Vísir


Vísir - 13.01.1968, Qupperneq 16

Vísir - 13.01.1968, Qupperneq 16
VI S T R Laugardagur 13. januáT iyb». BíEstjóri slasast í órekstri við Búrfell # Ökumaður slasaðist illa við á- rékstur, sem var við Búrfellsvirkjun í gær. Maðurinn var fluttur á slysavarðstofuna í Reykjavík, en ekki er nánar vitað um meiðsli hans. Það voru tveir grjótflutningabíl- ar, sem rákust á rétt innan við Sámsstaðaklif. Rann annar þeirra til í hálkunni og snerist á veginum, þannig að hann lenti framan á hin- um bílnum, sem var að aka fram hjá. Slasaðist annar bílstjórinn á höfði, þ'ar eð hann rak hnakkann harkalega í við áreksturinn. Enska knattspyrnan færist frnm í íþróttaþætti sjónvarpsins Enska knattspyrnan hefur aflað sér mikilla vinsælda í sjónvarpinu á laugardögum og er því ástæða til að benda þeim áhugasömu á að breyting verð- ur frá og með deginum í dag á niðurröðun í íþróttaþáttinn. Verður enska knattspyman nú fyrsti liðurinn á dagskránni og hefst í kvöld kl. 18, en var áður síðasti liðurinn í þættinum. í kvöld leika liðin Leeds Uni- ted og Fulham, en leikur Tott- enham og Bumtey fór ekki fram s.l. laugardag vegna veðurs, en búið var að boða áð sá leikur yrði sýndur. NÝR ÍSLENZKUR ÞJÓÐBÚNINGUR? Endanleg ákvöröun tekin í lok mánaðarins Nokkuð hefur verið um það rætt að undanförnu, hvort ekki sé á- stæða til að gera einhverjar breytingar á hinum íslenzka þjóð- búningi, þar sem almenn notkun hans fer ört minnkandi. Hefur nú verið skipuð nefnd af Æskulýðs- sambandi fslands, og er nefndinni ætlað að kanna möguleika á að breyta hinum fslenzka þjóöbúnir.gi, og ef það yrði gert, þá yrði nýr eða breyttur þjóðbúningur tekinn í notkun fyrir aldarfjórðungsaf- mæli lýðveldisins 1969. Formaður nefndarinnar, Björn Th. Björnsson listfræðingur, situr í nefndinni f. h. Æskulýðssam- bandsins, en í nefndinni eru full- trúar úr eftirtöldum félögum: Heimiiisiðnaðarfélagi íslands, Þjóð- dansafélaginu, Blaðamannafélagi fslands, Bandal. ísl. listamanna, Fél. handavinnukennara, Fél. ísl. teiknara, Húsmæörakennarafél. Hússtjórn, úr Handíða- og mynd- listaskólanum og auk þeirra situr frú Elsa Guðjohnsen í nefndinni. Hafa þegar verið haldnir nokkrir fundir og hafa komið fram tveir grundvallarmöguleikar í sambandi við þjóðbúninginn, eftir því sem Ragnar Kjartansson, form. Æsku- lýðssambands íslands sagði blað- inu 1 gær. Annar er sá, aö efnt verði til landssamkeppni um breytt- an eða nýjan þjóðbúning, rrieð það fyrir augum að hann verði ódýrari og hentugri en sá sem við eigum nú. Hin tillagan, sem einkum er studd af þeim, sem hafa haft mikið með hinn gamla þjóðbúning að gera, að efld verði upplýsingastarf- semi um gamla búninginn en hon- um ekki breytt. Gert er ráö fyrir að endanleg á- kvörðun um þetta mál verði tekin 25. þ. m„ en þá verður fundur í nefndinni og lögð fram ýtarleg greinurgerð um málið. Sigrfður Geirsdóttir fegurðardrottn- ing — hún ber skautbúninginn með prýði — það ættu íslenzkar kyn- systur hennar Hka að geta gert ► Hvorki hey né hús handa hrossum Talsvert ber á hirðuleysi hrosseigenda — Reyk- vikingar láta hross sin ganga i sumarh'ógum án frekari umhirðu—Heyverðið komið i kr. 4 fyrir kg. „Ástandið er heldur slæmt, hér vantar víða fóður,“ sagði Pétur Hjálmsson, héraðsráðunautur, í stuttu viðtali við Vísi í morg- un, er við inntum hann eftir ástandinu hjá skepnuhöldurum í sveit- inni. Pétur sagði, að talsvert bæri á hirðuleysi þeirra, sem ættu hross, þeir létu þau ganga í sömu högunum og í sumar og væri einstaka hross illa farið af fóðurskorti. Pétur sagði, að hér væri ekki einungis um sveitamennina að ræða, heldur væri nokkuð um að Reykvíkingar kæmu hrossum sínum í vetrargöngu í sveitinni, til að hafa minna fyrir þeim. Pétur sagði ennfremur, að nú væri sá tími, þegar venjulegast væri að taka hrocs í hús, en stað- reynd væri, að sumir hrossaeig- endur ættu hvorki hey né hús handa hrossum sínum, en þess bæri að geta, að margir væru farnir að hýsa hrossin sín fyrir löngu. Við spurðum Pétur hvað hægt væri aö gera til að koma í veg fyrir slæi j. meðferð hrossa og sagði hann, að hægt væri aö kæra hana fyrir Dýraverndunarfélagi Islands, en gat þess um leið, að í hverjum hreppi væru fóðureftir- litsmenn skipaðir af hreppsnefnd- um, sem sjá ættu um aö fóður- birgðir væru nægar