki neitt, aðeins ryðið
hverfur' og það gjörsamlega.
Blaðamaður Vísis reyndi þetta
nýja efni nýlega, en það hefur
nú verið flutt inn í fyrsta sinn,
enda ekki vanþörf á hér, þar
sem sjávarseltan veldur oft
miklu ryötjóni. Efnið er kvoðu
kennt og er þvi smurt á ryð-
flötinn og síðan látið bíða þar
til þaö er þurrt og þá skolað af
með volgu vatni og l'löturinn
þveginn og þurrkaöur og er nú
tilbúinn undir grunnmálningu.
Mörg erlend fyrirtæki hafa
reynt. Iropast og liafa gefið því
hina beztu einki«n. Má þar
nefna firmu eins og Ford, ýmsar
danskar rannsóknarstofur og fyr
irtæki í járniðnaðinum.
Danir gera sér nú miklar von
ir með þetta nýja efni próf.
Fritz, sem hefur komið sér fyr-
ir í gömlu mjólkurbúi, sem hafði
verið lagt niöur i Fjellerad á
N-Jótlandi.
ÚLFAR í ÞÓRSMÖRK
— og lækkar fargjöldin
Ferðaskrifstofa Úlfars Jacobsen,
mun nú sem endranær fara móp-
ferð í Þórsmörk um verzlunar-
mannahelgina. Má gera ráð fyrir að
þetta verði stærsta hópferð ársins
eins og undanfarin ár, þegar far-
þegamir hafa verið 400—1000.
Eins og kunnugt er hafði ferða-
skrifstofan forgöngu um að flytja
skemmtikrafta inn á Þórsmörk um
þessa helgi siðastliðin 5 ár og hef-
ur jafnframt boðið þangað með sér
ýmsum æskulýðsleiðtogum. Er þess
skemmst að minnast er séra Bragi
Friðriksson hélt þar helgistund á
sunnudagsmorgni helgarinnar.
1 ár hefur málum skipazt svo,
að Hjálparsveit skáta í Reykjavík
mun annast allt skemmtihald á
Þórsmörk um þessa helgi.
Ferðaskrifstofa Úlfars Jacobsen
vill taka fram, að þag er með full-
um stuðningi skrifstofunnar að
skátar sjá um skemmtiatriðin, enda
hefur skrifstofan lánað þeim til af-
nota allan útbúnað sinn í Þórsmörk
og ráðin hefur verið hljómsveit!
sú, er feröaskrifstofan hafði áður
ráðið til þessarar helgar, Toxic.
Farig verður í Þórsmörk frá
ferðaskrifstofunni bæði á föstudag
og laugardag. Á föstudag klukkan
20.00, en laugardag klukkan 13.00
—15.00.
Þá verða ferðir til baka á mánu-
dag kl. 10.00 til 16.00. Fólk er
beðig að gæta þess, að að þessu
sinni verður hver og einn að gæta
síns farangurs, þar eð ekki verð-
ur sérstakur flutningsbíll með í
ferðinni. Afgreiðsla á bílum ferða-
skrifstofunnar verður við sérstak-
an staur neðan girðingar í Húsa-
dal, og svo vitanlega á skrifstof-
unni í Austurstræti 9 í Reykjavík.
Þá skal þag sérstaklega tekið
fram, að þar sem skrifstöfan losnar
að þessu sinni við tugþúsunda
kostnað vegna skemmtanahalda,
verða fargjöld til farþega lækkuð
sem því nemur. Veröur Ferðaskrif-
stofa Úlfars Jacobsen því með
lægstu fargjöldin í Þórsmörk að
þessu sinni.
FERÐIR - FERÐALÖG
LANDSÝN — INNANLANDSFERÐIR
Daglegar ferðir: 1. Gullfoss—Geysir—þingvellir o. fl.
2. Hvalfjörður—Uxahryggir—Þingvellir. 3. Krýsuvík-
Grindavík—Reykjanes—Bessastaðir. 4. Þingvellir, um
Grafning, hringferö. 5. Sögustaðir Njálu, sunnud. og
fimmtud. 6. Borgarfj.—Kaldidalur—Þingvellir, sunnud. og
miðvikud. 7. Hvalfjörður, kvöldferðir. 8. Þingvellir, kvöld-
ferðir. 9. Borgarfj.—Snæfellsnes, 21/2 dagur, brottför
mánud. og föstud. kl. 20. 10. Surtseyjar- og jöklaflug.
