Vísir - 16.09.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 16.09.1967, Blaðsíða 12
12 V í SIR . Laugardagur 16. september iau. ha'lda suöur, til þess að mæta lest inni við Syðrafljót, viku áður en hún kemur til Denver“. „Hver sagöi yður þaö“. „Það skiptir ekki máli, Gear- hart herforingi. Við tökum. stefn- una f austur tafarlaust, í veg fyrir vagnalestina". Sér til takmarkaðrar ánægju komst Gearhard herforingi að raun um, að ekki þurfti nema örstutt oröaskipti viö frú Massingale til aö örva hugsanastarfsemi hans og herða á blóörásinni miklum mun betur, en þó hann hefði þeyst hálf- an dag á ljónviljugum klárhesti. Satt bezt að segja, þá hugsaði hann af meira kappj þessa stund- ina, en harin hafði gert árum saman. Hafðu stjóm á þér, sagði hann við sjálfan sig. Gættu þess að hækka ekki röddina. Mundu gamla máltækiðiþegar tveir deila, bíður sá lægra hlut, sem hærra hefun. „Ef ég skil yöur rétt“, mælti hann rólega en kuldalega, „hafið þér £ hyggju aö hglda með kvenna leiðangur yðar austur á bóginn, í því skyni aö komast í veg fyrir Wallington-Iestina á auðnunum meðfram Syðrafljóti. Er það rétt?“ „Hárrétt". „Og þegar þér komið í veg fyrir lestina, geri ég ráð fyrir aö þér efnið til einhverra hópaðgerða, i þvi skyni að fá hr. Wallingham ofan af því að birgja Denverbúa ^xp af vínföngum. Rétt til get- ið ... ?“ „Einmitt". „Þér munduð fara erindisleysu. Frank Wallingham er Hollending- , ur. Sauöþráasti Hollendingur, sem enn er í heiminn borinn". „Og ég er sænsk, herforingi", svaraöi frú Massingale. „Sauöþrá- inn er einmitt sænskur að upp- runa“. Því átti herforinginn auðvelt með að trúa, samkvæmt kynnum sínum af frú Massingale. „Setjum sem , svo, að sauðþrái yðar hafi ekki , nein áhrif á hr. Wallingham. Setj- , um sem svo, að hann haldi áfram för sinni, hvað sem hver segir. Hvað takið þér og leiðangurskon- ur yðar þá til bragðs? Reynið að stöðva lestina með valdi? Eða kannski þið ætlið að leggjast flat- ar fyrir vagnhjólin í von um að 'hann hafi ekki kjark til að láta aka yfir ykkur?“ „Ég veit ekki með vissu hvað viö kynnum að taka til bragös, Gear- hart herforingi. En ég er yður þakk- lát fyrir síðustu ábendinguna. Þá aöferð hafa bindindismenn enn ekki reynt, að því er ég bezt veit“. . Það varð löng, spennu möignuð þögn. Gearhart herforingi veitti því nú fyrst athygli, að bæði foringjar og óbreyttir riddaraliðar hlýddu á samtal þeirra, og biðu þess bersýni- lega með óþreyju, að hann missti stjóm á skapi sínu. Hann sá Louise dóttur sína standa skammt fyrir aftan frú Massingale, teinrétta, dá- lítið föla að vísu, en með saman- bitnar varir. Þaö var auðséð, að hún hafði tekið þá ákvörðun að fylgja foringja sínum, hvað sem á dyndi, af lífi og sál. Sem snöggv- ast varð hann gripinn ákafri löng- un til að þrífa f öxl henni, leggja hana á kné sér og rassskélla hana duglega. En hann sat á ,sér,, hér. var hvorki stund né staður til að beita föðurlegum myndugleik. „Þér gerið yður að sjálfsögöu grein fyrir því, frú Massingale", mælti hann undur rólega, „að ef þér gerið alvöru úr þessari heimsku legu ákvörðun yðar, verðiö þér sjálf ar aö taka afleiðingunum?" „Eigið þér við það, að þér og riddarasveit yðar veiti okkur þá ekki frekari fylgd?