Vísir


Vísir - 29.08.1967, Qupperneq 16

Vísir - 29.08.1967, Qupperneq 16
Þriðjudagur 29. ágúst 1967. Maður í varðhald grunaður um nauðgun Lögreglan handtók um hádegi á sunnudag mann nokkum, kærðan fyrir nauðgun. Hafði lögreglunni borizt kæra frá ungri konu, sem sagðist hafa verið á dansleik á laug ardagskvöldið og hitt manninn þar. Hafði hann boðið henni heim til sín til samkvæmis, sem hann sagð- ist ætla að halda þar um nóttina, en þegar heim til mannsins kom, voru ekki aðrir í samkvæminu en þau tvö. Þar segir hún hann hafa nauðgað sér. Var hún öll blá og bólgin eftir barsmíðar og kom í ljós að maðurinn var rifinn og klóraður. Hann hefur viðurkennt að hafa átt mök við konuna. Situr hann í gæzluvarðhaldi, en málið er í rann- sókn. HRÖKTUST FIMM SÓLARHRINGA í GÚMMBJÖRGUNARBÁ TNUM — 80 skip og fjórar flugvélar tóku þótt í leitinni að Stíganda — Áhöfninni bjargað um borð í Snæfugl í gær % Á tíunda tímanum í gærkvöldi fann síldarleit- arskipið Snæfugl gúmmbjörgunarbát með 12 manna áhöfn af vélbátnum Stíganda frá Ólafsfirði. Mennirnir voru allir heilir á húfi og varð því mikill fögnuður í heimahöfn skipsins, þegar þessi tíðindi spurðust. — Við vorum orðnir alvar- lega uggandi um afdrif skips- ins, sagði Hannes Hafstein, fulltrúi Slysavamafélagsins, þegar Vísir átti tal við hann í morgun. Stígandi hefur að öllum lík indum sokkið mjög fljótlega Guðmundur vann B-riðilinn Ásamt tveim öðrum Heimsmeistaramóti unglinga í skák, sem fram fór í Jerúsalem í ísrael lauk í gær. Guðmundur Sig- urjónsson tók þátt í mótinu fyrir íslands hönd. Hann fékk ekki til- skllinn vinningafjölda í undan- keppninni til að öðlast rétt til keppni I A-riðli úrslitanna, en sig- urvegarlnn í þeim riðli hlýtur nafn- bótina „heimsmeistari unglinga í skák 1967“. Guðmundur keppti í B-riðli úrslitanna og var hann efst- ur i riðlinum ásamt tveimur öðrum skákmönnum. Mót þetta, sem staðið hefur yfir frá miðjum ágústmánuöi, hefur ekki vakið mikla athygli, einkum vegna þess, að flest A.-Evrópurikin sendu ekki keppendur til mótsins, vegna styrjaldar Egypta og Israels- manna. Undantekn'ing eru þó Rúm- enar, en rúmenski þátttakandinn stóð sig þó frekar slælega, varð í 6. og 7. sæti í A-riðlinum. Úrslit í mótinu urðu þessi: A.-riðill: 1. Julio Kaplan (Puerto Rico) 6y2 vinning. 12. Keene (England) 5]/2 vinning. 3. Timman (Hollandi) 5 vinninga. 4. Huebner (V.-Þýzkal.) 4y2 vinn. Úrslit B-riöils: 1.—3. Guðm. Sigurjónsson 7 vinn. 1.—3. Matera (USA) 7 vinn. 1.—3. Woodhams (Ástralíu) 7 v. 4. Lombard (Sviss) 6 vinninga. Þátttakendur í hvorum riðli voru 9 talsins. Guðmundur var aldrei í ; efsta sæti riöilsins, en sótti sig j nokkuð ef á keppnina leið og tókst að krækja í efsta sætið i síðustu umferðinni. Þessi mynd er tekin á reikningsnámskeiðinu í Hagaskóla í morgun. Kennt eftir nýja reikn- ingskerfínu næsta vetur Reikningsnámskeið fyrir bamaskólakennara var sett í gærmorgun í Hagaskóla á vegum Fræðsiumálaskrifstofunnar og Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur- borgar. Helgi Elíasson fræðslu- málastjóri setti námskeiðið, en síðan flutti Jónas B. Jónsson stutt ávarp. Á námskeiðinu eru nú 80 kennarar, 55 úr Reykja- vík, en hinir úr nágrenni Reykja víkur og nokkrir frá Akureyri Qg Húsavík. Kennarar á námskeiðinu eru Agnete Bundgaard yfirkennari frá Danmörku, Guðmundur Arn- laugsson, rektor og Björn Bjarnason dósent. Fer kennsian fram í Hagaskólanum