Vísir - 19.09.1967, Page 8
8
V 1S IR . Þriðjudagur 19. september 1967.
VÍSIR
Utgefandú Blaðaútgátan vuon \
Framkvæmdastjðri: Dagur Jónasson /
Eitstjóri: Jónas Kristjðnsson j
Aflstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson (
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson /
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson \
Auglýsingan Þingholtsstræti 1. simar 15610 og 15099 /
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. \
Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 linur) íl
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands )
1 lausasölu kr. 7.00 eintakið \
PrentsmiðjE Vísis — Edda h.f. I
Tungur tvær
þótt níu ár séu nú liöin síðan Framsóknarflokkur- )
inn var síðast í ríkisstjórn, hlýtur fjöldi launamanna )
að muna það síðan, og sumir einnig af fyrri reynslu, \
að enginn stjórnmálaflokkur á íslandi er eins íhalds- (
samur og þröngsýnn í kjaramálum og Framsókn, þeg- (■
ar hún er við völd. Og vinstri stjórnin féll m. a. á því, )
að ráðherrar Framsóknar glötuðu með öllu trausti \
verklýðssamtakanna, sem þeir höfðu þó þótzt ætla (
að hafa sérstaklega góða samvinnu og samráð við. (
En jafnskjótt og þessi flokkur er kominn í stjórn- )
arandstöðu bregður svo kynlega við, að forustumenn \
hans þykjast vera sérstakir málsvarar launafólks og \
heyja keppni við kommúnista í stuðningi við allar (
launakröfur, frá hverjum sem þær koma og hversu //
fráleitar sem þær kunna að vera. Þeir sem í kauþ- /
deilum standa hverju sinni, láta sér vitaskuld þenn- )
an stuðning vel líka, en þeir fara margir hverjir ekki \
leynt með það, að þeir viti mætavel, að annað hljóð (
mundi vera í strokknum, ef Framsókn væri í ríkis- (
stjórn. Þá ættu þeir þaðan á engu öðru von en harð- /
snúinni andstöðu og óbilgirni gegn öllum launakröf- )
um, hversu sanngjarnar og sjálfsagðar sem þær væru. )
Þessi tvöfeldni Framsóknar-leiðtoganna kemur (
fram í öllum málum og er farin að vekja undrun þjóð- /
arinnar, þar á meðal margra, sem lengi hafa fylgt t
flokknum. Hjá því getur ekki farið, að hugsandi menn )
í þeim flokki eins og öðrum sjái loddaraskapinn og [{
ábyrgðarleysið, sem flokksforustan hefur gert sig /l
seka um í stjórnarandstöðunni. Dettur t. d. nokkrum /|
heilvita manni í hug, að Tíminn mundi segja það sem )
minn segir nú um áhrif verðfallsins og aflabrestsins, )
ef Framsóknarflokkurinn væri í ríkisstjóm? Ætli Ey- \
steini Jónssyni fyndist ekki muna um stórminnkaðar (
gjaldeyristekjur, ef hann væri sjálfur fjármálaráð- /
hwra? Og hvaða rök eru það hjá Tímanum, að af því /
a« einhvern tíma áður hafi veiðzt minna af síld en )
».ú, þurfi aflabresturinn í ár ekki að valda neinum )
leljandi erfiðleikum? (
Tíminn segir, að ríkisstjómin sé að boða „neyðar- /
ráðstafanir“. Það orð hefur hvergi sézt nema á síð- )
um Tímans, og ef til vill Þjóðviljans. Stjórnarandstað- )
an er að boða ýmsar ráðstafanir, sem ríkisstjórnin )
hefur ekki nefnt á nafn. Væru ekki rétt að bíða þang- (
að til stjórnin hefur sagt, hvað hún ætli að gera? Fram- ((
sóknarmenn ættu að segja sem minnst um óorðna /|
hluti. Þeir hafa ekki reynzt svo snjallir spámenn und- /)
anfarin ár, að líklegt sé að margir verði til að trúa )l
þeim. \
OFFJOLGUNARVANDAMALIÐ I HEIMINUM
Fyrsta efnahagsaðstoð-
in til getnaðarvarna
Offjölgunin i heiminum er að
flestra dómi stórkostlegasta
vandamál komandl tíma og vá-
legum afleifllngum verSur ekki
afstýrt nema griplS verði til al-
þjóSIegra ráðstafana.