og gera að- Safnast þegar saman kemur. Það tekur tíma ai telja... ..ein króna ...tvær krónur...brjár krónur.. ..upp i tvær milljónir og brjá hundruð bás. — Hugsið ykkur! Þvílíkur haugur! TVÆR MILLJÓNIR OG ÞRJÚ til FJÖGUR HUNDRUÐ ÞÚSUND eins og tveggja krónu-peningar! — Það er dálagleg hrúga af krón um og túköllum! Allar horfur eru á því, að sú sé útkoman úr stöðumælum ár- ið' 1967, en lokatölur bafa þó ekki verið reiknaðar nákvæm- lega út, enda tekur það tímann sinn að telja það, sem komið hef ur inn. Búið er að reikna út (telja krónumar og túkaWana) það, sem komið var inn í lok októ- ber, en það nam 1.91 milljón krónum. Á sama tíma árið 1966 vora komnar inn 1,59 miiij. kr. Heildarútkoman árið 1966 var tvær milljónir og 52 þúsund krónur, sem koma út úr stöðu- mælum, en 466 þúsund krónur komu inn vegna sekta (50 krónu sektirnar), sem greiddar voru innan viku frá því, að menn fengu miða á bílinn sinn. i Engar upplýsingar voru fyrir- liggjandi hjá Guttormi Þormar yfirverkfræðingi hjá gatnamála- stjóra, um hve mikiö hefði kom- ið inn á árinu 1967 af 50 króna sektum. „Þetta eru ekki nettö-tekjur, heldur er eftir að taka með í reikningínn allan kostnaðinn," sagði Guttormur við Vísi I gær. „Þó við séum ekki búnir að fá inn lokatölumar úr nóv. og des. sýnist mér útkoman ætla að verða þessi (ofangreind). í nóv. 1966 komu inn 191 þús. kr. og í des. 252 þús. kr. Útkoman árið 1967 verður hærri en 1966, sem stafar af því, að seint á árinu 1966 voru settir upp 2ja krónu mælarnir og 1. sept. ’66 voru ráðnir stöðu mæiaveröir. Við tilkomu þeirra jókst það til muna, sem inn kom.“ vart til viðkomandi yfirvalda ef einhverju vrri ábótavant um fóðrun húsdýra. Að lokum spurðum við Pétur hvernig ástandið yrði, ef illa vor- aði og sagði hann, að vafalítið mundi öngþveiti skapast víða, ef svo yrði, svo lítið væri til af heyj- um. Pétur sagði, að nú væri hey- verðið komið í kr. 4 hvert kg. og dæmi væru þess, að menn geymdu hey til verri tíma, til að hagnast enn meira á sölu þess, en kvaðst vilja geta þess, að hreppsnefndir hefðu heimild til þess, samkvæmt lögum, að banna heyflutninga út úr viðkomandi hreppum, ef ástæða þætti til. Framhalds- r r fundur LIU Framhaldsfundi Landssambands íslenzkra útvegsmanna, sem hófst í Reykjavík síðastliðinn miðviku- dag, verður haldið áfram í Átthaga- sal I ?1 Sögu í dag og hefst hann kl, 2 síðdegis. Matvörubúðir loka í hádeginu Ekki er óllklegt að mörgum bregði í brún næstu dagana, þegar þeir ætla að bregða sér í matvöruverzlun í hádeginu og koma að iokaðri verziun. Sam- tök kaupmanna hafa nú séð sig knúin til að ioka verziunum sínum frá kl. 12.30 til 14 dag- lega til að hagnýta sem bezt vinnuafl sitt, að því er segir í fréttatilkynningu. sem Kaup- mannasamtökin gáfu út f gær. Eins og fram hefur komið i fréttum þykir verzlunarstétt- inni hart sorfið að verzluninni meö verðlagsákvæðum þeim, sem nú gilda. Meö því fyrir- komuiagi að loka búðum vfir matartfmann telja kaupmenn að aukin verði nýting vinnuafls, en áður hefur allt að helmingur starfsmanna verzlana verið frá í matmálstíma. Matartími starfs manna er iy2 tími, en í fram- kvæmd þýðir það að frá kl. 11.30 til 15 á degi hverjum er alltaf einhver í mat, en kí. 15 hefst kaffitíminn. Teija kaup- menn þetta mikið óhagræði og öryggisleysi, eins og segir í fréttatilkynningunni. Héldu mat vöru- og kjötkaupmenn fund um þetta mál á fimmtudags- kvöldiö og var eftirfarandi til- iaga einróma samþykkt: „Almennur fundur Félags matvörukaupmanna og Félags kjötverzlana, haldinn að Hótel Sögu 11. jan. 1968 lýsir vilja sínum á því að verzlanir félags- manna hafi lokað í matartíma frá kl. 12 y2 — 14 og hvetur félagsmenn í hinum ýmsu borg- arhverfum til að hafa samstarf um framkvæmd slíkrar lokun- ar.“ Lokunin í hádeginu er þegar komin til framkvæmda víða í Kópavogi og í einstaka verziun- um í Reykjavík, en næstu daga má búast við að verzlunum fjölgi, sem loka dyrum sínum fyrir viðskipavinum í hádeginu. í öðrum greinum smásöluverzl- unar standa yfir athuganir á sams konar aðgerðum. Loks er þess að geta að á vegum Kaupmannasamtakanna eru nú í athugun ýmsar fleiri aðgerðir til að vega upp á móti þeirri skerðingu, sem kaupmenn telja sig hafa orðið fyrir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.