Vísir - 13.01.1968, Blaðsíða 13
V í S IR . Laugardagur 13. janúar 1968.
13
• Rcsðleggingar varðandi framtal til skatts — 1. grein
Hvað má draga frá
tekjum til skatts?
ÞAÐ BREGZT EKKI frekar en jólin eru haldin á hverju ári
og sfðan áramótanna minnzt í kjölfar þeirra, að stuttu seinna
er útdeilt í hús framtalseyðublöðum til skatts og ættu þau
að vera komin fyrir hvem skattþegn nú.
Þetta er árvisst fyrirbæri og það er segin saga, að það
veldur ávallt þegnunum miklum heiiabrotum að fylla út þessi
eyðublöð, svo sumir hafa þungar áhyggjur síðustu vikur janú-
armánaðar, af því, hvernig leysa beri þetta flókna verkefni
af hendi, svo að þeir verði hvorki sakaðir um skattsvik, né
fái á sig óréttmætar álögur.
Mest snúast hugsanimar um
það, hvað menn geti helzt talið
sér til frádráttar í frádráttar-
liði eyðublaðsins og hér fylgja
leiðbeiningar fyrir framteljend-
ur, sem Vísir hefur aflað sér
hjá Ríkisskattstjóra, um það,
hvemig sá hluti skattframtals-
ins skuli fylltur út.
Það þarf varia að minna á
það, hversu miklu það skiptir,
að eyðublaðið sé rétt fyllt út.
Það kemur sér bezt fyrir fram-
teljendur sjálfa og það myndi
spara ríkinu milljónir króna í
útgjöld, ef skattstofan þyrfti
ekki að eltast við fljótfæmis-
villur í framtali þegnanna, eða
aðrar villur.
♦ Kostnaður við húseignir.
Sjá um stafalið a., b. og c.
síðast í umsögn varðandi eign-
arlið 3, um fasteignir (sem blað-
ið birtir siðar).
4 Vaxtagjöld.
Hér skal færa í kr.dálk sam-
4 Iðgjald af lífeyristryggingu.
Hér skal aðeins færa framlag
framteljanda sjálfs til viður-
kenndra lífeyrissjóöa eða greidd
iðgjöld af lifeyristryggingu til
viðurkenndra vátryggingarfé-
laga eða stofnana.
Reglur hinna ýmsu trygging-
araðila um iðgjöld em mismun-
andi, og frádráttarhæfni ið-
gjaldanna þvi einnig mismun-
andi hjá framteljendum. Er því
rétt, að framteljandi leiti upp-
lýsinga hjá viðkomandi trygg-
ingaraðila eða skattstjóra, ef
honum er ekki fullkomlega
ijóst, hvaða upphæð skuli færa
hér til frádráttar.
4 Iögjald af lífsábyrgð.
Hér skal færa greitt iðgjald
af líftryggingu. Hámarksfrá-
dráttur fyrir þá, er greiða í
lífeyrissjóð og njóta frádráttar
skv. frádráttarlið 5, er kr.
6,000.oo, en kr. 9.000.oo fyrir
aðra.
„Það er þó dálítil huggun, að þeir taka tillit tii sjúkralegu.“
talstölu vaxtagjalda samkvæmt
c-lið, síðast í umsögn varð-
andi eignarlið 3, um fast-
eignir (sem blaðið birtir sið-
ar). færa má alla sannanlega
greidda vexti af lánum, þar með
talda vexti af lánum, sem tekin
hafa verið og/eða greidd upp á
árinu.
4 Eignarskattur.
1 kr. dálk skal færa eignar-
skatt greiddan á árinu.
4 Eignarútsvar.
í kr. dálk skal færa eignar-
útsvar greitt á árinu.
4 Sjúkrasamlag.
Hér skal færa sjúkrasamlags-
gjald fyrir árið 1967, eins og
það var á samlagssvæði fram-
teljanda. Sjúkrasamlagsgjald
iðnnema og sjómanna, sem
greitt er af vinnuveitanda, fær-
ist því ekki á þennan lið,
1 Reykjavik var gjaldið kr.
1.380.OO fyrir einhleypan og kr.
2.760.oo fyrir hjón.
4 Alm. tryggingagjald .
Hér skal færa almannatrvgg-
ingagjald álagt 1967. Fullt gjald
var: Kr. 3.850.OO fyrir hjón, kr.
3.500.OO fyrir einhl. karl og kr.
2.625.oo fyrir einhl. konu
Iðnnemar greiða ekki sjálfir
alm. tryggingagjald. Framtelj-
endur yngri en 16 ára og 67 ára
og eldri greiða ekki alm. trygg-
ingagjald. Þessir aðilar færa því
ekkert f þennan frádráttarlið.
♦ Stéttarfélagsgjald.
Hér skal rita nafn stéttarfé-
lags og árgjaldið í kr.dálk.
♦ Greitt fæði á sjó .... dagar.
Hér skal rita dagafjölda, sem
framteljandi er skráður á ísl.
fiskiskip og greiðir fæði sitt
sjálfur. Síðan skal margfalda
dagafjölda með tölunni 54 og
færa útkomu í kr. dálk.
♦ Slysatr. á fiskiskipi
........vikur.