Við ramman reip er að draga
víöa, sökum þess hve erfitt er
að fræða fólk um þessa hluti
og leiðbeina þvf, að því er varð-
ar takmörkun bameigna, en einn
ig koma trúarlegar ástæður til
greina, og ýmsar kreddur og
hindurvitni, sem sigrast þarf á,
en vfða getur það tekið mjög
langan tíma. En það er ekki ein-
göngu í þéttbýlum milljónalönci-
um, eins og t. d. Indlandi, sem
þetta er vandamál, vegna þess
að hundruð þúsunda manna
mundu þar varanlega svelta
heilu eða hálfu hungri vegna
matvælaskorts, ef offjölgunin
heldur áfram, heldur er hún líka
mikið deilumál í löndum hvítra
af trúariegum ástæðum. Líklegt
er þó, að t. d. verði áður langt
Iíður breyting á afstöðu páfa-
stóls til þessara mála.
Nú hefur þaB gerzt í fyrsta
sinn — og sýnir það, aS af
auknu raunsæi er farið að lita á
þessi mál, aS veitt hefur verið
fyrsta efnahagsaSstoðin til
kaupa á getnaðarverjum bæði
fyrir karla og konur í ofangreind
um tilgangi, en það eru Banda-
ríkin sem veita þessa aðstoð
Indlandi með sínum 525—550
milljónum íbúa.
Efnahagsaðstoð þessi nemur
1.3 milljónum dollara. Getnaðar
verjumar veröa keyptar í Banda
ríkjunum og seldar er til Ind-
lands kemur af ýmsum fyrir-
tækjum. Sem byrjunaraðstoð á
þessu sviði fara 800.000 dollarar
til kaupa á 100 milljónum af
gúmmíverjum handa körlum og
500.000 til kaupa á getnaðar-
vamapillum handa konum. Þátt-
í prófun á slíkum pillum, sem
stendur í þrjú misseri, taka 100.
000 indverskar konur.
Gaud, forstjóri Efnahagsað-
stoðarinnar í Bandaríkjunum,
(Intemational Development) seg
ir vandamálið svo stórkostlegt
á Indlandi og aðstöðuna til
málsins svo breytilega, að beita
þurfi margvíslegri áróðurstækni
£ þágu málefnisins.
Ef ekkert væri að gert í mál-
inu er talið að íbúatala Indlands
muni tvöfaldast á 25 árum.
A Th.
Víðtækar ráðstafanir i Kambodiu vegna
kinverskrar ihlutunar um innanríkismál
Fréttir frá Phnom Penh, höf-
uðborg Kambódíu (Cambodia)
hermdu fyrir skömmu, að Sihan-
ouk prins, æðsti maður lands-
ins, hefði kvatt heim alla sendi-
ráðsmenn Iandsins í Peking,
nema einn, og væri þetta gert
í mótmælaskynl gegn f jandsam-
legum áróðri Kínverja til þess
að grafa undan stjóm landsins.
Prinsinn talaði af svölum kon
ungshallarinnar og lýsti yfir að
viðstöddum miklum fagnandi
mannfjölda, að ambassadorinn
í Peking, Truong Cang, og starfs
Sihanouk prins.
lið hans, hefði verið kvatt heim
af ofangreindri orsök.
„Gerum oss fullkomlega ljóst“
sagði prinsinn, „hver afstaða
okkar er. Stjómmálasamband-
inu við Pekingstjórnina hefur
ekki verið slitið, en aðeins einn
séndiráðsritari verður eftir“.
Á þessar ráöstafanir er þvi
litið sem „alvariega aðvörun“
til Pekingstjómarinnar um að
gera ekki frekari tilraunir til I-
hlutunar um innanríkismál
Kambódíu.
Sihanouk prins greip til þess-
ara ráðstafana einum sólarhring
eftir að hann hafði vikið frá
embættum tveimur ráðherrum,
So Nem keilbrigðismálaráðherra
og Chau Seng efnahagsmálaráð-
herra, vegna „samúðar-afstöðu“
þeirra í garð Pekingstjómarinn-
ar. .
