Vísir - 27.07.1967, Side 13

Vísir - 27.07.1967, Side 13
VÍSIR . Fimmtudagur 27. júlí 1967. 13 ^MLDIHMLS” nicVii r.siiOuvöriii* eru bcxtar i ferðalagxð Enn ein gæða vara frá CO INC. N. Pepsi, Pepsi-Cola og Mirinda eru skrásett merki, eign P E P SIC O INC N. Y. f3i ,E .lÍtlöVgrtW—'ltgS Freyðandi, ferskt og svalandi Mirinda appel- sín. Nýja appelsínið á nýrri flösku sem eykur ánægjuna. Samningar — Framh. af bls. 8 er ekki allt Rhodesiumegin vegna refsiaögerðanna , heldur einnig Bretlands vegna tapaöra viöskipta, sem kunna að vera þeim töpuð að fullu, og tapið enn tilfinnanlegra vegna stööv- unar viðskipta milli Bretlands og Arabaríkjanna. Aö því er Rhodesiu varðar ætti fjárlagafrumvarp nýlagt fram að tala sínu máii, en þaö er annað fjárlagafrumvarp stjómar innar frá því Rhodesía lýsti yfir sjálfstæöi sínu, en Wrathall fjár málaráðherra kvað hafa tekizt á undangengnum 20 mánuðum að ná greiðslujöfnuði viðhalda fjör- legu efnahagslífi og afstýra verð bólgu. 1 brezkum blöðum er því hald ið fram, að á þeim 7 mánuðum sem liðnir eru síðan er Samein uðu þjóðimar fyrirskipuðu við- skiptabann á Rhodesiu hafi í reyndinni mörg aðildarlönd auk ið viðskipti sín við hana Af hinum stóru viðskiptalöndum Rhodesiu hafi Bretland eitt fram fylgt banninu. Wilson getur ekki hvikað frá stefnunni um meirihlutastjóm sem mark, en nái hann sam- komulagi um meirihlutastjórn stig af stigi, væri málið leyst. — ef — ef harðsnúnir hvítir menn í Rhodesiu fallast á slíka lausn og jafn harösnúnir blökkuleið- togar ýmsir í Afríku, en vitaö að þeir krefjast harðari refsiað- gerða og samgöngubanns við Rhodesiu og hér er um að ræöa leiðtoga landa í brezka sam- veldinu. Einn þessara leiðtoga er Ali Simbule ambassador Zam bíu (nágrannarikis Rhodesiu) í London. Hann sagði nýlega, að í Rhodesiumálinu væri b.rezka .stjómin „eins og tann- islpps, skriþandi bol.abítur“. - .s^rt Á.imeöfylgjandi mynd er Sim bule klæddur skikkju þeirri er hann gekk í á fund drottningar Bretlands. Á skikkjunni er mynd af Kenneth Kaunda for- seta Zambíu og orðið „frelsi" er á hana letrað sem og tákn- myndir ýmsar. Simbule baöst síðan afsökunar á ummælum sínum um brezku stjómina, en á þann hátt að ekki verður beint sagt, að hann hafi „étið þau ofan í sig“. A.Th. AUGLÝSING um gjalddaga og innheimtu opinberra gjalda í Reykjavík. Næstu daga veröur gjaldendum opinberra gjalda í Reykjavík sendur gjaldheimtuseðill þar sem tilgreind eru gjöld þau er greiða ber til Gjaldheimtunnar samkvæmt álagningu 1967. Gjöld þau sem innheimt eru sameiginlega og tilgreind eru á gjaldheimtuseðli eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, námsbókagjald, lífeyristryggingagjald atv.r., slysatrygginga- gjald atv.r., iðnlánasjóðsgjald, alm. trygginga sjóðsgjald, aðstöðugjald, tekjuútsvar, eignar- útsvar, kirkjugjald, atvinnuleysistrygginga- gjald, kirkjugarðsgjald, launaskattur, sjúkra- samlagsgjald og iðnaðargjald. Það, sem ógreitt er af sameiginlegum gjöldum 1967 (álagningarfjárhæð, að frádreginni fyrir- framgreiðslu pr. 14. 7. s.l.), ber hverjum gjald- anda að greiða með 5 afborgunum, sem nánar eru tilgreindar á seðlinum, þ. 1. ágúst, 1. sept., 1. okt., 1. nóv. og 1. des. Séu mánaðargreiðsl- ur ekki inntar af hendi 1.—15. hvers mánað- ar, falla öll gjöldin í eindaga og eru lögtaks- kræf. Gjaldendum er skylt að sæta því, að kaup- greiðendur haldi eftir af kaupi þeirra tilskild- um mánaðarlegum afborgunum, enda er hverjum kaupgreiðanda skylt að annast slík- an afdrátt af kaupi að viðlagðri eigin ábyrgð á skattskuldum starfsmanns. Gjaldendur eru eindregið hvattir til að geyma gjaldheimtuseðilinn þar sem á honum eru einnig upplýsingar um fjárhæð og gjalddaga fyrirframgreiðslu 1968. Reykjavík, 26. júlí 1967. Gjaldheimtustjórinn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.