Vísir - 19.09.1967, Qupperneq 1
57. árg.i^ Þrl6judaguiHt9. september 1967. - 214. tbl.
Fró bladamanni Vísis í Höfn, Jóni Birgi Péturssyni:
Róðherrafundurinn í Kuupmannuhöfn veldur vonbrigd-
um — Olof Pulme, samgöngumölarúðherra Svía sagði
í viðtoli við Vísi: „Algjör samsfaðo SAS-landanna
um afgreiðslu þessa möls#/
Fundinum í Kaupmannahöfn um Loftleiðamálið
lauk síðari hluta nætur í nótt. Ljóst virðist, að
Loftleiðir hafa algjörlega tapað þessari deilu við
SAS-veldið, þar sem Loftleiðir geta valið um tvo
möguleika, samkvæmt niðurstöðu fundarins: 1)
Óbreytt ástand í farþegaflutningum til og frá
Skandinavíu og 2) tillögu sem íslenzku fulltrúam-
ir höfðu þegar hafnað og hljóðar upp á 10% far-
gjaldamismun, 3 ferðir í viku á sumrin og 2
ferðir í viku yfir vetrartímann, og þar að auki stór-
kostlega takmörkun farþegafjölda í hverri ferð,
þannig að nýtingin á hinum stóm RR 400 vélum
verður ekki eins góð og ella.
Jón Birgir Pétursson, blaðamaður Vísis á fund-
inum í Kaupmannahöfn náði tali af samgöngu-
málaráðherra Svía, Olof Palme og sagði hann að
algjör samstaða væri um afgreiðslu máls þessa
hjá ríkisstjórnum SAS landanna, og að Svíar stæðu
ekki í vegi fyrir lausn málsins.
í fyrsta lagi sama ástand
og er nú, þ. e. 13 — 15% far-
gjaldamismunur, 5 ferðir í
viku á sumrin og 3 ferðir á
viku yfir vetrartímann, og að
fljúga á DC 6b vélum sínum
á þessum leiðum. í öðru lagi
10% fargjaldamismunur allt
árið, 3 ferðir í viku á sumrin,
fljúga með RR 400 vélum,
sem taka 189 farþega, en þó
mega ekki nema 160 farþegar
vera í hverri ferð, og fljúga
tvisvar sinnum í viku yfir
vetrartímann með 114 far-
þega innanborðs í hvorri
ferð. Samkomulag var um, að
Loftleiðir hefðu frest til 1.
apríl n. k. til að velja um
aðra hvora leiðina, og jafn-
framt að hvor leiðin, sem
yrði valin yrði endurskoðuð
eftir 3 ár.
I fyrstu á fundinuni í gær,
gerðu íslendingamir grein fyrir
sínutn tillögum ,sem féla i sér 10
Framh. á bls. 10
2 stærstu síldarniðursuðuverksmiðj
urnar að loka vegna hráefnaskorts
Verða sennilega að biða eftir hráefni fram á vor
smiðjan væri nú að framleiða fyrir
mjög þekktþýzktmatvæladreifinga
fyrirtæki, Appel, þangað væri búið
að selja 50-60 þúsund dósir og
kynni þar að verða markaður í fram
tíðinni fyrir síldarframleiðsluna.
Aö undanförnu hefur verið salt-
að allmikið magn fyrir Siglufjarðar
verksmiöjuna. Þráinn Sigurðsson
Iét salta í rúmar 300 tunnur fyrir
hana úr farmi Önnu SI er kom um
daginn til Sigiufjarðar með annan
saltsíldarfarm sinn. um 600 tunnur
og var nýting aflans rúmlega 50%.
' Ennfremur hefur verið saltað
fyrir verksmiðjuna úr Hafemi, flutn
ingaskipi síldarverksmiðjanna, en
það gerði tilraun með að flytja síld
í léttum saltpækli og sagði Þórodd-
ur að hann byggist við að niður-
suðuverksmiðjan fengi ágæta vöru
úr þeirri síld, hún hefði verið ó-
skemmd, nema svolítið roðflett, eft-
ir volkiö. Ennfremur hefur Haförn
komið með ísaða síld í dekkstíum
Frh. á bl. 10.