Prinsinn skýrði frá þvi, að
að hinn heimkvaddi ambassa-
dor myndi taka sæti Chau Seng
í hinu svo kallaða hásætisráði
(High Throne Council), sem er
æðsta ráð í landinu.
Ráðstafanir þær, sem hér um
ræðir eru ný skref sem stigin
em vegna versnandi sambúðar
Kína og Kambódiu, en það er
vaxandi Ihlutun Kína um innan-
landsvandamál sem er orsök
þess að farið er að kastast í
kekki milli valdhafanna í þess-
um löndum.
„Fólk hér aðhyllist ekki hug-
sjónir Marx“, sagði prinsinn, er
hann beindi skeytum sínum til
Peking, „þið getið talið á fingr-
um ykkar þá borgaralegu emb-
ic Fimm drengir, 13—15 ára,
flýðu frá Austur-Þýzkalandi til
Vestur-Þýzkalands í fyrradag.
ic Frétt frá Kinshasa hermir að
Somalia og Kenya hafi fallizt á,
að Zambia miðli málum í landa-
mæradeilu þeirra.
★ Landsfundur Frjálslynda
flokksins brezka verður haldinn
í næstu viku.
Áformað er aö safna einni
milljón punda í kosningasjóð og
hafa 500 frambjóðendur í kjöri
í næstu almennu kosningum.
★ Búddista-lögfræðingurinn
Trung Dinh Dzu, forsetaefnið,
sem hlaut næstflest atkvæði í
forsetakosningunum i S-Viet-
nam á dögunum, hefir veriö
dæmdur í 9 mánaða fangelsi og
til greiðslu sektar um 16 þús-
und krónur fyrir brot á gjald-
eyrislögum og fyrif aö hafa gef-
ið út tékka, sem ekki var inni-
stæða fyrir. Dómurinn var kveð-
inn upp að Dzu fjarverandi. Mál
þetta gæti dregizt á langinn
mánuðum saman, ef ekki leng-
ur.
ættismenn, sem þið hafið mútaö
til fylgis við ykkur, én þjóðin
i Kambódíu lætur ekki selja
sig“.
Auk áðurgreindra ráðstafana
stöðvaði prinsinn útgáfu um 30
blaða, en helmingur þeirra mun
hafa verið hlynntur Kína.
Þá skipaði hann tveimur hers-
höfðingjum yfinunsjón með ráð-
stöfunum til þess að ró héldist
í landinu.
Af opinberri hálfu hefur verið
sagt, að prinsinn kunni þá og
þegar að grípa til ráðstafana
gegn erlendum sendiráðum,
vegna þess að þau séu að skipta
sér af innanlandsmálum Kam-
bódíu. Virtust opinberir starfs-
menn, er gáfu þetta í skyn, eink
um hafa kínverska sendiráðið i
huga.
★ Ólafur Noregskonungur fór i
gær loftleiðis frá Santiago í
Chile til hafnarbæjarins Valpar-
aiso, en þar er aöalflotastöð
landsins. í gærkv. hélt Frei for-
seti honum kveðjusamsæti, en í
dag fer konungur til opinberrar
heimsóknar i Argentínu.
★ Lagt hefur verið fyrir þjóö-'
þing Bandaríkjanna frumvarp
um breytingu á kosningalögun-
um. Verði það að lögum fá fram
bjóðendur aðalflokkanna í
næstu forsetakosningum, eða
demókrata og republikana, 14
milljónir dollara til kosninga-
baráttunnar, og greiðist féð úr
ríkissjóði. Tilgangurinn er að
draga úr þeirri spillingu, sem er
samfara fjárframlögum einstakl-
inga og stofnana.
ic Tékki, fæddur i Prag, ai
frönsku foreldri, var í gæi
dæmdur, í París, í ára fang
elsi fyrir aö láta í té upplýsing-
ar varðandi frönsku leynilög-
regluna og öryggismál. Þetta ei
annar Tékkinn sem dæmdur er
fyrir slíkt afbrot á tveim dög-
um.