Vísir - 27.07.1967, Side 5
5
VI SIR . Fimmtudagur 27. júlí 1967.
Vöxtur og vaxtarleysi
Einn stærsti liöfuöverkur kon
unnar í gegnum aldimar hefur
löngum veriö að halda sér i
hæfilegum holdum. Líklega
lenda allar konur einhvemtima
í því aö þurfa að grenna sig
eða fita, þó aö hið fyrmefnda
sé stórum algengara nú á dög
um. Það er orðið æöi langt síð-
an það var í tízku að vera hold-
ugur og í dhg berjast allar tízku
dömur og raunar allflestar ung-
ar konur meira eða minna við
að líkjast unglingspilti í vexti.
Þetta er mikil og erfið barátta
og ófá ráð hafa konum verlð
gefin til að ná árangri. Að vlsu
hafa hinar svokölluðu kynbomb
ur alltaf haft leyfi til að hafa
dálítið meira hold en tízku-
dömurnar, enda munu margir
karlmenn ekki vera alls kostar
hrifnir af unglingspiltavextin-
um.
Hér á íslandi heyjum við líka
þessa baráttu fyrir lfnunum og
þær eru æði margar, sem ekki
voga sér að mæta á bikini í
sólbað, nema vera vissar um að
enginn sjái tiI.Við lesum ógrynni
af matarkúrum og mörgum tekst
að ná árangri við að grenna sig,
en þær eru samt ófáar, sem
hafa gefizt upp við þetta allt
saman og sitja heima óánægðar
og leiöar og bryðja sælgæti sér
til dægrastyttingar. Þær reyna
kannski f nokkra daga, en gefast
siðan upp og allt sezt f sama
farið.
Auðvitaö er stærsta orsökin í
flestum tilfellum hreinlega skort
ur á viljastyrk ,en traust á
sjálfum sér og vissa um að þetta
takist er undirstaða til að ná
Hinn konunglegi enski skósmiður, Edward Rayne, hefur sent á
markaðinn þykksólaöa kvenskó, eins og þá, sem voru I tízku á
áratugnum milli 1940—1950. Þessir skór eru gulllitir með hálfháum
hæl og munu kosta sem svarar um 1800.00 krónum fslenzkum.
Hr.Rayne segir að þ?ssir skór séu sérstaklega gerðir vlð stuttu
tízkuna. Hér til vinstri sjáum við þessa nýju skó, en til hægri eru
skór frá 1948.
árangri. Það er merkilegt að
flestar konur, sem geta einu
sinni grennt sig, verulega geta
það oftast nær aftur. Hræðslan
við að fitna verður þess oft vald
andi ,að konur hugsa sí og æ
um mat og smám saman fer
matarræðið að hafa óeðlilega
mikla þýðingu f lífi konunnar
og árangurinn verður offita.
Þessum konum skal ráðlagt
að reyna að gera allt sem þær
geta til að hugsa ekki um mat.
Telja ekki hvern matarbita, sem
þær láta ofan í sig, heldur reyna
að beina huganum á önnur svið.
Það er ekki tilviljun að flest-
ar konur grennast þegar þær
hafa eitthvað að glíma við sem
tekur hugann, hvort sem það
er skemmtilegt eða ekki. Ný
áhugamál, tómstundaiðja eða
einhverjar breytingar á lifnaðar
háttum er æskilegt til að venja
sig af ofátinu.
Allir ósiðir, svo sem að kaupa
sér sælgæti í hvert sinn sem
skroppið er út að verzla, eða
að taka ævinlega heilan nestis
pakka með sér f rúmið, verða
ag víkja, auk alls narts á milli
mála. Ef ykkur tekst þetta, þá
er hreint ekki vfst að þið þurfið
svo mikið að hugsa um línum-
ar, það sem eftir er. Kostirnir
við svona megrun eru því mjög
miklir, þar sem venjulegir mat
arkúrar standa helzt ekki yfir
nema nokkrar vikur, og þá er
konan oft svo fegin að þessu
er lokið og svo ánægð yfir að
vera orðin grönn, að hún tekur
til við átið ákafari en nokkru
sinni fyrr. Ásamt þessari megr
un, sem við vorum að tala um,
er ágætt að stunda einhverjar
lfkamsæfingar eða íþróttir, því
þær gera það sem enginn kúr
getur gert, þær styrkja og stæla
vöðvana, auk þess sem góðar
æfingar geta fegrað vaxtarlag
og hreyfingar til mikilla muna.