Bróttfar frá skrifstofunni i allar ferðir.— Útvegum bif-
reiðir fyrir 3—60 farþega í lengri og skemmri ferðir og
einnig leiguflugvélar af ýmsum stærðum.
l/\n nsy n t
FERÐASKRIFST
Laugavegi 54 Simar 22875 og 22890
O F A
LANDSÝN UTANLANDSFERÐIR
Danmörk — Búlgaría 17 dagar og lengur, et óskað er.
Brottfarardagar: 31. júli, 21. ágúst, 4. og 11. september
IT ferðir til 9 landa. Seljum í hópferðir Sunnu. Fram
undan vetrarferðir: Gullfoss 21/10 og 11/11 1. farrými
Rússlandsferð 28/10 i tilefni 50 ára byltingarinnar. Far-
ið á baðstað ) Kákasus. Nánar auglýst síðar. Fleiri ferðir
á döfinni. Feröir meg þekktum erlendum ferðaskrit
stofum, norskum, dönskum. enskum, frönskum, ítölsk-
um o. fl. Leitiö upplýsinga.
LANDSBNh
FERÐASKRIFSTOFA
Laugavegi 54 Simar 22875 og 22890
Fararstjóri í Þórsmörk verður
hinn landskunni fararstjóri, Guð-
mundur Magnússon.
(Frá Ferðaskrifstofu
Úlfars Jacobsen).
Kvennasíða —
Framh. af bls. 5
lauslega upp úr köldu vatni fyrir
notkun .aldrei úr volgu eða
heitu vatni. Þurrkið grænmetið
t.d. með grisju áður en þið ríf-
ið það. Við blöndun á grænmetis
salati verðið þið alltaf að fara
varlega, svo að grænmetið kless
ist ekki of mikið.
Og svo eru hér tvær upp-
skriftir af auðveldum salötum:
EPLASAI.AT:
Blandið þúnnúm eplasneiðum
með litlum sneiðum af tómöt-
um og hellið oliu og edik blöndu
yfir, setjið örlítið af hvítlauk
og mikið af hakkaðri persillu.
Bezt með skinku eða köldu
nautakjöti.
FRANSKT BLÓMKÁLS-
SALAT:
100 g. mayonnaise, 1 mat-
skeiö tómatkraftur, lítið blóm-
kálshöfuö, karry, salt og pipar,
ólívur. Rífið blómkálið (hrátt)
og blandið tómatkraftinum og
mayonnaise saman við. Kryddið
vel og blandið ólívusneiðum sam
an við. Mjög gott með ristuðu
brauði.
uwehðaw^16-
unniii,.
þvottastöðin
SUÐURLANDSBRAUT
SIMI 38123 OPIÐ 8 -22,30
SUNNUD. 9 - 22.30
Auglýsið í VÍSI
REYKVÍKINGAR — FERÐAFÓLK
Hringferð um
Þjórsárdal
Á einum degi gefst yður tækifæri til að ferð-
ast um eitt af fegurstu héruðum landsins, að
skoða minjar sögunnar, og sjá með eigin aug-
um hluta framkvæmda við stærsta mannvirki
landsins.
í hringferðum okkar frá Reykjavík um Þjórs-
árdal er m. a. komið við á eftirtöldum stöðum:
Skálholti, Stöng, Gjánni, Hjálp. Við Búrfell
er að rísa stærsta mannvirki, sem þjóðin hefir
færzt í fang að reisa. Af Sámstaðamúla sést
vel yfir hluta framkvæmdasvæðisins.
í fylgd með kunnugum fararstjóra eigið þér
kost á óvenju fróðlegri, þægilegri og ódýrri
ferð. — Farið frá B.S.Í., Umferðarmiðstöðinni
alla sunnudaga kl. 10.
alla miðvikudaga kl. 9.
Komið aftur að kvöldi.
Upplýsingar gefur B.S.Í., sími 22300.
LANDLEIÐIR H.F.
Hafnfirðingar —
Hafnfirðingar
Stærsti málverka- og bókamarkaöur, sem haldinn hef-
ur veriö í Hafnarfirði, er í Góötemplarahúsinu. —
Fjölbreytt úrval, mjög lágt verð á málverkum og bókum.
Notið þetta einstæöa tækifæri. — Opið til kl. 10 e. h.
MÁLVERKA- og BÓKAMARKAÐURINN
í GÓÐTEMPLARAHÚSINU