Vísir - 19.09.1967, Qupperneq 9
V í S I K . pnójuaagur 19. september 1967.
9
Fyrir skömmu var blaðamaður Vísis á ferð um Mývatns-
sveit, og notaði tækifærið til að kynna sér skoðanir Mý-
vetninga sjálfra á Kísilveginum svonefnda, en mikið hefur
verið rætt og ritað um veginn í blöðum og manna á meðal.
Hér á síðunni birtist í dag grein sú, sem blaðamaður-
inn reit eftir að hafa rætt við nokkra af íbúum þéttbýlisins
við Reykjahlíð um leiðirnar fjórar. Ennfremur birtist á síð-
unni teikning er hann gerði af Reykjahlíðarhverfinu, þar sem
leiðimar eru merktar inn, lesendum til glöggvunar.
LEIÐIRNAR
Kannski það sé að bera i
bakkafullan Iækinn,. að rita
meira um Kísilveginn margum-
talaða, en þar eð oss gafst
tækifæri til að kynnast sjónar-
miðum þess fólks, sem á að hafa
veginn fyrir augunum í framtíð-
inni, auk þess að njóta góðs
af honum, fannst oss hlýða aö
heyra álit þess og reyna að
skapa oss skoðun i málinu eftir
því.
Margir hafa orðið til þess að
rita og ræöa um fyrrgreindan
veg, án þess að hafa til þess
þekkingu og er þar ver af stað
farið en heima setið, eins og oft
vill verða.
Eins og fram hefur komið i
fréttum, hefur verið um fjórar
leiðir að ræða hvað vegarstæð-
inu viðkemur, um sjálft þétt-
býllö viö Reykjahlíð. Sikpulags-
stjörn og Náttúruverndarráð
voru ekki á sama máli um veg-
arstæðið og skoðanir íbúanna
sjálfra voru ekki á einn veg að
heldur.
Meðfylgjandi teikning sýnir
leiðirnar fjórar um þéttbýlið i
Reykjahlíð, en því miður sést
ekki Hótel Reykjahlíð, en les-
endum til glöggvunar skal það
tekið fram, aö það er talsvert
sunnan við fjárhúsin sem sjást
lengst til vinstri á teikningunni.
Leið eitt liggur því á milli
Hótel Reykjahlíðar og fjárhús-
anna, stytztu leið yfir túnið og
upp á hraunið sunnan og vestan
við þéttbýlið. Leið tvö liggur
aftur á móti austan við fjárhúsin
og sveigir vestur og noröur á
hraunið, en þetta er leiðin sem
veröur farin. Leið þrjú liggur
eftir túninu endilöngu eöa þvi
sem næst og tekur stóran sveig
milli íbúðarhúsa og útihúsa og
slítur, þannig í sundur hverfið,
en í húsum þessum býr m. a.
flók sem stundar vinnu sína í
Hótel Reynihlíð. Leið fjögur
liggur aftur á móti austan við
íbúðarhverfiö, eða skammt frá
gamla veginum. Sú leið hefur
að flestra dómi veriö talin úti-
lokuð vegna snjóalaga á vetrum,
en leiðin þræðir brekkurætumar
austan byggðarinnar.
Við skulum nú reyna að
glöggva okkur nánar á teikn-
ingunni og leiðunum fjórum.
Leið eitt virðist liggja beinast
við, úr því að ákveöið var að
leggja veginn um þéttbýlið á
annað borð. Sú leið veldur
minnstum spjöllum á grónu
Iandi, en aðalröksemd Náttúm-
verndarráðs gegn því að leggja
veginn eftir henni var sú ,að
hún færi of nærri vatninu og
gæti haft slæm áhrif á fuglalífið
við vatnið.
Staöreyndin er hins vegar sú,
aö vegurinn mundi ekki liggja
nema á stuttum kafla nærri
vatninu og kunnugir menn
segja, að lítið sé um fugla á
þessum stað. — Flest virðist
því mæla meö leið eitt og vist
er, að hún skemmir hraunið
ekki meira en hinar leiðirnar,
en verður að vísu meira áber-
andi frá hótelunum séð, og
liggur milli Hótel Reynihliðar
og vatnsins. Leið tvö gerir það
einnig, en samkomulag varð um
að fara hana ,eins og fyrr segir.
Hún hefur það í för með sér, aö
taka meira gróið land undir sig
og auk þess mun hún liggja svo
nærri fjárhúsunum, (sem sýnd
em á teikingunni) að erfitt mun
reynast fyrir eiganda þeirra aö
nýta þaú. Þar á ofan mun hún
liggja mjög nærri einu íbúöar-
húsanna á svæðinu og íbúar þess
verða varla hrifnir af að fá veg-
inn svo nærri húsi sínu, en þeir
byggðu þaö fyrir nokkmm ár-
um á þessum stað, til aö vera
lausir við feröamannastrauminn
við hótelin. Fljótt á litið finnst
oss fátt mæla með leiö þrjú og
geta lesendur væntanlega áttað
sig á henni ,ef þeir skoða teikn-
inguna. Hún þræðir túnið endi-
langt og tekur krappa sveigju
milli tveggja íbúðarhúsa og úti-
húsa, sem standa norðvestan
þeirra. Leið fjögur liggur því
sem næst eins og núverandi veg
ur og hefði sú leið að vísu eyði-
Iagt túnið eins og leið þrjú, en
hins vegar hefði hún ekki klof-
ið byggðina umhverfis Hótel
Reynihlíð og af þeim sökum
virðist hún eðlilegust fljótt á
litið. En kunnugir menn segja
að hún komi ekki til greiná,
þar sem snjóalög Iiggi á þess-
um stað á vetrum, stundum svo
mánuðum skiptir, og gæti þvi
reynzt erfitt að halda leiöinni
opinni, ef ekki ógerlegt stund-
Þegar rísa upp deilumál sem
þetta og margir hafa hagsmuna
að gæta, er alltaf hætt við að
þeir setji mark sitt á.skoðanir
manna. Blaðalesendur utan Mý-
vatnssveitar og þeir, sem ó-
kunnir eru staöháttum, hafa aö
sjálfsögðu átt erfitt með að átta
sig á því um hvað hefur verið
deilt og loftmyndir sem birtar
hafa verið hafa ekki verið nægi-
lega skýrar til aö fólk hafi getaö
áttað sig á „leiðunum fjórum".
Væntanlega getur meöfylgjandi
teikning bætt þar um að.nokkru
og þær skýringar sem fylgja
meö í grein þessari.
R.
um.
Myndin er tekin af flugvellinum i Mývatnssveit, en hann er norðan við Reykjahh'ð. — Myndin sýnir
m. a. hraunið, sem vegurinn verður iagður yfir. í baksýn er þéttbýlið við Reykjahhð. (Ljósm. R. Lár.).
i