Vegna nýrra Iagaákvæða um
sjómannafrádrátt, eiga orðin
„á íslenzku skipi“ að koma í
stað orðanna ,,á fiskiskipi" á
framtali og skal þessi liður not-
aður bæði fyrir sjómenn á ís-
lenzkum fiskiskipum og sjó-
menn á öörum íslenzkum skip-
um, sem rétt eiga á sjómanna-
frádrætti.
Hér skal rita vikufjölda, sem
framteljandi er háður slysa-
tryggingariðgjaldi sem lögskráð-
ur sjómaður á íslenzku skipi.
Ef framteljandi er lögskráður á
íslenzkt skip í 26 vikur eða
lengur, skal margfalda viku-
fjöldann með tölunni 808 og
færa útkomu í kr. dálk. Sé
framteljandi lögskráður á ísl.
skip skemur en 26 vikur, skal
margfalda vikufjöldann með
tölunni 116 og færa útkomu í
kr. dálk.
Hlutaráðnir menn skulu og
njóta sama frádráttar, þótt þeir
séu eigi lögskráðir, enda geri
útgerðarmaður fulla grein fyrir,
hvernig hlutaskiptum er farið
og yfir hvaða tímabil launþegi
hefur tekið kaup eftir hluta-
skiptum.
♦ Skyldusparnaður.
Hér skal færa þá upphæð,
sem framteljanda, á aldrinum
16—25 ára, var skylt að spara
og innfærð er í sparimerkjabók
árið 1967.
Skyldusparnaður er 15% af
launatekjum eða sambærilegum
atvinnutekjum, sem unnið er
fyrir á árinu.
Sparimerkjakaup umfram
skyldu eru ekki frádráttarbær. -
♦ 50% af launatekjum konu.
Hér færist helmingur upp-
hæðar, sem talin er í tekjulið
12. Ef teknanna er aflað hjá
fyrirtæki, sem hjónin eiga, ann-
aðhvort eða bæði, eða ófjárráða
böm þeirra, skal frádráttur
ekki færður í þennan lið, heldur
í b-lið þessa töluliðar.
♦ Vegna starfa konu
við atvinnurekstur hjóna.
Hér skal færa frádrátt vegna
starfa eiginkonu við atvinnu-
rekstur, sem hjónin eiga, annað
hvort eða bæði, eða ófjárráða
böm þeirra.
Meta skal hluta konunnar af
sameiginlegum hreinum tekjum
hjónanna, miðað við beint
vinnuframlag hennar við öflun
teknanna. Til frádráttar leyfist
50% af hlut hennar, þó aldrei
hærri upphæð en kr. 15.000.oo.
„Fæst nýja eldhúsmnrétting-
in færð sem viðhaldskostn-
aður?“
kostnaðar að námi loknu, sbr.
næsta tölulið.
Frádrátt frá tekjum náms-
manna skal leyfa skv. eftirfar-
andi flokkun, fyrir heilt skóla-
ár, enda fylgi framtölum náms-
manna vottorð skóla um náms-
tfm, sbr. þó síðar um nám ut-
„Þessar 41.300 kr., sem hann fær í frádrátt vegna giftingar-
'innar, fæ ég.“
4 Sjúkra- eða
slysadagpeningar,
Hér skal færa til frádráttar
sjúkra- eða slysadagpeninga úr
almannatryggingum og sjúkra-
sjóðum stéttarfélaga, sem jafn-
framt ber að telja til tekna
undir tekjulið 9.
♦ Annar frádráttur.
Hér skal færa þá frádráttar-
liði, sem áður eru ótaldir og
heimilt er að draga frá tekjum.
Þar til má nefna:
Afföll af seldum verðbréfum.
Ferðakostnað vegna lang-
ferða.
Gjafir til menningarmála,
vísindalegra rannsóknarstofn-
ana, viðurkenndrar lfknarstarf-
semi og kirkjufélaga.
Kostnað við öflun bóka o. fl.
til vísindalegra og sérfræðilegra
starfa.
Kr. 41.300 færast til frá-
dráttar tekjum hjóna, sem
gengið hafa í lögmætt hjóna-
band á árinu.
Frádrátt v/björgunarlauna.
Frádrátt einstæðs foreldris,
er heldur heimili fyrir böm sín,
kr. 20.700, að viðbættum kr.
4.140, fyrir hvert bam.
Námsfrádrátt, meðan á námi
stendur, skv. mati rikisskatta-
nefndar. Tilgreina skal nafn
skóla og bekk. Nemandi, sem
náð hefur 20 ára aldri, skal út-
fylla þar til gert eyðublað um
námskostnað, óski hann eftir að
njóta réttar til frádráttar nájns-
an heimilissveitar, skólagjöld,
námsstyrki o. fl.:
4 Kr. 24.600.oo.
Háskóli Isl. Húsmæðrakenn-
arask. ísl. Kennarask., Mennte-
skólar. Tæknisk. ísl. 5. og 6.
bekkur Verzlunarsk. Isl.
4 Kr. 20.100.oo.
3. bekkur miðsk. og héraðs-
skóla, Gagnfræðask. Fóstrusk.
Sumargjafar, Húsmæðraskólar,
íþróttask. Isl. Loftskeytaskól-
inn, Samvinnuskólinn, 3. bekk-
Framhald á bls. 10.
NSmsmenn fá frádrátt.