Vísir - 16.10.1967, Blaðsíða 1
VÍSIR
Mánudagur 16. október
-HSV&Z+m,- < 'Si. ., ..i.— 3?-5E?G3
\
Blað II.
fundið lífsfyllingu
jgg er staddur heima hjá Jóna-
tan Ólafssyfii hljóðfæraleik
ara. — Um nokkurt árabil höf-
um við vitað ofurlítið hvor um
annan, og er það þó ekki vegna
þess að músikhæfileikar mínir
séu það miklir, að þeir hafi lað-
andi áhrif á neinn, sem er jafn
fjölhæfur í því sviöi og Jóna-
tan. Hins vegar hafa stundum
slæðzt fram úr mér hendingar,
sem hafa skapað milli okkar
einhver ósýnileg tengsl, sem
stundum — koma upp á yfir-
borðiö.
— Hvaðan ertu upprunninn
Jónatan?
1 — Foreldrar mínir Ólafur
Jónatansson og Þuríður Jóns-
dóttir voru ættuð frá Borgarfirði
og Mýrum, en ég er fæddur í
Austurbænum hérna í Reykja-
vík fluttist í Vesturbæinn 4 ára
gamall og hef átt þar heima
síðan. — Sem lítill drengur lék
ég mér í fjörunni við Skerja-
fjörðinn og þegar ég var orðinn
það stálpaður aö veiðimannseöl-
ið var vaknað, þá fékk ég rauð-
magalifur í beitu og veiddi svo
ritu. — Þessi munu hafa verið
mín fyrstu og ef til vill ánægju
legustu veiðimanns ævintýr —
en þó á ég alltaf ánægjustund
gefist mér tækifæri til að væta
öngul, en þaö er nú orðið dýrt
gaman venjulegu vinnandi fólki,
enda má segja að laxveiði sé í
dag munaður þeirra einna, sem
mikil fjárráð hafa.
— En nú er þaö tónskáldið
og hljóðfæraleikarinn sem situr
hér andspænis mér, og slær
strengi slaghörpunnar — er
greinilega að huga að nýju tón-
verki, ég vil sem minnst trufla
hann á meðan ég sé hvað hugur
hans er fanginn — en nú er ör-
stutt hlé.
— Hvenær fórst þú að hafa
áhuga á hljóðfæraleik, Jóna-
tan?
— Áhuga, það er nú dálítið
erfitt að svara því. en ég byrj-
aði aö læra á hljóðfæri 10 ára
gamall og í fyrsta skipti spilaöi
ég opinberlega 12 ára og þá lék
VIÐTAL
ER VIÐ JONATAN
ÓLAFSSON HLJÓÐ-
FÆRALEIKARA
Jónatan Ólafsson : ... hef fundið lífsfyllinguna...
ég undir fyrir Erling bróður —
og hvernig það gat skeð veit ég
varla. Þá var ég svo feiminn
að ég vissi hvorki í þennan
heim né annan.
— Já, þetta var nú þá, þú ert
nú oft búinn að standa and-
spænis lífinu síöan?
— Já, ég hef gert það, og
þegar hljóðfæraleikur er at-
vinna — þá mundi ég segja
að það væri meö því erfiðara
sem menn legðu fyrir sig — að
finna samhljúm þess sem býr í
huga manns og huglægan
straum frá því- fólki sem verið
er að vinna fyrir. — Takist
þetta þá gleymir maður öllu
öðru en ljóma þess líðandi
augnabliks, sem gerði manni
fært að ná þessum árangri. Ég
byrjaði að spila um 18 ára ald-
ur og má segja að ég hafi gert
það því nær óslitiö í 30 ár. —
Árið 1933 fór ég norður til
Siglufjarðar, þá með Erling
bróður sem vann í síldarverk-
smiðjum rikisins á sumrin. —
Og á Siglufirði var ég svo bú-
settur í 7 ár, kenndi hljóðfæra-
leik og spilaði við flest þau
tækifæri sem tii féllu. — Og ég
held mér sé óhætt að segja að
með mér og Siglfirðingum hafi
tekizt gagnkvæm kynni — og
mér finnst að þangað liggi enn-
þá sterkar taugar. — Á meðan
ég dvaldi þar stjórnaði ég karla
kór en hann lognaðist útaf þeg-
ar ég fór.
Á stríðsárunum spilaði ég
töluvert fyrir hermennina —
venjulega á daginn milli 3 og 5.
— Það var vel borgaö, og gott
að vinna fyrir þá. þeir voru
þakklátir og tóku þátt í þessu
af lífi og sál sungu með og
voru góðir hlustendur. — 1 þess
um tilfellum var aldrei dansað.
— Þetta var aðeins skemmti-
stund fyrir þá sem bjuggu í
kömpunum. Og svo þegar stríð-
inu lauk þá spilaði ég hér og
þar á skemmtihúsum bæjarins
— og eins og ég sagði áöan
þá er þetta erfitt og slítandi
starf geti maður ekki komist
í snertingu við þá sem eru að
skemmta sér, og finna ekki að
einhverju leyti til með þeim
í gegnum tónfallið. Oftast tókst
þetta en þó kom það fyrir að
maður fann að eitthvað skorti á
að ánægjan væri gagnkvæm og
þá var þreytan oft yfirþyrm-
andi aö loknum leik.
— Þú kennir hljóöfæraleik?
— Já, á veturna aðallega á
píanó — Það starf fellur mér
vel, ég er vanur að gera nem-
endum mínum grein fyrir þvl
strax og ég tel mig hafa kynnt
mér hæfileika þeirra, hvort þeir |
geti náð nokkrum árangri og
ráðlegg þeim eindregið að vera
ekki að strita viö nám á þessu
sViði sé þeim það ekki hug-
lægt. — Það skapar hvorki mér
né þeim ánægju eða árangur.
— Og þótt ég fái tímana greidda
þá nýt ég ekki þess fjár jafn
ánægður og ef ég er að styðja
til frama efnilegt ungmenni.
— Svo hefur þú samið mik-
ið af tónverkum?
— Já, en það er nú mest i
kassa ég er ónýtur að koma
þessu á áframfæri. — Þetta er
kannski einskis virði, mér er
nóg þegar ég hefi búið lagið
til — minn innri maður hefur
fengið fró — og viss sköpunar-
gleði vakað með mér þær stund-
ir sem I þetta hafa farið.
— Örfá danslög hafa komið
á plötum, en þó hef ég gert öllu
meira að þvi að búa til söng-
lög.
— Hvað er þitt aðalstarf í
dag?
— Ég vinn við vélabókhald
á skrifstofu borgarverkfræð-
ings — og á þeirri skrifstofu
hefi ég haft fast starf í 15 ár.
— Svo vel má sjá að minn
hljóðfæraleikur hefur verið tals
vert mikið tómstundastarf —
eða unniö á þeim tíma, sem
aðrir nutu hvíldar. eða gerðu
sér glaða stund. — En það verð
ég þó að segja að í því hef ég
fundið lífsfyllingu. — Þegar
manni finnst tilveran ömurleg
og hversdagsleikinn dragast
yfir skapið, þá grípur maður
gjarnan i hljóðfærið — eða
krotar eitthvað á blað — og
þá er eins og stytti upp og
verði skúraskil.
— Þannig er lffið og ég vil
segja að þótt erfiðlega horfi
stundum sé alltaf von á björt-
um degi. — Ég á notalegt heim
ili og góða konu — og ég vil
segja það að lokum að ég væri
hvergi stór maður stæði hún
ekki við hlið mér.
Þ. M.
I hljóðfæraleik hef ég
i
jl