Vísir - 16.09.1967, Blaðsíða 4
Utn þessar mundir eru sýningar
hafnar í Kaupmannahöfn á mynd-
inni „You Only Live Twice“, 4.
James Bond-myndinni og þeirri
dýrustu. en það er um leið síðasta
myndin, sem Sean Connery fer
með hlutverk 007. Hann hefur
fyrir löngu neitað að leika í fleiri
myndum með njósnaranum fræga
James Bond — sagzt vera orðinn
leiður á hlutverkinu og er farinn
að leika í öðrum myndum.
Hann á þó frægð sína mest að
þakka leik sínum í kvikm. ,,Dr.
No“, „Goldfinger" og „Með ástar-
kveðju frá Rússlandi“. — Annar
framleiðandanna, Harry Saltz-
man, hefur þó ekki látið hugfall-
Myndin hefur orðið framleiðendunum ákaflega dýr, enda til einskis
sparað. Dýrasti liður myndarinnar var uppsetning eldflaugastöðv- ;
arinnar í eldfjallinu, þar sem Spectre hefur höfuðbækistöðvar sinar.
Næst kom svo nokkurs konar vasaþyrla, sem Bond hefur með sér
í ferðatöskum.
Um tíma verður James Bond að ganga um dúlklæddur sem Japani
til þess að villa um fyrir andstæðingum sínum, sem þekkja hann
orðið of vel.
Núi! núll sjö í Japan
Henni er það
llt en það
fer henni vel
Claudia Cardinale er fædd 1940
í Túnis og man eðlilega ekkj eft-
ir stríðinu á árunum 1939 til 1945,
— „Því hentaði það afar vel,“
segir hún sjálf, „þegar menn
sneru sér til mín til þess að leika
hlutverk þýzk-, fransk- og ítölsk-
ættaðrar stúlku á vixl í kvikmynd
inni „Allar hetjurnar dóu“.
Atburðir myndarinnar eru látn-
ír gerast í París eftir stríðslok.
„Þar með var skorturinn á raun-
veruleika í myndinni orðinn
alger", sagði hin glaðlvnda ítalska
kvikmyndadís.
Hún hafði meðal annars í huga,
þegar hún sagði þetta við blaða-
menn um þátt hennar í mynd-
inni, sem unnið er nú að í Holly-
wood, að í henni er hún látir,
koma fram ,sem mikill íþrótta-
unnandi. Það er varla sú íþrótta-
grein til, sem hún er ekki látin
skara fram úr í myndinni. Hlaup,
golf, froskmannsköfun og fleira.
En hún hefur sjálf sagt við ann
að tækifæri, að næst á eftir
makkarónum landa sinna hataði
hún íþróttir mest. Þær væru
henni með afbrigðum ógeðfelldar.
Því verður þó ekki í móti mælt,
að hún tekur sig vel út f íþrótt-
um.
Fátt er henni ógeðfelldara en golf,
en það bara klæðir hana að með-
höndla golfkylfuna.
ast, þó Connery fáist ekki til
þess að fara með hlutverkið i
fleiri myndum, ef gerðar verða,
en hefur hins vegar sagt ,að auð
velt verði að fá annan Bond.
Myndin „You Only Live Twice“
(Þú lifir aðeins tvisvar) gerist í
Japan, þar sem Spectre hefur kom
ið upp höfuðstöðvum sínum í eld
fjalli. Þar hefur glæpafélagið kom
ið sér upp nokkurs konar Kenn-
edvhöfða, en agentinn 007, hinn
ósigrandi, kemst í hann krapp-
an ' viðureigninni við bófana,
jafnvel þótt honum hafi verið séð
fyrir helikopter, sem hann getur
pakkað niður f ferðatöskur.
Henni er það mjög á móti skapi að hlaupa, en það fer henni vel
4, að hlaupa um í náttúrunni og hoppa.
\
* Þjóð á ferð og flugi
Aldrei hafa Islendingar átt
þess kost að ferðast jafnmikiö
og ódýrt til annarra Ianda og
nú í ár, enda hefir fólk ekki lát-
ið á sér standa, margt fólk,
sem lafnvel aldrei hefir haft að-
stöðu -til að leggja land undir
fót, hefir nú brugðiö fyrir sig
( betrf fætinum og farið á fiakk.
!Er aðeins gott til þessa að vita.
En það þykir hlns v<tg».r nokkur
Ijóður á ráði fólks, hversumiklu
Íkaupæbl íslenzkir ferðamenn
eru haldnir, einkum kvenfólkið.
Auðvitað vill fólk geta verzl-
að ,þar sem vörurnar eru ódýr-
i astar og vöruúrvaTlð er mikið.
/ En þessi verzlun, sem er hreint
) ekki lftil, veldur áhyggjum, fyrst
og fremst vegna þess að ríkis-
sjóöur missir þarna tolltekjur,
verzlunarstéttin verulegan spón
úr aski sínum og svo fer mikill
gjaldeyrir í hlut erl. verzlunar-
manna, sem annars félli í hlut
þeirra íslenzku, þvf aö viö verð-
um að gera ráð fyrir ,að heild-
söluverð erlendis sé nokkru
læg,a, en útsöluverð úr búðum.
Er nú jvo komið, að nauð-
synlegt hefir þótt aö skammta
úthlutun á gjaldeyrl til ferða-
manna. Og áhrifin láta ekki á
sér standa, fólk í feröahugleið-
ingum spyrst fyrir um mann,
sem þekkir mann, sem hugsan-
lega gæti átt nokkur sterlings-
pund eða dollara. Og þeir ,sem
nýkomnir eru úr ferðalagi er-
lendis segja, að nú hafi gengiö
á íslenzkum krónum breytzt í
erlendum bönkum. Nú er steri-
ingspundið sclt á 150 íslenzkar
krónur i stað 135 króna fyrir
örfáum vikum. Og afleiðingam-
ar láta ekki á sér standa, þeir,
sem eiga pund hér, eru sagðir
vilja fá svolitla uppbót á geng-
isskráninguna. Þetta var slæm
þróun mála, og er vonandi, að
árferðið breytist svo til batnaðar
nú á næstu vikum ,að hægt
veröi að létta af þessum óþægi-
legu höftum, sem einungis skapa
svartamarkað og brask.
Það- verður aldrei brýnt nægi-
lega fyrlr fólki að sýna þann
þegnskap að fara gætilega með
l'jármuni sína ,ekki sízt í erlend-
um gjaldeyri, svo að ekki þurfi
að grípa til haftaverzlunar, því
að slíkt kemur aftur í koll. Þó
að i augnablikinu sé hægt að
kaupa hagstætt erlendis, getur
það skyndilega breytzt til hins
verra, ef fólk er ekki samhuga
um að gæta varúðar í meðferð
fjármuna, þannig að nauðsyn
yrði að breyta um verðlag á öll
um innfluttum vörum, því að
gengisskráning getur ekki staö-
izt gjaldeyrisþurrð né höft.
fslenzkir ferðamenn, viö öll,
mcgum ekki láta baö sannast á
okkur, að í erlendum verzlunum
séum við eins og kálfar, sem
sleppt er lausum á vordegi, og
kunnum engan veginn fótum
okkar forráð.
Þrándur f Götu.