Vísir - 16.10.1967, Side 5
VjtjSAR . Mánudagur 16. október 1967,
—Listlr-Bækur -Menningarmál-
Eiríkur Hreinn Finnbogason skrifar bókmenntagagnrýni.
SKÍRNIR
140. ór — 1966
Ritstfóri Halídór Halldórsson
□
Eigi eru það ávallt merkustu viðburðirnir, sem mest umtal J
hljóta. Ætli það eigi ekki við um Skími? Útkoma hans virðist
mér megi teljast árlegur merkisviðburður, þó að fáir gefi honum
raunar gaum af þeirri einföldu ástæðu, að aldrei hefur verið blásið
í lúðra fyrir þessu tímariti, hvorki af fjölmiðlurum né á manna-
mótum, en þeim mun oftar í hann vitnað í merkum ritum. Hvers
vegna? Vegna þess að Skímir hefur ávallt flutt vandað efni og
aldrei ginið við dægurflugum né keppt að útbreiðslu. Þess vegna
hefur hann staðið af sér stormhrinur 140 ára, orðið kunnast er-
lendis íslenzkra tímarita, merkast þeirra allra og elzta tímarit
á Norðurlöndum.
Við megum vitaskuld vera frem-
ur upp með okkur af því, að slíkar
aldursforseti skuli vera íslenzkur,
en það leggur okkur óneitanlega
nokkra skyldu á herðar. Hér eftir
má tímaritið ekki deyja — og þá
ekki eldast heldur, því að hver
sem eldist hlýtur að geipsa goltmni
fyrr eða síðar.
Snemma á þessu ári kom út 140.
árgangur Skímis. Þar rita þeir
Einar Ól. Sveinsson ög Aöalgeir
Kristjánsson um Hið ísienzka bók-
menntafélag í tilefni af 150 ára af-
mæli þess. Njörður P. Njarðvík
ritar um Indriða G. Þotsteinsson;
Bjöm K. Þórólfsson um Þingvalla-
fundinn 1885 og benediskuna —
baráttu Benedikts Sveinssonar óg
fleiri fyrir auknum landsréttindum
síðustu áratugi 19. aldar; Magnús
Már Lárusson ritar um ákvæði
veraldlegra og kirkjulegra laga hér
á landi á þjóöveldisöld og fram
eftir öldurn um frændsemis- og
sifjaspell; Stefán Einarsson um
hliðstæöa afskræmingu Veruleikans
í dróttkvæðum og málaralist síðari
tíma; Einar Ól. Sveinsson um Kor-
mák Ögmundsson skáld og vísur
hans, þar sem hann leiðir rök —
einkum málsöguleg og rímfræðileg
— aö því, að vísur þessar séu frá
þeim tímum, sem sagan greinir, en
á það hafa, eins og kunnugt er,
verið bomar brigður fyrir skömmu.
Þá er ritgerð eftir Bergstein Jóns-
son um hlutdeild presta í Alþingi
frá endurreisn þess, og er gerð
örstutt grein fyrir hverjum presti
og prestlærðum manni, sem á Al-
Ritið verkar fremur á lesandann
sem safn. ritgeröa, eins og gerist t. j
d. í afmælisritum, heldur en sem I
tímarit. Það er eins og það gleym- j
ist í áhuganum aö koma þessum
ritgerðum á prent, að verið er aö
gera tímarit með ákveðnum svip.
Hver ritgerð hefur sinn svip, en
sjálft hefur ritið engan slíkan, og
mætti vel bæta úr því meö því að
ritstjórinn gripi víöa inn — hæfi
t.d. ritið á leiöara, sem markaði
því heildarstefnu.
Verkaskipting viröist meira að
segja hafa verið eitthvaö lausleg,
þegar efni tímaritsins var ákveðið,
og kemur þaö t.d. nokkuö skýrt i
Ijós í ritgerðunum um Bókmennta-
félagið. í báðum er fjallað um sama
efni, og síðari ritgeröin endurtekur
sumt, sem búið er að segja í þeirri
fyrri. Ekki virðast ritdómendur
hafa neinar reglur að fara eftir,
sem ég merki af því, að sumir rit-
dómanna eru miklir og ítarlegir,
aðrir örstuttir eins og blaðafréttir
— án þess að bækurnar, sem rit-
dæmdar eru, virðist gefa tilefni
til, að þeim séu gerö svo misjöfn
skil. Þá finnst mér furöulegt, aö
rit, eins og Skímir skuli ekki hafa.
