Vísir - 13.01.1968, Page 3
V í s I'K. Laugardagur ro. janúar 1968
Ög þarna er heldur betur handagangur í öskjunni — konurnar handfjatla línið - undirföt
og sitthvað, sem gefst nú ódýrara en áður. (Úr Tfzkuskemmunni).
Þessi mynd, sem ijósm. Vísis, B. G., tók inn um einn búðar-
glugga borgarinnar, er táknræn fyrir þetta árlega útsöluskeið
f verzluninni. Flennistórar upphrópanir f gluggum og ös fyr-
ir innan...
Nóg að gera á útsölunum eftir
hamstur og jólainnkaup
TVú eru útsölumar að komast
í algleyming og má hvar-
vetna um götur borgarinnar sjá
marglit spjöld í gluggum verzl-
ananna þar sem stendur skrifað
stórum stöfum: „ÚTSALA". —
Mikil verðlækkun — allar vörur
undir hálfvirði — o. s. frv.
Og húsmæðurnar bregöa sér
£ bæinn £ krapanum, með böm-
in hangandi í pilsfaldinum og
eyða siðustu hýrunni á útsöl-
unum. Þær arka búð úr búð
og sifellt fjölgar pinklunum og
pökkunum sem þær hafa i fang-
inu.
Myndsjáin brá sér í bæinn
til að kíkja á útsöiurnar, og i
flestum verzlununum var troö-
fullt af fólki og kassar og vöru-
staflar út um allt. Sums staðar
hafði alit lent i ruglingi í lát-
unum, brjóstahaldarar voru þar
sem áttu aö vera karlmanna-
sokkar og i kössum sem á stóð
snyrtivörur voru kannski herra-
skór og þar fram eftir götunum.
Einhver spekingurinn hefur
sagt að kvenfólk fái á sig klær
og skott um leiö og það sér
orðið Útsala á prenti,- þó að
það sé nú kannski heldur mikiö
sagt, þá er þaö víst að konúr
gerast oft talsvert herskáari
margar hverjar á útsölutímanum
en endranær.
Það er hægt að gera góð kaup í fötum á krakkana á útsölunum, úlpur fyrir vetrarkuldana —
og ekki er þetta gefið þótt á útsölu sé. (Úr Guðrúnarbúð).
Það er ekki einvörðungu klæðnaður, sem á útsöluboðstólum
er, einnig tepp'n, dreglarnir og þvílíkt annað. (Úr verzlun-
inni Persíu).
Ekki fengum við nú betur séð
en allt færi fram með mestu
s;-rekt í þeim verzlunum sem
við heimsóttum og hvergi sáum
við konur slást með klóm og
kjafti um síðasta sokkaparið,
eins og ku vera algengt á út-
sölum í útlandinu.
Við spjölluðum við nokkra
verzlunarstjóra I bænum, sem
voru með útsölur í verzlunum
sínum og voru þeir flestir á
einu máli um þaö, að það væri
sízt minna að gera á útsölunum
í ár, en t. d. i fyrra, hvað sem
öllum gengislækkunum og
verðhækkunúm liði.
Má það sannarlega furðu
sæta, hvað peningarnir endast
fólki, eftir að það er nýbúið
að hamstra bæði heimilistækj-
um og sinnepsglösum, og síðan
kaupa jólagjafir fyrir alla fjöl-
skylduna.
En vonandi gera sem flestir
góð kaup á útsölunum í bænum,
og koma heim eftir útsölu-ferð-
ina ánægðari og léttari í skapi
en þegar þeir lögðu af stað þó
að pyngjan hafi kannski létzt
dálítið.