Vísir - 24.10.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 24.10.1967, Blaðsíða 3
V1SIR . Þriðjudagur 24. október 1967. Rússar kynnast Á þessari mynd sjást Steingrímur Sigurðsson, Steingrímur J. Þorsteinsson og Sigurður Þórarinsson. Hinar myndlmar era af veizlugestum. hugsunarhætti -K Það þykir ævinlega viðburður hinn mesti í Háskólanum, þegar rússagildi eru haldin, en h'nn eðli tilgangur þeirra er ekki aðeins sá að eiga skemmtilega kvöldstund, heldur og að vígja rússa, nýju háskólaborgarana, hinum akademíska hugsunarhætti. Haidin er yfir þeim ræða mikil, sem fer líér á eftir og var haldin af Steingrími Sigurðssyni, listmálara, rithöfundi og blaðamanni, en með hlutverk magisters bibendi, nokkurs konar mannfagnaðarstjóra, fór sá ágæti jarðfræð- ingur, Sigurður Þórarinsson. Að venju var rússum gefin hin klassiska „bolla, sem er rauðvínspúns. TJússar og annað nærstatt A*- gleðifólk! Þegar gamals kunningja er getið, er vert að vera háttvís og láta hann njóta sannmælis — þrátt fyrir allt — svipað og fjallað væri um stjórnmálaand- stæðing sem maður hefur ein- hverra hluta vegna þurft að eiga saman við að sælda og stundum oröið að etja kappi við. Misjafnar sögur hafa menn að segja af kynnum við þennan náunga, Bakkus. Sýnist sitt hverjum £ samleiknum við deum spiritus------afsakið latínuna, sem hlýtur að vera farin að ryðga eftir 25—27 ár — eða sfðan Brynleifur heitinn Tobías- son aðjúnkt og Þórarinn Bjöms- son skólameistari hlýddu manni yfir hana, en það var, áður en nýstúdentar hér fæddust eða £ hæsta lagi þegar farið var að undirbúa komu ykkar £ þennan heim. Ekki þóri ég að segja neitt um það, hvort þið ungstúdentar, sem nú gangið til leiks £ kvöld, gerið ykkur enn grein fyrir ritú- alinu, siðareglunum, sem Bakk- us setur, ef þið á annað borð játið honum hollustu. Eitt er það, sem hver hraust- ur drykkjumaður og hver hraust drykkjukona verða að hafa hugfast, að alls ekki má undir nokkrum kringumstæðum taka sjúkdóm, sem heitir timb- urmenn. Það er dauðasynd. Svo má heldur ekki láta sér verða illt af mjöðnum, á meðan hans er neytt, kasta upp og sofna síðan morte alchoholica. Ekki má skilja þcssi orð þannig, að hér sé talað einungis af gamalli persónulegri reynslu, heldur er líka stuðzt við heim- ildir ýmissa annarra stríðs- manna úr fyrri Bakkusarstyrj- öldum, sem vita af reynslu, hvaða kröfur Bakkus, þessi mikilvægi, eftirsótti þáttur í mannlegu samneyti, gerir til skylmingaaðferða, þegar á hólminn er komiö. Og nú eruð þið, elskulegu rússar, samkvæmt akademískri hefð, sem lengi hefur verið tíðk- uð, skoraðir á hólm við Bakkus af Stúdentafélagi Háskólans i góðri trú, vel að merkja, og þar með boðnir hjartanlega vél- komnir £ akademískt andrúms- loft — eigum við ekki að segja vigðir inn £ akademískt frelsi, þetta margumtalaða frelsi, þar sem ykkur er treyst fyrir sjálf- um ^ykkur og treyst fyrir því að prófa allt, sem ykkur dettur í hug, sem lýtur að líkama og sál. Þetta er sem sé fyrsta stig- ið £ prósessinum. Og nú fáið þið fyrsta bragðið af þeim rús, sem því fylgir, enda kallaði rússar af þeirri sök. Sem kunnugt er, var enginn sleginn til riddara á miðöldum né vigður inn f musterisreglu nema hann hefði til þess unnið. Nýliðar urðu þvi stundum að þola vítiskvalir, svo að þeir væru taldir góðir og gildir. Hins vegar eru nýju félagarnir f Háskóla íslands f fslenzku akademísku riddarareglunni — beittir kímni, látnir sötra slatta af sjóðheitri púnsbollu, sem er vanalega blanda rauðvíns og brenndra veiga og vatns og kaneldropa. Á elliárunum eigið þið eflaust eftir að minnast góðlátlega þessarar stundar f kvöld. Ég hef áður sótt tvö rússa- gildi. 1 þvi fyrra mætti ég sem rússi og drakk púnsinn eins og ég gat. Þetta var haustið 48 eða fyrir 19 árum. Eftir teitina var haldið áfram að gleðjast uppi á Nýja Garði, og síðan barst leikurinn heim til drykkfelds verksmiðjueiganda á Bergs- staðastræti og þaðan í tvö fá- tækleg þakherbergi á Fjölnis- vegi og alltaf var nógur mjöður á skálum og allir afskaplega „hressir" eins og sagt er f virð- ingarskyni um ölvaða menn fyrir norðan. Daginn eftir var ennþá til /púnsbolla. Hún var farin að kólna, en kom að notum samt. Svona var lífið í þá daga. Svo fyrir sex árum var aftur mætt f rússagildi til að segja í reyk- vísku eftirmiðdagsblaði frá þvf, sem þar fram fór, atvik voru meira að segja staðfest með ljósmyndum. Þetta Vár geðug samkunda. Sá kvikhæðni maður, Pétur Benediktsson, bankastjóri, flutti ræöu, sem geröur var góður rómur að. Púnsbollan þótti líka ágæt í það skipti, enda sagöi Friðjón Guðröðar- son, þáverandi stud. juris og þúverandi gjaldkeri Stúdentafé- lags Háskólans, þegar hann var inntur eftir því, hvernig bollan væri: „Þykir góð — bollan var ekki þynnt með vatni f seinni Frh. á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.