frá 9 — 12 f.h. og 1.30 til 4 e.h. Gcrt er ráð fyrir að næsta vetur verði kennt eftir bessu nýja kerfi í allfiestum 7 ára bekkjum barna- skólanna hér í Reykjavik, og verður þá notuð bók sú, sem kennurum er kynnt á þessu námskeiði, en hún er eftir Agnete Bundgaard og Eeva Kytta. Námskeiðinu verður slit- ið 6 seotember. eftir að hann hélt af stað frá miðunum suður af Svalbarða, því að gúmmbjörgunarbátur- inn fannst tiltölulega skammt frá veiðisvæðinu, eða á 73.50 N. br. og um 4 gr. A. 1. — Og skipið hefur sokkið mjög snögglega, þar sem skipverj- um virðist ekki hafa gefizt neitt tóm til þess að senda út neyðarkall. — Hafa þeir svo hrakizt um það bil fimm sólarhringa í björg- unarbátnum áður en þeir fund- ust. Ekki hefur reynzt unnt að ná tali af skipverjunum af Stíganda, sem nú eru um borð í Snæfugli um það bil 500 mílur NNA af Raufarhöfn á leið til lands, þar sem skipið er ekki í kailfæri og skipverjar hafa ekki viljað gefa neitt upp um tildrög slyssins ennþá. Seinast heyrðist til Stíganda á miðvikudag, þar sem hann var búinn að innbyrða um 240 lestir af síld og var að halda af stað frá miðunum. Tilkynnti hann síldarleitinni um afla sinn sem hann hafði fengið f mjög góðu kasti, svo að Sigurbjörg frá Ólafsfirði háfaði einnig úr því töluveröan slatta. Skipstjóri á Stíganda, Karl Sigurbergsson, mun ekki hafa gefið neitt ákveöið upp um það hvort hann ætlaði til lands, eða að Jan Mayen, þar sem síldar- tökuskipin lestuðu síld úr bát- unum. Gísli Árni lagði af stað af miðunum rétt á undan Stíganda og var kominn til lands á laug- ardag. Þegar ekkert hafði spurzt tii Stíganda á mánudagsmorgun var farið að óttast um hann og Framh. á 10. síðu. rrSVÁtM«>í & VEíOí- Kortið sýnir svæðið, sem' leitafi var á i gær. Gúmmbjörgunarbátur- inn fannst á 73.50 gr. N. br. og 4. gr. A 1., eða um 180 sjómilur norðaustur af Jan Mayen ísfisksölur í júlí 7 milljónir kr. — Togararnir l'ónduðu 5.855 lestum heima Fimm togarar og sex fiskibátar seldu ísfisk á erlendum markaði í júlímánuði fyrir samtals um 9 milljónir íslenzkra króna. Togar- arnir seldu í Hull og Grimsby, samtals 965 tonn fvrir samtals 6.969 millj. krónur ísl.. eða að meðaltali 7.21- fyrir hvert kíló. Bátarnir seldu hins vegar í Grimsby og Aberdeen, 175,542 tonn fyrir 1.905.587 krónur, eða 10.86 kr. að meðaltali hvert kg. Fremur lítið hefur verið um ís- fisksölur í sumar og togararnir hafa þegar landað i Reykjavík meiri afla, en þeir lönduðu þar allt árið í fyrra, eins og frá var skýrt í Vísi fyrir skömmu. Má bú- ast við vegna ’tolla á þýzka mark- aðinum og söluhöftum í Englandi að minna verði um ísfisksölur i haust en undanfarin ár. I nýútkomnum Ægi segir að afli togaranna hafi verið allgóður í júlímánuði en þó mun minni en í júnf, sem var einn bezti v$iði- mánuður togaranna hin sfSari ár. — Á innlendum markaði var land- að 5.855.6 lestum úr 25 veiðiferðum í mánuðinum. Bilvelta hjó Akureyri Bílvelta varð í gærkvöldi kl. 9 hjá Fálkafelli, vestan og ofan við Akureyri. Tveir menn voru þar á ferð niður fjallið, þegar ökumaður- inn varð var annarrar bifreiðar, sem kom á móti þeim. Vék hann þá bifreið sinni til hægri og heml- aði um leið, en þá skreið bíllinn til og valt út af veginum. Fór bfll- inn heila veltu og staðnæmdist að lokum á hjólunum aftur. Menn- imir báðir sluppu ómeiddir en bif- reiðin stórskemmdist.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.