Vísir - 16.09.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 16.09.1967, Blaðsíða 3
VlSIR • Laugardagur 16. september 1967. 3 Höndlaðir af Kristi Matt 8, 5, 13. Það eru margir sem vilja trúa en finnst þeir ekki geta þaö. Þeir segja sem svo: Ef ég aöeins gæti trúað, trúað í alvöru á Guð, ef ég mætti öðlast þetta traust á Guði sem veitir frið og hvíld. — Mikið vildi ég til vinna til, aö fá fullvissu um að trú mín sé rétt g sönn. Ef þaö er satt, að trúin flytji fjöll, verð ég að viður kenna, að ég þekki það ekki, því að einmitt, þegar ég hef mesta þörf fyrir kraft trúarinnar, þá veitist mér erfiöast að trúa. Og þegar ég heyri Jesús segja við ein hvern: Mikil er trú þín, þá verð ég hræddur, því að ég hugsa sem svo, hvað skyldi hann segja um mig. Ætli það séu ekki margir, sem þannig er ástatt hjá. Hvers vegna? Vegna þess, aö á vegi trúarinnar eru svo margar hindr anir. Vér skulum nefna nokkrar: Þegar vér tölum um trú, eigum vér oft við, að eitthvað yfirnátt- úrulegt veröi að raunverul.og þess vegna verðum vér að lyfta hugum vorum á allt annað sviö en vér gerum venjulega. Það er á móti eðli voru. í öðru lagi kemur það til, að í daglegu tali hefur orðið trú aðra merkingu hjá oss, en í Biblíunni. Vér tölum um að trúa einhverju, en i Biblíunni er talað um að trúa á einhvern, trúa á Guð. Fyrir oss er trúin ýmsum vand- kvæðum háð. Vér trúum, að eitt- hvað sé rétt og satt. en þegar vér gætum betur að, komumst vér oft að raun um, að það, sem vér trúö um var aðeins draumur og ekki sannleikanum samkvæmt. t Biblí- unni er trúin öruggt traust, ákveð in sannfæring ,sem óhætt er að fara eftir í einu og öllu. í þriðja lagi situr djúpt í oss öllum, að trúin sé eitthvað, sem vér verðum að þaulhugsa og í. grunda áöur en vér komumst að niðurstöðu, eða eitthvað, sem vér verðum að upplifa á ákveðnu augnabliki, þegar tilfinningalíf vort er sérstaklega móttækilegt og opið fyrir áhrifum, eða eitt- hvað sem vér verðum að ná með sérstakri einbeitingu huga og vilja Og í fjórða lagi höldum vér, að hin rétta trú hljóti alltaf aö hafa í för með sér allsherjar sam ræmi á öllum hlutum ,að hún gefi skýringu á öllum gátum lífs- ins, lyfti oss upp í hæðir og veiti oss sigur yfir öllu því, sem þjáir oss og formyrkvar hug vorn Þetta ,sem nefnt hefur verið eru nokkrar af þeim hindrunum. sem á vegi trúarinnar eru. Þær hindranir þarf að fjarlægja. Vér verðum því að hjálpa hver öörum með mætti orðsins að finna hvar vegur trúarinnar liggúr. Vér skulum nú huga að tvennu. að því er við kemur leyndardómi trúarinnar. Hinu fyrra hefur Mart einn Lúther lýst í setningunni ..Andinn er hús trúarinnar“. Ekki vitsmunir ekki tilfinningar, ekki sálin, heldur andinn, hið nauð- stadda hjarta er híbýli trúarinn- ar. Þegar andi Guðs vitnar með vorum anda, þá er trúin fyrir hendi. Vér verðum aö segja skil- ið við vort eigið ágæti, láta af því sem vér getum talið og lagt sam an koma út úr sjálfshyggjunni og blekkingunni, sem umlykur oss og segja skilið við óskhyggju- drauma vora, hætta að vera allt af upptekin af sjálfum oss, og snúa hugum vorum að hinu stóra og mikilfenglega, þar sem hið ótrúlega getur skeð snúa hugum vorum til Guðs og hans sem hann sen li, Jesú Krists. Hið síðara er: Kristur er and- iag trúarinnar. Af öllu því er til vor tekur I lífinu, er trúin hið perrónulegasta, sem fyrir oss kemur á lífsleiðinni. Hún er ein staklingsbundin fyrir hvern og inn en beinist hjá öllum að hinu einu og sama, Jesú Kristi. Tveir menn horfast i augu. \nnar spyr: „Viltu trúa á mig“ Viltu trúa góðu um