Vísir - 13.01.1968, Side 8
8
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjöri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda hf.
Umbótahugsjón
Ungur Framsóknarmaður ritaði grein í Tímann í
fyrradag, þar sem hann lætur í ljós þungar áhyggjur
af þeirri þróun íslenzkra stjórnmála, sem hann nefnir
„óðapólitík“. Sú þróun lýsir sér, að sögn hans, í því,
að þeir sem farið hafa með stjómmálavöld í landinu
undanfama áratugi, hafi „innleitt á öll svið hið póli-
tíska hagsmunamat“. Þeir hafi komið upp valdakerfi,
sem geri þeim unnt að „vasast í hverri félagslegri at-
höfn og jafnvel í einkalífi manna, hafa ítök blátt áfram
í einu og öllu“. Þegar erfiðleika ber að höndum segir
hann að þeir einbeiti sér ekki að-því að finna kjama
þeirra eða „meta kosti og galla hverrar úrbótaleiðar
á hlutlægan og efnislegan hátt“, heldur miðist allt við
að finna þá lausn eða málamiðlun, sem bezt henti
valdahagsmunum ráðamannanna sjálfra og gæðinga
þeirra. Hinir pólitísku hagsmunir séu ævinlega æðsta
lögmálið og á þjóðarheill sé því aðeins litið, að hún
brjóti ekki í bága við þetta lögmál.
Þetta er óneitanlega þungur áfellisdómur yfir ís-
lenzkum stjómmálamönnum í rúma sex áratugi, því
að hinn ungi maður segir að þessi þróun hafi þegar
hafizt með stofnun innlends ráðherradóms. Þeir em
því orðnir nokkuð margir, sem sök eiga á ástandinu,
og ef að líkum lætur má búast við að róðurinn reynist
erfiður hjá þessum unga umbótamanni, ætli hann að
beita sér fyrir breytingum á „kerfinu“.
„Hvar skal byrja? Hvar skal standa?“ spurði Matt-
hías forðum. Við skulum ætla að hinn ungi maður hafi
einlægan hug á að breyta stjórnkerfinu. Þá ætti hann
tvímælalaust að byrja í sínum eigin flokki. Það vill
nú svo hlálega til, að flest eða allt, sem hann telur
upp í greininni, má heimfæra upp á valdhafa Fram-
sóknarflokksins fremur en nokkra aðra, og em þá
jafnvel kommúnistar ekki undanskildir. Flokkshags-
munir hafa hvergi verið settir ofar í smáu og stóm en
í Framsóknarflokknum. Þar hefur fyrsta boðorðið
ávallt verið, og er enn: Hvað getum við grætt á þessu?
Það er einróma álit allra, sem unnið hafa með Fram-
sóknarmönnum í ríkisstjórn, og þá ekki sízt núver-
andi formanni flokksins, að þeir vilji „verzla" með
alla skapaða hluti. Ekkert mál er svo mikilvægt í
þeirra augum, að ekki beri fyrst að líta á, hvemig
flokkurinn geti haft hag af því, og við það verður
lausn eða „málamiðlun“ að miðast. Og ekkert mál er
heldur svo smávægilegt, að Framsókn reyni ekki að
nota það sér til framdráttar.
Hinn ungi hugsjónamaður hefur því ærin verkefni
í sínum eigin flokki, og tækist honum að bæta „mór-
alinn“ þar svo nokkru næmi, mundi þess fljótt sjá stað
í stjórnmálakerf inu á íslandi.
V í SIR. Laugardagur 13. janúar 196».
Juri Galanskov
Juri Daniel. — Myndin er tekin skömmu áður en faann var fang-
elsaður.
RÉTTARHÖLDIN
í MOSKVU
— samhengi milli þeirra og réttarhaldanna
yfir Sinyavski og Daniel
Alexei Dobrovolsky
Réttarhöldunum í Moskvu
yfir 4 ungum menntamönnum,
þremur karlmönnum og konu,
var haldið áfram f gær, og var
búizt við dóml þá og þegar, er
þetta er :-itað, síðdegis í gær.
Ekkert hafði þá gerzt, sem
benti til, að sinnt yrði kröfum
kunnra manna, rithöfunda,
listamanna og vísindamanna,
um opin réttarhöld, og að ó-
hlutdræg vitni yrðu leidd, en
svo viröist sem saksóknari hafi
ráðið hverjir báru vitni fyrir
réttinum. Svo langt var komiö,
að hann var búinn að krefjast
1—7 ára fangelsis yfir sak-
bomingum.
Réttarhöldunum hafði tvívegis
verið frestað. Sakbomingar
áttu að koma fyrir rétt 11. des.
1967, en var frestað á seinustu
stundu. Síðan hefir annar dóm-
ari verið skipaður f málinu, í
stað Genady Terekhovs, sem
muni hafa verið reiðubúinn að
láta pólitískra áhriifa gæta og
auka ákæmmar á hendur sak-
bomingum, t. d. að þeir yrðu
sakaðir um „andsovézka
starfsemi“ beint, — ekki aðeins
um útbreiðslu áróðursrita o. s.
frv.
Mikill ágreiningur er sagður
tnn málið og að mikið bil sé
milli skoðana jafnvel .helztu
stjómenda landsins. Það mun
hafa verið rætt á seinasta
fundi miðstjómar Kommúnista-
flokksins. Margir em sagðir
hafa varað við afleiðingunum
erlendis, ef réttarhöldin færu
fram fyrir luktum dymm.