“ „Einmitt. Það er einungis skylda mín ag veita hópum óbreyttra borg- ara fylgd á milli bæja og borga — hversu heimskuleg sem erindi þeirra kunna að vera. Hins vegar er ekki nokkur leið að réttlæta það, að ég sé með menn mína á hring- sóli fram og aftur um óbyggðimar í slagtogi við 25Q hálfgeggjaðar kvenpersónur, sem hafa fengið þá flugu £ kollinn að stöövá vagna- lest með löglegan farm, meg því að leggjast undir hófana á múldýr- unum“. „Ég geri ekki ráð fyrir að yður sé alvara, herforingi". „Þér eigið eftir að komast að raun um hvort svo sé“. „Ég geri mér fyllstu grein fyrir staðreyndum, Gearhart herforingi. Ef þér neyðið okkur til' aö halda leiðar okkar, fylgdar og vemdar- lausar, Qg eitthvað alvarlegt kemur fyrir okkur, munu þrjár milljónir reiöra kvenna ganga af hermála- ráöuneytinu dauðu“. „Þér hagið oröum yðar miður heppilega, frú Massingale. Og ég tek guð til vitnis um það, að ef ég gæti beitt yður valdi — sem ég því miöur ekki get — þá mundi ég neyöa yöur til að halda yður heima, þar sem öllum heið- arlegum konum ber að halda sig“. Cora Templeton Massingale föln- aði við, og brot úr andrá var sem neðrivörin titraði. Ef um aðra konu hefði verið að ræða, mundi Gearhart foringi hafa tekiö það sem óbrigðulan fyrirboða þess, að hún mundi grípa til þess hættu- legasta vopns, sem konur hafa yfir að ráða — táranna — en frú Mass- ingale var bersýnilega harðari i horn að taka en svo, að henni værj grátgjarnt. „Kerjð ,feér; sælir, Gearhart her- foringi. Þakka yður alla þá vel- vild sem þér hafið auðsýnt mér“. Áð svo' mæltu brá hún hart við, stökk upp í léttikerru sína, leit um öxl til leiðangurskvenna, sem beð- ið höfðu úrslitanna, þögular og svipgneypar, og kallaöi hátt og skýrt: „Eruð þið reiöubúnar að fylgja mér?“ : „Já“, svöruöu þær 249 einum rómi. „Af stað!“ Svipuólarnar smullu, hófar skullu við steina, hjólin snerust. Riddaraliðarnir gripu í skyndi í taumana á hestum sínum, svo þeir slægjust ekki í hóp með gunn- fákum valkyrjanna, því næst tóku þeir ofan, sveifluöu höttunum og ráku upp fagnaðaróp. Herforing- inn var ekki í vafa um, að lúðra- sveitin mundi hafa gripið til hljóð- færa sinna, hefði tími unnist til, og fylgt konunum úr hlaði meö dynjandi hergöngulagi. „Þögn!“ hrópaði hanri. Og það varð djúp löng þögn. Allra augu störöu á eftir hinni óhernaðarl. fylkingu, sem nokk- ur hafði augum litið, þar sem hún hélt í austur og hvarf eftir stund- arkorn bak við ásana. Buell und- irforingi blimskakkaði augunum á herforingjann og mælti hranalega: „Guð minn góður, herforingi... henni var þá alvara!" „Við sjáum hvað setur ...