mig, viltu trúa mér skilyrðislaust? Og hinn segir: „Ég trúi á. þig, hjálpa þú vantrú rninni". Þannig er innihald trú arinnar. Að horfa í augu frelsara síns, játandi trú sína á hann, við urkenna hann, sem þann, er trúna gefur. Láta anda hans ráða vorum anda. Andi vor er hús trúarinnar og Jesús Kristur er andlag trúar- innar. Að trúa, er að vera yfirunninn af Kristi. Það liggur fyrir ofan allar sálfræðilegar skýringar, og þess vegna snúa margir, bæði lærðir og leiknii baki við trúnni Fótfestan í viötali sem dagblaðið Tím- inn átti við Þórarin Björnsson skólameistara á Akureyri 4. ág. sl. spyr blaðamaðurinn: Finnst þér unga fólkið hafa næga sið- ferðilega fótfestu? Skólameistari svarar: — í því efni eru menn mis- jafnlega á vegi staddir, og marga vantar fótfestuna. Auð- vitað þurfum við einhvern siðferðilegan grundvöll og vafasamt að hann fáist nema með trúarlegum bakgrunni. — Ungt fólk sækir kirkju ekki mikið. En nemendur, sem það gera hafa sagt mér, að þeim finnist það gott — það rói hug- ann — og þeim gangi betur að lesa ,eftir að hafa komið í guðs hús. Annars held ég, að kirkjan sé að sækja á, nái nú betur til fólksins en áður og er það auð- vitað mjög æskilegt. ............... Það er víst engum vafa bund- iö aö einn einlægasti vinur, sem island á, er sóknarpresturinn í Ytre — Arna viö Bergen, sr. Karald Hope. Ótaldar eru þær gjafir, sem hann hefur fært íslenzkri þjóð og kirkju. Bera þær órækan vott um ást hans á þessu eylandi og íbúum þess og áhuga hans á ræktun lands oj: lýös. Það vill hann hvort tveggja styöja jöfnum höndum. Þess vegna hefur hann bæöi stutt skógræktina, sem á aö gera landið fegurra og betra og svo hins vegar uppbygggingu Skálholtsstaðar, sem kirkjuiega miðstöð og menntasetur. Skálholtskirkju hefur hann fært höföinglegar gjafir og til hins fyrirhugaða Skálholtsskóla hemur hann safnaö stórfé. Um síöustu helgi var sr. Har- aldur á ferö hér á landi ásamt konu sinni frú Hönnu og yngri dóttur þeirra, Jórunni. Voru þau á leið heim vestan um haf, þar sém hann gifti eldri dóttur sína, Randiði, bandarískum kjarnorkufræðingi. Þau stóöu hér aðeins við í 3. daga ,en gáfu sér þó tíma til aö heimsækja Skálholt. Meðan þau dvöldu hér bjuggu þau hjá biskupshjónun- um. Meðfylgjandi mynd af sr. Har- aldi, konu hans og dóttur tók ljósmyndari Visis si. laugardag á heimiii Ástu og sr. Gisla Brynjólfssonar í Reykjavík. og segja, -vér sMljum þetta ekki. F.n hinir nauðstöddu skilja það, og aðeins þeir. sem sjá í Kristi hilla undir hina miklu dýrð ríkis hans. Krjúpa niður, bótt ekki sé nema til að snerta klæðafald hans. Mennirnir tveir, sem guðspjall ið getur um, þeir hrifust báðir, er þeir mættu Kristi, það komst rót á hugi þeirra, en Jesús lét þá reyna þegar í stað. aö trúin ber árangur. Þannig gengur það ekki Þess vegna talar Biblían um bar- áttu trúarinnar. Það sem mestu máli skiptir er, að vér séum si- fellt höndlaðir af Kristi, eftir að hafa einu sinni mætt honum. Að trúa er að verða snortinn at Kristi og halda áfram að vera ,>að. Ef vér spyrjum þá sem háöu harða baráttu fyrir trú sína, þá munu þeir allir segja: Já, þaö er satt, sem Jesús segir: Haltu á- fram og þér mun farnast eins og þú trúir. Vertu þolinmóöur, þvi að Drottinn veit ráð við öllu. Að lokum er það að trúa að halda sig f námunda við Krist. Yf- irunnir af Kristi, snortnir af hon- um, ber oss að halda oss í ná- lægð hans, því hann er andlag trúarinnar. 