Vísir - 24.10.1967, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 24. október 1967.
Astæða til bþrtsýnium framkvæmd
umferðarbreytingarinnar
— Segja sænskir sérfrædingar, sem aðstoða hægri nefndina hér
u Fjórir Svíar, sem unnu við framkvæmd breytingarinnar
í hægri umferð í Svíþjóð, komu nú um helgina til að
aðstoða Framkvæmdanefnd hægri umferðar á íslandi
við undirbúning breytingarinnar hér á iandi. Eins og kunn-
ugt er verður breytt yfir til hægri umferðar hér 26. maí n.k.,
en Svíar breyttu umferðinni í septemberbyrjun síðastliöinni
og hafa þvf öðlazt verðmæta reynslu í þessum málum. —
Svíarnir fjórir unnu allir að upplýsingastarfsemi viðvíkj-
andi breytingunni og koma hingað fyrst og fremst til að
undirbúa fræðslustarfsemina vegna breytingarinnar, sem er
talin einna þýðingarmest.
Blaðamaður Vísis hitti fjór-
menningana stuttlega aö máli í
morgun, þar sem þeir voru á
fundi með auglýsingamönnum,
íslenzkum,' en Svíarnir hafa set-
ið fundi með fjöldamörgum að-
ilum í gær og munu halda því
áfram í dag. — 1 gær sátu
þeir fundi 6 félagasamtaka ör-
yrkja, með atvinnurekendum,
iönaðarfélögum, tryggingarfélög
um, lögregluyfirvöldum, öku-
skóiayfirvöldum, Æskulýðssam
bandinu og Slysavarnarfélaginu
en í dag munu þeir sitja fundi
með Félagi fsl. bifreiðaeigenda,
skipuiagsnefnd fólksflutninga
og forstjórum auglýsingafyrir-
tækja.
Á grundvelli upplýsinga, sem
þeir afla sér á fundum með
þessum aðilum, munu Svíamir
vinna tillögu að starfstilhögun
Framkvæmdanefndar hægri um-
ferðar á íslandi. — Munu þeir
leggja tillögur sínar fram áður
en þeir fara héðan á sunnudag-
inn. Aö þessu munu þrír Svi-
anna vinna, en sá fjórði, sem
Framh. á bls. 10.
Birgir ísl. Gunnars-
son formaður SUS
Þingi Sambands ungra Sjálfstæð-
ismanna lauk á sunnudag og var
þá kosið i stjórn sambandsins til
tveggja ára. Birgir ísleifur Gunn-
arssonð hæstaréttarlögm. var kjör-
inn formaður. Aðrir í stjórn eru:
Björgólfur Guðmundsson, verzl-
unarmaður, Reykjavík, Ellert B.
Schram, skrifstofustjóri, Reykja-
vík, Halldór Blöndal, blaðamaður,
Reykjavík, Herbert Guðmundsson,
ritstjóri, Akureyri, Jón E. Ragnars-
son, fulltrúi, Reykjavík, Lárus
Jónsson, bæjargjaldkeri, Ólafsfirði,
Ólafur B. Thors, deildarstjóri,
Reykjavik, Óli Þ. Guðbjartsson,
kennari, Selfossi, Ragnar Kjartans-
son, framkvæmdastjóri, Reykjavík,
Sigurður Hafstein, lögfræðingur,
Reykjavík, Steinþór Júlíusson,
Námslteið í með-
ferð ullar
Heimilisiönaöarfélagiö hefur á-
kveðiö aö efna til námskelða á
næstunni í meðferð ullar, tóvinnu,
spuna, iurtalitun, listvefnaöi og
mynsturgerð. Er oröið alllangt síð-
an slík námskeið hafa verið haldin
hér á landi, og þykir nú tími til
komin að vekia áhuga á þessári
gömlu iðn, bar sem fáar ungar kon
ur kunna meðferö ullar til hlítar.
Fyrsta námskeiðiö verður 1. nóv.
nk. og er það aðallega ætlað vefn-
aðar-, teikni- og handavinnukenn-
Framh. á bls. 10.
bæjarritari, Keflavík, Sturla
Böðvarsson, trésmiður, Ólafsvík,
Sveinn Guðbjartsson, útvarpsvirki,
Hafnarfirði, Valur Vaisson, stud.
oecon., Reykjavík.
