Vísir - 23.10.1967, Side 1

Vísir - 23.10.1967, Side 1
Mánudagur 23. október 1967 Blaá II. ÓTÍMABÆRAR BARNEIGNIR UNGS FÓLKS Þáttur i samfélagssiðgæði okkar tima — Skortir kynferðisfræðslu i skólum — Spjallað við dr. Mattfiias Jónasson, sálfræðing ! ► Er lauslæti meira meðal íslendinga en annarra þjóða? i Norðurlönd eru um vora daga talin velferðarríki og þar þykir menning þessa heims hafa náð lengra í mörgu tiliiti. Aukið frjálsræði í kynferðismálum hefur Ieitt til vandamála í öllum þessum löndum. ► Almenningsálitið veitir ekki það aðhald í þessum efn- um, sem áður var. Og bókmenntir og kvikmyndir, sem fjalla mjög opinskátt um kynferðismál, æsa upp ótíma- bæra kynhvöt unglinga. ► Lausaleiksbörnum fjölgar á öllum Norðurjöndum, en mest þá á íslandi. Meira en fjórða hvert barn, sem fæðist hér er getið í lausaleik. Og sífellt fjölgar barns- fæðingum kornungra stúlkna, sem hafa oft á tíðum ekki líkamlegan, hvað þá andlegan þroska til þess að ala böm og annast þau. Vísir ræðir í dag við dr. Matthías Jónasson, sálfræðing, um þessi vandamál og nauðsyn þess að auka fræðslu um kynferðismál I skólum landsins. J>að vakti að vonum mikla athygli, er Landsfundur ísl. barnaverndarfélaga sendi frá sér álitsgerð sína fyrir skemmstu, en hann fjallaði um uppeldisvanda ungra mæðra og nauðsyn á aukinni hlutlægri fræðslu í skólum um kynferðismál. í erindum þeirra Björns Björnssonar dr. theol og Jón- asar Bjarnasonar læknis á fundinum var drepið á það, að ungt fólk byrjaði samlíf mjög snemma og oft yrðu stúlkur þungaðar fyrr en þær sjálfar teldust full- þroska. Mjög ungar stúlkur standa því oft uppi með barn, sem þær megna ekki að sjá farborða efnahagslega og skortir auk þess oft tilfinn- ingalegan og félagslegan a þroska til þess aö annast barn og ala það upp. Á það er bent, aö uppeldi lendi á ættingjum, eða opin- berum aðilum og barnið alist að miklu eða öllu leyti upp á uppeldisstofnunum, sem teljast megi umdeilt og vara- samt uppeldisform. Miðaö við núverandi þjóðfélags- : hætti hljóti framangreind þró un að teljast upplausnarafl í þjóðfélaginu. J inngangserindi sínu taldi frá- farandi formaöur Sambands bamaverndunarfélaganna, Matt- hías Jónasson að líf unga fólks- ins einkenndist af tilveruótta og lífsnautnaþorsta meö minnk- andi ábyrgöartilfinningu, sem harðast kæmi niður á börnum þessa unga fólks. Vísir hefur nú snúið sér til dr. Matthíasar varðandi þessi mál og spurt hann um orsakir þessarar þróunar og æ fleiri bamshafandi kornungra stúlkna. Ég tel að þetta sé ekki ein- angrað fyrirbæri í samfélaginu, heldur þáttur í þeirri samfélags- þróun, því samfélagssiðgæði, sem nú er að ná yfirhöndinni, aö minnsta kosti um ákveðið skeiö. Fólk getur leyft sér margvísleg- an munað, sem ekki þótti kleift að leyfa sér áður. Og samlíf karls og konu er að vissu leyti munaður, en hann sker sig úr frá ýmsum öörum munaöi, með því að honum fylgir mjög al- varleg ábyrgð, sem einstakling- arnir verða aö taka á sig, n~fni- lega framfæri og uppeldi af- kvæmisins. Sjálfsagt gerist þetta af gá- leysi og af óvitaskap, en . þeim efnum er einmitt þörf aukinnar fræðslu, eins og fundur barna- verndarfélaganna benti á. Myndu Norðurlönd hafa sér- stööu hvað viðvíkur lauslæti ungs fólks? Því er kannski örðugt að svara, en samfélagssiðgæði í formi almenningsálitsins jr að breytast. Áður var það mikil synd og á vissum tímum lá við því dauðarefsing' að geta barn í lausaleik. Samtíðin er nú horf- in frá þessu, en lengi var að- hald almenningsálitsins í þess- um efnum mjög sterkt oft á tíðum miskunnarlaust og það hélt auðvitað mörgu fólki frá samförum, fyrr en í hjónaband- ið var komið. Nú hefur mjög slaknað á almenningsálitinu, sérstaklega hérna á norðurhjara veraldar, á Norðurlöndunum og þar með íslandi og víðar. En annars staðar, til dærpis sunnar í álfunni er ennþá haldið mjög strangt við hið gamla form um samlíf pilts og stúlku aö þaö skuli ekki eiga sér stað fyrr en þau eru komin í hjónaband. Og það er trygging fyrir því að foreldrar vilji sjá fyrir barni sínu og dembi ekki hinni fjár- hagslegu byrði og ábyrgð á samfélagið. Við getum rétt eins gert ráö fyrir því að þessi þróun haldi áfram. En að einhverj" marki væri hægt að hamla g gn þessu Dr. Matthías Jónasson. með hæfilegri fræðslu um hvað kynhæfni mannsins er og hvaða ábyrgð fylgir því að geta barn. jyjynduð þér telja að sú þró- un, sem orðið hefur í list- um, sér í lagi bókmenntum og kvikmyndum ekki sízt hér á Norðurlöndum, hafi gert sitt tll