ákveöna reglu um þaö — er bygg-
ist vitaskuld á gæöamati — hvaða
bækur ritið kýs aö ritdæma. Er
engu líkara en handahóf ráði í
þessu efni. Reyndar var viö lýði
gömul regla, sem mér finnst ótrú-
legt, að nokkru sinni hafi veriö
farið eftir: að Skími ritdæmi að-
eins þær bækur, sem ritánu séu
sendar. Auðvitað væri furðulegt
þingi hefur setið. Minningargrein i að láta útgefendur ráöa, hvaða
flytur ritið um Sigurð Sigtryggsson,
rektor í Lyngby, ritaða af Sigfúsi
heitnum Blöndal, og þirtist sú
grein áöur í Fróni 1945. Einar Ól.
Sveinsson ritar ýmsar smágreinar,
er hann nefnir Samtining og varða
íslenzka fornfræði, en um bækur
rita þeir Helgi Guðmundsson,
Richard Beck, Guðni Jónsson, Er-
lendur Jónsson og Gunnar Sveins-
son. Þá eru og skýrslur og reikn-
ingar Bókmenntafélagsins, félaga-
tal þess o. fl.
Hér kennir því margra grasa, og
eru allar ritgeröirnar hinar vönd-
uðustu ritsmíðar og mikið á þeim
að græða. Sérstaklega vildi ég
mega benda á ritgerðina um Kor-
mák skáld, sem sameinar ritsnilld,
skarpsýni og bókmenntalegt mikil-
vægi. Þá fjallar og ritgerðin Frænd-
semis- og sifjaspell um merkilegt
efni, ekki sízt ef hin ströngu laga-
ákvæöi um þessi atriði á þjóðveld-
iscld skýrðu að einhverju leyti
ættfræðiáhuga íslendinga eða ættu
jafnvel einhvern þátt í ritun Land-
námu, eins og á hefur verið minnzt.
En um ritið sem heild er það aö
segja, að það er eins og einhvers
sé vant, og á sú gagnrýni einnig
við um ýmis eldri hefti Skímis.
bækur Skímir ritdæmir. Hver veit
nema svo færi, aö látið væri und-
ir höfuö leggjast að ritdæma veiga-
mikið verk, af því að útgefandinn
hefði gleymt aö senda það tímarit-
inu. Slíkt mundi auövitað ekki
sæma elzta tímariti á Noröuriönd-
um, sem auk þess kennir sig við
bókmenntir.
Þá finnst mér, að Skírnir ætti
ekki aö prenta upp ritgerðir úr
öðrum tímaritum, eins og gert hef-
ur veriö í þessu hefti, og á ég þar
viö minningargreinina um Sigurð
Sigtryggsson, rektor. Hún er prent-
uð í Fróni, og þar geta þeir, sem
hana vilja lesa, gengið að henni
á vísum stað. í þessu tilviki er
greinin prentuð samkvæmt óskum
ættingja hins látna rektors, og fæ
ég ekki séð, að það bæti neitt úr
skák, enda kæmu engar slíkar
óskir fram, ef einhverjar takmark-
anir giltu um þetta.
Hver er svo stefnuskrá Skírnis
og markmið? Að efla íslenzkt þjóð-
emi, segir Einar ÓI. Sveinsson í
ritgerð sinni um Bókmenntafélagiö,
og að því hefur tímaritið vissulega
unnið ósleitilega. En sem stefnu-
skrá er þetta allt of óákveðiö til
þess að hægt sé að vinna eftir því,
Halldór Halldórsson,
ritstjóri Skírnis.
Nýjar smásögur eftir Guðmund Frimann
Rautt sortulyng
af því að íslenzkt þjóðerni má efla
á svo margan hátt. Tímarit um
íslenzk fræðr.mætti eyt.y. segja,
að Skírnir hafi verið í mörg ár.
En íslenzk fræði eru einnig fremur
vítt svið. í Háskóla íslands er
þeim skipt í þrjú meginsvið: mál-
fræöi, bókmenntasögu og íslands-
sögu. Yfir allt þetta hefur Skírnir
spannað, og hefur þó málfræöin
boriö fremur, skaröan hlut, enda
hefur sú grein eignazt sitt ágæta
tímarit, íslenzka tungu, sem verður
að halda áfram aö koma út, enda
þótt langt sé liðið frá því síðasta
hefti birtist. Sagnfræðin hefur alltaf
verið fyrirferðarmikil f ritinu. í
þessu hefti munu þrjár ritgerðir
flokkast til hennar, og er ein 72
bls. En sagnfræðin hefur einnig
sitt eigið tímarit — Sögu — og
væri áreiðanlega vel þegiji, ef það
rit væri enn eflt, því að mikill á-
hugi er meðal þjóöarinnár á sagn-
fræði. En íslenzk bókmenntasaga
á ekkert sértímarit, og fæ ég ekki
betur séð en brýn nauðsyn sé að
bæta úr því — að þessi grein, sem
ætti að vera í hávegum höfð meðal
íslendinga, eignist nú þegar vandað
og víðsýnt tímarit, sem eingöngu
sé helgaö rannsóknum íslenzkra
bókmennta, fomra og nýrra.
