Vísir - 29.08.1967, Síða 7

Vísir - 29.08.1967, Síða 7
7 V1SIR. Þriðjudagur 29. ágúst 1967. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Wilson tekur við yfírstjórn efnahagsmála og tilkynnir víðtækar breytingar á stjórn sinni Andstæðingablöð brezku stjóm- arinnar em mörg býsna harðorð í gagnrýni sinni á hana í rit- stjórnargreinum í morgun, sem fjalla um breytingar þær, sem Wilson boðaði í gær. Telja blöð- in það byggjast á óskhyggju, að af breytingunum leiði, að takist að afstýra þeim háska, sem þjóðinni sé búinn, vegna rangr- ar stefnu í þessum málum. Harold Wilson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti í gær víðtækar breytingar á stjóm sinni og voru þá ekki liðnir fullir tveir sólarhring ar frá því hann kom til Lundúna úr sumarleyfi sínu. — Mikilvægasta breytingin er sú, að Wilson tekur persónulega í sínar hendur yfir- stjórn efnahagsmálanna, en hinn nýi efnahagsráöherra er Peter Shore, 43 ára að aldri, sem ekki hefur átt sæti f ríkisstjórninni nema tæp 3 ár. Sú ákvörðun Wiisons, að taka persónulega við yfirstjórn Frakkar og kjarn- orkuvopnin Parísarfréttir herma, að fremur lítig hafi verið sagt um þaö f blöð- um og ötvarpi, að ríkisstjómir Bandaríkjanna og. Sovétríkjanna lögðu fram samhljóöa tillögur um bann við frekari útbreiðslu kjam- orkuvopna. Eftir þeim ummælum að dæma, sem fyrir hendi eru, hafa Frakkar ekki áhuga á málinu, og munu ekki telja sig bundna af slíkum sátt- mála. Peim er það mikilvægt mál og metnaðarmál að komast í tölu i kjarnorkuvelda. efnahagsmálanna á sér ekki for- dæmi á frfðartímum. Meginástæðan fyrir, aö hann tók þessa ákvöröun, er talin hin mikla fjölgun atvinnu- leysingja, en þeir eru nú orðnir yfir 550.000 talsins, eða miklu fleiri en Wilson gerði ráð fyrir fyrr á árinu. Vonazt er til, að ákvöröun- in verði til þess að þagga niður f þeim, sem harðast hafa gagnrýnt stjóm efnahagsmálanna, þ. e. af leiðtogum verkalýðssamtakanna Peter Shore verður forsætisráðherr anum dag hvern til aðstoðar og ráðuneytis ásamt Callaghan fjár- málaráðherra, sem heldur sæti sínu í aðalstjóminni. Fyrrverandi efna- hagsmálaráðherra Michael Stewart á áfram sæti í aðalstjórninni (cab- inet) sem fyrsti ríkisritari (Secret- ary of State), en Jay verzlunarráð- herra var beðinn að víkja úr ríkis- stjóminni. Alls víkja 5 ráðherrar úr aðalstjórninni, þeirra á meðal Herbert Bowden og Bottomley. — Patrick Gordon Walker verður menntamálaráðherra. Douglas Jay, sem lætur af emb- ætti verzlunarráðherra, hefur gagn- rýnt stefnu stjórnarinnar, m. a. um sóknina um aðild að EBE. Bowden samveldisráðherra veröur forseti stjórnar Óháða sjónvarpsins og aðl- aður. Anthony Crossland mennta- málaráðherra tekur við af Jay. — Michael Stewart lætur af embætti efnahagsmálaráðherra og tekur við ! embætti til samræmingar félags- I legra mála og annarra innanlands ! opinberra mála. Við embætti hans ] tekur Peter Shore, sem fyrr var j getið. Viö embætti Bottomleys tek- ! ur Reginald Prentice. Harold Wilson Sovét-herþotur í Uppsalaheimsókn Sovézkar herþotur komu til Upp- sala-flugvallar í gær. Er þetta vináttuheimsókn af; hálfu sovézka flughersins og hin i fyrsta til vestræns lands. Heim- ! sókninni lýkur á fimmtudag. Sam-, komulag varð um heimsókn þessa í heimsókn yfirhershöfðingja Svfa, Torstens Rapps til Sovétríkjanna fyrir nokkru. FÉLAGSLÍ F Knattspyrnufélagið Valur. Skíðadeild. Aðalfundur Skíðadeildar Vals, — verður haldinn að Hlíðarenda — þriðjudaginn 5. sept 1967. kl. 20.30 Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Bourguiba hirtir Nasser 66 Bourguiba forseti Túnis hefir á ný mælt aðvörunarorð til Araba- Aukinn útflutn- ingur norskra fiskafurða Norðmenn fluttu út fisk og fiskaf urðir á fyrra misseri ársins fyrir 741 milljón krónur (norskar) og var þetta 91, millj. kr. meira en á sama tíma í fyrra. Stóraukinn útflutntngur sildar- mjöls seinustu mánuði er ein orsök þcssa fremur óvænta árangurs. — Síldarmjölsútflutningurinn á fyrra misseri þessa árs nam 103 millj. n.kr. Einnig jókst útflutningur á saltfiski, en útflutningur á frystum fiski minnkaði um 22 millj. nkr. mið að við fyrra misseri ársins 1966. ríkjanna þess efnis, að bau verði að viðurkenna ísrael og fella niður áróður um að „þurrka ísrael af landabréfinu". Hann gagnrýndi einnig þau ,,mis- tök“ að banna ísrael siglingar um Akabaflóa, en það hafi stuðlað að því, aö til styrjaldar