Þingið var haldið í Sjálfstæðis-
húsinu og hóf f á föstudag. Meðal
ræðumanna á þinginu voru dr.
Bjarni Benediktsson, forsætisráð-
herra, Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri, Árni Grétar Finnsson, fyrr-
verandi formaður sambandsins og
Othar Hansen, fiskvinnstufræðing-
ur, sem flutti erindi um sjávarút-
vegsmál.
Á myndinni talið frá"hafgri: Gunnar Becklund, Göran Tholerirs, Bengt Age Ottoson, Pétur Sveinbjamarson
og Benedikt Gunnarsson framkvæmdastjóri hægri umferðar. Bakl í myndavélina snúa þeir Hersteinn Páls-
son, forstj. Ritverks, og Sverrir Kjartansson forstj. Auglýsingastöövarinnar.
Aukafundur SH í gær:
Frystihúsin hóta stöðvun l janúar
— Vilja leiðréttingu á gengi isl. krónunnar —
afnám aðstöðugjalda og lækkun rafmagns
□ Aukafundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem haldinn
var í gær, samþykkti meðal annars að heimila stjórn samtak-
anna að ákveða kaupstöðvun á fiski til vinnslu hjá hraðfrysti-
húsunum innan samtakanna frá 1. janúar í vetur, hafi ekki
verið tryggður viðunandi rekstrargrundvöllur fyrir þann tíma.
Fundurinn bendir á hið alvarlega
rekstrarástand hraðfrystihúsanna
og nauðsyn þess að skapa þeim
viðunandi starfsgrundvöll.
Fundurinn telur aö ekki megi
dragast að gengi íslenzku krónunn-
ar verði rétt, eða aörar ráöstafanir
geröar, sem komi sjávarútveginum
að sömu notum. Verði slíkt eigi
gert hið bráðasta muni meginhluti
hraðfrystiiðnaðarins stöðvast innan
tíðar.
Þá ítrekar fundurinn fyrri áskor-
anir um að aðstöðugjald á fisk-
iðnaði verði fellt niður og enn-
fremur veröi rafmagn til fiskiönað-
ararins lækkað og selt á svipuöu
veröi og til annars orkufreks iðn-
aðar.
I samþykkt fundarins segir enn-
fremur:
Treystir fundurinn á, að stjórn-
árvöld geri hið fyrsta viöeigandi
leiðréttingarráðstafanir vegna út-
flutningsframleiðslunnar, svo ekki
þurfi að koma til rekstrarstöðvun-
ar.
Nefnd var kosin á fundinum til
þess að ræða við ríkisstjómina og
skipa hana: Gunnar Guðjónsson,
formaður stjómar SH, Ingvar
Vilhjálmsson, Einar Sigurðsson,
Guðfinnur Einarsson, Gísli Kon-
ráðsson og Ólafur Jónsson.
ASÍ-menn ræða við
ríkisstjórnina í dag
Sigrún Stefánsdóttir, sem hefur starfað í verzluninnl frá upphafi, Geröur Hjörleifsdóttir verzlunarstjóri og
árnheiður Jónsdóttir, form. Heimilisiðnaðarfélagsins.
Fyrsti efnahagsmálafundur
fulltrúa ríkisstjómarinnar og
fulltrúa Alþýðusambands ís-
lands og Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja hefst kl. 3 síðdeg-
is í dag. Til umræðu veröa hugs-
anlegar breytingar á efnahags-
málafrumvarpi ríkisstjórnarinn-
ar, sem gætu komiö að sama
gagni og ráðstafanirnar, er gert
er ráð fyrir í frumvarpinu.
Þegar frumvarpið var lagt
fram á Alþingi í haust, bauð
ríkisstjórnin að ræöa þessi mál
við stéttasamtök. Fulltrúar ASl
gengu síðan á fund ríkisstjóm-
arinnar, þáðu boðiö og báðu
um, aö umræðum á þingi um
frumvarpiö yrði frestað um 10
daga, meðan viðræðurnar færu
fram. Þessar viðræður hefjast
f dag og er reiknað með að
nokkrir fundir verði haldnir.
Ekki er búizt við neinni niður-
stöðu af fyrsta fundinum.
I