þess að losa um siðferðishöml- ur? Já, það virðist ganga yfir alda, bæði í bókmenntum og kvikmyndagerð, þar sem mjög berlega er fjallað um kynmök, ei.ki svo mjög um kyneðlið, þó að fræðimenn hafi hins vegar gert það, heldur um kynmökin sjálf. Þetta er fræðsla, sem ekki getur á neinn hátt komið í stað þeirra hlutlægu fræðslu, sem æskilegt væri að unglingar fengju. Þessi kynning orkar oft fremur æsandi á lesanda og áhorfanda og er miklu fremur til þess fallinn að æsa upp ó- tímabæra kynkvöt unglinga, heldur en veita þeim nytsama og rétta fræðslu. En nauðsyn á hlutlægri fræðslu í þessum efnum er einmitt brýnni vegna þessara bylgju sem nú gengur yfir í bókmenntum og kvik- myndum. En mynduð þér álita að þetta aukna rrjálsræði i kynferðis- málum, kæmi að einhverju levti ( veg fyrir hugsýki, sem rekja má til dulinna kynhvata ung- lingsáranna? Ég held að það sé mjög heppi- legt að þeirri algjöru leynd, sem áður átti að hvíla yfir þessum málum fyrir börn og unglinga, er aflétt. Æskan var áður mjög óvitandi um þessi efni og það má vera, að sú vanþekking hafi á einhvern hátt leitt til betra siðgæðis í þessu tilliti, en á- reiðanlega ekki til betri líðan- ar einstaklingsins. — Unglingar áttu þá oft í miklum vanda með sjálfa sig, héldu kannski oft að þeirra vandamál væru algjörlega einstæö og að þeir burðuöust einir með slíkt. Sú fræðsla sem æskilegt væri að veita, þarf að miðast við að þetta eru vandamál, sem æskan á við að etja yfirleitt og sem hún þarf aö fá fræöslu um. Sú fræðsla er æskunni miklu nauð- synlegri, en margt annaö, sem kénnt er í skólum. Nú er yfirleitt sú stefna i fræðslumálum margra leiðandi mer.ningarþjóða að fræðsla skuli miðast fyrst og fremst' viö þarfir æskunnar með tilliti til þess að hún lifir í þjóöfélagi sem gerir sínar kröfur til ein- staklinganna. — En samfélagið hefur hvergi gert jafn óvægi- legar kröfur til hegðunar ein- staklinganna eins og einmitt að því er samlíf karls og konu varðar. jVTú er heilsufræðikennsla rækilega merkt inn á náms- skrá skólanna. Hvað teljið þér helzt á vanta í fræðsluna eins og hún er nú? Ég er að vísu ekki nákunnug- ur kennslunni eins og hún fer fram í hverjum skóla, það kann að vera nokkuð misjafnt. — En ef maður á að dæma út frá kennslubókunum og þvi sem maður veit sjálfur varðandi skól ana hérna, þá er heldur laus- lega farið yfir þann kafla, sem fjallar um kynfæri karls og konu og um kynhæfni manns- ins yfirleitt. En að mínu áliti og þeirra, sem stóðu að þessari samþykkt fundar Landssam- bands ísl. bamaverndarfélaga, væri nauðsynlegt að fræðsla um kynhæfni mannsins félli beinlínis inn í þá heildarmynd, sem nemendur fá af mannslík- amanum. Og þaö er í þessu skyni sem við gerum þessa samþykkt — að fá heilsufræði- kennslunni breytt í þetta horf, aö unglingar á vissu aldurs- skeiði, segjum í lok bernskunn- I ar eöa í byrjun •gelgjuskeiös, 'engju rækilega fræðslu fyrst' og fremst m líkamsbygginguna að því er kynhæfni varðar og f öðru lagi um það, hverriig egg konu frjóvgast, hvernig fóstur vex og fæöist og svo hvaða sam- félagslega þýðingu þetta hefur. Kennslubækurnar skera ekki alg. -rlega úr um þetta, út af fyrir sig, því að h\_rjum kenn- ara er frjálst og skylt að segja öðru vísi og greinilegar frá ýmsu efni, sem kennslubókin fjallar um. Aðalatriðið í þessu máli er það að kennarar hafa yfirleitt ekki fengið nægilegan undirbúning til þess að annast slíka kennslu og margir finna aö þeir eru sjálfir ekki færir um aö gefa þá líffræðilegu skýr- ingu á fyrirbærunum. sem nauðsynlegt væri. Og eins veigra þeir sér kannski við að fara ýtarlega í þennan kafla heilsufræðinnar fyrir það, að þeir vita að það er ekki alsiða í okkar þjóðfé- lagi að tala frjálslega um þessa hluti. • rT'eljið þér aö fræöslu um getnaðarvarnir skuli taka upp í skólum til dæmis elztu deildum gagnfræöaskólanna og annarra framhaldsskóla frekar en nú er gert? Ég tel vist að í kennslubók- um og kennslú yfirleitt, sé sjaldan fjallað um vamir viö frjóvgun, hvorki þær vamir, sem fólgnar eru/í eðli líkamans sjálfs, þaö er að kona frjóvgast ekki á hvaða tíma sem er, og ekki heldur þær varnir, sem læknislistin fær okkur í hendur. Eins og samfélagsþróun er nú komið og eins og horfir fram á við, virðist mér nauðsynlegt að fræöa ungmenni um það, að til séu varnir og að nauösynlegt sé að beita þeim, ef ekki er ætl- azt til að samlíf karls og konu leiði til frjóvgunar og bams- fæðingar. Framh. á bls. 17.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.