1 fjarlægð frá honum er erfiðara að trúa. Það vita hin illu öfl, sem reyna að koma í veg fyrir, að vér trúum. Þau stilla upp fyrir oss ótal hlutum og leiða fyrir augu vor ótal sýnir til að fanga hug vorn og gera hann fráhverfan Guði. En trúin brýzt í gegn. Ef hún er sönn og nógu sterk, þá er ekkert sem aftrar henni að ná alla leið • til Krists. Hinn trúaði heldur sig í námunda við Krist og segir: Hví skyldi ég óttast? Kristur er hlutskipti mitt. Hvers vegna ætti ég að gefast upp, þótt erfiðleikar verði á vegi mín- um? Hvert ætti ég þá líka að fara? Nei, ég held áfram að vera hjá Kristi, hvað sem hver seg- ir, hann gerir hjarta mitt rótt. Hann segir: Ef þú trúir skalt þú. fá aö sjá dýrð Guðs. Og hver sem trúir, hann á öruggt skjól hjá Kristi. Hann getur beöiö um hvað sem er hvenær sem er og hvar sem er í þeirri vissu, að bænir nans verði heyrðar. En oss skortir svo marga trúna, það eina, sem vér getum sagt er: Hjálpa þú vantrú minni. Þess vegna söfnumst vér saman til guðsþjónustu, þess vegna beygjum vér kné við kvöldmál- tíðarborðið. Þess vegna lesum vér í hinni helgu bök. Þess vegna verðum vér að gefa okkur tíma til að vera ein með Guði i bæn,- Þetta gerum vér af því að vér viljum innst inni vera í nálægð Krists, þótt vér af hégómaskap viljum ekki viðurkenna það fyrir öðrum. Vér höfum talað lítillega um leið hins trúaða manns. Hún er stundum erfið, það gera allar hindranirnar, sem á veg hans eru lagðar. En hver sá sem trúir. hefur reynt það og sannfærzt um, að það leiðir aðeins til góös að trúa á Jesúm Krist og fela honum vegu sína. því hann mun vel fyrir sjá. Að trúa er að vera yfirunn inn, höndlaður af Kristi, þannip aö vér látum orð hans gilda sem sannleika í lífi voru. Að trúa er að vera snortinn af Kristi. Að trúa er að halda sig í ná'ægð Krists, og leita hans þar sem hann er að finna. Mættum vér öðlast trú hund-aðshöfðingjaiss sem trúði því að sonur hans yrði heilbrigð- ur, ef Jesús aðeins segði það með einu orði Og mættum vér einnig fá þann vitnisburð, sem Jesús gaf honum og þá kveðju sem hann sendi honum: ,,Far þú burt, veröi þér eins oe bú trúðir" I dag birtir Visir hugvekju vest an af Snæfellsnesi. Sóknarprestur inn í hinum fornu Nesþingum. sr. Hreinn Hjartarson í Ólafsvík, skrifar hana. Hann er annar þeirra tveggja, sem prestvígðir voru í Skálholtsdómkirkju hinni nýju 27. okt., 20. sunnudag e. Trin. 1963. Þá haföi prestsvígsla ekki farið fram í Skálholti í 170 ár. - að var þvf kirkjusögulegur viðburöur er aftur voru vfgðir menn til hinnar kirkjulegu þjón- ustu í nýjum helgidómi á fornu biskupssetri. Sr. Hreinn er Snæfellingur og Breiðfirðingur að ætt, fæddur á Munaðarhóli við Hellissand 31. ágúst 1933, stúdent í Rvík. 1955, lauk guðfræðiprófi 1961. Eftir það stundaði hann skrifstofustörf og kennslu í Reykjavík þar til hann gekk í þjónustu kirkjunnar. Kona sr. Hreins er Sigrún Hall- dórsdóttir frá Akranesi. Hér birtist mynd at kirkn þeirri. sem nú er að, rísa i Ólats vík a Snæfellsnesi. 1 stað beirra- gömlu sem byggð var nokkri fyrir aldamótin og er nú orðr afar illa sett þorpinu eftir að ið st-rkkaði og athafnasemi fót vaxandi Miög er hin nýja kirl' uýstárleg að útliti og'allri gerf tg hljóta að verða um hana skipt ar skoðanir svo mikið sem hún h- frábrugðin okka. gömlu og góði guð ásum. Hún er teiknuð -i arkitektinum Hákoni Hertervig Bygging kirkjunnar hófst 1961 pg ekki er ótrúlegt, að hægi veröi að vigja hana á þessu ári Hinn nýi helgidómur Ölsara stend ur á ákjósanlegum stað við Gilið <ammt frá barnaskólanura. ' það skal minnzt, að gjanr tn kirkjunnar eru vel þegnar. Sóknar nefndin veitir þeim móttöku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.