Vísir - 27.01.1968, Síða 1

Vísir - 27.01.1968, Síða 1
VÍSIR 58. árg. - Laugardagur 27. janiíar 1968. - 23. tbl. I ^__________________________________, Blindbylur á Akureyri, leigu- bílar lögðu niður akstur Þaö geröi byl og tók aö hvesja til muna um kl. 5 í gær dag á Akureyri. Vindhraðinn komst upp í 9 vindstig og slík var hríðin, að fólk komst varla milli húsa, enda var það aöal- starfi lögreglunnar þar í síðdeg inu, að h.iálpa fólki að komast leiðar sinnar. Þessi eipi lögreglubíll, sem hún hefur ti! sinna þarfa, stanzaði ekki eitt augnablik, því að varla var bifreiðin kominn úr einum leiðangrinum, fyrr en sá næsti nauðstaddi bað um aöstoð. Leigubílstjórar lögðu niöur akstur og kváöust ekki hætta sér út í þessa færð, sem lög- • regian taldi ekki mjög slæma ef • bílar væru á keðjum, en hins J vegar var skyggni alls ekkert. • Það mótaði ekki fyrir rennustein • unum og ökumenn greindu ekki J ferðir hvers annars, nema af • ljósgeislum frá bifreiðunum. — J Þó var nokkuð af einkabifreið- • um á ferli. • VARÐSKIP BJARGAR MONNUM UR GÚMBÁTÁ PATREKSFJARÐARFLÓA — sáu neyðarblys um kl. 19.20 i gærkvöldi — báturinn bætt kominn, er bjórgun tókst □ í gær barst eftirfarandi skeyti til Landhelgis- gæzlunnar frá varðskipinu Albert: „HÖFUM BJARGAÐ ÁHÖFN M/B VER í GÚMMÍBÁT SEM VAR Á REKI f SUNNANVERÐUM PATREKS- FJARÐARFLÓA SKIPBROTSMENN VIÐ SÆMI- LEGA HEILSU“. Biaðið hafði samband við Kristján Júlíusson yfirloft- skeytamann hjá Landhelgisgæzl unni og spurði hann nánar um þessa björgun. Hann sagði, að litlar fregnir hefðu borizt utan þíita skeyti, en varðskinið Albert hefði séð neyðarblys um kl. 19.20 og ann að kl. 19.30 og um átta leytið var varðskipið komW að skip- brotsmönnum, sem voru í gúmmíbát. Var báturinn þá kom inn nálægt klettum og mátti vart tæpara standa með björgun ina. Að líkindum hafa verið fimm menn í gúmmíbátnum af m.b. Ver, sem sennilega er frá Bíldu dal. KOSS SÉRLEYFP' > — heitir þessi mynd eftir Haf J ■ liða Guðmundsson á Siglufirði.J ■ Hann tók þessa ágætu frétta- J ■ Ijósmynd, þegar karlakórinn Vís J ■ ir fór frá Siglufirði í þeim veðra | ■ ham, sem Siglfirðingar þekkjaj ■ bezt. í dag eru Vísis-menn ij I hlýviðri í Cannes og syngja í ■ Jútvarp og sjónvarp þar í dag,> J og er ekki ósennilegt að ná ■ Jmegi i söng þeirra kl. 18.30 !■ Ljósaútbúnaður fyrir H-umferð fyrir 1. .maí Frá áramótum hefur verið heim- ilt að nota bifreiöaljós fyrir hægri umferð sem sérstaklega eru þannig útbúin, að þau brjóta ekki í bága við núgildandi ákvæði um ljósa- búnaö. Frá 1. maí fá bifreiöar eigi fulinaðarskoðun nema þær séu með ljósabúnaö fyrir hægri umferð, og fyrir 1. ágúst skulu allar bifreið- ir í landinu vera komnar með Ijósa- búnað fyrir hægri urnferð. Síðast í desember gaf dómsmála ráðuneytið út reglugerö vegna ljósabúnaðar bifreiöa fyrir hægri umferö. Er þar fyrst greint frá þeim breytingum sem verða Á nú- gildandi reglugerð um ljósabúnað, | en það eru aðallega orðalagsbreyt J ingar þar sem „hægri“ kemur f stað „vinstri“ og öfugt. | Þá eru ákvæði til bráðabirgða, sem nauðsyniegt