. Þegar Skímir hóf göngu sína,
tók hann að sér veigamikla þjón-
ustu í þágu þjóöarinnar, sem varö
geysimikils virði að því leyti aö
koma henni í samband viö um-
heiminn. Með ':>eirri þjónustu bjó
hann jarðveginn undir þær breyt-
ingar, sem 19. öldin bar í skauti
sér. Síðan þegar fréttaþjónusta
efldist með nýrri tækni, úreltist
ársrit til þessarar þjónustu, og
aðrir tóku við. Skipti Skímir þá
yfir og varð almennt tímarit um
menningarmál f tímaritalausu landi.
Leysti hann einnig þaö hlutverk
af hendi með miklum ágætum, eins
og kunnugt er. Síðan hafa ýmis
önnur rit gripið inn á þetta svið,
en Skýmir hneigzt æ meir að ís-
lenzkum fræðum. Og þar er ennþá
óráöið i eitt veigamesta hlutverkið,
eins og það bíöi eftir sínum óska-
sveini. Skimir bregzt varla fremur
■en endranær — að taka þar til»
höndum, sem þörf er fyrir.
E. H. F.
Guömundur Frímann er list-
fengur höfundur, sem lengi hef-
ur notið vaxandi vinsælda sem
ljóöskáld. Hann höf komungur
að yrkja og gaf út fyrstu bók
sína, Náttsólir, innan við tvi-
tugt, en alls hafa komið frá
hans hendi fimm ljóðabækur,
auk þýðinga á erlendum kvæö-
um. Jafnframt þessu hefur hann
á síðari árum snúið sér æ meir
að ritum skáldsagna og einnig
þar unnið sér fastan sess. Fyrir
þremur árum kom út eftir ,hann
safn af smásögum, er nefndist
Svartárdalsskólin og vakti sú
bók slíka athygli, að hún seld-
ist upp á skömmum tíma. Var
hún gefln út af Almenna bóka-
félaginu og Bókaverzlun Sigfús-
ar Eymundssonar, og nú hafa
sömu aðilar sent frá sér enn
aðra bók eftir Guömund Frí-
mann. Nefnist hún Rautt sortu-
lyng og hefur að geyma átta
smásögur.
Þegar Svartárdalssólin kom
út, varð ritdómendum ekki hvað
sízt tíðrætt um hugkvæmni og
djörfung höfundarins, og sömu
einkenna gætir að sjálfsögöu í
Rauðu sortulyngi, þó að hvergi
verði með sanni sagt, að hann
gerist hispurslaus um efni fram.
Eins og í fyrri bókinni sækja
flestar þessar sögur efni sitt í
mannlegar ástríður og ástir,
sem þó eru aö sama skapi marg-
víslegar sem persónur þær, er
þar fara með hlutverk, eru
hver annarri ólíkar að aldri og
skapgerö. En höfundurinn er
víða vel heima. í Mýrarþoku,
svo að dæmi sé nefnt, er fjallað
af nærfæmum skilningi um sárs
aukafulla reynslu barnshjartans
af fallvelti og dauða, og enn
annars staðar nær höfundurinn
óvtíræöum áhrifamætti, svo
sem í Stórþvotti á hausti, þar
sem samruni atburða og um-
hverfis skapa sögunni þaö vov-
eiflega andrúm, sem henni
henntar.
Rautt sortulyng er 163 bls.
að stærö og mjög vönduð að öll-
um frágangi. Hún er prentuð
og bundin í Prentsmiðju Hafnar-
fjaröar en Torfi Jónsson teikn-
aði kápuna.
tielsa-tks oddijr h.f. heildverzlum
KIRKJUHVOLI 2. HÆD REYKJAVÍK
. . > ■'
21718 E.KL. 17 .00 42137
37% verðlækkun
Gerum fast verðtilboö í tilbúnar eldliúsinnréttingar og
fataskápa. — Afgreiöum eftir máli. — Stuttur af-
greiðslufrestur. - Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
{
GÓLFTEPPI
Ný sýnishorn komin.
Gólfteppagerðin hf.
Grundargerði 8, sími 23570.
TIL SÖLU
tveggja herbergja glæsileg íbúð á fyrstu hæð
í Árbæjarhverfi. Vil gjarnan skipta á 3ja her-
bergja íbúð í smíðum. — Uppl. í síma 83177.
/