kom í júní. í yfirlýsingu, sem birt var sl sunnudag segir hann : „Ríkið ísrael hefir hlotið viður- kenningu bæði Bandaríkjanna og i Sovétríkjanna. Þaö er í félagsskap ■ Sameinuðu þjóðanna og aðeins Ar- ‘ abar ógna tilveru þess. Við þessar I aöstæður er tilgangslaust að halda | ; áfram að virða að vettugi þessar j : itaðreyndir". Þessi áskorun Bourguiba kom I rétt á eftir að lauk fundi hans og j ; Husseins Jórdaníukonungs í fyrri j viku. Talið er, að meg því að endur | taka kröfu sína um endurskoðun i 1 á afstöðu Araba, sem hann bar | frarh fyrir 2 árum, er hann hafn- aði árásarstefnu á ísrael, hafi hann viljað beita áhrifum sínum á gerð- ir fundar æðstu manna Arabaríkj- anna í Khartoum og að horfið yrði frá óraunsærri afstöðu, sem myndi verða til þess ag deilur hörðnuðu enn varðandi Austurlönd nær, en um þau mál er svo ástatt, að hvorki gengur né rekur. Eitt Lundúnablaðanna birti þessa frétt undir fyrirsögninni „Bourgu- iba.hirtir Nasser". Bein lína milli Kreml og Downing Street 10 Sáttmálinn um beint loftskeyta- samband milli sovétstjómarinnar og brezku stjómarinnar var nýlega undirritaður í London og Moskvu. Hér er um að ræða beint sam- band milli Kreml og nr. 10 Down- ing Street. Samkomulag varö um sáttmálann í heimsókn Kosygins í febrúar í ár. Ottast gagnbylt- ingu í Kína í blaöi í Shanghai kemur t’ram, að innan kommúnistaflokksíhs em menn, sem farnir em ag hallast að því, að þaö veröi Mao-fylkingin í flokknum, sem bíöi ósigur að lok- um í þeim átökum, sem nú eiga sér stað í Kína. Blað þetta er vinveitt Mao og nefnist Web Wei Bao. Blaðið segir, að sumir kommún- istar vilji ekki játa, að horfumar séu góðar fyrir Mao, vegna þess, að dagar gagnbyltingarinnar nálg- ist. Blaðið gagnrýnir líka herinn fyrir mistök í stuðningi við rót- tæka menn. — Sums staðar f Kína hafa hersveitir neitað að ganga f lið með öörum aðilanum. Rauðir varðliðar hafa gagnrýnt afskipta- leysi hersins. Hryðjuverkamenn upprættir í Rhodesíu Þaö er talið að þaö hafi verið um 50 hryðjuverkamenn, sem rhod- esískar öryggissveitir áttu í höggi vig í vikunni sem leiö. Öryggissveitir studdar þyrlum voru langt komnar með að uppræta það, sem eftir var af fylkingunni, en hún er sögð hafa fengið þjálfun í Zambíu, en því er neitað þar. Nær allir munu nú hafa verið hand teknir eða felldir. Rap Brown við sama heygarðshorn ið Rauðir varðliðar gera árás á grískt skip í Shanghai-höfn London : Rauðir varðliðar iögöu hendur á áhöfn grísks flutninga- skips, sem lá fyrir akkerum í höfn- inni í Shanghai. Er frá þessu skýrt í útvarpsfréttum frá Moskvu. í fréttinni er sagt, að skipstjór- mn hafi rifiö í tætlur samning sinn við Kínverja og siglt til hafnarbæj- arins Nachodka og beðið um lækn- ishjálp fyrir sjálfan sig og nokkra skipverja sína. Það voru um 200 rauðir varð- liöar, sem réðust á skipið, eftir að skipstjórinn hafði beðið yfirvöldin um að stilla til friðar milli hafnar- verkamanna, sem áttu þar í inn- ; bvrðis bardögum. Útvarpið í Moskvu gat ekki um, ! itvenær þetta hefði gerzt, en sagt var, að hér væri um leiguskip að ræða, sem leigt hafi verið til flutn- ! inga milli Kína og erlendra hafna. ið hefðu og særzt í Vietnam af Bandaríkjamönnum, væru 22 af hundraði blakkir, sem berðust þar gegn brúnum fyrir málstað hvíta mannsins. Hann sakaði hvíta menn að nota sér Vietnamstyrjöld- Blökkumannaleiötoginn banda- ríski Rap Brown flutti mikla æs- ingaræðu í gær, segir í fregn frá Detroit, og kvað hann þátttakend- urna í upp]>otinu þar í borg i júlí, er 42 menn létu lífið, hafa staðið sig vel. Áheyrendur hans voru um 2000 blökkumenn. Hann kallaði uppþot- in ,,styrjöld“ og ráðlagði mönnum að „hætta að ræna og byrja að skjóta" 1 varpsmenn, sem voru á fundarstaðn Brown er 24 ára og formaður um til þess að taka myndir, en ræð stúdentanefndar, sem hefir að | an var flutt af þaki leikhúss í vest- um ina til þess að ná marki sínu, fæð- ingatakmarkanir og svelti blökku- mannabörn og héldi viö óréttlátu réttarfari, allt í sama tilgangi. Kastað var grjóti á hvíta sjón- marki að vinna að málum blökku- manna „án ofbeldis" ! í ræðu sinni minntist hann á styrjöldina í Vietnam og kvað það enga tilviljun, aö af þeim sem fall- urhluta borgarinnar, þar sem upp- þotin urðu í mánuðinum sem leið. Fundarmenn dreifðust þegar ræð- unni lauk, án þess að neitt frekara gerðist.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.