er að hver bif- reiðaeigar kynni sér vel. Segir í þessum ákvæðum til bráðabirgða, : að fram til 26. maí sé heimilt að nota ljósabúnað með mishverfum lágljósum, sem ætluð eru fyrir | hægri umferð, enda séu ljósker þannig útbúin að ekki brjóti í . bága við núgildandi ákvæði. Eiga j ljósker þá annað hvort að vera yfir ; límd þannig að límt sé yfir ljósgeira ! ljóskersins, eða þá með perum sem [ hægt er að stilla fyrir hægri og vinstri umferð. Bæði yfirlímingin og peruútbúnaðurinn skal vera við urkenndur af bifreiðaeftirliti rík- isins. Sérstaklega skal tekið fram ■að álímingin skal vera úr þannig efni að hún haldist óhreyfð fram til fyrsta maí, og verður bifreiða- eftirlitiö að viðurkenna þá aðila sem álíminguna annast. Getur því ekki hver sem er annast það verk. Bifreiðir með mishverf lágljós, sem við aðaiskoðun 1968 hljóta f.ullnaðarskoðun fyrir 1. maí 1968 skulu búnar ljósabúnaði fyrir hægri umferð, sem þó fullnægi skilyrðum um ljósabúnað í vinstri umferð. Frá og með 1. maí er heimilt að nota ljósabúnað með mishverfum ljósum fyrir hægri umferð án nokkurs aukabúnaðar fyrir vinstri umferð og bifreiðir sem skoðaðar eru eft ir þann tfma fá ekki fullnararskoð- un nema þær séu með ljósabúnað fyrir hægri umferð. Fyrir 1. ágúst skulu allar bifreið ir vera komnar með ljósaútbúnað fyrir hægri umferð og eftir þann tíma geta þeir bifreiðaeigendur, sem ekki hafa breytt Ijósabúnaði bifreiða sinna, átt það á hættu að bifreiðin verði stöðvuð og notkun hennar bönnuð Það skal tekið fram Framhald á bls. 13 Önnur : skoðnnnkönnunj: VÍSIS J ■ J Mikið er nú deilt um það, J Jhvort leyfa beri minkarækt hér. ■ á landi, og eru skiptar skoðanirj Jum það mál. ■ • VÍSIR hefur nú framkvæmt! ■ víðtæka skoðanakönnun meðalj J íbúa á Reykjavíkursvæðinu, sem ■ ■ leiðir vel í ljós álit manna. ÍJ Jblaðinu á mánudag verða birtar1 Jniðurstöðumar, hversu margir. ■ voru með og hve margir á móti.J tMMUAMMAMMJU Sekkjupípuleikur og Huggis hjú Skotum og vinum í kvöld □ Já, ég þarf helling af lofti, sagði pilsklæddur Skoti, David Brown að nafni, þegar tíðinda- maður Vísis hitti hann á Hðtel Sögu í gær, þar sem hann var að æfa sig og stilla sekkjapípu sína með miklum gauragangi á Mfmisbar. David Brown, senv er dósent f verkfræði við Edinborgarháskóla, var að æfa sig fyrir Bums Supp- er, sem íslenzk-skozka félagið hér á landi gengst fyrir á Hótel Loftleiðum í kvöld en Burns Supp er, eða Bums kvöld-eins og mætti kalla það á íslenzku, er haldið í minningu þjóðarskáldsins Robert Burns og er eins konar þjóðarhá- tíðardagar hjá öllum sönnum Skot- •um. Margvíslegar seremóníur eru hafðar í frammi á „Bums Supper", en þar gegnir sekkjapfpublásari veigamiklu hlutverki. Snæddur er sérstakur réttur, Haggis, sem helzt mætti líkja við íslenzkt slátur þó mikill sé munur á, sagði Robert Tack, prestur á Tjörn á Vatnsnesi. Sekkjapíparinn gengur fyrst hringinn umhverfis salinn, þar sem fagnaðurinn fer fram. Á eftir honum er „Haggis" borið. — Þessi ferð má ekki undir neinum kring- Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.