Vísir - 23.10.1967, Qupperneq 5

Vísir - 23.10.1967, Qupperneq 5
V1SIR . Mánudagur 23. október 1967. 17 \ ingarmyndarinnar, að aukning- in hefur orðiö mest á mjöli og lýsi, sem er verðminnsti hluti framleiöslunnar. Framleiðslu- aukningin á mjöli og lýsi stafar' að miklu leyti af örtvaxandi afla Perúmanna á þessu tíma- bili. — Ansjóvetuafli þeirra jókst úr nálega engum afla I 10 milljónir lesta á þessu tímabili. — Aukningin á frystum fiski stafar aö verulegu leyti af fram- leiðsluaukningu Rússa, Japana og Kínverja. — Síöan 1964 hef- ur framleiðsluaukning á fryst- um fiski verið mjög mikil, sem hefur m. a. valdið gífurlegri sölutregðu fyrir okkur íslend- inga á þessmn afurðum. önnur skýringamyndin sýnir, að Norður-Atlantshafiö er ennþá lang þýðingármesta fiskveiöi- svæðið. Ekki aðeins veiddist þar mest áriö 1964 af öllum haf- svæöum 11.2 millj. tonna held- ur er svæðið mun minna en það svæði, sem kemur næst á eftir, Mið-Kyrrahafssvæöið, þar sem heildaraflinn varð 10.2 mill- jónir tonna árið 1964. Sú stað- reynd að aflinn hefur verið mestur á N.-Atlantshafi, þarf ekki að merkja að svo veröi vun alla framtíö. Það er í það minnsta hægt að fullyrða, aö mestir möguleikar til aukningar aflans eru í Suður-AÍlantshgfi, Indlandshafi og Suður-Kyrra- hafi. Á þriöju skýringarmyndinni er gerður samanburður á magni útfluttía sjávarafurða nokkurra mestu fiskveiðiþjóöanna annars vegar og verðmæti útflutnings- ins hins vegar fyrir árið 1964. Vinstra megin er útflutningur sjávarafurðanna í milljónum tonna, en hægra megin eru verð mæti sama útflutnings í milljón- um sterlingspunda. — Kemur skýrt fram af þeim samanburöi að þaö er sitthvað magn og verðmæti. ísland flutti t. d. meira út en Danmörk og Kan- ada þécta ár, en fékk aöeins 36 milljónir stpd. fyrir \útflutning- inn á sama fíma og Danir fengu 12 millj. stpd. og Kanadamenn fengu 66 njiillj. stpd. fyrir út- flutning sinn á sjávarafuröum. Barneignir — Framhald af bls. 13. Mörgum hrýs kannski hugur viö að leggja út á þessa braut. Menn álíta að síöustu hömlurnar séu þá fallnar og ósiðlæti muni flæða yfir alla bakka. En ég. er nú ekki svo viss um það, þó að ég álíti að vísu, að hreinlífi og siðvendni séu nauðsynlegar í þjóðfélaginu og um leið bezta vörnin fyrir konuna. Minnsta kosti verður ekki fram hjá því gengið, aö frjóvgun og bams- fæöingu fylgja siöferðilegar skyldur og einstaklingar, sem eiga þessi samskipti, verða að minnsta kosti að aldri og stöðu í samfélaginu að vera orönir færir wn að taka að sér fram- færi og appeldi barnsins þegar frá fæöingu. Mjög margar stúlkur verða ófrískar áðnr en þær hafa jafn- vel náð líkamlegum þroska til þess að fæða bam. — Fæðing er ákaflega hættuleg athöfn fyrir barniö og raunar einnig fyrir móður þess. Mörg böm verða fyrir slysi við fæðingu og bíða þess aldrei bætur. Þetta er auðvitaö mun hættu- legra, þegar móöurlíkaminn sjálfur er ekki fulTþroskaður. Þeim börnum 'er að sjálfsögðu „miklu hættara. 'Tlelduö þér nauösyn á að koma á einhvern hátt til hjálpar þeim stúlkum, sem hafa ratað og munu óhjákvæmi- lega i framtíðinni rata í þennan vanda. Og eins því fólki, sem fer út í sambúð á unglingsár- um — vegna barnsfæðingar. Auövitað er nauðsynlegt að hjálpa þessu fólki. Og ýmislegt er nú gert. Okkar samfélag kall- ar sig nú stundum velferöarríki og sem slíkt veitir það margs konar hjálp. Þó hygg ég aö ein- stæðar mæöur eigi yfirleitt mjög örðugt, einkanlega ef móðirin er ekki fullþroska og hefur enga viðhlítandi starfsmenntun hlot- ið. Þá á hún aö sjálfsögöu miklu öröugra með að bjarga sér og baminu, heldur en hún myndi annars eiga. En ég álít, ef við köllum okk- ur velferðarríki, þá eigi hjálpin i n;i»inii!iiiiiiii,iiii!iiii,.i>r>iii-iii:.i ni 11 n i ■ wíwi ^2>allctt LEIKFIMI JAZZ-BALLETT Frá DANSKIN Búningar Sokkabuxur Netbuxtir Dansbeltl ■Jt Margir litir ■Jc Allar stærðir Frá GAMBA Æfingaskór Svartir, bleikir, hvitir Táskór Ballet-töskur ^&allettluð n SíMI 1-30-76 nrii,icMitiMiimiMmiMH1111 ekki einungis að vera í því fólg- in að hjálpa þeim, sem í vanda hefur ratað, heldur líka að vernda ungt fólk frá því að rata í vandann. Aö þeirri vernd gæti hlútlæg kynfræösla barna og unglinga stuðlað verulega. Verður þjóðfélagið ekki aö hlaupa undir bagga meö þeim einstaklingum, börnunum, sem þannig vaxa úr grasi? Réttur einstaklingsins er tryggður rækilega a stjórnarskrá margra ríkja, en það sem erfitt er að tryggja barni meö lögum, er sú ást og umönnun sem það á að fá frá móðurinni' sjálfri. Hálfvaxin unglingsstúlka getur vitanlega ekki gefið barninu þaö, sem barnið þyrfti aö fá c-g mundi fá, ef um fullþroska konu væri aö ræöa. — Hjúskapur mjög ungs fólks getur leitt til þess sama vanda. Þaö er þess vegna nauðsynlegt að koma í veg fyrir slika þróun með aukinni fræðslu. Ég held að aldrei verði komið í veg fyrir að ungt fóll hafi kynmök, áður en það gengur I hjónaband, og tel það kannski ekki svo æskilegt eða nauð- synlegt, en ég tel að það veröi að fá fræðslu um, til hvers sam- líf getur leitt og hvaða ábyrgð og hvaða fjárhagsleg byrði bvi fylgir. Kr. 98.00 ewene DipNSet »nitsminE6it (Normal ol stíft) Kr. 54.00 Æ m m. Kr. 69.00 Kr. 62,00 Kr. 113.00. Við viljum kynna yður hinar vönduðu EVETTE snyrtivörur, þ. e. hárlakk í tveimum styrkleikum, og FRESH YOU svitakrem bæði sem „Roll on“ og „Aerosol (spray)“. Til þess að kynna yður þessar vörur, sem nýlega er farið að selja á íslenzkum markaði, viljum við bjóða yður að nota miðann.úr þess- ari auglýsingu, sem gildir 5 krónur, til kaupa á EVETTE-vöru. - Klippið miðann úr auglýsingunni og framvísið honum við kaup á EVETTE-vörum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.