Það er ekki tilviljun, aö all
flestar ballettdansmeyjar og
leikfimikonur eru vel vaxnar,
Uppáhaldsréttur
ungfrú fsland
Fyrir skömmu birtust í ensku
blaði myndir af þremur feg-
urðardrottningum og fylgdu
myndunum uppskriftir af uppá-
haldsréttum þeirra. Stúlkumar
voru ungfrú England, ungfrú
Indland og ungfrú fsland, Guð-
rún Pétursdóttir. Þær eru allar
sammála um að réttur matur
sé mjög þýðingarmiklll fyrir út
litið og heilsufarið og hér kem
ur uppáhaldsréttur ungfrú ís-
land:
„OFNSTEIK f POTTI“
3y2 lbs. neðri hluti hryggjar
(útbeinaö).
1 tesk. salt.
14 tesk. garlic salt.
Nýmalaður pipar.
2 bollar kjötseyði, niðursoð-
iö eða seyði af 3 súputen-
ingum.
3/i bolli chili sósa.
1V2 tsk. soyasósa.
4 þunnar lauksneiðar.
Hitið ofninn í 425 gr. Látið
kjötið í þungan pott og setjið
í ofninn i 30 mínútur. Takið
út og setjið kryddið, laukinn,
kjötseyðið og sósumar saman
wjlpfnr1; "• í isSBÉIiiÖa:: ' ::|1||
■■ r' - jlp
Kynþokki hefur
sjaldan veriö eins í
hávegum hafður og á
síöustu tímum. Oft
ganga tákn hans út i
öfgar eins og við
sjáum á vaxtarlagi
nýlátnu kvikmynda-
dísarinnar, sem
myndin er af.
Eins má minna á
Twiggy, sem er hin
andstæðan, en vöxt-
ur hennar eða rétt-
ara sagt vaxtarleysi
hefur verið mikiö til
umræðu. — Hvað
sem tizkan kann þó
aS heimta hverju
sinni, hlýtur per-
sónuleikinn þó alltaf
að skipta mestu máli
og segja miklu
meira um konuna
heldur en ummál
og þyngd.
þó að sumar séu að vísu heldur
vöðvamiklar.
Að öðru leyti má segja um
megrun, að hver kona veröi að
finna sér sína eigin aöferð við
að grenna sig eftir hennar eig-
in skaphöfn, sumar eru bráðar
og nenna ekki að biða vikum
saman eftir árangri, aðrar eru
meira hægfara og taka þessu
með ró og þolinmæöi. Það er
líka ákaflega mismunandi hvern
un, og margar konur hafa hceint
ekki taugakerfi fyrir slíkt, að
maður tali ekki um vinnugleð-
ina, og lífskraftinn, sem gjama
dvína stórlega imdir strongum
kúr.
Finnið ykkar eigin aðferð og
vissan um að hún sé örugg og
að þiö getið gripið til hennar
hvenær sem þið þurfið á að
halda, veröur til þess aö þiö
þurfið aldrei að nota hana aftur.
ig konur þola t.d. snögga megr
Neyzla tómata fer sífellt vax-
andi hérlendis og þeir seljast yf
irleitt jafnóðum og þeir koma í
verzlanir. Reynt hefur verið að
frysta tómata og geyma til vetr-
arins, en eftirspum er svo mikil
eftir þeim, að ekki er gert ráð
fyrir að neinar birgðir verði eft
ir í haust. Tómatar eru mikið
notaðir sem álegg og með ýms
um kjöt- og fiskréttum, en þeir
eru lfka mjög góðir bakaðir i
ofni eða sterktir á pönnu, t.d.
með eggi og bacon. Hreint
tómatsalat er gert á eftirfarandi
hátt:
Tómatsneiöar eru settar £ skál
ásamt smátt brytjuðum lauk og
út á það er sett sósa úr 1 tsk. af
frönsku sinnepi, salti og pipar
og blöndu af ediki og olíu (einn
hluti af ediki á móti 4 — 6 hlut-
um af olíu). Bezt er að geyma
salatið á köldum stað í nokkra
tíma áður en það er borið fram.
Ungfrú Island, Guðrún Péturs-
dóttir.
við, látið lok á pottinn og setj-
ið í 374 gr. heitan ofn í 2^í
klst. Snúið kjötmu nokkrum
sinnum.
Gerið sósu úr soðinu eftir að
aukafita hefur verið fjarlægð.
Borðist með bökuðum kartöfl-
um. Nægir fyrir 4—6 manns.
KENNARA VANTAR
að Gagnfræðaskóla Húsavíkur. Aðalkennslu-
greinar: erlend mál.
Uppl. eru veittar hjá skólastjóra og Ingvari
Þórarinssyni, formanni fræðsluráðs.