Hinir ákærðu em Alexander
Ginsburg, 31 árs, Juri Galans-
kov, 28 ára, Alexei Dobro-
volsky, 29 ára, og Vera
Lajskova, 21 árs.
Eins og áöur hefir veriö getið
sendu 30 kunnir sovétborgarar
bænaskrá um opin réttarhöld,
vegna þess „að alþýða manna
hefði vaxandi áhyggjur af máls-
meðferð og langri fangelsisvlst
sakbominga“.
1 yfirlitsgrein í Norðurlanda-
blaði, sem hér er stuözt við,
segir aö á tfmanum frá þvi
réttarhöldin áttu að byrja og þar
til nú, að þau hófust hafi margt
furðulegt gerzt í Suður-Rúss-
landi. 1 fyrsta lagi gerðist það,
að sonarsonur Litvinovs, sem
fyrr á öldiani var utanrikisráð-
herra sneri sér til Kosygins
vegna þess að hinir tmgu rit-
höfundar höfðu verið i fangelsi
yfir 11 mánuði, eða lengur en
heimilt er samkvæmt stjómar-
skránni, og bað bréfritarinn,
Pavel, sem er læknir, Kosygin
um að hafa persónuleg afskipti
af málinu. Samtimis fór hann
fram á réttarhöld fyrir opnum
tjöldum og höfðu um 100 manns
skrifað undir þá beiðni.
En Litvinov lét ekki hér við
sitja. Hann smyglaði greinar-
gerð til hins vestræna heims,
um það sem gerzt hafði er leyni-
lögreglan sovézka yfirheyrði
hann, og skýrði frá því £ ein-
stökum atriðum, er rithöfund-
urinn Vladimir Bukovsky, sem
áður var dæmdur í 3ja ára fang-
elsi, sætti barsmíð leynilög-
reglunnar. Greinargerðin var
Alexander Ginsburg
birt í ítalska blaðinu IL
GIORNO.
Athygli vekur, að Litvinov
hefir ekki verið handtekinn —
eða orðið fyrir neinum óþæg-
indum, svo að vitað sé, og þaö
bendir til, að hann eigi menn
Framliald á bls 10
Skákþáttur Vísis
t t t t t 1
Á rið 1966, þegar þeir háðu ein-
vígi um heimsmeistaratitil-
inn I skák, Petroshan og Spassky
var það engum vafa undirorpið,
að þama mættust tveir sterk-
ustu skákmenn heims. Spassky
hafði unnið sér áskorandarétt-
inn með þvl að leggja að velli
kappa eins og Keres, Geller og
Tal. Atlaga Spasskys að titli
Petroshans hlaut því að verða
hörð. En heimsmeistarinn reynd-
ist ennþá sá sterkasti og
Spassky varð að lúta í lægra
haldi. Eftir þessi hörðu átök
virtist draga af þeim félögum.
Spassky reyndist ekki jafn sig-
ursæll á skákmótum eftir einvlg-
ið og það taldist til undantekn-
inga að Petroshan ynni mót. Það
má þó segja Petroshan til mikils
hróss, að hann hefur verið ólat-
ur við að taka þátt I mótum eft-
ir að hann varð heimsmeistari
og er hann að því leyti ólíkur
Botvinnik, sem tefldi oft ekki
langtímum saman. Spassky lét
svo um mælt eftir skákmótið I
Sochi, þar sem hann deildi 1.
sæti ásamt 4 öðrum, að hann
væri orðinn. skákþreyttur. Von-
andi verður hann þó orðinn
hressari fyrir einvlgið við Geller
og et alls ekki ólíldegt að spá
þvi að þeir Spassky og Petros-
han mætist að nýju 1 einvfginu
um heimsmeistaratitilinn í
skák.
Á skákmótinu I Sochi hlaut
eftirfarandi skák 1, fegurðar-
verðlaunin.
Hvítt: Schamkovich, Sovétr.
Svart: Damjanovic, Júgóslavíu
Sikileyjarvöm.
I. e4 c5, 2. Rf3 e6, 3. Rc3 Rc6,
4. d4 cxd, 5. Rxd a6, 6. Be2 Dc7,
7. 0-0 Rf6, 8. Khl.
Hér hefði verið nákvæmara að
leika 8. Be3. Eftir Khl getur svart
ur leikið 8... RxR 9. DxR Bc5
og svartur stendur vel.
8 ... Be7, 9. f4 d6. 10. Be3 0-0.
Hér virðist betra að leika 10.
... Ra5 og koma riddaranum
til c4.
II. Del! Bd7, 12. Dg3 Kh8, 13.
a3 Hac8, 14. Bd3 b5, 15. Hael
Db8, 16. e5 Rg8.
Hér hefði verið skárra að leika
16 ... dxe 17. RxR BxR 18. fxe
Rh5 19. Dh3 g6.
17. RxR BxR, 18. Bd4 b4, 19.
f5! bxR 20. f6 Bxf.
Ef 20... gxf 21. exf Rxf, 22.
HxR e5, 23. Dh3 og vinnur.
21. exB g6, 22. Bxg! e5.
Ef svartur leikur 22... fxB,
23. f7f e5, 24. Hxe og vinnur.
23. Hxe! Bxgf 24. KxB dxH
25. Be4 Rxf, 26. Bxe og svartur
gafst upp.
Jóhann Sigurjónsson.
SESEJsrrr