Margir starfsmenn Loftleiða fylgdust meö gangi mála í Höfn. — Kristján
Guðlaugsson, stjómarformaður Loftleiöa, fyrir framan skrifstofu Loft-
leiða i hjarta Kaupmannahafnar.
Áttræður maöur varð fyrir bif-
reið á gangbraut í morgun á Hring-
braut við enda Laufásvegar, en
ekki eru liðnir nema nokkrir dagar
síðan ekið var þar á mann, sem
Viðbúið er að báðar helztu síld-
amlðurlagningarverksmiðjur okkar,
Sildamiðursuðuverksmiðja ríkisins
á Siglufirði og Niðursuðuverksmiðja
K. Jónsson & Co. á Akureyri verði
að hætta störfum yfir vetrarmán-
uðina vegna hráefnisskorts. —
Reiknað er með að verksmiðjumar
verði báðar að hætta framieiðslu
í næsta mánuði og bíða eftir hráefni
til næsta vors.
Vísir átti í morgun tal við Þór-
odd Guðmundsson framkvæmda-
stjóra Síldamiðursuðuverksmiðju
rfkisins (Sigló-sfld) og sagði hann
að verksmiðjan hefði nægilegt hrá-
efni til Jjess að salta upp í gerða
samninga, en það myndi endast
fram í október, en þá væri viðbúið
að verksmiðjan yrði að hætta og
stoppa framleiðsiuna fram á vor
því að sú síld, sem nú er verið
að krydda verður ekki vinnsluhæf
fyrr en eftir sex mánuði.
Þóroddur sagðj aö reynt hefði
verið að fá síld að austan frá í
fyrra, og athuguð hefði verið síld,
sem ekki seldist úr landi og boð-
in var á hálfvirði, en hún hefði ekki
verið nógu góð. Þó hefði verksmiðj-
an keypt 400 tunnur af því skársta.
Um 70 manns vinna nú hjá verk-
smiðjunni á Siglufirði og er verið að
framleiða upp í samninga við Rússa
gaffalbita og heii flök, en samning-
ar voru gerðir við Rússa um kaup
á þessari vöru fyrir 33 milljónir
og skiptist framleiöslan niður á
þessar tvær verksmiðjur á Akur-
eyri og Siglufirði.
Einnig er verið að framleiða flaka 1 Myndin er tekin í morgun við gangbrautina, bar sem slysið varð. Bifhjólið stendur á gangbrautinni,
dósir fyrir bandarískan og danskan I sem gamli maðurinn hafði gengið, en vélarhlíf Saab-bifreiöarinnar dældaðisí ögn undan þunga hans, þótt
markað. Sagði Þóroddur, að verk- ekki sjáist þag á inyndinni.
Enn varð gangbraut-
arslys —
i morgun
Ekið á áttræðan mann á gangbraut —
S/opp við alvarleg meiðsli
leið átti yfir götuna á sama stað.
Meiösli gamia mannsins voru þó
ekki talin aivarleg og var það
mesta mildi, miðað við það högg,
sem hann varð fyrir.
Slysið varð rétt fyrir klukkan
átta í morgun, þegar bifreið, sem
kom af Laufásveginum og inn á
vinstri akbraut Hringbrautar á leið
austur, stanzaði á vinstri akbraut
við gangbrautina, til þess að hleypa
gamia manninum suður yfir Hring-
brautina. I þvf bar að Saab-bifreið
á hægri akrein, sem ók austur
Hringbraut og lenti gamli maður-
inn fyrir henni. .Kastaðist hann upp
á vélarhlíf bifreiðarinnar og barst
með henni fjóra til fimm metra,
áður en bifreiðin stöðvaðist og kast
aðist af henni að endingu í götuna.
Var hann fluttur á Slysavarð-
stofuna, en meiðsli hans voru ekki
talin alvarleg, sem einkum var
þakkað líkamlegu þreki hans, og
héldu menn að hann væri alveg
óbrotinn. Hann kvaðst hafa vitað
af bifreiöinni á hægri akreininni
vera á leiðinni í áttina að sér, en
taldi sig hafa nægan tíma til þess
að komast yfir götuna, því honum
hefði virzt hún svo langt í burtu.
Eftir að lögreglan herti eftirlit
sitt með umferðinni við gangbraut-
ir, hefur mönnum virzt, sem öku-
Frh. á bl. 10.