“. „Er yður alvara, herforingi?" „Ég tefli aldrei skák viS konur, undirforingi", svaraði herforinginn „því að þær hlíta ekki neinum regl um“. Hann hikaði, en aöeins andar tak. „Segið mönnunum að spretta af hestunum. Viö dokum héma við í bili — ef til þess skyldi koma, að konumar sæju sig um hönd“. „Og geri þær það ekki?“ „Látiö spæjara okkar fylgja þeim eftir. Segið þeim aö gæta þess vand lega, að þær sjái ekki til ferða þeirra, og hafa stöðugt samband við okkur. Ef þær lenda í einhverj um alvarlegum vandræðum, kom- um við þeim að sjálfsögðu til aö- stoöar". „Haldið þér aö til þess komi?“ „Nei, það held ég ekki”, svaraöi Gearhart herforingi hranalega. — „Hér eru hvorki fjandsamlegir Indí- ánar né heldur hvítir menn á hundr að mílna svæði...“. Þaö er sannað mál, að þeir her- foringjar em snjallastir ,sem endur skoða ákvarðanir sínar hvaö eftir annaö, eru nógu sveigjanlegir til að breyta þeim, ef nauðsyn krefur og stööugt reiðubúnir aö skipta um bardagaaðferð ef eitthvað óvænt kemur fyrir. Þetta var Thaddeusi Gearhart gefið. Þegar leið að há- degi, skálmaöi hann fram og aftur um tjald sitt og braut heilann án afláts um færar leiðir úr þeirri sjálfheldu ,sem hann var kominn í. Þurfið þér að kaupa, selja eða skipta á íbúð? Leiðbeini og aðstoða við kaup, sölu og skipti á íbúöum og öðru húsnæði. Hefi verið beðinn að auglýsa til sölu eða í skiptum eftirfarandi eignir: Tvær þriggja herbergja íbúðir í Austurbænum. Húseign á eignarlóö við Vitastíg sem er tvær þriggja herbergja íbúðir auk tveggja stakra herbergja í kjall- ara og iönaðarhúsnæði á baklóðinni. Tvær fimm herbergja íbúðir í skemmtilegu homhúsi viö Hraunbæ. Húsið er í byggingu og eiga íbúðimar að afhendast tilbúnar undir tréverk og málningu á kom- andi vori. Eina næstum fullgerða fimm herbergja endaíbúð við Hraunbæ. Sú íbúð afhendist fullgerö. Eina 160 fermetra sér hæð í nýju húsi á fallegum stað í Kópavogi. Konráð Þorsteinsson. — Sími 21677* FERÐIR - FERÐALOG IT-ferðir — Utanferðir — f jölbreyttar. Lágu fargjöldin 15. sept. IT fargjöLdin tii 31. okL Hagkvæm viðskipti. Almenn feröaþjónusta. L/\N DSaNI- FERÐASKRIFSTOFA LAUGAVEGl 54 . SÍMAR 22875 - 22890 Berjaferðir á hverjum morgni kl. 8.30, þegar veður leyfir. Ágætis berjalönd. Pantanir skráðar á skrifstof- unni. Útvegum fyrirvaralaust allar stærðix bifreiða í lengri og skemmri feröir. Hagkvæmt verð. Reynið viðskiptin. LAN DSbl N FERÐASKRIFSTOFA LAUGAVEGI 54 . SÍMAR 22875 - 22890 TME KWkOF PORT BANAGA flPVISESTHAT AMOTHER RfWROTL WtG SJOtMH 0*1 / ns wtno I VOUR RUB8ER- \ PLAMÍAnOU . TME fltO&ALE ot- iBF WORKERS fS LOW B£ CMISE OF CONSTANT DELAVS M BEtHG PAJP.. rrs AFFECTfNÖ THE OUTPtrr OF RU88ER/ „Bankinn í Banaga tilkynnir aö annarri um hafa vinnuafköst verkamannanna í „Ég býst við að ég veröi að meðhöndla launasendingu hafi verið stolið á leiðinni til gúmmíekrunni versnað". þetta mál sjálf. Paritaöu far fyrir mig með (•»/( «11 •M.tOI.MM RMttUHANnSiiUAl'V <lMt 3SÍ23 OI'ID 8^-2?..3 SUMMHn 3! gúmmíekru yðar". „Vegna tafa á launagreiðsl næstu flugvél til Banaga". i-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.